Morgunblaðið - 02.12.1976, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976
Magnús L. Sveinsson ritstjóri
Handbókarinnar.
MFA gefur
út Hand-
bók verka-
lýðsfélaga
VERKAFÓLK eignaðist í gær
þægilegt uppsláttarrit um verka-
lýðsfélög almennt, lög þeirra og
reglur og fleira. sem tengt er
starfi verkalýðsfélaga á landinu
og verkafólki. Bókin ber nafnið
Handbók verkalýðsfélaga og er
ritstjóri hennar Magnús L.
Sveinsson, en Menningar- og
fræðslusamband alþýðu stendur
að útgáfunni. Bók þessi er 340
blaðsíður í þægilegu broti.
Á blaðamannafundi í gær kynnti
Magnús L. Sveinsson bókina og
sagði meðal annars að það hefði
lengi verið áhugamál Alþýðusam-
bands íslands að safna saman i
eina handhæga bók lögum og öðr-
um þeim upplýsingum sem snúa
að verkalýðshreyfingunni Ságði
Magnús, að sú bók sem nú kæmi
út, væri frumsmið og aðalvandi
ritnefndar hefði verið að velja og
hafna, því í rauninni væri það
þannig að öll islenzk lög fjölluðu að
meira eða minna leyti um mál
tengd verkalýðshreyfingunni Sagði
Magnús, að stöðugar breytingar
yrðu á lögum og reglum og stefnt
væri að því að gefa bókina út aftur
eftir þrjú ár
Formála bókarinnar ritar Björn
Jónsson forseti ASÍ, en kaflaheitin
gefa nokkra hugmynd um það. sem
bókin fjallar um, en þau eru:
Alþýðusamband íslands (og
stofnair tengdar ASÍ). Orlof. Lög-
bók um réttindi verkafólks (og
dómar um málefni verkafólks),
Heilbirgðis- og öryggismál,
Tryggingar, Lifeyrissjóðir.
Húsnæðismál og loks hagnýt
minnisbók
Að sögn Magnúsar L Sveins-
sonar var Egill Sigurgeirsson lög-
fræðingur ASÍ mjög hjálplegur við
samningu bókarinnar Með
Magnúsi i ritnefnd voru þau Bolli
A Ólafsson, Guðjón Jónsson, Þórir
Daníelsson og Þórunn Valdimars-
dóttir
Bókin verður seld á 1 800 krónur
en á Alþýðusambandsþinginu og til
verkalýðsfélaga kostar bókin 1 500
krónur.
Andstaða gegn frumvarpinu um
„stéttarfélög og vinnudeilur”
NOKKUÐ almenn andstaða virð-
ist vera rfkjandi á ASt-þinginu
við frumvarp það að lögum, sem
félagsmálaráðherra hefur látið
semja um stéttarfélög og vinnu-
deilur. Hafði Snorri Jðnsson
framsögu um vinnulöggjöfina á
þinginu f gær, en þá voru einnig
fluttar framsöguræður um laga-
breytingar, fræðslu- og
menningarmál, alþýðuorlof og
vinnuvernd.
I ræðu sinni um vinnulöggjöf-
ina sagði Snorri Jónsson meðal
annars, að verkalýðssamtökin
treystu ekki þeim meirihluta sem
skipaði Alþingi íslendinga, þess
vegna væri þau andvíg breyting-
um sem gerðar væru án samráðs
vað þau. Þegar ASl hefði verið
sent frumvarp til laga um stéttar-
félög og vinnudeilur hefði það
verið sent áfram til verkalýðsfé-
laganna. Þau hefðu brugðizt
skjótt við og mótmælt fumvarp-
inu kröftuglega.
„Margt í frumvarpinu brýtur f
bága við almenna réttar- og sið-
ferðisvitund alþýðu manna. Það
mun því, ef að lögum verður, hafa
þveröfug áhrif við yfirlýstan til-
gang, sem sagður er vera sá að
skapa vinnufrið i landinu,“ sagði
Snorri Jónsson meóal annars.
í drögum að ályktun um frum-
varp til laga um stéttarfélög og
vinnudeilur er frumvarpinu harð-
lega mótmælt. Þar segir að verði
frumvarpið að lögum muni verka-
lýðsfélögin líta á það sem fjald-
samlega lagasetningu. 1 máls-
skjölum ASÍ-þingsins er m.a. að
finna tillögur og breytingar frá
ýmsum félögum við þetta frum-
varp. Eru þessi plögg frá Akur-
eyri, Vestmannaeyjum, Borgar-
nesi, Rangárvallasýslu, Mjólkur-
fræðingafélagi íslands, Málm- og
skipasmíðasambandinu og 4
stéttarfélögum i Reykjavík, svo
eitthvað sé nefnt.
