Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 2 Átta umsækjendur um r áðuney tisst j ór astöðu STAÐA ráðuneytisstjóra I iðnaðarráðuneytinu var auglýst iaust til umsðknar I byrjun oktð- ber s.I. með auglýsingu í Lög- birtingablaðinu, en núverandi ráðuneytisstjóri, Árni Snævarr, lætur af störfum um áramðtin. Umsóknarfrestur er útrunninn og barust átta umsóknir. Sam- 37 ummæli rit- stjóra Þjóðvilj- ans dæmd ómerk NÝLEGA féll í borgardómi Reykjavíkur dómur í máli forgöngumanna undir- skriftasöfnunarinnar Var- ins lands gegn Svavari Gestssyni ritstjóra Þjóð- viljans. Var sú krafa geró, að 68 um- mæli eftir Svavar yrðu ómerkt. Dómur féll þannig, að 37 ummæli voru dæmd ómerk og Svavar auk þess dæmdur í 30 þúsund króna sekt. Dóminn kvað upp Garðar Gfslason borgardómari. Fjölmennur bændafundur að Hvoli: Afurðalán hækki og bændur fái 80% sauðfjárinnleggsins á haustnóttum Gert verdi upp fyrir sauðf járinnlegg 1975 fyrir 20. des. n.k. kvæmt upplýsingum Arna Snævarr sóttu eftirtaldi um embættið: dr. Ágúst Valfells, associate, prófessor, Iowa State University. Árni Þ. Árnason, skrifstofustjóri iðnaðarráðu- neytisins. Davíð A. Gunnarsson, aðst.framkvæmdastjóri ríkis- spltala. Haraldur Jóhannsson, hagfræðingur, Framkvæmda- stofnun rfkisins. Páll Flygering, yfirverkfræðingur, Landsvirkjun. Rúnar Bjarnason, slökkviliðs- stjóri í Reykjavík. Sigurgeir Jóns- son, aðst.bankastjóri Seðlabanka íslands. Sveinn Björnsson, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarstofun- ar tslands. TÖLUVERT á þriðja hundrað bænda sðtti bændafundinn að Hvoli, en þar ræddu bændur versnandi stoöu kjaramála sinna og greiðsluerfiðleika sölusamtaka sunnlenzkra bænda. Ljósm. Mbl. t.g. Stúlkan sem lézt MYNDIN er af Sigrúnu Ólínu Carlsdóttur, Þrastarlundi 19, Garðabæ, sem beið bana í umferðarslysi á Vífilsstaðavegi s.l. mánudag. Sigrún heitin var 7 ára gömul TÖLUVERT á þriðja hundrað bænda kom saman til almenns bændafundar f Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli f fyrrakvöld, þriðjudagskvöld, en fundur þessi var haldinn að frumkvæði nokkurra bænda f Rangárþingi vegna óánægju bænda með kjara- mál sfn og þá ekki sfzt hversu greiðslur fyrir afurðir bænda koma seint til framieiðenda. Norkkrar ályktanir voru samþykktar á fundinum og skoraði fundurinn meðal annars á fulltrúa bænda i Framleiðsluráði landbúnaðarins að vinna að þvf að afurðalán til bænda verði hækkuð þannig að sláturleyfishöfum verði gert kleift að greiða minnst 80% af skilaverði á haustnóttum og mjólkurbúum á neyzlumjólkur- svæðum að greiða 90% á framleiðsluárinu. Fundurinn ályktaði að óviðunandi væri að ekki skyldi nú þegar lokið upp- gjöri liðins árs á sauðfjáafurðir og krafðist fundurinn þess að úr þessu yrði bætt fyrir 20. desem- ber n.k. Eins og áður sagði sótti fundinn töluvert á þriðja hundrað bænda af Suðurlandi, aðallega bændur úr Rangárþingi. Magnús Finnbogason, bóndi á Lágafelli og einn fundarboðenda, setti fund- inn og lýsti tilgangi hans, en það væri að treysta samstöðu bænda f kjaramálum. Bændastéttin hefði orðið að sæta þvf að á hana væri hallað með sffellt þrengri kjörum varðandi greiðslur fyrir afurðir þeirra. Sagði Magnús að bændur þyrftu nú að bíða töluvert á annað ár eftir fullnaðaruppgjöri fyrir sláturafurðir og ekki væri lengur hægt að sitja aðgerðalaus. Svo væri nú komið að bændur fengju ekki umsamið verð fyrir afurðir sínar og það þýddi tugþúsunda kr. kjaraskerðingu á hvern bónda. Til að hafa framsögu á fundin- um var boðið Árna Jónassyni, er- indreka hjá Stéttarsambandi bænda, Gfsla Andréssyni, for- manni stjórnar Sláturfélags Suð- urlands, og Eggert Ólafssyni, for- manni stjórnar Mjólkurbús Flóa- manna. Árni sagði ástæður þess, að ekki hefði enn verið gert upp við bændur fyrir sauðfjárinnlegg frá haustinu 1975, væru aðallega þrjár. Togstreita hefði verið um verð á gærum og gæruseljendur á endanum selt þær á lægra verði en verðlagsgrundvöllur kvæði á um. Sagði Árni að nú lægi fyrir samkomulag um það milli rikis- stjórnar og gæruseljenda að það sem á vantaði yrðagreitt og bænd- ur fengju fullt verð fyrir gærurn- ar. Aðra ástæðu taldi Arni vera að sláturkostnaður