Morgunblaðið - 03.12.1976, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1976
Útgefandi
Framk væmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
x Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavlk.
Haraldur Sveinsson.
Matthlas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn GuSmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni GarSar Kristinsson.
Aðalstræti 6. sími 10100
ASalstræti 6, slmi 22480
Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 60.00 kr. eintakiS.
Fiskverndun
Asíðustu tveimur árum
hefur mikið starf verið
unnið að verndun fiskstofn-
anna við landið Er óhætt að
fullyrða, að í tíð núverandi
ríkisstjórnar og núverandi
sjávarútvegsráðherra hafi
meira verið framkvæmt á
þessu sviði en nokkru sinni
fyrr. Stærsta framlagið til fisk-
verndar var að sjálfsögðu út-
færsla fiskveiðilögsögunnar í
200 sjómílur hinn 15. október
fyrir rúmu ári en Matthías
Bjarnason sjávarútvegsráð-
herra undirritaði reglugerð um
þá útfærslu hinn 1 5 júlí 1 975.
í kjölfarið á þessari útfærslu
voru gerðir samningar um
veiðiheimildir þýzkra togara
hér við land, sem takmörkuðu
mjög veiðar þeirra en þeir
höfðu veitt hér að vild sinni frá
því að fært var út í 50 sjómílur
1972. Með samningum þess-
um var og tryggt að Þjóðverjar
taka nánast engan þorskafla á
íslandsmiðum. Eftir harðar
sviptingar á fiskimiðunum við
brezk herskip var Óslóar-
samningurinn tryggður og
hefur nú borið þann ávöxt að
brezkir togarar eru horfnir úr
íslenzkri fiskveiðilögsögu.
Þegar hugsað er til þess geysi-
lega aflamagns, sem bæði
Bretar og Þjóðverjar tóku hér
við land þegar núverandi rikis-
stjórn tók við haustið 1974 er
auðvitað alveg Ijóst, að meiri
háttar afrek hefur verið unnið
við að takmarka veiðar
útlendinga við landið á þeim
tveimur árum, sem liðin eru. í
rauninni er árangurinn svo
ótrúlega mikill, að þvi hefði
enginn maður trúað, ef spáð
hefði verið í upphafi núverandi
stjórnarsamstarfs.
Jafnframt því að þessi mikla
verndun fyrir fiskstofnana,
hefur hlutdeild íslendinga i
hagnýtingu fiskstofnanna vaxið
geysimikið Á árinu 1972 var
hlutdeild okkar í botnfiskafla á
miðunum við landið aðeins um
55% en á árinu 1975 var hún
komin f 68,7% og miðað við
30. september í ár var hlut-
deild okkar komin í 76,7% og í
82,3% af þorskaflanum. Þess-
ar tölur sýna glögglega hve
mikið starf og árangursríkt
hefur verið unnið á þessu sviði.
Það er hins vegar ekki nóg
að takmarka fiskverndunar-
aðgerðir við að útiloka út-
lendinga frá fiskveiðum hér við
land Við hljótum einnig að
huga að okkar eigin veiðum.
Þess vegna hefur Matthías
Bjarnason sjávarútvegsráð-
herra beitt sér fyrir margvísleg-
um aðgerðum í því skyni í
samráði við hagsmunasamtök
sjávarútvegsins og Hafrann-
sóknastofnun. Ákveðin hafa
verið stór friðunarsvæði, þar
sem allar veiðar hafa verið
bannaðar. Svæði hafa verið
friðuð fyrir botnvörpuveiðum
og teknar hafa verið upp
skyndifriðanir til verndar smá-
fiski. Þá heíur möskvastærð í
togveiðaifærum verið aukin tví-
vegis, lágmarksstærðir fisk-
tegunda verið auknar og komið
upp kerfi eftirlitsmanna með
fiskveiðum. Einnig hefur verið
beitt ákvæðum um hámarks-
afla ýmissa tegunda svo sem á
humri, rækju og skelfiski og
síld. í því skyni að draga úr
sókn í þorskstofninn hefur fyrir
forgöngu sjávarútvegsráðherra
verið veitt verulegu fjármagni
til fiskleitar, rannsókna og
markaðsleitar með umtalsverð-
um árangri. Allar hafa þessar
ráðstafanir stuðlað að því að
friða og vernda fiskstofnana við
ísland til þess að varðveita
þessa mestu auðlind þjóðar-
innar og leggja grundvöll að
skipuiegri hagnýtingu þessara
auðlinda en við eigum að
venjast.
