Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976
22_______________________
— Brezku
togararnir
Framhald af bls. 1.
lýsti því yfir að það myndi ekki
kalla togarann út nema gegn
beinum fyrirmælum brezkra
stjórnvalda eða efnahagsbanda-
lagsins. Sá togari yfirgaf miðin
fyrr i gærdag.
Brezku togararnir voru 14 hér
við land í fyrradag, en í fyrrinótt
yfirgáfu tveir togarar miðin og
tveir árdegis í gær. Voru þannig
átta brezkir togarar að veiðum á
Hvalbaksmiðum fyrir austan
fram eftir degi í gær en tveir á
Vestfjarðamiðum. Ægir og
Baldur gættu togaranna fyrir
austan en Öðinn hinna tveggja
sem voru að veiðum á Halamiðum
úti af Vestfjörðum. Togurunum
fyrir austan fækkaði svo síðdegis
enn um þrjá togara og mun Arctie
Rebel hafa verið einn þeirra.
Á miðunum úti af Vestfjörðum
var í gærkvöldi hið versta veður
eða 9 til 10 vindstig af norðaustri.
Þar varð Othello fyrir því óhappi
að verða vélvana um tíma og varð
annar togarinn þar að hætta veið-
um til að fara Othello til aðstoðar.
Othello varð þó gangfært aftur
seinni hluta dagsins og hélt þá
ásamt öðrum togurunum áleiðis
austur. Laust fyrir miðnætti
tilkynnti siðan Öðinn að báðír
togararnir væru á austurleið
ásamt Othello um 15—20 sjómíl-
um á undan varðskipinu.
Eftirlitskipið Miranda hélt hins
vegar út fyrir fiskveiðimörkin
þegar í fyrradag og hafði þá sam-
band við stjórnstöð Landhelgis-
gæzlunnar, kvaddi starfsmenn
þar með virktum og þakkaði sam-
starfið að undanförnu.
LandhelgisgSezlan endurgalt
kveðjurnar og óskaði áhöfn
Miranda góðrar heimferðar og
gleðilegra jóla.
— Evensen
Framhald af bls. 1.
í Stórþinginu í dag, og lagði jafn-
framt á það áherzlu að norska
stjórnin mundi ekki undir
neinum kringumstæðum sam-
þykkja frjálsar fiskveiðar og
auknar veiða á hrygningar-
svæðum við Svalbarða.
„Það hafa borizt fréttir af aukn-
um veiðum togara i Norður-
Atlantshafi, Barentshafi og við
Svalbarða og ástæða er til að ætla
að áhugi togarasjómanna á
þessum miðum muni aukast,“
sagði hann.
Hann upplýsti að vióræðunum
við Efnahagsbandalagið yrði tæp-
ast lokið þegar Norðmenn færðu
fiskveiðilögsögu sína út i 200 míl-
ur 1. janúar næstkomandi og
sagði að semja yrði um bráða-
birgðafyrirkomulag fiskveiða
áður en lokasamkomulag næðist.
— Samþykkt ASÍ
Framhald af bls. 40
Sverrir Garðarsson, Böðvar
Pétursson, Björk Thomsen,
Guðmundur Jónsson, Bragi
Lárusson, Unnur Ingvarsdóttir,
Guðmundur Þ. Jónsson, Helgi E.
Guðbrandsson, Jón Karlsson,
Dagmar Karlsdóttir, Kristján
Ottósson, Guðríður Elíasdóttir,
Jóna Guðjónsdóttir, Jón A.
Björnsson, Þórunn Valdimars-
dóttir, Jón Heigason, Daði Ólafs-
son, Pétur Sigurðsson, (ísaf. )
Hilmar Jónasson, Björn Þórhalls-
son, Gísli Gíslason, Magnús L.
Sveinsson, Halldór Blöndal, Aðal-
heiður Bjarnfreðsdóttir, Hendrek
Tausen, Gunnar S. Guðnason,
Hermann Vésteinsson, Marteinn
Jónsson, Ólafur Magnússon, Kol-
beinn Helgason, Vagn M. Hrólfs-
son, María G. Jónsdóttir, Ragna
Magnúsdóttir, Sigrfður Friðriks-
dóttir, Ölafur Sigurðsson, Ársæll
Pálsson, Hilmar Jónsson, Guðjón
Jónsson, (Ak) Hermann
Guðmundsson, Guðní Kristjáns-
son, Gísli SigurÁsson, Dagbjört
Sigurjónsdóttir, Helga Guðjóns-
dóttir, Pétur Sigurðsson,
Sigurður Óskarsson, Oddgeir
Bárðarson".