hefði orðið hærri en áætlað hefði verið, þrátt fyrir að farið væri eftir óskum slátur- leyfishafa. Að síðustu nefndi Árni seinar greiðslur á útflutn- ingsuppbótum og sagði að nú væru um 392 milljónir króna ógreiddar í útflutningsbótum á sauðfjárframleiðsluna 1975. Nú hefði Seðlabankinn hins vegar ekki gengið eftir að afurðalán frá fyrra ári yrðu greidd upp að fullu og sláturleyfishafar ættu þvf að vera búnir að fá milli 60 og 70% af þessari upphæð og hana ættu þeir að geta greitt bændum. Fram kom hjá Eggert Ólafssyni og Mjólkurbú Flóamanna telur að um áramót verði það búið að ÁLLÁR lfkur eru nú til þess, að ákvörun um nýtt verð á land- búnaðarvörum verði ekki tekin fyrr en á rfkisstjórnarfundi næst- komandi þriðjudag. Rfkisstjórn ræddi sem kunnugt er þetta nýja verð á fundi sfnum sl. þriðjudag en taldi þörf á nánari skýringum við nokkra liði verðbreytingar- innar. Samkvæmt lögum átti nýtt verð greiða sem svarar 80% af mjólk- urinnleggi árið 1976. Gísli Andrésson, sagði að Sláturfélag Suðurlands ætti nú eftir að fá greitt f útflutningsuppbætur um 110 milljónir króna en með þvf að um 20 milljónir hefðu verið færð- ar frá öðrum deildum Sláturfé- lagsins ættu bændur nú eftir að fá um 90 milljónir. Gísli lagði á það áherzlu að bændur fengju endanlegt uppgjör fyrir sauðfjár- innleggið 1975 eins fljótt og hægt væri, þegar umræddir peningar fengjust. Miklar umræður urðu á fundin- um og voru fluttar 30 ræður. Fundurinn hófst kl. 9 en varð ekki lokið fyrr en 3.30 um nóttina. Framhald á bls. 31 á landbúnaðarvörúm að taka gildi f gær, 1. desember, og fyrir liggur að verðlagsgrundvöllur land- búnaðarvara á, miðað við þær hækkanir, sem orðið hafa frá sfð- ustu verðbreytingu, að hækka um 6%. Verðhækkanir á einstökum tegundum búvöru verða þó sam- bærilegar hækkun verðlags- grundvallarins vegna áhrifa niðurgreiðslna og fleiri þátta. Nýtt búvöruverð á þriðjudag? Ólafur G. Einarsson, forseti bæjarstjórnar Garðabæjan „Alltof hraðurakstur er okkar mesta áhyggjuefni” „ÞAÐ SEM við erum langhræddastir við er um- ferðarhraðinn á Vffilsstaða- vegi. Þar er hamarkshraðinn 45 km en I reynd er hraðinn miklu meiri og skapar það stórhættu fyrir gangandi fólk,“ sagði Ólafur G. Einarsson, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, f samtali við Mbl. f gær. Og Ólafur bætti þvf við, að Öryggismál Vífilsstaða- vegar rædd á bæjarstjórn- arfundi í dag ein helzta ástæðan væri lítil lög- gæzla. „Við höfum margsinnis skrifað bæjarfógetanum f Hafn- arfirði og dómsmálaráðherra og óskað eftir efldri löggæzlu í Garðabæ en það hefur verið daufheyrzt við öllum okkar óskum. Það er auðvitað ófært, að í 5000 þúsund manna bæ skuli nánast enginn löggæzla vera,“ sagði Ólaf^ur. Að sögn Ólafs' verður bæjar- stjórnarfundur í Garðabæ f dag og verður þar sérstaklega rætt um Vífilsstaðaveginn vegna banaslyssins, sem þar varð á mánudaginn. „Við höfum miklar áhyggjur af umferð skólabarna um þennan veg,“ sagði Ólafur, „og þá fyrst og fremst vegna umferðarhraðans, sem er alltof mikill. En að minu mati er lýsing á veginum ekki slæm, og þó sérstaklega ekki þar sem slysið varð, en þar er vegurinn upplýstur með aukaperum. Það er gangbraut meðfram veginum en engar sebragangbrautir yfir efri hluta Vífilsstaðavegarins og Engar sebragangbrautir eru yfir efri hluta Vffilsstaóavegarins, eins og myndin sýnir, ekki einu sinni við strætisvagnabiðskýli. Og á hinni myndinni sést, að engin götulýsing er á efsta hluta vegarins. munum við væntanlega ræða það atriði á fundinui.i I dag. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég hef aflað mér um hið hörmulega banaslys á mánu- daginn, virðist þar hafa verið um að ræða alltof hraðan akstur.“ Ólafur sagði að lokum, að gangbrautarljósin nýju yfir Hafnarfjarðarveginn hefðu gjörbreytt ástandinu þar til hins betra. „Það er dæmi um einfalda aðgerð, sem hefur orðið til mikilla bóta. Slfk ljós kosta ekki nema eina og hálfa milljón, sem er smáræði miðað við það öryggi sem þau veita. En þrátt fyrir það, þurftum við að berjast fyrir því að fá þessi ljós sett upp,“ sagði Ólafur G. Einarsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.