Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 3 Enn deilt í Háskólanum: Lögbann sett á framhalds- aðalfund Stúdentafélagsins LÖGBANN var í gær sett á framhaldsaðalfund Stúdentafélags Háskóla íslands, sem stjórn félagsins hafði boðað til kl. 14.30 í Logbergi, húsi Lagadeildar Háskóla íslands. Lögbannið setti Ólafur Sigurgeirsson, fulltrúi borgarfógeta, að kröfu Garðars Mýrdals, fyrr- verandi formanns Stúdentafélagsins, og lögfræðings hans, Inga R. Helga sonar. Deilt hefur verið um lögmæti aðalfundar Stúdentafélagsins 23. marz sl., þar sem félagið var tekið úr höndum kommúnista og Kjartan Gunnarsson laganemi kjörinn for- maður. Garðar Mýrdal, fyrrverandi formaður, og stjóm hans neituðu að viðurkenna þessa kosningu og héldu áfram að starfa, og varð stjórn Stúdentafélagsins að leggja lögbann 1. apríl sl. á alla starfsemi Garðars og félaga hans I nafni félagsins. Þegar fundurinn átti að hefjast kl. 14.30 í Lögbergi kom Ingi R. Helga- son á vettvang ásamt fógetafulltrúa, Garðari Mýrdal og blaðamönnum og Ijósmyndurum Þjóðviljans. Ingi til- kynnti stjórn Stúdentafélagsins, að Garðar Mýrdal, sem enn teldi sig for- mann félagsins, hygðist sem slíkur leggja lögbann á framhaldsaðalfund félagsins, þar sem stjórnin, sem boð- aði til hans, væri ólögleg. Stjórnin mótmælti þvi, að lögbannið yrði sett á, þar sem Garðari Mýrdal væri óheimilt að koma fram í nafni félagsins skv. lögbanni nú frá 1. apríl s.l., en hann og Ingi kröfðust lögbannsins í gær í nafni stjórnar Stúdentafélagsins. Auk þess teldi stjórnin sig réttkjörna. Fulltrúi fógeta tók málið til úrskurðar, Framhald á bls. 31 Bræla á loðnu- miðum BRÆLA er nó á loðnumiðunum útaf Vestfjörðum og öll skip í landvari, að sögn Andrésar Finnbogasonar hjá loðnunefnd. Nú munu 15 skip stunda loðnuveiðar. Andrés sagði að sum skip- anna hefðu verið með afla, sem þau fengu áður en brælan skall á. Þannig var t.d. Helga II RE með 280 lestir, sem hún fór með til Reykjavíkur, Hilmir SU með 280 lestir, sem hann fór með til Faxaflóahafna, Ársæll Sigurðs- son GK með 100 lestir, sem hann fór með til Grindavíkur, Árni Sigurður AK með 50 lestir, sem skipið fór með til Akraness, og Rauðsey AK var með slatta, sem skipið fór einnig með til Akraness. Loðn- una fengu skipin 40 — 50 sjó- mílur út, af Straumnesi. íslendingar sýna okkur vanþakklæti sagði skipstjórinn á Via Nova frá Grimsby „VIÐ ensku sjómennirnir höf- um kennt fslenzkum sjómönn- um margt og okkur finnst þeir og aðrir tslendingar sýna okkur mikið vanþakklæti," sagði Tony Hankis, skipstjóri á Grimsbytogaranum Via Nova, I samtali við Morgunblaðið. Via Nova var einn brezku togaranna, sem voru á veiðum úti af Hvalbak I gær, eða fram til miðnættis. „Við förum ekki heim strax, við munum halda áfram að veiða,“ sagði hann. „En ég get ekki sagt þér hvar.“ Aðspurður um hvernig það legðist í hann að þurfa að hætta að veiða við Island sagði Hankis: „Ég er reiður yfir því og brezkir sjómenn eru almennt reiðir. Þið álftið að þið hafið unnið sigur með því að reka okkur af miðum, sem við höfum veitt á í mörg hundruð ár. En það er misskilningur. Þið hafið engan sigur unnið. Þið eigið eftir að sjá eftir þessu.“ Skipstjórinn var beðinn um að skýra þetta nánar og hann sagði: „Ætla ekki íslenzkir togarar að halda áfram að landa í Englandi? Ég held að Islendingar geti ekki rekið okkur burtu og búizt um leið við því að geta komið til Englands og selt fisk.“ Sagði Hankis að það væri ekki óráðlegt fyrir íslenzkan togara að landa í Hull eða Grimsby, það væri vitfirring. Hann sagðist hafa verið á togurum I 25 ár og alltaf við Island. I þessari síðustu veiði- ferð hefði hann verið 8 daga á veiðum en lítið fengið enda hefði veðrið verið slæmt. „Ég veit ekki hvort ég á eftir að koma til Islands aftur," sagði Hankis, „það er I höndum Efna- hagsbandalagsans. En hvar við munum veiða framvegis get ég ekki sagt. Allavega verðum við ekki við Bretland, við förum annað.“ Þjófurinn gaf sig fram ÞJÓFURINN, sem stal úr- um að verðmæti 400 þús- und krónur frá Garðari Ólafssyni úrsmið um síðustu helgi, er kominn í leitirnar. Gaf hann sig sjálfur fram við lögregluna. Þetta er 18 ára piltur, og kvaðst hann hafa framið þjófn- aðinn í ölæði. Hann gat skilað 4 úrum af 12, en vissi ekki hvar hin voru niðurkomin. Mál þetta er í rannsókn. Baráttusamkoma stúdenta í gær FYRSTA desembernefnd stúdenta efndi til baráttusam- komu f Háskólabfói f gær. Dag- skráin var helguð efninu: Gegn kjaraskerðingu verkafólks og námsmanna. Samstöðu f bar- áttunni við rfkisvald auðsins. Auk námsmanna sjálfra fluttu ávörp Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir, verkakona, Jósep Kristjánsson, sjómaður, og Snorri Sigfinnsson, verkamaður. Flutt var frásögn úr sögu ísl. verkalýðs- hreyfingar og fjallað um lánamál stúdenta og kjaraskerðingu launafólks, auk þess sem fluttir voru söngvar. Dagskránni var út- varpað. LÆKJARGÖTU 2 - SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.