Morgunblaðið - 03.12.1976, Síða 13

Morgunblaðið - 03.12.1976, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1976 13 NDUR JÓNSSON skrifar um BÓKMENNTIR Þögnin eft- ir sönginn Bðkmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON geðfelldustu. Ég nefni Gullastokk um kistilinn sem enginn mátti ljúka upp, en á botni hans fann skáldið seinna „einn lftinn dúk — og fyrstu/ nálarsporin þín“: Ein barnsleg rós með rauðum krónublöðum, fimm rósarblöð í kyrfilegri röð, og óljóst teiknuð áfram sex til nfu, — þau áttu að verða tfu, og út frá leggjum uxu prúð og vœn með yndisþokka laufin fagurgræn, og það átti eflaust þarna að koma fleira, — en það varð aldrei meíra. I Fuglinn trúr er ort um dauðan fugl og sagt að fegursti tónninn sé þögnin eftir sönginn. Sfðustu bækur Guðmundar Böðvarssonar eru merktar vitund hans um dauðann, þar er feigðarhrollur áberandi, en skáldið reynir að sætta sig við hið óumflýjanlega. Sumarið er liðið, ævintýraskipun- um öllum lagt í naust. Það er viss trúarkennd f þessum ljóðum, eins og til dæmis Þjóðlagi úr álfhamri, lokaljóði Blaðs úr vetrarskógi, þar sem skáldið biður: Vllt þú blðja fyrlr mér? Ég skal biðja fyrir þér; þó að bænir okkar heyri aldrei neínn. En eigi að nefna það sem mestu skipti jafnan f skáldskap Guðmundar Böðvarssonar má aft- ur vitna til ljóðsins um fuglinn trúa og ávarpa hann sjálfan eins og hann ávarpaði fuglinn: „Árgali, það var undursamleg tfð,/ ástrík og heit í gleði sinni og trega". 1 ljóðum eins og Kominn heim og Einmæli í Blaði úr vetrarskógi er heimspekilegur tónn sem Guð- mundur Böðvarsson átti líka til þrátt fyrir hinn ljúfa söng sem var svo einkennandi fyrir hann. Þessi heimspekilegi tónn sem oft birtist f ljóðum sem eru óhátt- bundinn kemur fram frá upphafi í skáldskap hans, en með hvað glöggustum og eftirminnilegust- um hætti í Innan hringsins sem er bók sem vex eftir því sem á líður. Ef gert væri dálftið úrval þessara heimspekilegu ljóða sem ég hef kallað svo, en vel mætti lfka kenna við fhygli, yrði það til að auðga þá mynd sem við gerum okkur af skáldinu og mönnum hættir oft til að einfalda. I Ljóðasafni III eru fyrirferðar- mestar bækurnar sem Guðmund- ur kallaði Saltkorn f mold I og Saltkorn f mold II. Saltkornin eru um sveitunga hans, gamansöm kvæði sem njóta kfmnigáfu skáldsins. Fyrirmynd þeirra eru ljóð bandarfska skáldsins Edgar Lee Masters: Kirkjugarðurinn f Skeiðarár- þorpi sem Magnús Ásgeirsson þýddi á sfnum tfma. Margir hafa farið að dæmi Masters og rýrir það síður en svo gildi kvæða Framhald á bls. 28 Úr hugskoti Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON ingar: skáldið hugleiðir gildi kveðskapar, form hans og inni- hald. Fyrsti þátturinn, Aftur fyrir málið, eru þannig hugleiðingar um þá skáldskaparstefnu eftir strfð sem notaðist við orð en hafn- aði röklegu samhengi eða merk- ingu. Um það segir Hannes meðal annars: „Orðlistarverk án merkingar geta í bráðabili haft heppileg áhrif á skáldskapargildi með því að róta til í því, ef og þegar það er komið niður f skúffur í dauða röð og reglu." Þessi orð eru dagsönn. Umrædd skáldskaparstefna var skemmti- leg