Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 19 Siðan þessi mynd var tekin fyrir einu og hálfu ári þegar flóttamannastraumurinn frá Vietnam var sem mestur þegar styrjöldinni þar lauk, hafa flóttamenn haldið áfram að flykkjast úr landi. Reyndar komust þessi litlu börn aldrei á leiðarenda þvi að flugvélin fórst skömmu eftir flugtak frá Saigon. Stödugur flóttamanna- straumur frá Víetnam Singapore — I. desember — Reuter. UM ÞESSAR mundir flykkjast flóttamenn frá Vietnam til Thai- lands þúsundum saman. Kommúnistarfki umlykja Vfetnam á alla vegu og eina leiðin, sem flóttafólkinu er opin til undankomu, er Suður-KInahaf. Sfðan er siglt fyrir Indókfnaskagann og inn á Sfamsflóa. Á Suður-Kfnahafi er stormasamt, en enda þótt leiðin sé hættuleg sjófarendum lætur flóttafólkið það ekki aftra sér frá að halda af stað á ófullkomnum fleytum sfnum, sem flestar eru fiskibátar ætlaðir til róðra á grunnmið. Að því er yfirvöld í B: ngkok segja hefur flóttamanna- straumur frá Víetnam aldrei verið meiri en eftir að komm- únistar náðu þar völdum á sfð- ast ári. Sögur eru á kreiki um, að yfirvöld þar séu fegin að losna við þetta fólk, — að sumu leyti vegna skoðana þess, en einnig og ekki síður vegna þess að þá fækkar munnunum, sem þarf að fæða. Flóttamannastraumurinn veldur miklum vandræðum í viðtökurikjunum, og oft eru flóttamennirnir óvelkomnir þar og flæmast þvi land úr landi. Erfiðleikar eru á því að finna því samastað til fram- búðar og yfirvöld í viðkomandi ríkjum veita þeim yfirleitt við- töku aðeins til bráðabirgða. Bandaríkin og Frakkland eru þau ríki, sem enn veita flestum flóttamönnum hæli, en menn óttast nú að gestrisni þessara ríkja eigi sér takmörk ef flótta- mannastraumurinn í heiminum heldur áfram með sama hætti og hingað til og flest ríki heims skirrast við að axla sinn hluta byrðarinnar. Fyrir mörgum flóttamann- anna er Thailand aðeins fyrsti áfanginn, en Astralía, Banda- ríkin og Frakkland veita mörg- um flóttamannanna viðtöku. Yfirvöld í Astralíu telja víst að margir Víetnamar farist á leið- inni til Thailands, enda þótt engar áreiðanlegar tölur séu til um það. Hins vegar er það stað- reynd að skip á þessum slóðum hafi bjargað fjölda fólks, sem orðið hefur skipreka, — nú síð- ast var það togari frá Singa- pore, sem bjargaði hópi fólks af bátsflaki. Þrátt fyrir þetta dregur ekki úr flóttamannastraumnum. Þegar til Thailands kemur hafa flestir þá sögu að segja, að frelsisþráin hafi rekið þá af stað, svo og hið erfiða ástand i Víetnam þar sem mikill skortur er rikjandi. „Vongóðir” nm áframhald veiða FINN Olav Gundelach, samninga- maður Efnahagsbandalagsins f viðræðunum við tslendinga, er vongóður um að komizt verði hjá „skyndilegri minnkun" veiða sjómanna frá EBE-löndunum við lsland, segir f fréttum brezkra blaða um viðræður hans f Reykjavfk f sfðustu viku. Haft er eftir Gundelach, að f lokaumferð viðræðnanna seinni hluta desember I Brtissel verði samið um það aflamagn sem EBE- sjómenn geti veitt við Island og íslenzkir sjómenn á miðum EBE- landanna. Hann harmaði að brezkir togaramenn yrðu að taka sér „lengra frí en venjulega" þar sem þeir gætu ekki veitt á öðrum miðum en kvað það einu leiðina til að halda dyrunum opnum f viðræðunum. Gundelach fullyrti að enginn leynisamningur hefði verið gerður í Reykjavík en The Times segir, að f Brtissel hafi menn býsna glögga hugmynd um hve mörgum brezkum