Síðar í gærdag var svo önnur
tillaga um landhelgismál borin
upp á ASÍ-þinginu og hún sömu-
leiðis samþykkt. Fer hún hér á
eftir og nöfn flutningsmanna
hennar.
„33. þing Alþýðusambands
íslands telur að álit fiskifræðinga
okkar staðfesti það, að ástandi
fiskstofnanna umhverfis landið
sé nú þannig komið, að um algera
ofveiði margra fisktegunda sé að
ræða.
Þingið telur að ljóst sé, að
Islendingar megi eiga von á þvi
að þeir þurfi að draga úr sókn
sinni á fiskimiðin, með þeim
fórnum, sem því kann að fylgja
fyrir alþýðu manna. Þingið varar
því ríkisstjórn og Alþingi mjög
alvarlega við öllum frekari samn-
ingum við erlenda aðila um fisk-
veiðiheimildir þeim til handa inn-
an íslenzkrar fiskveiðilögsögu og
telur að slíkir samningar komi
alls ekki til greina.
Kolbeinn Friðbjarnason
Sigfinnur Karlsson
Björgvin Sigurðsson."
— Þetta er búið
Framhald af bls. 1.
Húll, að hann væri svartsýnn á
að brezkir togarar ættu nokkru
sinni eftir að veiða aftur við
Island, en að hann vonaði að
samkomulag gæti náðst á milli
Efnahagsbandalagsins og
Islendinga, sem heimilaði Bret-
um einhverjar veiðar. Kirby
sagði, að afli hefði verið lélegur
við Island undanfarnar vikur
og síðustu daga hefðu þær legið
niðri vegna veðurs. Hudders-
field Town er einn þeirra tog-
ara, sem voru við Island til
miðnættis.
Aðspurður um hvernig hon-
um líkaði að þurfa að hætta
veiðum á Islandsmiðum, sagði
Kirby: „Við verðum að gera það
sem okkur hefur verið sagt að
gera, ekki það sem okkur þykir
eðlilegt að gera. En ég býst við
að það sé betra en að lenda í
nýjum átökum."
George Hartley,
framkvaæmdastjóri útgerðar-
fyrirtækisins British United
Trawlers í Hull, sagði I dag:
„Ljósin eru að deyja við
tsland. Sögulegu tímabili er
lokið og fólk sem ekki starfar
við fiskiðnað skilur ekki dapur-
leikann, sem því fylgir." I
skeyti, sem hann sendi tveim
skipum sínum, sem verða við
tsland til miðnættis, Ross Cana-
veral og Ross Otranto, sagði
hann:
„Ég vona af einlægni að rétt-
lætið megi sigra og að þið getið
siglt aftur til Islands einn
góðan veðurdag."
Fólk f brezkum hafnarbæjum
bindur enn vonir við að nýtt
samkomulag muni nást við
Islendinga, sem muni tryggja
veiðiréttindi brezkra togara við
Island og Tom Nielson, skip-
stjóri, formaður samtaka yfir-
manna á togurum, lýsti vel til-
finningunum þegar hann sagði:
„Auðvitað erum við reiðir yfir
því hvernig atburðirnir hafa
snúizt, en við höfum hægt um
okkur því við höfum öllu að
tapa ef ekki næst nýtt sam-
komulag." Fólk er þó ekki ýkja
bjartsýnt á að almenningsálitið
á Islandi muni leyfa nokkurri
ríkisstjórn að semja um frekari
veiðar Breta, þó að um verulega
minni afla væri að ræða. Frá
Brússel hafa þó borizt þær
fréttir'að embættismenn Efna-
hagsbandalagsins séu bjart-
sýnir á að samkomulag náist við
tslendinga, sem heimili veiðar
tólf brezkra togara, en það eru
helmingi færri skip en veiddu
samkvæmt Óslóarsamkomulag-
inu.
Aðeins tilfinn-
ingamál
1 hafnarbæjum
„Það hefur að sjálfsögðu
borið meira á landhelgismálinu
í fréttum að undanförnu," sagði
Helgi Ágústsson i sendiráðinu I
London er Mbl. spurði hann um
andrúmsloftið þar í gær, þegar
samningurinn við Breta var að
renna út.
Greinar birtust bæði f The
Times og Guardaan um ástandið
í Grimsby og Hull og Financial
Times birti sérútgáfu um Is-
land. En af viðbrögðum fólks að
dæma sagði Helgi að deilan
virtist ekki lengur tilfinninga-
mál nema í hafnarbæjunum
þar sem heitara væri f kolun-
um.