Þegar allt þetta fisk-
verndunarstarf er haft í huga,
má furðu gegna að Matthías
Bjarnason sjávarútvegsráð-
herra hefur ítrekað sætt aðkasti
á opinberum vettvangi fyrir að
hafa ekki í einu og öllu farið að
tillögum fiskifræðinga fyrir einu
ári er hin svonefnda svarta
skýrsla um ástand þorskstofns-
ins kom fram. Raunar má
segja, að flestar þær ráðstafan-
ir til fiskverndunar, sem að
framan greinir, hafa stefnt að
því marki að takmarka svo sem
kostur væri sóknina í þorskinn
án þess að það skref væri stigið
að leggja fiskiskipaflota lands-
manna hluta úr ári. Hefði sú
ákvörðun verið tekin hefði hún
haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar
fyrir efnahag þjóðarinnar,
Þungbært atvinnuleysi hefði
ráðið ríkjum í sjávarþorpunum f
kringum landið. Ríkisstjórnin
hefur hins vegar tekið þá
stefnu að beita almennum, en
víðtækum aðgerðum til þess að
draga úr sókn okkar sjálfra í
þorskinn, jafnframt því sem
hún hefur náð ótrúlega góðum
árangri við að takmarka veiðar
útlendinga hér við land. Þess
vegna er Ijóst, að þorskafli
þeirra verður margfalt minni á
næsta ári en i ár og gefur sú
staðreynd okkur möguleika á
að ná á tveggja ára tímabili,
þegar litið er á það í heild sinni,
svipuðu marki og fiskifræðing-
ar töldu óhjákvæmilegt i
skýrslu sinni í fyrrahaust. .
Þeir, sem veitast að sjávarút-
vegsráðherra, fyrir að hafa ekki
lagt fiskiskipaflotanum hluta úr
ári, verða að svara því, hvernig
þeir hefðu viljað bregðast við
þeim óskaplegu vandamálum,
sem það hefði leitt til. Þeir
verða einnig að horfast í augu
við það, að þá hefðu íslenzk
fiskiskip legið bundin við
bryggju meðan erlend fiskiskip
hefðu sópað upp fiskinum við
landið.
Þegar á þetta mál er litið í
heild sinni er Ijóst, að rikis-
stjórnin og Matthías Bjarnason
sjávarútvegsráðherra hafa
markað rétta stefnu i þessu
'vandasama máli og að allt
bendir til þess að við munum á
tveggja ára tímabili ná svipuðu
marki og fiskifræðingar hafa
talið æskilegt Menn aettu því
að spara sér stóru orðin.
Sunnlenzkir
bændur ræða
versnandi stöðu
kjaramála
HÁTT á þriSja hundrað sunnlenskir
bnndur komu saman til almenns
bœndafundar I Félagsheimilinu Hvoli
siSastliðiS þriðjudagskvöld. Fundur
þessi var boSaður til aS ræSa versn-
andi stöSu kjaramála bœnda og
greiSsluerfiSleika sölusamtaka
bænda. i blaSinu I gær var greint frá
samþykkt fundarins en hér verSur
greint frá þvi helsta, sem fram kom i
umræSum á fundinum. Fundarstjóri
var Jón Egilsson á Selalæk og
fundarritari SigurSur Haraldsson,
Kirkjubæ.
Magnús Finnbogason, Lágafelli.,
setti fundinn og rakti nokkuð þær
ástæður. sem lægju að baki boðun
hans. Landbúnaðurinn og bændur
hefðu á siðustu árum sætt gagnrýni.
sem byggð hefði verið á ósannindum.
