Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 23 Persónuupplýsingar og tölvunotkun: Löggjöf um vernd einstakl- inga og tölvuupplýsingar — í undirbúningi, segir dómsmálaráðherra ÞAÐ var rannsókn Geir- finnsmálsins sem leiddi til tölvunotkunar rannsóknar- lögreglunnar, sagði dóms- málaráðherra á Alþingi í vikunni, þegar hann svar- aði fyrirspurnum Ragnars Arnalds (Abl) um per- sónuupplýsingar og tölvu- notkun hér á landi. Þar eð þetta mál varðar f raun hvern þegn þjóðfélagsins verða spurningar og svör birt orðrétt hér á eftir. 0 1. Sp.: Hver voru tildrög þess, að ákveðið var, að rann- sóknarlögreglan { Reykjavfk byggði upp tölvukerfi til notk- unar við rannsóknarstörf sfn? Svar: Tildrög þess, að ráðu- neytið heimilaði yfirsakadóm- aranum í Reykjavík að afla tölvubúnaðar fyrir rannsókn- arlögregluna í Reykjavík, eru I stuttu máli þau, að starfsmenn þeir, sem vinna að rannsókn svonefnds Geirfinnsmáls, töldu,upplýsingasafn sitt í mál- inu vera orðið svo umfangs- mikið, að ekki fengist af því fullt gagn nema með þvf að koma upplýsingunum inn í tölvu. Jafnframt var ákveðið að gera könnun á þvf, hvort ekki væri hentugt að færa nokkra þætti I upplýsingasafni rannsóknarlögreglunnar inn f tölvukerfi, en upplýsingasafn- ið er í ófullkomnu kerfi, sem þarfnast endurbóta, hvort sem það er með því að setja það í tölvu eða á handunnar spjald- skrár. Akveðið var að gera tilraun með tölvunotkun við rannsókn Geirfinnsmálsins og var gerð- ur samningur við Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar um tölvunotkun til reynslu og gildir sá samningur þar til I fébrúar 1977 eða í 5 mánuði. Að þeim tíma liðnum verður tekin ákvörðun um framhald tölvunotkunar. Niðurstaða sú, sem þá verður tekin, verður ugglaust byggð á fenginni reynslu af notkun tölvunnar. Mér þykir sennilegt að tölvunotkun verði haldið áfram, þó að ég geti ekki full- yrt um það á þessu stigi. • 2. Sp.: Hvert hefur verið og mun verða hlutverk banda- rfska fyrirtækisins IBM f þess- um áformum? Svar: Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar hafa búnað frá IBM og er sá búnaður og annar viðbótarbúnaður fyrir sívinnslukerfi rannsóknarlög- reglu leigður frá IBM. Skýrslu- vélar eru samningsaðili við IBM, en sakadómaraembættið greiðir Skýrsluvélum endur- gjald fyrir búnað og notkun. Til skoðunar kemur vafalaust, hvaða fyrirkomulag verður haft á þessu f framtíðinni ef tölvunotkun verður haldið áfram, sbr. það sem sfðar verð- ur sagt um væntanlega löggjöf. % 3. Sp.: Hver er áætlaður stofn- og rekstrarkostnaður vegna þessarar tölvunotkun- ar? Svar: Áætlaður stofnkostnaður við þann búnað, sem nú hefur verið gerður samningur um, er kr. 1.844 þúsund, en rekstrar- kostnaður á mánuði er áætlað- ur kr. 474 þúsund. • 4. Sp.: Hvaða einstaklingar verða skráðir f tölvubanka rannsóknarlögreg lunnar? Svar: Þar sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um, hvaða upp- lýsingar verða færðar f tölvuna, er ekki unnt að svara þessari spurningu að svo stöddu, en þetta er eitt þeirra meginatriða, sem taka þarf ákvörðun um f sambandi við framtíðarnotkun tölvu fyrir rannsóknarlögregluna. • 5. Sp.: Verða þar aðeins skráðir þeir, sem fremja meiri háttar afbrot eða einnig þeir, sem t.d. eru staðnir að minni háttar yfirsjónum f umferð- inni? Svar: Um þessa purningu gild- ir það sama og þá fyrri, ekki hefur verið tekin ákvörun um, hvaða upplýsingar verða færð- ar í tölvuna. 6. Sp.: Verða þar kannski skráðir allir eigendur bif- reiða? Svar: Bifreiðaskrá er ein þeirra skráa, sem mjög gagn- legt getur verið að hafa aðgang að f tölvu. 7. Sp.: Hver tekur ákvörðun um það, hvers konar hópar manna verða skráðir f töivu- bankanum? Svar: Lokaákvörðun um, hvað fært verður I tölvu, verður tek- in af ráðuneytinu að fengnum tillögum rannsóknarlögreglu og ríkissaksóknara. i 8. Sp.: Verður einstaklingum heimilt að krefjast þess að fá svar við þvf, hvort nöfn þeirra eru f tölvubanka lögreglunnar og hvað um þá stendur þar? Svar: Um þetta verða settar reglur. 