Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 27 10 þúsund hafa far- ið til Kanaríeyja VETURINN 1975—1976 hófu Flugleiðir sólarferðir til Tenerife, stærstu eyjarinnar 1 Kanarfeyjaklasanum. Farnar voru sjö ferðir með Boeing 727 þotum Flugfélags tslands á tfma- bilinu frá 19. desember til 21. apríl f vor. Alls sex hundruð og átta Islendingar fóru f þessar ferðir. Blaðafulltrúi Flugleiða, Sveinn Sæmundsson, boðaði til kynning- arfundar um Tenerife fyrir blaða- menn nýlega. Kom þar fram, að nú er í fyrsta sinn samvinna milli Flugleiða og ferðaskrifstofanna Otsýnar, Landsýnar og (Jrvals um sölu á ferðum til Tenerife. Fyrstu sólarferðirnar að vetri til Kanarí- eyja voru farnir á vegum Flugfé- lags Islands árið 1970. Alls sagði Sveinn, að um tfu þúsund íslend- ingar hefðu farið til Kanaríeyja, síðastl. sex ár. 1 vetur eru fyrirhugaðar sam- tals sex ferðir til Tenerife, og verður sú fyrsta þriggja vikna jólaferð þann 19. des. n.k. Tenerife er stærsta eyjan f Kanaríeyjaklasanum, 2053 fer- kflómetrar að stærð. Upp úr henni miðri gnæfir eldfjallið Teide, sem jafnframt er hæsta fjall Spánar, 3717 metrar á hæð. Höfuðborgin Santa Cruz er á aust- urhluta eyjarinnar, þar eru sextíu þúsund íbúar af sexhundruð þús- undum á Tenerife-eyjunni allri. Góðar baðstrendur eru ekki á Santa Cruz, en mikið um sund- laugar, sem sjór er leiddur í. -S S Morgunblaðið óskareftir blaðburðarfólki Vesturbær Úthverfi Skólabraut Blesugróf Hjarðarhagi 11 —42 Skipholt 1 — 50 Kópavogur Logaland, Miðtún «rsnfo«raut Upplýsingar í síma 35408 ÍTALSKAR KLUKKUR Fornar geröir ÍTALSKAR NÚTÍMA KLUKKUR Við höfum aldrei boð- ið stærra úrval iliMdtttft 3 Iðnaðarhúsið Ingólfsstræti Vegna hinnar gífurlegu eftirspurnar um jólaferðir, settum við upp 1 7 daga aukaferð til Kanaríeyja Brottför kl. 8 á laugardagsmorgun 1 1. des. og komið heim að kvöldi mánudags 27. des. Við viljum sér- staklega beina því til hinna fjölmörgu viðskiptavina okkar og annarra, sem ekki gátu fengið pláss í hinum jólaferðunum að panta strax. Hægt er að velja um gistingu á flestum hinum vinsælu ibúðum og hótelum, sem þúsundir Sunnufarþega þekkja af eigin raun á Gran Canaria; LAS PALMAS, PLAYA DEL INGLES, SAN SAN AUGUSTIN og PUERTO RICO ásamt TENERIFE. Pantið strax, það er auðveldara fyrir okkur og betra fyrir ykkur, meðan pláss er til og hægt að velja úr gististöðum. INNAN VIÐ 20 SÆTI LAUS. Verið velkomin og takið þátt í hinni glæsilegu jólahátíð Sunnu á PLAYA DEL INGLES á jóladag. Matarveisla og jólatrésskemmtun. FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA - LÆKJARGÖTU 2 - SÍMI 16400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.