Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 40
nmnið trúlofunarhringa litmvndalistann fffl) <§ull Sc á?iUur Laugavegi 35 Jfloreunblaíiib FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 Guðbrandsbiblía dýrasta biblía á Norðurlöndum Eintak í Ósló selt til Dan- merkur á 2,5 milljónir króna GUÐBRANDSBIBLlA sú sem Damms Antikvariat f Óslú hefur haft til sölu um nokkurt skeið hefur nú verið seld til bðkasafns í Danmörku fyrir 68500 kr. norskar eða 2,5 milljðnir íslenzkar. Er þetta hæsta verð sem gefið hefur verið fyrir biblfu á Norður- löndunum, en næstmesta verð er 65 þús kr. norskar eða 2,3 millj. fsl. kr. fyrir „Gustav Vasa“- Ennþá er óvissa með Norglobal SAMKVÆMT þeim upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér f gær, er enn ðvissa um það hvort tekst að fá norska bræðsluskipið Norglobal leigt hingað á næstu loðnuvertfð. Utgerðarmennirnir Jón og Vilhjálmur Ingvarssynir hafa undanfarið verið í Ósló þeirra erinda að reyna að fá skipið leigt. Hins vegar leggja norskir sjómenn þunga áherzlu á áð Norglobal verði á Noregsmiðum á loðnuvertíðinni. Fæst iíklega ekki úr því skorið fyrr en um eða eftir næstu helgi, hvort Norglobal kemur hingað í vetur eða ekki. biblfuna sem var prentuð f Svfþjðð 1514. Var Gustav Vasa- biblfan prentuð f mun stærra upplagi en Guðbrandsbiblfa sem var prentuð á Hólum 1584. Fram til þessa hefur Gustav Vasa- biblfan verið sú dýrasta á Norður- löndum. Claes Nyegaard, eigandi Damm f Ósló, sagðist ekki hafa umboð til þess að gefa upp nafn danska bókasafnsins sem keypti Guðbrandsbiblíu, en Nyegaard sagði þetta vera fyrsta eintakið af þessari biblíu, sem hann hefði fengið í hendur i þau 37 ár sem hann hefði selt bækur og væru þær þó orðnar 1 milljón talsins. Nyegaard sagðist hafa fengið fyrirspurn um Guðbrandsbiblíu frá Yale-háskólanum f Banda- ríkjunum, en þá vantar biblíuna f biblíusafn sitt og þannig mun vera með marga stærstu háskóla Bandarfkjanna, sagði Nyegaard. Nyegaard seiur bækur um allan heim, eða „allt frá Kaliforniu og austur um til-Hong Kong.“ Umrætt eintak af Guðbrands- bibliunni var mjög vel með farið, en um skeið hefur annað eintak af Guðbrandsbiblíu verið til hjá fornbókasölunni Kappelmann f Noregi, en það eintak er mjög illa farið og mun verðminna en það sem selt var til Danmerkur. Eimskip ekki með í bílaflutningaskipi? FORRAÐAMENN Bílaábyrgðar telja nú útsðð um að Eimskipa- félag Islands gerist aðili að rekstri bflaflutningaskipsins sem fyrirtækið hefur hug á að kaupa og hafði boðið Eimskip þátttöku f. Formlegt afsvar hefur þó enn ekki borizt frá Eimskip og í sam- tali við Morgunblaðið f gær sagði Halldðr H. Jðnsson, stjórnarfor- maður Eimskipafélagsins, að mál þetta væri enn f athugun en vildi að öðru leyta ekki tjá sig um það frekar. Að því er Þórir Jónsson, einn af aðstandendum Bílaábyrgðar, tjáði Morgunblaðinu standa nú yfir at- huganir og viðræður við ýmsa fiskútflytjendur um áhuga þeirra á því að koma ferskfiski á markað erlendis með skipinu, og kvað i:ann undirtektir þeirra til þessa hafa verið fremur jákvæðar. Bíla- ábyrgð hefur tryggt sér kaup á þessu skipi en Þórir kvaðst búast við að lokaákvörðun um kaupin yrði tekin einhvern tíma f næstu viku. Kaupmenn eru nú í önn að koma upp jólaskreyting- um í verzlunargluggum í því skyni að koma væntan- legum viðskiptavinum í jólaskap. (Ljósm. Mbl. Friðþjófur) Seðlabankinn lánar 60% af ógreiddum útflutningsbótum SEÐLABANKINN hefur ákveðið, að þar sem sláturleyfishafar hafa ekki fengið greiddar endanlega útflutningsbætur fyrir útflutt dilkakjöt af sauðfjárframleiðsl- unni 1975, þurfi sláturleyfishafar ekki að greiða að sinni upp þau afurðalán, sem hvfldu á dilka- kjöti þvi er flutt var út. Rfkis- sjðður á nú eftir að greiða um 390 milljonir krðna f útflutningsbæt- ur fyrir sauðf járframleiðsluna 1975 en sláturleyfishafar áttu samkvæmt þeim reglum, sem