Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 Skemmtileg keppni unga fólksins í badminton Rcykjavíkurmeistaramót ung- linRa í hadminton fór fram f TBR- húsinu um sfðustu helgi. Var þátttaka fremur Iftil f mótinu, nema f yngsta aldursflokknum. Keppni var hins vegar hin skemmtilegasta, og margt af unga fólkinu sýndi tilþrif f leikjum sfnum sem lofa góðu um framtíðina. Sigurvegarar í mótinu urðu eftirtalin: Sveinar 12—14 ára: Einliðaíeikur: Gunnar Jónatans- son, Val, sigraði Sigurjón Geirs- son, TBR, í úrslitaleik 11:1 og 11:1. Tvíliðaieikur: Gunnar Jónatans- son og Þorsteinn Jónsson, Val, sigruðu Þorgeir Jóhansson og Þorstein Hængsson, TBR, í úr- slitaleik 15:7 og 15:11. Drengjaflokkur 14—16 ára: Broddi Kristjánsson, TBR, sigraði Jón Bergþórsson, KR, í úrslilaleik 12:11, 11:12 og 11:3. Tviliðaleikur: Ágúst Sigurðsson og Gylfi Öskarsson, Val, sigruðu Brodda Kristjánsson og Guðmund Adolfsson, TBR, í úrslitaleik 15:11, 8:15 og 15:10. Piltaflokkur 16—18 ára: Einliðaleikur: Jóhann Möller, TBR, sigraði Björgvin Guðbjörns- son, KR, í úrslitaleik 15:10 og 18:14. STÚLKUR Meyjaflokkur 12—14 ára: Kristín Magnúsdóttir, TBR, sigraði Önnu Steinsen, KR, í úr- slitaleik 11:4 og 11:2 Tvíliðaleikur: Arna Steinsen og Björg Sif Friðleifsdóttir, KR, sigruðu Bryndísi Hilmarsdóttur og Maríu Ammendrup, Val, í úr- slitaleik 15:3 og 15:3 Stúlknaflokkur 16—18 ára: Einliðaleikur: Kristín B. Kristjánsdóttir, TBR, sigraði Bjarnheiði ívarsdóttur, Val, i úr- slitaleik 11:3 og 11:4 Tvíliðaleikur: Kristin B. Kristjánsdóttir og Kristín Magnúsdóttir, TBR, sigruðu Bjarnheiði ívarsdóttur og Ásu Gunnarsdóttur, Val, í úrslitaleik 15:9 og 15:0. TVENNDARKEPPNI Drengir og telpur 14—16 ára: Jón Bergþórsson og Arna Stein- I UIA sigur- vegari í skák- þingi UMFÍ UNGMENNA- og íþrótta- samband Austurlands, UtA, varð sigurvegari í skákþingi UMFÍ, sem nú er nýlokið. Alls kepptu 14 sveitir í keppninni að þessu sinni, en fimm sveit- ir tefldu sfðan til úrslita, þar sem sveit HSS, sem unnið hafði sér þátttöku- rétt f úrslitunum, boðaði forföll. tJrslit í keppninni urðu þau, að UlA hlaut 11 vinninga, i öðru sæti varð sveit UMSK með 8,5 vinninga, í þriðja sæti urðu sveit- ir UMF Bolungarvikur og USAH með 7,5 vinninga og í fimmta sæti varð UMF Skipaskagi með 5,5 vinninga. Þetta var í fyrsta sinn sem UlA vinnur skákþing UMFl, en til þessa hefur UMSK oftast orðið meistari eða 6 sinnum. I sigursveit UlA voru þeir Trausti Björnsson, Jóhann Þor- steinsson, Eiríkur Karlsson, Viðar Jónsson og Gunnar Finnsson. sen, KR, sigruðu Brodda Kristjánsson og Kristínu Magnús- dóttur, TBR, 15:4 og 15:7 í úrslita- leik. Piltar og stúlkur 16—18 ára: Johann Möller og Kristín B. Kristjánsdóttir, TBR, unnu Ágúst Sigurðsson og Bjarnheiði Ivars- dóttur, Val, í úrslitaleik 15:12, 9:15, og 15:4. Sveinar og meyjar 12—14 ára: Gunnar Jónatansson og Bryndís Hilmarsdóttir, Val, unnu Tryggva Þorsteinsson og Aðalheiði Þor- steinsdóttur, Vikingi, í úrslitaleik 15:3 og 15:0. MANCHESTEER United fékk slæman skell á undanúrslitum ensku deildarbikarkeppninnar f knattspyrnu f gærkvöldi, er liðið tapaði á heimavelli sfnum, Old Trafford, fyrir Liverpool-liðinu Everton. Skoraði Everton þrjú mörk f leiknum, en Manchester ekkert, og er þar með úr leik f keppninni. Er greinilegt að Manchester United á nú við mikil vandamál að strfða. Liðið byrjaði keppnistfmabilið með ágætum og þvf var spáð að það myndi berjast á toppnum á öllum vfgstöðvum ensku knattspyrnunnar f vetur. En að undanförnu hefur allt gengið á afturfótunum hjá liðinu og það vinnur naumast leik. Það kom einnig verulega á óvart í undanúrslitunum i gær- kvöldi að Derby County tapaði á heimavelli sínum fyrir 2. deildar liðinu Bolton Wanders með einu- marki gegn tveimur. Aston Villa vann hins vegar nokkuð öruggan sigur yfir 2. deildar liðinu Mill- wall, eða 2—0 og Queens Park Rangers sigraði svo Arsenal með tveimur mörkum gegn einu. Það eru þvf Aston Villa, Bolton Wanders, Queens Park Rangers og Everton sem komast áfram í keppninni. Einn vináttuleikur fór fram f Englandi í gærkvöldi. Newport County sem er í 4. deild lék við Coventry og lauk þeim leik með sigri Coventry 