Ó skar Hallgrímsson hafði
framsögu um alþýðuorlof og sagði
Óskar meðal annars í sinni ræðu:
„I nútímaþjóðfélagi gegnir orlof
og frístundir hlutverki vinnu-
verndar og stuðlar að þvf að menn
Frá ,
ASI-
þingi
haldi andlegri og líkamlegri
heilsu. Þá eru þessi hugtök og
lykillinn að þvi að efla félagsleg
og menningarleg áhugamál ein-
staklingsins og gera honum kleift
að njóta slíkra verðmæta.
Þegar þetta er haft í huga
verður að teljast fyllilega tfma-
bært að verkalýðshreyfingin setji
fram rökstuddar kröfur um aukn-
ar frfstundir og hvfld frá störfum,
svo sem gert er í drögum að
stefnuyfirlýsingu ASt, sem lögð
hefur verið fyrir."
Sfðar í ræðu sinni sagði Óskar:
„Þótt ýmsum þyki mikið til koma
að fjórði hver íslendingur fari að
meðaltali utan árlega eða um 50
þúsund manns þá er sú tala miklu
mun lægri hér á landi en víðast
annars staðar.“
Um vinnuvernd hafði Hermann
Guðmundsson framsögu, en marg-
ir þingfulltrúar tóku til máls um
þennan málaflokk. Sagði Her-
mann f ræðu sinni að vinnuvernd
hefði verið vanræktur þáttur hjá
verkafólki allt fram á þennan
dag. Sökinni hefði verið kastað á
atvinnurekendur, en það væri
ekki eingöngu þeirra sök að
málum væri nú komið sem raun
ber vitni. öryggi á vinnustað
sagði Hermann að væri eitt af
stærri málum þessa þings og ekki
minna hagsmunamál heldur en
ýmis baráttumál þessa þings.
I drögum að ályktun um vinnu-
vernd segir að verkalýðshreyfing-
in verði að vinna að eftirfarandi:
„ 1. Að við gerð kjarasamninga
verði vinnuverndarsjónarmiðið
meginatriði og eigi látið vfkja
fyrir sérstökum greiðslum fyrir
hættuleg og heilsuspillandi störf.
2. Að verkafólk öðlist rétt til
fulls á við atvinnurekendur til
ákvörðunar um tilhögun á vinnu-
umhverfinu.
3. Að trúnaðarmaður verka-
fólks á vinnustöðum hafi vald til
að stöðva vinnu, sem að hans mati
felur f sér slysahættu og/eða
heilsuspillandi áhrif, þar til sam-
eiginlegur úrskurður Heilbrigðis-
eftirlits eða öryggiseftirlits og
trúnaðarmanns liggur fyrir, varð-
andi tilefni stöðvunarinnar.
4. Að verkafólki sé heimilt að
leggja niður vinnu án þess að
launagreiðslur falli niður til þess,
Framhald á bls. 22
Magnús L. Sveinsson á ASÍ-þingi:
„Oheiðarlegt og ódrengi-
legt að gera mönnum upp
skoðanir og athafnir
I UMRÆÐUM um skýrslu forseta í fyrradag kvaddi sér meðal annars
hljóðs Bjarnfríður Leósdóttir og veittist hún að forystumönnum
sjálfstæðismanna í verkalýðshreyfingunni. Gerði hún að sérstöku
umtalsefni 1. maf ávarp verkalýðsfélaganna í Reykjavík, las hún upp
hluta ávarpsins og sagði að sjálfstæðismenn hefðu ekki getað sam-
þykkt þau atriði.
Vegna orða Bjarnfrfðar f fyrradag kvaddi Magnús L. Sveinsson,
varaformaður Verzlunarmannaféalags Reykjavfkur sér hljóðs á þing-
fundi f gærmorgun. Sagði Magnús, að Bjarnfríður hefði lesið upp öll
þau atriði, sem samkomulag hefði verið um. Hún hefði hins vegar ekki
getið um þau atriði, sem ágreiningur hefði verið um, en þa hefði í
rauninni aðeins verið eitt orð, en það mjög veigamikið.
— Þetta var orðið „alræðis-
vald“ sem kommúnistar í nefnd-
fnni skilgreindu sem alræðisvald
að kommúnískri fyrirmynd, sagði
Magnús L. Sveinsson í ræðu sinni.
— Þetta þýðir raunverulega bylt-
ingu á því þjóðskipulagi, sem við
búum við. Undir þetta gátum við
ekki skrifað þó svo að ýmislegt
megi að okkar þjóðskipulagi
finna og margt þurfi að bæta.