Seðlabankinn hafði sett fyrr í haust, að greiða upp þau afurða- lán, sem hvfldu á þessum útflutingi eða um 230 milljðnir krðna, þegar þeir fengu afurða- Seldi í Þýzkalandi VÉLBÁTURINN Árni í Görðum VE seldi afla f Bremerhaven í gærmorgun. Báturinn var með 41 tonn af netaufsa, en þar af voru 3,6 tonn dæmd ónýt. Fyrir aflann fékk báturinn 58.700 mörk, eða rúmar 4,6 milljónir, íslenzkra króna. Meðalverð er 123 krónur. lán út á sauðfjárframleiðsluna 1976, hinn 25. nðvember sl. Gert er ráð fyrir að þessi fyrirgreiðsla Seðlabankans verði til þess að bændur fái nú frekari greiðslur á EKKI er gert ráð fyrir að fslenzk fiskiskip muni reyna söluferðir til Bretlands á næstunni, enda er sá fiskur sem nú fæst fyrst og fremst hæfur á Þýzkalandsmark- að, að sögn Ingimars Einarssonar, framkvæmdastjðra Félags fsl. botnvörpuskipaeigenda. Ingimar sagði, að raunar mundi ekki þýða að reyna söluferðir til Þýzkalands nema fram til 16. des- ember næstkomandi, því að um það leyti héldu hið erlenda vinnu- afl í Þýzkalandi suður á bóginn f jólafrí um leið og þýzku togararn- ir sjálfir reyndu oftast að haga löndunum þannig, að þeir væru komnir til heimahafnar um þetta eftirstöðvum sauðf járinnleggs sfns haustið 1975. Stefán Stefánsson, deildarstjóri f Seðlabankanum, sagði að f haust Framhald á bls. 22 leyti til að geta eytt jólunum heima. Yrði því ekkert um sölu- ferðir héðan frá því um miðjan desmber og fram til 3. janúar nk. I Bretlandi sagði Ingimar að lokað væri fyrir allar landanir frá 23. desember og fram til 4. janúar, og ómögulegt væri að segja nema reyndar yrðu sölu- Framhald á bls. 22 Opnunartími verzlana í desember Næstu söluferðir allar farnar til Þýzkalands Samþykkt ASÍ-þings: Ótvíræd yfirráð ís- lendinga viðurkennd — með brottför brezkra fiskiskipa FULLTRUAR á þingi Alþýðu- sambands lslands fögnuðu f gær unnum sigri f landhelgismálinu, þessu mesta hagsmunamáli þjððarinnar, er brezk fiskiskip hefðu nú siglt á brott úr fslenzkri landhelgi. Ótvfræð yfirráð tslend- inga yfir 200 sjðmflna fiskveiði- lögsögunni væri þar með viður- kennd. Flutningsmaður þessarar til- lögu var Guðmundur H. Gaðrars- son, formaður Verzlunarmanna- félags Reykjavfkur. Með- flutningsmenn Guðmundar voru 58 aðrir fulltrúar á ASl-þinginu og þeirra á meðal forystumenn f nokkrum af stærstu verkalýðsfél- ögum landsins. Eðvarð Sigurðs- son, forseti þingsins, lýsti tillög- unni og sagði meðal annars, að hann legði áherzlu á, að allir þingfulltrúar greiddu henni at- kvæði sitt. Tillagan var strax bor- in undir atkvæði og greiddi allur þingheimur atkvæði með henni að 5 þingfulltrúum undanskild- um. Fer tillagan hér á eftir og nöfn flutningsmanna hennar. „I dag, 1. desember 1976, fagna tslendingar merkum áfanga í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Eftir margra alda rányrkju hverfa brezk fiskiskip úr fslenzkri landhelgi. Ótvfræð yfir- ráð Islendinga yfir 200 sjómflna fiskveiðilögsögu við strendur landsins eru þar með viðurkennd. Fundur 33. þings A.S.I., hald inn 1. desember 1976, fagnar unnum sigrum f þessu mesta hagsmunamáli þjóðarinnar og hvetur til aðgæzlu um stjórnun veiða og nýtingu helztu fisk- stofna. Guðmundur H. Garðarsson Bjarni Jakobsson Jóhanna Sigurðardóttir Guðfinnur Sigurvinsson Magnús Gíslason Emma H. Einarsdóttir Agnes Jónsdóttir Erla Hatlemark Björn Bjarnason Framhald á bls. 22 SAMKVÆMT upplýs- ingum Kaupmanna- samtaka Islands er kaup- mönnum heimilt að hafa verzlanir opnar sem hér segir i desembermánuði: Mánudaga til fimmtudaga má hafa opið til kl. 18 en á föstu- dögum til kl. 22. Laugardaginn 4. desember nk. má hafa opið til kl. 18 og sömuleiðis laugardaginn þar á eftir, hinn 11. desember. Laugardaginn 18. desember má hafa opið til kl. 22 og á Þorláks- messu til kl. 23 en á aðfangadag til kl. 12 á hádegi, svo og á gamlársdag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.