togurum verði leyft að veiða á íslenzkum miðum á næsta ári, en þeir verði áreiðan- lega talsvert færri en þeir 24 sem heimilað var að veiða samkvæmt samningnum sem nú er útrunn- inn. Blaðið segir, að málalokin kunni ekki að valda eins miklum vonbirgðum og brezka togara- menn gruni þar sem EBE geti lítið boðið Islendingum á miðum sínum. Gundelach sagði brezkum blaðamönnum, að hvarf brezkra togara af Islandsmiðum mundi ekki valda brezkum sjávarútvegi alvarlegu tjóni. Aðspurður kvaðst hann enga tryggingu geta gefið fyrir þvf að brezkir togarar sneru aftur á Islandsmið áður en samningaviðræður hæfust. Haft er eftir Anthony Crosland utanríkisráðherra í Observer að hann harmi að brezkir sjómenn verði að sjá af afla f einn mánuð en það sé betra en ný átök. Blaðið segir, að það geti valdið Crosland miklum óþægindum ef togarinn Arctoc Rebel láti verða af hótun sinni um að halda einn áfram veiðum við lsland þar sem það hljóti að leiða til þess að tslendingar beiti varðskipunum gegn honum. I Hull er sagt, að vonbirgðin þar séu meiri en ella vegna þess, að þeir hefðu verið vongóðir þegar 20 manna nefnd þaðan hafði rætt við Gundelach skömmu áður en hann fór til Reykjavíkur: Talað er um að fjórir frystitogarar verði sendir frá Hull á markrflveiðar við Cornwall. Það mundi vekja mikla reiði f Cornwall þar sem fiskimenn þar hafa miklar áhyggjur af ofveiði rússneska og annarra austur-evrópskra verk- smiðjutogara sem ógna makrílstofninum. Athygli vakti, að eitt fimm fyrstu frumvarpa, sem brezka stjórnin lagði fram á nýsettu þingi, var frumvarpið um út- færsluna i 200 mílur. „Innrás” í skozk mið SKOZKIR togarar kvarta undan „innrás“ fslenzkra og sovézkra fiskiskipa á auðug mið f Norður- sjó og hafa mótmælt banni brezku stjórnarinnar við ýsuveiði brezkra báta á þessum miðum f desembermánuði. Talið er að bannið sprengi upp verð á ýsu í Bretlandi um jólin. Skipstjóri nokkur sagði á mót- mælafundi í Glasgow, að vegna bannsins yrði að leggja 1.000 bát- um á austurströnd Skotlands, um 7.000 sjómenn mundu missa at- vinnuna og atvinna 30—40.000 manna f landi kæmist f hættu. Bannið var samþykkt með seminga á fundinum en farið fram á atvinnuleysisbætur til sjómanna sem verða atvinnulaus- ir vegna bannsins. Ysumiðin eru 50—60 mílur frá Fraserburgh og Petershead i Skotlandi. Sjómenn á Hjaltlandi kvarta undan því að þeim sé ekki leyft að veiða ýsu 15 mílur frá ströndinni á sama tfma og bátar frá íslandi moki þar upp fiski. Bannið var sett þar sem stjórn- in óttast að ofveiði stofni fisk- stofnum í hættu. Sekt fyrir fyrsta brot er 100 pund og hækkar i 200 pund fyrir hvert brot eftir það. Afli og veiðarfæri verða gerð upptæk. Miðstjórn pólskra kommúnista á fundi Varsjá 1. des. NTB. MIÐSTJÓRN pólska kommúnistaflokksins kom saman f dag til að ræða efnahagsástandið f landinu. Verkföll og óeirðir f sambandi við áformaðar verðhækkanir á matvælum f sumar leiddu f ljós að fimm ára efnahagsáætlun Pólverja fær ekki staðist og þarf endurskoð- unar við á ýmsum sviðum. Eftir óeirðirnar í sumar varð Gierek flokksleiðtogi að heita þvf að forðast allar verðhækkanir i að minnsta kosta ár og mun það kosta ríkið milljónir króna. Ohagstæður viðskiptajöfnuður við útlönd er líka langtum meiri nú og nemur mörgum milljörðum, og er talið að enn muni halla undan fæti á næsta ári. Þá verður og væntan- lega til umræðu á fundi þessum vaxandi skortur á ýmsum matvæl- um og kolum sem gætt hefur I landinu að undanförnu og bakað fólki mikla erfiðleika og valdið ólgu meðal borgara. Konur flýja með börn sfn frá þorpi sem þurrkaðist út f jarð- skjáiftanum f Tyrklandi. Kona myrt á N-írlandi Brlfast. 