Bændur gætu ekki lengur setið hjá og
látið ganga á rétt sinn Nú væri svo
komið að bændur fengju ekki
umsamdar greiðslur fyrir afurðir sínar,
þó tvö ár væru siðan til þeirra hefði
verið stofnað. Lagði Magnús áherslu á
að bændur um allt land yrðu að rísa
upp og mótmæla Jafnframt þvi, sem
bændur krefðust örari skila frá fyrir-
tækjum sinum fyrir afurðir, þyrftu
bændur að standa þétt að baki fyrir-
tækjum sínum í baráttu þeirra við að fá
greiðslur og aðra fyrirgreiðslu hjá rikis-
stjórn og Seðlabanka. Magnús gerði
athugasemdir við fjármagnsliði verð-
lagsgrundvallarins og ræddi um skil á
greiðslum til mjólkurframleiðenda og
sagði ekki eðlilegt hversu miklu væri
þar haldið eftir.
Að siðustu gerði Magnús athuga-
semdir við greiðslur fyrir folaldakjöt og
sagði að á sama tima og bændur
fengju 600 krónur fyrir folaldahúðina
væri hún seld sútuð frá verksmiðju á
7 800 krónur.
Afurðalánin eiga að vera
75% af afurðaverðinu
Ámi Jónasson, erindreki Stéttar-
sambands bænda. flutti þessu næst
framsöguerindi og stöðuna i verðlags-
og kjaramálum bænda. Sagði hann
ánægjulegt að sjá jafn marga bændur
samankomna á fundi sem þessum
enda ekki að ástæðulausu að bændur
kæmu saman til að ræða kjaramál sin
um þessar mundir. Rakti Árni i upphafi
erindis sins þær breytingar, sem gerð-
ar voru á verðlagsgrundvelli land-
búnaðarafurða I fyrra og minnti á að
miklu skipti fyrir bændur :ð þeir
skiluðu ullinni, þvi að öðrum kosti
kæmi það glöggt fram i minni tekjum
bóndans. Varðandi uppgjör fyrir
mjólkurinnlegg 1975 sagði Árni að á
sölusvæði Mjólkursamsölunnar hefði
að meðaltali vantað 68 aura upp á fullt
grundvallarverð fyrir hvern litra en hjá
Flóabúinu 73 aura. Sagði hann að
nokkuð erfitt væri að bera saman upp-
gjör mjólkurbúanna, þvi mjólkurbúin á
sölusvæði Mjólkursamsölunnar
reiknuðu bændum vexti frá innleggs-
degi til útborgunar en önnur ekki
Þá gerði Árni að umræðuefni upp-
gjör fyrir sauðfjárinnlegg 1975 og
sagði að einkum væri þrjár ástæður
fyrir því hversu illa hefði gengið að
gera upp við bændur. Togstreita hefði
verið um gæruverðið I fyrra en nú
virtist lausn á þeim vanda vera i nánd
og bændur fengju fullt verð fyrir
gærurnar Sláturkostnaður hefði farið
fram úr þeim áætlun. sem lögð hefði
verið til grundvallar við ákvarðanatöku
um sláturkostnað og að síðustu hefðu
greiðslur útflutningsbóta dregist á
langinn.
Árni tók fram að bændur væru nú að
miklum hluta búnir að taka vörur í
slnum verslunarfyrirtækjum út á inn-
legg sitt frá haustinu 1975 og þvi væri
nú mjög alvarlegt ástand i verslunar-
málum bænda og lausaskuldir miklar.
Fram kom hjá Árna að til þess er ætlast
að sláturleyfishafar geti greitt innleggj-
endum 75% af innlegginu, þegar þeir
fá afurðalánin i lok nóvembermánaðar
ár hvert Seðlabankinn lánar i afurða-
lánum um 55% af afurðaverðinu og
viðskiptabanki sláturleyfishafans á að
lána um 15% þar ofan á. Á vorin fá
sláturleyfishafar svokölluð uppgjörslán
og eiga þau að nema 20% af afurða-
verðinu. þannig að þá eiga aðeins 5%
af afurðaverðinu að vera ógreidd. Árni
tók fram að rekstrarlán landbúnaðarins
hefðu á sínum tlma verið orðin góð en
væru nú litils virði.