Báðar sjónvarpsstöðvarnar,
BBC og ITV, fjölluðu um land-
helgismálið á þriðjudagskvöld,
er fréttir af því voru með þvf
síðasta sem sagt var frá í frétta-
útsendingum þeirra þannig að
þeim var ekki gert hátt undir
höfði. Sýnt var þegar ögri var
að landa og eins var Hofsjökull
sýndur við bryggju, sagði
Helgi.
Hann sagði að sérútgáfa
Finacial Times væri prýðisvel
heppnuð, en þar birtast greinar
eftir William Dullforce, Norð-
urlandafréttaritara blaðsins, og
Jón Hákon Magnússon, frétta-
ritar'a blaðsins í Reykjavík.
— Söluferðir
Framhald af bls. 40
ferðir til Bretlands eftir þann
tíma, því að á næstunni mundu
menn bfða átekta og sjá hvernig
þessum málum reiddi af og ekki
væri að vita nema skynsamlegt
yrði talið að láta reyna á markað-
inn eftir áramót hvernig svo sem
þróunin f fiskveiðimálunum yrði.
— Bændafundur
Framhald af bls. 2
Eins og áður gat gerði fundirinn
nokkrar ályktanir. Samþykkti
fundurinn að beina þvf til stjórna
Mjólkurbús Flóamanna og Slátur-
félags Suðurlands að myndaðar
yrðu 20 bænda trúnaðarnefndir,
sem störfuðu stjórnunum til
halds og trausts og voru boðaðar
til funda, þegar ástæða þætti til
og ekki sjaldnar en 2svar á ári.
— Lánar 60%
Framhald af bls. 40
hefði verið gert ráð fyrir þvf að
sláturleyfishafar greiddu upp þau
afurðalán, sem hvíldu á sauðfjár-
framleiðslunni 1975 þegar veitt
yrðu lán út á sauðfjárframleiðsl-
una frá þessu hausti. Nú hefði
verið ákveðið að svo yrði ekki þar
sem ríkissjóður væri ekki búinn
að greiða að fullu útflutnings-
bætur á framleiðsluna 1975, yrðu
þvf fyrrnefnd afurðalán ekki inn-
heimt að sinni og sláturleyfishaf-
ar væru þvf í raun búnir að fá um
60% af þessum ógreiddu út-
flutningsbótum að láni hjá Seðla-
bankanum og viðskiptabönkum
sínum.
Jón Bergs, forstjóri Slátur-
félags Suðurlands, sagði það rétt,
sem komið hefði fram í ræðu
stjórnarformanns Sláturfélagsins
á bændafundinum á Hvoli í fyrra-
kvöld að félagið ætti útistandandi
rúmlega 100 milljónir króna af
andvirði sauðfjárframleiðslunnar
haustið 1975 og ástæða þess er að
greiðsla útflutningsbóta á kjöt,
innmat og gærur hefði dregizt
óvenjulega lengi. Meðan svo
mikið hefði verið útistandandi
gæti félagið ekki greitt afurða-
verðið að fullu til framleiðenda
enda hefði verið gert ráð fyrir þvf
að áhvflandi afurðalán á útfluttar
kjötvörur yrðu að fullu greidd um
leið og veitt yrðu afurðalán út á
framleiðslu þessa hausts. Jón tók
fram, að nú hefði hins vegar
frétzt að ákvörðun um greiðslu
afurðalánanna hefði verið aftur-
kölluð og á næstu dögum ætti
eftir að reyna á það hvort þetta fé
fengist áfram lánað. Taldi Jón að
Sláturfélagið ætti að geta fengið
um 50 milljónir þannig að láni
sem afurðalán vegna þeirra
útflutningsbóta, sem ekki hefðu
verið greiddar. — Vonandi
verður þessi breyting til þess að
bændur fái á næstunni frekari
greiðslur á eftirstöðvum sauðfjár-
innleggsins frá 1975, sagði Jón að
lokum.
Geir Magnússon, framkvæmda-
stjóri hjá S:mbandi íslenzkra
samvinnufélaga tók I sama streng
og Jón og sagði að vonandi yröi
þessi breyting til þess, að bændur
fengju nú uppgjör fyrir sauðfjár-
innlegg frá haustinu 1975 en
minnti á að hér væri þó aðeins um
að ræða lánafyrirgreiðslu en ekki
beinar greiðslur. Bændur og
fyrirtæki þeirra yrðu því að taka
á sig mikla vaxtabyrði, bæði af
þessu láni og af öðrum lánum
vegn'a búrekstrarins en viðskipta-
skuldir bænda væru nú óvenju-
lega miklar. Geir sagði að slátur-
leyfishafar innan SlS ættu nú
eftir að fá um 300 milljonir í
útflutningsuppbætur fyrir fram-
leiðsluna 1975 og af því næmu
afurðalán um 180 milljónum
króna.
