Morgunblaðið - 02.12.1976, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976
Ekki
fæddur
ígær
— ný bók eftir
Guðmund G. Hagalín
tJT ER komin hjá Almenna bóka-
félaginu bókin „Ekki fæddur f
gær“ eftir Guðmund Gfslason
Hagalfn. UndirtitiII bókarinnar
er — séð, heyrt, lesið og lifað, og
eins og hann gefur til kynna er
þarna um að ræða hluta af sjálfs-
ævisögu Hagalfns, og er bók þessi
bcint framhald af „Stóð ég úti f
tunglsljósi,** sem út kom árið
1973.
t hinni nýju bók sfnni segir
höfundur frá árunum
1920—1924, en þrjú ár þessa tima
var höfundur ritstjóri á Seyðis-
Guðmundur G. Hagalfn
firði og síðan póstafgreiðslumað-
ur I Reykjavík, unz hann hélt með
fjölskyldu sinni til Noregs haust-
ið 1924.
1 bók þessari kennir margra
grasa, og má vitna til þess sem
stendur á kápusíðu bókarinnar:
„Ekki fæddur f gær“ er bók
lífsfjörs og bjartsýni. Hún lýsir
þroskuðum manni, sem varðveitt
hefur bernsku hjartans þrátt fyr-
ir óvenju margháttaða lífs-
reynslu, verðandi skáldi, sem er
að gefa út sínar fyrstu bækur."
Auk þess er í bókinni lýst
mörgu fólki, sem verður á vegi
höfundar, þekktu og ekki þekktu
og nýtur sín vel i þeim lýsingum
hið glögga auga Hagalíns fyrir
sérkennum manna.
Af kunnu fólki sem hér kemur
við sögu má m.a. nefna Kristján
Kristjánsson, lækni, Inga T. Lár-
usson, Sigurð Nordal, Stefán frá
Hvítadal, Þórberg Þórðarson, Pál
Eggert Ölafsson og fl.
Bókin er 264 bls. að stærð, sett í
Prentstofu G. Benediktssonar og
prentuð í Isafoldarprentsmiðju.
Gæzlu-
vaka?
Á KIRKJUÞINGI því sem nú
situr, hefur verið borin fram
tillaga um athugun á þvi að
komið verði upp hér í Reykja-
vík sálgæzlu á síðkvöldum og
næturþeli. Ályktunin er svo-
hljóðandi:
„Kirkjuþing ályktar að fela
kirkjuráði að kanna, hvort
prestar Reykjavikurprófasts-
dæmis telji vænlegt til
árangurs og framkvæmanlegt
að halda uppi gæzluvöku á síð-
kvöldum á tilteknum stað f
borginni, þar sem sóknar-
prestar og fyrrverandi sóknar-
prestar skiptust á um að veita
þeim aðstoð, sem yfir þyrmir
sálarleg neyð.“
AÖGLYSINCASIMINN F,R:
22480
Jllorgriablabib
11
SIGFUS Halldórsson tónskáld
heldur tónleika á Hvolsvelli
föstudaginn 3. desember klukk-
an 21 I Hvoli. Tónleika þessa
kallar hann „Litlu fluguna" og
verða á dagskrá lög eftir Sig-
fús, sem hann flytur ásamt
Sigurveigu Hjaltasted, Snæ-
björgu Snæbjarnardóttur og
Kristni Bergþórssyni. Tónleik-
„Litla f lugan”
á H vols velli
Sigfús Halldórsson
ar þessir eru á vegum Kiwanis-
klúbbsins Dfmons f Rangár-
vallasýslu.
Kiwanisklúbburinn Dfmon
var stofnaður í janúarmánuði
s.l. og hefur starfað ötullega að
líknar- og framfaramálum í
héraðinu og aflað fjár m.a. með
fisksölu. Nú fyrir jól verður
klúbburinn með sælgætis- og
flugeldasölu og einnig vonast
félagar i klúbbnum til þess að
ágóði verði af hljómleikum
þessara góðu listamanna. Nú er
verið að dreifa endurskins-
merkjum til allra barna á
barnaskólaaldri f Rangárvalla-
sýslu og er það gert með aðstoð
lögreglunnar, sem heimsækir
alla barnaskóla sýslunnar.
Næsta verkefni Kiwanis-
manna eru kaup á heyrnar- og
sjónprófunartækjum, sem ekki
eru til í Rangárvallasýslu. For-
seti Dfmons er Aðalbjörn
Kjartansson, Hvolsvelli.
Einleikur á
Komin er út á vegum Iðunnar
ný skáldsaga eftir Þorgeir Þor-
geirsson. Nefnist hún Einleikur á
glansmynd og er 144 bls. að stærð,
prentuð í Setbergi.
Þetta er nútímasaga í bókstaf-
legri merkingu, raunsæisleg lýs-
ing á samfélagi okkar í dag, þar
sem m.a. er fjallað um hin
óhugnanlegu glæpamál samtím-
ans.
Einleikur á glansmynd er
fimmta bókin sem Iðunn gefur út
eftir Þorgeir Þorgeirsson. Áður
eru komnar út bækurnar Yfir-
valdið, Kvunndagsfólk,
9563—3005 II, ljóð og ljóðaþýð-
ingar og Það er eitthvað sem eng-
inn veit, og er sú fyrstnefnda að
heita má uppseld.
: ÞorgeirÞorgeirsson
Einleikurá glansmynd
Skáldsaga
glansmynd
Þorgeir Þorgeirsson
LEIKIÐ VIÐ DAUÐANN
eftir James Dickey. Æsispennandi bók, seiðmögnuö og
raunsæ. Hefst eins og skátaleiðangur, endar eftir
magnaða baráttu um líf og dauða bæði við menn og
máttarvöld.
EKKI FÆDDUR I GÆR
sjálfsævisaga Guðmundar G. Hagalíns. Gerist á Seyðis-
firði og í Reykjavík á árunum 1920—25. Saga verðandi
skálds sem er að gefa út sínar fyrstu bækur. Sjóður
frábærra mannlýsinga — frægra manna og ekki
frægra.
LEIKIR OG STÖRF
bernskuminningar úr Landbroti eftir Þórarin Helga-
son. Einlæg lýsing á tilfinningalífi drengs sem verður
fyrir áfalii. Sjór fróðleiks um sveitalíf og sveitabörn
í upphafi aldarinnar.
órsson
PLÚPP •
fer til íslands
PLÚPP FER TIL
ÍSLANDS
eftir sænska barnabókahöfundinn Ingu Borg. Bráð-
skemmtilegt ævintýri í máli og myndum um sænska
huldusveininn Plúpp og það sem hann kynnist á
Islandi.
iIAU ö 1 JlrjlM 1U K
eftir Guðmund Halldórsson frá Bergsstöðum. Þriðja
smásagnasafn þessa sérstæða höfundar. Sögusviðið er
sveitin, eftir að fámennt varð á bæjum og vélin komin
í staðinn fyrir glatt fólk og félagsskap. Næmur skiln-
ingur á sálariífi fólks og sáirænum vandamálum_
einkennir þessar sögur. ’MWKnyf!JllTíf 1 -M RT.1K1
/ Alm
/R Austu
viDsimi 1
Almenna Bókafélag
Austurstræti 18. Bolholti 6.
simi 19707 simi 32620