Að síðustu gerði Árni að umræðu-
efni greiðsluerfiðleika. sem steðjuðu að
sölufélögunum á Suðurlandi og sagði
Mjólkurbú Flóamanna ekki eiga við
erfiðleika að strlða vegna nýrra
bygginga heldur vegna sveiflna i fram-
leiðslunni. Sláturfélag Suðurlands býr
hins vegar við þá sérstöðu að þurfa að
greiða öll innlegg i peningum en kaup-
félögin geta hins vegar fært innleggin I
reikning viðkomandi bónda, sem I
mörgum tilvikum er þá búinn að taka
út vörur fyrir innleggið Af þessu sök-
um geta kaupfélögin yfirboðið eins og
Árni orðaði það eða greitt hærra
sinna
prósenthlutfall af innlegginu strax fyrir
áramót.
Bændur búnir að fá 80%
af mjólkurinnlegginu um áramót
Eggert Ólafsson á Þorvaldseyri og
stjórnarformaður Mjólkurbús Flóa-
manna fagnaði þvi að til þessa fundar
væri boðað Hvað mjólkurframleiðsl-
una og afkomu Mjólkurbúsins snerti.
sagði Eggert að tvö óþurrkasumur á
Suðurlandi hefðu orðið þess valdandi
að mjólkurframleiðslan hefði dregist
stórlega saman Samdrátturinn hefði
orðið 1,9 milljónir litra i fyrra og allt
útlit væri fyrir að samdrátturinn yrði
svipaður í ár. Eggert gerði þessu næst
að umtalsefni greiðslur Mjólkurbúsins
á þessu ári og sagði að grundvallar-
verð fyrir hvern litra til bónda væri nú
64,05 krónur en ætti sjálfsagt eftir að
hækka eitthvað. Það, sem af væri árinu
hefðu mánaðargreiðslur numið 46.51
krónum á litra og er áætlað að um
áramót verði bændur búnir að fá 80%
af mjólkurverðinu. Þegar frá væru
dregin sjóðagjöld ættu bændur að öll-
um líkindum eftir að fá 17,23% af
mjólkurinnlegginu 1 976 við áramót.
Fram kom hjá Eggerti að miklar
kostnaðarhækkanir hefðu orðið á
rekstri mjólkurbúsins og t.d. hefði
flutningskostnaður að mjólkurbúinu á
árinu hækkað um 27% og væri nú
2,54 krónur á lltra. Grundvallarverð
mjólkur hefði hækkað um 33.9% frá
árinu áður Þá ræddi Eggert nokkuð
afurðalán út á mjólkurvörubirgðir og
sagði að þó gert væri ráð fyrir þvi að
75% af verðmæti birgða á hverjum
llma fengist lánað vantaði jafnan stórar
upphæðir til þess að endar næðu
saman og hægt væri að gera að fullu
upp við bændur. Fram kom hjá honum
að þegar verið væri að bera saman
útborgunarverð mjólkurbúanna
gleymdist oft að taka það með i
reikninginn að aðeins 6 mjólkurbú i
landinu greiddu vexti á inneign. Benti
hann á að til dæmis hefði útborgunar-
verð Mjólkurbús KEA á Akureyri i fyrra
verið 88 aurum lægra en Flóabúsins á
hvern lltra ef KEA hefði greitt vexti eins
og Flóabúið
Sigurjón Pálsson á Galtalæk sagði
að fundurinn væri fyrst og fremst
kallaður saman og vel sóttur vegna
þess að bændur væru i nauðvörn.
Sagði ræðumaður það staðreynd að
það verð, sem bændur ættu að fá
samkvæmt verðlagningunni væri ekki
Til fundarins var boðið fulltrúum sölusamtaka bænda á Suðurlandi Eggert Ólafssyni (t.v.j, formanni stjómar
Mjólkurbús Flóamanna og Gisla Andréssyni, formanni stjómar Sláturfélags Suðurlands, Áma Jónassyni, erindreka
Stéttarsambands bænda, og Agnari Guðnasyni, blaðafulltrúa bændasamtakanna. Ljósm. Mbl. t.g.