— Þá varð einnig ágreiningur
um tillögu mína á 1. maí-
nefndinni um að einn af forystu-
mönnum sjómannasamtakanna
yrði einn af ræðumönnum dags-
ins. Ástæðan fyrir þessari tillögu
var sú, að mér fannst rétt að rödd
sjómanna heyrðist á hátíðisdegi
verkalýðshreyfingarinnar til að
minnast þeirrar hörðu lffshags-
munabaráttu, sem íslenzka þjóðin
hefði háð í landhelgismálinu.
Þetta ágreiníngsefni minntist
Bjarnfríður ekki á, sagði Magnús
í viðtali við Morgunblaðið í gær.
— Mér finnst það óheiðarlegt og
ódrengilegt að gera mönnum upp
skoðanir og athafnir, slíkt ber
vott um slæman málstað Bjarn-
frfðar að hún skuli grfpa til slíkra
aðgerða. Bjarnfríður er talsmaður
þess fámenna • hóps, sem telur
þýðingarmeira að sundra verka-
lýðshreyfingunni með því að úti-
loka sjálfstæðismenn frá áhrifum
í henni. Hún vill einoka verka-
lýðshreyfinguna fyrir þau póli-
tísku sjónarmið, sem hún
aðhyllist, sagði Magnús, og lagði á
það áherzlu, að öll verkalýðs-
hreyfingin yrði að standa saman í
þeirri kjarabaráttu sem framund-
an væri og taldi það forsendu þess
að árangur næðist.
Þá svaraði Magnús Björgvini
Sigurðssyni, sem varla hafði átt
nógu sterk orð til að hrósa störf-
um vinstri stjórnarinnar og sagði
að öðru vísi væri nú umhorfs hjá
launþegum ef sú stjórn hefði
verið lengur við völd.
I ræðu sinni sagði Magnús L.
Sveinsson m.a.: — Björgvin gat
ekki um síðustu afrek vinstri
stjórnarinnar, sem var gerð frum-
varps nokkru eftir febrúar-
samningana 1974, þar sem ákvæði
var um að banna allar launa-
hækkanir yfir 20% jafnt á lægstu
laun sem hærri. Einnig gerði
frumvarpið ráð fyrir bindingu
kaupgjaldsvfsitölunnar. Þetta
frumvarp náði ekki fram að
ganga þar sem Björn Jónsson for-
seti ASI neitaði að styðja það og
var hann þá rekinn úr rfkisstjórn.
— Þá sagði Magnús ennfremur
um kjaramálin:
— Við höfum látið leiða okkur
af leið og horfið frá þeirri grund-
vallarkröfu að laun fyrir 40
stunda vinnuviku nægi til að
meðalfjölskylda geti lifað mann-
sæmandi lífi. Kaupmáttur launa
verður að miðast við dagvinnu.
Eigum við ekki að stefna að þvf að
semja á grundvelli þess, sem
meðalfjölskylda þarf raun-
verulega til að lifa mannsæmandi
lffi og miða lægstu launin við það
fyrir 40 stunda vinnuviku, sagði
Magnús að lokum.
Iðjufólk á Alþýðusambands-þingi.
Ljósmynd Ól.K.M.
Umræðum um Alþýðubankann frestað;
Spenna undir niðri
og hópar á fundum
ÞINGFUNDI á þingi ASt var slitið um klukkan 18 í gærkvöldi og
höfðu þingstörf gengið það vel, að þegar hafði verið rætt um eitt
mál, sem átti ekki að vera á dagskrá fyrr en f dag, þ.e. vinnu-
vernd. Hins vegar var ekki rætt um Alþýðubankann á þinginu f
gær eins og gert hafði verið ráð fyrir samkvæmt dagskrá,
einhverra hluta vegna var því máli frestað þangað til f dag.
Þingnefndir störfuðu í gær-
kvöldi og var búizt við að þeir
fundir stæðu fram á nótt.
Kosningar fara fram á þinginu
í dag og var mikill viðbúnaður
meðal ýmissa hópa á þinginu í
gær. Þannig munu Alþýðu-
flokksfulltrúar hafa haldið
fund í gærkvöldi til að ræða
hugmyndir vinstri manna og
áhuga þeirra á samstarfi.
Greinilegt var á þinginu í gær,
að spenna var undir niðri og
höfðu menn á orði, að miklir
samningar þyrftu að takast ef
uppstillingu yrði lokið þegar
kosið verður til miðstjórnar í
kvöld. Er reyndar hæpið að
kosningum, sem eru á dagskrá
klukkan 23 í kvöld, ljúki fyrr
en nokkuð er liðið á nóttina.
Dagskrá þingsins í dag er sú,
að rætt verður um Alþýðu-
banka, fræðslu- og
menningarmál og vinnuvernd
fyrir hádegi, en éHir hádegi
eru stefnuyfirlýsingin. og
lífeyrismál á dagskrá og i kvöld
lagabreytingar og kosningar.
Þingslit eru áæjluð klukkan 16
á morgun.
— áij