0 9. Sp.: Verður þeim jafn- framt gert kleift að koma fram leiðréttingu á röngum, úrelt- um eða villandi upplýsingum um þá sjálfa? Svar: Til þessa atriðis verður tekin afstaða, þegar mótaðar verða reglur uip notkun tölvu- bankans. En ég tel sjálfsagt að svo verði. 0 10. Sp.: Hvernig verður tryggt, að óviðkomandi aðilar, starfsmenn Skýrsluvéla rfkis- ins, tæknimenn bandarfska fyrirtækisins IBM eða aðrir þeir, sem aðgang hafa að upp- lýsingaminni tölvunnar, kom- ist ekki að innihaldi tölvu- banka rannsóknarlögreglunn- ar? Svar: Þetta verður tryggt bæði með gæzlu búnaðarins í húsa- kynnum Skýrsluvéla og rann- sóknarlögreglu, svo og með sérstökum tæknilegum aðferð- Ólafur Jóhannesson dómsmála- ráðherra. um við breytingu á merkjum f slmalfnum, sérstöku lyklakerfi til að geta kallað upp minni tölvunnar og öðrum tæknileg- um búnaði, sem of langt mál er að rekja, en hliðsjón verður höfð af erlendum reglum um varðveizlu slikra tölvubanka. 11. Sp.: Verða sérstakar ráð- stafanir gerðar til að hafa eft- irlit með þvf, að upplýsingar tölvunnar verði ekki misnotað- ar? Svar: Viðhafðar verða sömu varúðarráðstafanir gegn mis- Framhald á bls. 31 Málefni vangefínna og fjölfatlaðra niÞinci RAGNHILDUR Helgadótt- ir, forseti neðri deildar Alþingis, bar fram fyrir- spurn til heilbrigðismála- ráðherra, Matthíasar Bjarnasonar, hvað liði framkvæmd þingsálykt- unar frá 16. maí 1975 um hjálparstofnanir vegna vangefinna, sem dveljast f heimahúsum og aukningu hjúkrunarrýma. Svar ráð- herrans fer hér á eftir: Ragnhildur sagði m.a. Fjöldi foreldra vangefinna barna vill ef nokkur kostur er fremur annast þau í heimahúsum en vista á stofnunum. Þarf ekki að ræða það, hvers virði það er þessum einstaklingum, að njóta foreldra- umhuggju . .. Það er ekki einfalt mál fyrir þaðfólk að njóta hvíldar smátfma, þótt þreki þess geti ella verið ofboðið. Oft vakna lika vandasamar spurningar og áhyggjur f sambandi við uppeldi og aðhlynningu þessa vanheila fólks. Hjálparstofnanir, sem veitt gætu þessum foreldrum ýmiss konar aðstoð og leiðbeiningar og tekið gætu að sér umönnun þess- ara einstaklinga smátima í senn stöku sinnum, t.d. nokkra daga, gætu orðið að ómetanlegu liði...“ Mér er ljóst, sagði Ragnhildur, að til þess að gera sér grein fyrir þörf slikra hjálparstofnana, sem um er rætt, þarf töluverða fyrir- fram könnun á högum foreldra og óskum, en þörfin er mikil. Ég vænti þess að ráðherra geri grein fyrir þessu máli. Hér fer á eftir svar ráðherra: HEYRA UNDIR ÞRJÚ RAÐUNEYTI I sambandi við þessa fyrirspurn og þá þingsályktun, sem hér er vitnað til, verður að minna á það, að þau verkefni, sem hér um ræð- ir., falla undir verksvið þriggja ráðuneyta og fellur meginhluti þeirra verkefna utan við verksvið heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins. Þannig fer félags- málaráðuneytið með endur- hæfingarmál öll svo og Styrktar- sjóð vangefinna og menntamála- ráðuneytið fer með öll kennslu- mál og skóla svo og starfsemi á sviði menningarmála sbr. lög um vernd barna og ungmenna. Þau málefni, sem falla undir verksvið heilbirgðis- og tryggingamála- ráðuneytisins hér að lútandi, eru þeir þættir þess, sem koma undir almenn heilbirgðismál, heilsu- gæslu og heilsuvernd svo og sá hluti þeirra, sem fellur undir sjúkrahús, heilsuhæli og hjúkrunarheimili. STYRKTARSJÓÐUR VANGEFINNA í lögum nr. 43 frá 1958 um aðstoð við vangefið fólk, má segja að meginnýmæli þeirra laga væri stofnun Styrktarsjóðs vangef- inna, sem er í vörslu félagsmála- ráðuneytisins, en fénu er varið að fengnum tillögum Styrktarfélags vangefinna. Það var gifurlega mikil framför þegar Styrktarsjóður vangefinna var stofnaður og til ársloka 1975 hefur verið veitt úr honum til