— Vangefnir
Framhald af bls. 23
ráðuneytisins breytingar á reglu-
gerð skólans til þess að sníða
námið meira að nútímakröfum en
verið hefur.
Á síðastliðnu hausti tilnefndi
stjórnarnefnd ríkisspítalanna
nefnd, sem fékk það verkefni að
gera tillögur um endurskipu-
lagningu og breytingar á rekstri
Kópavogshælisins, m.a. með það
fyrir augum að koma þar á fót
göngudeild og dagdeildum og
gera tillögur um tengsl hælisins
við aðrar stofnanir, einkum þó
geðdeild barna.
Formaður þessarar nefndar er
Páll Ásgeirsson, yfirlæknir, og er
þess að vænta að þessi nefnd skili
tillögum sínum til stjórnarnefnd-
ar fyrir lok ársins.
Þá vil ég geta þess að á vegum
heilbrigðisráðuneytisins er nú
starfandi nefnd, sem sérstaklega
á að fjalla um tannlæknis-
þjónustu fyrir vangefna og er
nefndin skipuð í samráði við
Tannlæknafélag Islands og
Styrktarfélag vangefinna. Til-
gangurinn er að koma upp að-
stöðu fyrir sérstaka tannlæknis-
þjónustu fyrir vangefna, annað
hvort í tengslum við Kópavogs-
hælið eða á öðrum stað á Reykja-
víkursvæðinu og reyna þannig að
koma þessum þætti heilbrigðis-
þjónustu vangefinna í gott horf.
Hvað snertir aukningu
vistunarrýma fyrir vangefna, þá
hef ég þegar rakið hve torveld-
lega hefur gengið að fá fé til
viðbótarbygginga við stofnanir
fyrir vangefna, en í þingsályktun-
inni var einnig rætt um fjöl-
fatlaða og þar er um að ræða
stóran hóp, bæði ungra og
gamalla.
HÁTÚN 10
Með því að taka á leigu húsnæði
að Hátúni 10 og setja þar upp
hjúkrunardeild á vegum ríkis-
spítalanna var reynt að gera stórt
átak til þess að auka hjúkrunar-
rými fyrir þennan hóp fólks, en
því miður hefur gengið mjög illa
að kóma þeirri starfsemi áfram
vegna skorts á hjúkrunarstarfs-
liði.
Það er fyrst nú á þessu hausti
að deildin öll verður komin í not
og verður þar þá starfandi
hjúkrunareining fyrir 66
sjúklinga í tengslum við Land-
spftalann. Fyrst og fremst er gert
ráð fyrir að þessi deild verði fýrir
aldraða, en eins og kunnugt er, er
í þeim aldursflokki mjög margir
fjölfatlaðir, sem þurfa sérstakrar
og mikillar hjúkrunar og um-
önnunar við.
Ég vænti þess að umræða um
þessa fyrirspurn og þá þingsálykt-
un, sem Alþingi gerði í mai 1975,
verði til þess að þingmenn
almennt og fjárveitinganefnd sér-
staklega taki þau málefni, sem
hér hafa verið rædd til gaumgæfi-
legrar athugunar og það er þá
fyrst og fremst tvennt, sem ég vil
benda á í því sambandi, annars
vegar að auka þarf verulega fram-
lög í Styrktarsjóð vangefinna frá
því sem áætlað er í þeim fjárlög-
um, sem nú liggja fyrir og hins
vegar að teknar verði upp í fjár-
lög næsta árs þær tillögur heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins um fjárveitingar til
áframhaldandi uppbyggingar að
Hátúni 10, sem lagðar voru fyrir
fjárlaga- og hagsýslustofnun fyir
gerð fjárlaga ársins 1977, en þar
er gert ráð fyrir að í Hátúni 10 sé
bæði komið á fót dagdeild og
göngudeild í tengslum við þá
hjúkrunar- og endurhæfingar-
deild, sem þegar hefur komið í
not.