1. drs. NTB. HRYÐJUVERKUM er haldið áfram á Norður- Irlandi. í nótt var 37 ára gömul kona skotin til bana af tveimur morðingjum sem komust undan og hafa ekki fundist. Konan hafði setið í stofunni á heimili sínu og horft á sjónvarp ásamt manni sínum og ung- um syni. Hringdi þá dyra- bjallan og konan fór fram að opna. Var skotið á hana f jórum skotum og hún lézt samstundis. Þetta gerðist í hverfi mótmælanda í Belfast. Kanadamenn hyggja gott til glóðarinnar St. John's. 1. desember, AP. GERT er rí8 fyrir hörSum samningaviðræðum milli Banda- rikjamanna og Kanadamanna um veiSar i Georgsbanka þegar Kana damenn færa út landhelgi sina i 200 milur 1. janúar og Banda- rikjamenn 1. marz. Útfærzlan hefur endurvakið gaml an draum Kanadamanna, aðallega ibúa Nýfundnalands. um að gera landið að heimsins mesta forðabúri eggjahvituefna úr hafinu. Ekkert annað land hefur eins mikla strand- lengju, eins stórt landgrunn og eins mikla fiskstofna og Kanada. Þó hafa fiskstofnarnir minnkað við gegndarlausa veiði á siðustu tuttugu árum og fyrr á þessu ári var svo komið, að litlu munaði að nokkrar greinar sjávarútvegsins á Nýfundna- landi og annars staðar i Austur- Kanada legðust niður. Kanadamenn ákváðu ekki að færa út lögsoguna fyrr en þeir höfðu gert nákvæma samninga við aðrar fisk- veiðiþjóðir, einkum Rússa Banda- rikjamenn sömdu við Rússa og Mexíkómenn i Washington á föstu- daginn. Litlum breytingum til hins betra er spáð i kanadiskum sjávarútvegi 197 7 þar sem Kanadamenn ákveða ekki sjálfir sina eigin fiskkvóta fyrr en 1978 Þangað til munu kana- diskir fiskimenn fara eftir kvótum Norðvestur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (ICNAF) sem 18 þjóðir eiga aðild að. Togarar frá þessum þjóðum veiða við Nýfundnaland, Nova Framhald á bls. 22 200 mílurnar stórefla útveg Bandaríkjanna Washington. 1 desember. AP. ÚTFÆRZLA bandarisku fiskveiði lögsögunnar i 200 milur leiðir til eflingar bandaríska fiskiskipaflot- ans og aukins útflutnings sjávar- útvegs og Bancfsrikjamenn verSa stórveldi f. ffekveiðum innan 5 til 10 ira. segir hion helzti forvigis- maður bandriska sjávarútvegsins, Murry P. Berger. Um það bil 60% af hundraði þeirrar sjávarfæðu. sem er neytt i Bandarikjunum. eru innflutt en á þessu verður breyting: Bandarikja- menn munu veiða meira sjálfir. flytja minna inn og meira út. segir Berger sem er forstjóri Seafood Compani og formaður National Fisheries Institute, sem um 70Q sjávarafurðafyrirtæki eiga aðild að Berger býst ekki við stórvægi- legum efnahagslegum breytingum fyrst i stað og telur að fyrst verði að endurnýja fiskstofnana sem hafi rýrnað við ágang erlendra fiskiskipa Hann er svo eindreginn stuðningsmaður 200 milnanna að hann hvetur aðrar þjóðir til að lýsa yfir 200 milum, þar á meðal Kin- verja sem hafa 100 milna fiskveiði- lögsögu en öll strandriki ættu að hafa fiskveiðilögsögu og allar ættu aðfæra út i 200 milur. Berger segir, að af um 1 1 millj- örðum punda af fiski, sem séu veiddar við Bandarikin á fimm árum, veiði Japanir og Rússar 7.5 mill- jarða punda Útflutningur nemur nú um 1 7 milljónum punda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.