tilbreyting í bókmenntunum og — nauðsynleg, hygg ég, til að róta til í þvf sem staðnað var orðið og merkingarsnautt; ekki vegna skorts á röklegu samhengi heldur vegna þess að aðferðirnar voru orðnar sjálfvirkar. Nú er tími hins óræða og myrka ljóðs að renna skeið sitt á enda. Komnar eru til sögunnar nýjar stefnur, óræði skáldskapurinn verður brátt að baki og biður síns dóms, en skáldin eru aftur tekin að opna hugskot sfn og bjóða lesendum þar inn á innsta gafl. En hvernig skal þá að öðru leyti kveða? Hannes endar bók sína á ljóðabréfi til lesandans, Bréfi um ljóðstafi. Þar minnir hann á að ljóðstafir séu eldri en rfm f ís- lenskum og norrænum kveðskap, svo gamlir að ekki verði komist fyrir upptök þeirra, þar sem rfm sé aftur á móti miðaldalegt kirkjuskraut, eins konar tónlist; ljóðstafirnir séu úti en rímið inni. Sú var tíðin að deilt var hér harkalega um ljóðform, mest hygg ég á árunum frá ’50 til ’55. Siðustu árin hafa þær deilur mátt heita hjaðnaðar. Þó formbreyt- ingar muni nú að öllum lfkindum vera framundan í ljóðlistinni þurfa þær ekki að valda neinum slíkum úlfaþyt. Fyrir aldarfjórð- ungi voru menn ekki búnir að týna þvf niður að hneykslast. Nú eru lesendur orðnir ónæmir fyrir óvæntum hlutum. Og verði kom- andi formbreytingar afturhvarf til einhvers eldra eru enn nógu margir fyrir til að fagna því. Ann- ars er þetta allt á spurningarstigi enn sem komið er; tíminn mun svara. í þættinum Ándi á skrifborðinu hugleiðir Hannes myndrænar lík- ingar i skáldskap sem eiga sér fornan uppruna og langa hefð en hafa verið f tfsku undanfarin ár og af mörgum bæði misnotaðar og ofnotaðar. Svo mjög hafa sumir höfundar ofhlaðið texta sína með líkingum að Hannes jafnar til ósjálfráðrar skriftar. Og „þegar ósjálfráð skrift má sín mest, virð- ist ekki halda um pennan höfund- ur með fullu ráði, heldur andi („Poltergeist”) f skrifborinu.” En fleira er birt f þessari bók en hugleiðingar um skáldskap. Skáldið lætur hugann reika í áföngum um landið, einkum átt- hagana, staldrar við eins og at- hugull ferðamaður, rifjar upp hvað gerst hefur hér og þar og leggur síðan út af því á ýmsa vegu. Stundum dregur Hannes stórar ályktanir af smáum dæm- Framhald á bls. 22 Þetta eru tilvaldar jólagjafir Nýkomið glæsilegt úrval af töskum fyrir kassettur og átta rása spólur. Einnig fyrirliggj- andi glæsilegt úrval af ódýr- um og góðum stereo heyrnar- tækium. ;.;sís : l' " Hljómplötur og kassettur nýkomnar Njálsgötu 22 sími 21377 Ármúla 38, sími 31133 Nódiöoær BING & GRÖNDAL JÓLAPLATTINN 1976 í ár myndskreytti listamaðurinn Henry Thelander jólaplatta Bing & Gröndal. Fyrsti plattinn kom út árið 1895, — en síðan má segja að þeir hafi árlega selst upp um leið og þeir hafa komið á markaðinn. TOLEDO borðbúnaður Sex gerðir. Þýzk gæðavara. Stál með 23 karata harðgljáa og gyllingu. Falleg oq nytsöm gjöf. Gott verö. bARNASETT.Ð FRÁ MAX & MORITZ Skemmtileg gjöf.Barnaskeið og barnagaffall.Stálsett með 100 g. silfur áferð. Lítið við í verzlun okkar. Gjafaúrvalið hefur aldrei verið failegra. RAMMAGERÐIN Hafnarstræti 19 E231

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.