Að lokinni ræðu ráðherra
þakkaði Ragnhildur greinargóða
skýrslu, sem væri gagnsöm. Hins
vegar væri það rangt að hugur
fylgdi ekki máli, er Alþingi sam-
þykkti stefnumarkandi tillögur á
þessum vettvangi, þó fjármagn
væri af skornum skammti. Það
væri jafnrangt og ef sagt væri að
ráðherra léti sig þetta mál ekki
skipta af því að ekki væri búið að
leysa allan vanda í málinu. Það
dettur mér ekki í hug að segja,
enda hefur ráðherra einlægan
vilja á að koma máli þessu heilu í
höfn. _
— Kanadamenn
Framhald af bls. 19
Scotia og undan norðausturströnd
Bandarikjanna
Kvótanir eru minni en nokkru
sinni og nýlega ákváðu útgerðar-
fyrirtæki i Nýfundnalandi á fundi
með embættismönnum Kanada-
stjórnar að skipta kvótunum þannig,
að til þess þyrfti ekki að koma að
loka fiskvinnslustöðvum og tryggja
það. að þær gætu allar starfað allt
næsta ár. Þeim hefði verið lokað fyrr
á þessu ári ef Rússar hefðu ekki
samþykkt að afsala sér hluta karfa-
kvóta sins í skiptum fyrir stærri
loðnukvóta. Rússar mega veiða eftir
kanadiskum kvótum samkvæmt
samningi við Kanadastjórn. Svipaðir
samningar voru gerðir við Pólverja
og Norðmenn og einnig Spánverja
og Portúgala sem hafa veitt við
Nýfundnaland i rúmar fjórar aldir
Samningur hefur þegar verið gerður
við Frakka
Fyrsta verkefni Kanadamanna
verður söfnun upplýsinga til að
ákveða kvóta. Romeo Leblanc,
sjávarútvegsráðherra. sagði nýlega i
viðtali að mesti vandinn yrði að sjá
til þess að Kanadamenn hefðu
vísindalega þekkingu til að geta
ákveðið hve mikið aflamagn mætti
veiða
Japanir viðurkenna ekki 200
milurnar við Kanada og Bandarikin
en Kanadamenn segjast munu reyna
að komast að samkomulagi við
Japani og verða sveigjanlegir
Oeilan við Bandaríkjamenn um
veiðarnar á Georgsbanka er annað
viðkvæmt mál.
Dick Stewart úr samtökum fiski-
manna á Nova Scotia segir að mestu
máli skipti að tryggja hefðbundin
réttindi beggja þjóða á Georgs-
banka. Hann segir, að Bandarikja-
menn leggi meiri áherzlu á marka-
línu en Kanadamenn sem vilji aðal-
lega vernda fiskstofna Hann segir
að verndun hörpudisks. humars og
annarra fisktegunda sé lífshags-
munamál ibúa suðvesturhluta Nova
Scotia
— Andstaða
Framhald af bls. 18
ef atvinnurekandi framkvæmir
ekki samningsákvæði um að-
búnað og hollustuhætti, eða fram-
kvæmir ekki fyrirmæli laga og
reglugerða Heilbrigðis- og
öryggiseftirlits rfkisins.
5. Að heilbrigðisyfirvöld geri
sér ljósa þýðingu vinnustaðanna
með tilliti til þess að á þeim má
finna ástæður margra alvarlegra
sjúkdóma.
6. Að heilbrigöisyfirvöld sjái til
þess að greinargóðar upplýsingar
liggi fyrir um fjölda vinnuslysa
og orsakir heilsutjóns á vinnu-
stað.
7. Að Heilbrigðiseftirlit rfkis-
ins geri starfsskrá varðandi eftir-
lit með heilbrigði og velferð
verkafólks á vinnustöðum sbr.
100. gr. Heilbrigðisgeglugerðar
frá 8. febr. 1972.
8. Að verkalýðshreyfingin
tryggi með samningum enn frek-
ar en nú er, að á vinnustöðum sé
allur tiltækur hlffðar- og öryggis-
búnaður fyrir verkafólk og verka-
fólk noti þennan búnað und-
anbragðalaust.
9. Að þar sem óhjákvæmilegt
er að vinna með skaðlegum
efnum, eða undir óeðlilegu vinnu-
álagi, skuli vinnutfmi styttur án
Iaunaskerðingar.
10. Að á vinnustöðum, þar sem
myndast skaðleg úrgangsefni við
framleiðsluna, skuli vera full-
nægjandi búnaður, sem kemur f
veg fyrir spillingu umhverfisíns."
Stefan ögmundsson hafði fram-
sögu um fræðslu- og menningar-
mál og Þórir Danfelsson um laga-
breytingar. Rúmsins vegna er
ekki hægt að greina frá umræðum
um þessa málaflokka að sinni.