7—1. Leikur þessi var fjáröflunarleikur fyrir New- port sem er að leggja upp laupana vegna greiðsluerfiðleika. Jón Sigurðsson kominn í gott færi f landsleiknum fgærkvöld og skorar körfu fyrir Island. einkennilegt að hann sé látinn víkja fyrir manni sem ekki kemur inn á f leíknum. Það er varla ástæða til að hæla leikmönnum fslenzka landsliðsins, en þó er rétt að geta frammistöðu Kára Marís- sonar og Jóns Jörundssonar, sem voru beztu menn liðsins, en einn- ig átti Torfi Magnússon þokkaleg- an leik og hirti hann nokkur frá- köst. Það verður reyndar að við- urkennast þegar deilt er á frammistöðu landsliðsins að það er vægast sagt erfitt að leika körfuknattleik á móti mönnum, sem eru mun stærri en okkar menn eru og nota auk þess högg, hrindingar og alls konar bola- brögð til að stöðva andstæðingana og ekki bætti það úr skák að dóm- ararnir höfðu alls ekki nægileg tök á leiknum og hafði það að sjálfsögðu slæm áhrif á leikmenn beggja liða. Eins og áður er komið fram er þetta norska landslið afar slakt og leikur þess alls ekki sannfærandi á nokkurn hátt og það verður að teljast heldur leiðinleg ráðstöfun að grípa til grófs leiks þegar and- stæðingurinn er sterkari. Það var alveg greinilegt að vissir menn í norska liðinu höfðu aðeins það hlutverk að vera eins grófir og mögulegt var og reyna á allan hátt að stöðva hættulegustu fs- lenzku leikmennina, og það verð- ur að viðurkennast að leikur Norðmannanna átti fremur lítið skylt við körfuknattleik. Stigin fyrir Island skoruðú: Kári Marfsson 18, Jón Sigurðsson 17, Jón Jörundsson 14, Einar Bollason 9, Torfi Magnússon 9, Birgir Guðbjörnsson 4, Rfkharður Hrafnkelsson og Þórir Magnússon 2 hvor og Bjarni Gunnar Sveins- son 1 stig. Fyrir Noreg skoruðu: Asmund Berge 20, Ketil Sand 18, Jörge Hvitendahl 8, Björn Rossow 8, Odd Johansen 7, Morten Kirke- rud 6, Robert Stenvik 4, Ola Thomas Morin 2 og Svein Amund- sen 1 stig. H.G. sóknina og var Hkast þvf sem þeir væru að spila handknattleik og svo grófir voru þeir að sterkasti sóknarmaður fslenzka liðsins, Bjarni Gunnar Sveinsson, varð að yfirgefa völlinn strax f upphafi leiksins eftir slæmt kjaftshögg. En þrátt fyrir að norska liðið hafi verið gróft og að vfsu aðeins skárra en f gærkvöldi er það engin afsökun fyrir slæmum leik íslenzka liðsins, en leikur þess var hreinlega lélegur mestan tfmann, og gefa úrsíitin, 76—74, nokkuð rétta mynd af getu liðsins gegn afar slöku liði Noregs. Annars var gangur leiksins sá að Norðmenn náðu forystunni, komust í 4—0 og höfðu þeir yfir þar til á 5. mínútu að Kári Marfs- son kom tslandi yfir 11—10. Eftir það hafði íslenzka landsliðið ávallt frumkvæðið, þó að munur- inn yrði aldrei mikill og var staðan f leikhléi 40—32. Islandi í vil. 1 seinni hálfleik gekk heldur ekkert hjá íslenzka liðinu og náði það aldrei afgerandi forystu en mestur varð munurinn á 16. mín- útu 68—58 Islandi í vil, en þá kom versti kaflinn hjá liðinu og það skoraði ekki körfu í 3 mínútur á meðan Norðmennirnir minnkuðu muninn niður í 2 stig á 18. mínútu og lauk svo leiknum með þeim mun en niðurstöðutölur urðu 76—74 Islandi f vil og er það svo sannarlega ekkert til að hrópa húrra fyrir. Eftir stórsigur í leiknum á þriðjudagskvöldið bjuggust menn við auðunnum sigri og var það greinilegt á leik fslenzka lands- liðsins að leikmenn héldu að ekkert þyrfti að hafa fyrir sigrinum og var barátta og leik- gleði í algjöru lágmarki. Það hafði vissulega slæm áhrif á leik liðsins að missa Bjarna Gunnar útaf og einnig var greinilegt að liðið mátti ekki við þvf að missa Kristin Jörundsson og verður það að teljast hæpin ráðstöfun hjá Markovich að gefa honum frf f þessum leik og viróist það fremur ÞAÐ er óhætt að segja að leikur tslendinga og Norðmanna hafi verið einn sá leiðinlegasti og lélegasti landsleikur sem leikinn hefur verið. Norðmenn neyttu alira bragða til að stöðva fslenzku Torfi Magnússon f baráttu við einn Norðmannanna. Lengst til hægri er Jón Jörundsson, sem átti einna beztan leik fslenzku leikmannanna f gærkvöldi. Ljósm. Mbl. RAX. AÐEINS TVEGGJA STIGA SIGUR Unrted fékk skell - og Bolton sló Derby út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.