Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 13 og unglingabækur Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON ir ungur að árum, er faðir hans þuldi yfir þeim bræðrunum kvæði eftir Guttorm, nýbirt í Öðni, kveður það eina „af þeim minningum sem ég á kærastar frá bernsku minni.“ Má vafalaust álykta af þvi eina dæmi hvernig kvæðum Guttorms var almennt tekið hér heima. Kvæðið Gðða nðtt var snemma tekið upp í skólaljóð en það er eitthvert þýð- asta og formfegursta kvæði Gutt- orms og sannkölluð fyrirmynd um ljóðrænt lýtaleysi. Þar með veitt- ist Guttormi þegnréttur í hugum uppvaxandi kynslóðar og síðan yngri kynslóða sem vaxið hafa úr grasi. Gils Guðmundsson, sem ritar formála fyrir þessu kvæðaúrvali, segir meðal annars: „1 úrvali því sem hér hefur ver- ið gert úr kvæðum Guttorms J. Guttormssonar, var ekki einungis haft í huga að þar birtust listræn- ustu ljóð skáldsins eða þau sem féllu veljendum bezt I geð, heldur einnig hitt, að safnið gæfi sem trúverðugasta mynd af skáldinu og kveðskap þess. Er því réttara að líta á bók þessa sem sýnisbók en úrvarl.“ Nú eru liðin tæp þrjátiu ár slð- an Kvæðasafn Guttorms var gefið út undir umsjón Arnórs Sigur- jónssonar með ýtarlegri ritgerð hans um skáldið. Mun sú bók nú ófáanleg. Þetta úrval Menningar- sjóðs er þvi kærkomið þeim sem hafa mætur á kveðskap hans og þeir munu vera margir. Guttorm- ur var ekki aðeins lipurt skáld, hann var líka rýninn á mannlegt eðli og fundvls á hið grátbroslega I hátterni manna. Lestur ljóða hans er því — á vondu máli sagt — talsverð upplifun. Erlendur Jónsson erum góð hvert við annað, gerum lífið gott hvert fyrir annað, þá er þetta gott og fallegt. Þá er fæðing og dauði sjálfsagðir og eðlilegir hlutir. — Annars fer ekki mikið fyrir djúpri hugsun I bókinni. Og þótt margar persónur hennar hafi orð á þvf hve Tóta sé skýrt barn verð- ur lesandinn æ sannfærðari um að vitsmunaþroski hennar og sið- gæðisþroski fara ekki saman. Kaldhæðnislegt finnst mér þeg- ar telpurnar tvær telja drengnum trú um að hann sé með ólæknandi sjúkdóm og hafa það eftir föður Ásdísar sem er læknir. Ég get ekki hlegið að svona löguðu. Bók- in endar á þessa leið: — Tóta sleppti hönd pabba slns til að gefa þeim langt nef. Með báðum höndum. — Myndir eru skemmtilegar og frágangur ágætur. Ovenjuleg bók fyrir unglinga BÓKAtJTGÁFAN Letur h.f. hef- ur gefið út bókina Fugl og draum- ur eftir norska skáldið Knut öde- gðrd f þýðingu Einars Braga. Fugl og draumur er bðk fyrir stálpuð börn og unglinga, og jafn- vel fullorðið fðlk lfka. t bðkinni segir frá Iftilli stúiku, Möggu, sem missir föður sinn og höf- undurinn lýsir „I senn með Ijðð- rænum og raunsæjum hætti al- varlegum hliðum mannlffs og samfélags." Knut ödegárd er kunnur Is- lenzkum lesendum sem ljóðskáld af bókinni „Hljómleikar I hvltu húsi“ sem kom út árið 1973, einn- ig I þýðingu Einars Braga. Ljóð hans hafa verið flutt I útvarpinu og sjónvarpið hefur sýnt heim- ildarmynd um skáldið. Fugl og draumur er mynd- skreytt ljósmyndum eftir kunnan norskan ljósmyndara, Frits Sol- vang, en hann starfar nú við Þjóð- leikhúsið i Ósló. t ritdómi I Dag- bladet I Ösló um bókina segir m.a: „þetta er mikilvæg bók, sem leyn- ir ekki veruleikanum, og stálpuð- um börnum er hollt að endur- þekkja veruleika lffs slns, ein- manaleika og þrá eftir einhverju betra. Það elur með þeim félags- anda.“ Ein myndanna f bðkinni. Orkustefna Alþýðubanda- lagsins Alþýðubandalagið hefur sent frá sér rit um orkumál, en rit þetta sem inniheldur úttekt á orkumálum tslendinga, er álit orkunefndar Alþýðubandalags- ins, og einnig hefur það að geyma stefnumótun flokksins I orku- málum. I ritinu er fjallað um orkugjafa og nýtingu innlendra orkulinda, og verður það fáanlegt á almennum markaði. Orkunefnd- ip var kosin af miðstjórnarfundi I desember 1974, og áttu sæti I henni Hjörleifur Guttormsson, formaður, Tryggvi Sigurbjarnar- son, Páll Bergþórsson, Ragnar Arnalds og Þröstur ólafsson. Á skíðum í hlíóum Alpafjalla Eins og síöastliöinn vetur bjóöum viö nú viku og tveggja vikna skíðaferðir til Kitzbuhel og St. Anton í Austurríki á veröi frá 62.400 og 75.600 krónum. Þetta eru brottfarardagarnir í vetur: Tveggja vikna feróir: Desember: 7.,. 21. jólaferð, 22. jólaferö Janúar: 4., 11., 18., 25. Febrúar: 1., 8., 15., 22. Mars: 1., 8., 15., 22., 29. Viku feröir: Desember: 12. Janúar: 9., 16., 23., 30. Febrúar: 6., 13., 20., 27. Mars: 6., 13., 20., 27. Apríl: 3. Þeir sém velja tveggja vikna ferðir, geta dvaliö viku á hvorum staö ef þeir kjósa heldur. Skíöafólk leitiö upplýsinga hjá söluskrifstofum okkar, feröaskrifstofunum og umboðsmönnum. Félög með skipulagðar skíðaferóir til Evrópu flucfélac L0FTLEIBIR LSLAJVDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.