bygginga heimila fyrir vangefna 262 millj. króna. Þannig að nú er framlag til Styrktarsjóðs vangef- inna háð ákvörðun Alþingis hverju sinni. Lögin um aðstoð við vangefið fólk voru afnumin með lögum nr. 97/1971 um vörugjald, en í 12 gr. þeirra laga voru Styrktarsjóði vangefinna tryggðar tekjur með gjaldi af gos- drykkjum og öli til júníloka 1976 og skyldi þetta gjald nema Kr. 1.95 af hverjum lítra. fræðslumAl í lögum nr. 63 frá 1974 um grunnskóla er gert ráð fyrir því að sérkennsla sé á stofnunum í sérskóla og innan hins almenna skólakerfis. • í Reykjavík er nú starfandi vanvitaskóli, skóli fyrir fjölfötluð börn og hjálparbekkir í almennum skólum og í Kennara- háskóla Islands er starfandi sérkennaradeild. Í reglugerð nr. 199 frá 1972 um kennslu á fávita- stofnunum, þá eru ákvæði um kennslu vistsfólks á slíkum stofn- unum og hefur verið reynt að koma þessari reglugerð í fram- kvæmd í stofnunum fyrir vangefna eftir þvi sem starfslið hefur fengist. Sú þingsályktunartillaga, sem hér er vitnað til, var samþykkt vorið 1975 og við undirbúning fjárlaga 1976, þá skrifaði heil- birgðis- og tryggingamálaráðu- neytið félagsmálaráðuneytinu bréf, þar sem sérstaklega var rætt um fjárveitingar til Styrktarsjóðs vangefinna og bent á þau fjöl- mörgu verkefni, sem væru óleyst á þessu sviði. Það var bent á, að síðan hinn sérstaki afmarkaði tekjustofn var felldur niður, þá hefðu framlög til styrktarsjóðsins lækkað verulega, þannig að þau voru nær hin sömu í krónutölu á árunum 1974 og 1975. Þrátt fyrir. þessar ábendingar, þá tókst ekki að fá hækkaðar fjárveitingar til Styrktarsjóðs vangefinna á yfir- standandi ári og virtust flestir þingmenn hafa gleymt þeirri þingsályktun, sem hér er til vitn- að, þegar þeir afgreiddu fjárlög vegna Styrktarsjóðs vangefinna fyrir þetta ár. Ragnhildur Helgadóttir. Matthfas Bjarnason BYGGINGA FRAMKVÆMDIR Fjárskortur Styrktarsjóðs van- gefinna hefur valdið því, að fyri- hugaðar byggingarframkvæmdir við Kópavogshælið hafa nær stöðvast. Byggingarnefndin hafði gert tillögur um byggingu eld- húss, mötuneytis, fyrir félags- og íþróttastarfsemi og fl. en ekkert af þessu hefur getað gengið fram enda þótt verulegum hluta hönnunarvinnu hafi verið lokið fyrir alllöngu. Nú er í byggingu viðbygging við Vistheimilið Sólborg á Akureyri. Samkvæmt áætlun þá þurfti til þeirrar byggingar 44 millj. kr. á þessu ári og svipuð upphæð á næsta ári eða alls á þessum tveim árum meira fé en alls hefur verið áætlað til Styrktarsjóðs vangef- inna. Það er því auðsætt að byggingarframkvæmdir á Sólborg munu dragast eins og átt hefur sér stað með Kópavogshælið. Þá ber að geta þess að ráðgert hefur verið að byggja dvalar- heimiii fyrir vangefna á Egils- stöðum, ennþá hefur elnungis verið hægt að vinna að undir- búningi þess verks. Einnig má minna á að rikisstj. hefur tekið við rekstri og eignum Tjaldarnes- heimilisins. SAMÞYKKTI ÞINGS OG fjArveitingar Á þessi atriði hefur þótt rétt að benda þar eð verulegt ósamræmi er milli þeirra þingsályktana, sem alþingismenn samþykkja annars vegar og þeirra fjárveitinga, sem þeir samþykkja til þeirra verk- efna, sem þeir gera ályktanir um hins vegar, þannig að það verður dregið í efa að verulegur hugur fylgi máli þegar þingsályktanir eins og þær, sem hér er verið að vitna til, eru samþykktar. Eins og fyrr sagði eru það fyrst og fremst rekstursmálefni stofnana, sem heyra undir heilbirgðis- og tryggingamála- ráðuneytið og Þroskaþjálfaskól- inn. Reglugerð var sett fyrir Þroskaþjálfaskólann í október 1971 og á þessu ári hefur verið unnið að því að gera gagngerðar breytingar á kennslufyrirkomu- lagi skólans, þannig fékkst heimild til að ráða 2 kennara að skólanum á þessu hausti til eins árs og skólinn hefur fengið eigið húsnæði í gamla Kópavogs- hælinu. Þá er í undirbúningi af hálfu Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.