Morgunblaðið - 03.12.1976, Síða 22

Morgunblaðið - 03.12.1976, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1976 — Fiskverð Framhald af bls. 1. kröfum verði haldið i skefjum fram á mitt næsta ár geti enn dregið úr verðbólgu hjá Is- lendingum og framleiðsla aukizt nokkuð. En ráðuneytið segir að draga verði úr lánum og vafasamt sé hvort það sé hægt að gera gagnvart einkafyrirtækjum sem hafi búið við fjárhags- erfiðleika sfðari ár og þvf verði stjórnin að draga úr rfkisútgjöldum. Aðallega verði að draga úr opinberum framkvæmdum og fjárfestingum. — Jakubovsky Framhald af bls. 19 árum sfðar tók hann þar við allri stjórn. Hann varð sfðan yfirmaður herafla Varsjár- bandalagsins árið 1967 og fyrsta meiriháttar verk hans var sfðan að stjórna Tékkóslóvakfuinnrásinni eins og fyrr segir. Marskálkurinn var tvívegis sæmdur nafnbótinni Hetja Sovétrfkjanna og var maður sómi sýndur. Búizt er við að útför hans verði gerð með mikilli viðhöfn einhvern næstu daga. — Aðeins tveir... Framhald af bls. 2 væru ekki vinsælustu menn á jarðrfki f þeirra augum — sagði Gunnar H. Ólafsson skipherra f viðtali við Mbl. í gær. Þá voru þeir og mjög þungir í garð Efna- hagsbandalags Evrópu og brezku ríkisstjórnarinnar. Vestur-þýskir togarar hér við land voru 15 að tölu í gær. Voru þeir allir að veiðum á svæðum, sem fiskveiðisamningur Islend- inga og Þjóðverja heimilar þeim. Einn þýzkur togari var á heim- leið. Flestir Þjóðverjanna voru á Reykjaneshryggnum og nokkrir voru djúpt suður af Hvalbak. Þá voru í fiskveiðilögsögunni 2 belg- ískir togarar, annar á Reykjanes- hryggnum, en hinn djúpt suður af Ingólfshöfða. Þá voru loks 3 færeyskir togarar að veiðum hér við land og 5 færeyskir fiskibátar. Allir voru þeir að löglegum veiðum. — Gegn kvóta Framhald af bls. 1. Starfsmenn EBE segja að til- lögurnar séu til bráðabirgða og muni I mesta lagi gilda í eitt ár meðan gengið sé frá endanlegu fyrirkomulagi. Bretar eru ekki eins andvfg- ir kvótaskiptingunni og trar, en þeim finnst hún ekki rétt- lát. I aðalatriðum er gert ráð fyrir óbreyttri kvótaskiptingu frá 1976. en kvótarnir eru heldur minni vegna fiskvernd- unarsjónarmiða. Hvert aðildarrfki heldur sfn- um hlut f aðalatriðum, En írar og Skotar fá heldur rfflegri skerf en áður þar sem þeir eru mjög háðir t;veíðum. Hins vegar finnst etum að meira tillit hefði á þar sem þe veiðum vió missa mei’ ildarrfki. Tillögurr lega rædda og landb 13. desen til þeirra draga úr Noreg og nrrur að- væntan- itanríkis- 'BE — Bretar náðu FrambaM ■ sagðist ekki ■■f að heildaraflinn á 12 mánaða tfma- bili yrði nema 55 til 56 þúsund tonn, þótt Þjóðverjar ættu f raun að geta náð leyfii ■: hámarki afla, ef gæftir verða góðar. Már Elísson rnnM að í ljósi þessa gizkaði hann á að heildar- þorskaflinn, •sem tekinn sé af tslandsmiðum til áramóta eða á sfðasta 12 mánaða tfmabili, geti nálgast það að verða 340 þúsund lestir eða þar um bil. Þar af veiða tslendingar um 272 þúsund tonn. Þar að auki veiddu tslendingar um 3 þúsund tonn af þorski við Austur-Grænland og um 8 þúsund tonn af öðrum fiski eða samtals um 11 þúsund tonn. Þá sagði Már Elfsson, að hann hefði áhyggjur út af veiðum Færeyinga, þar sem svo virtist sem þeir myndu fylla sinn árskvóta um áramót á tslandsmið- um, sem er 17 þúsund tonn. Samningsár þeirra nær þó til marzloka. Allt virðist þvf benda til þess að Færeyingar þurfi að hætta veiðum á íslandsmiðum um áramótin. — Umferðarljós Framhald af bls. 2 lega við skólana Þá bentu bæjarfull- trúar á að mikið öryggi hefði skapazt með tilkomu gangbrautarljósanna yfir Hafnarfjarðarveginn og það hefði sýnt sig að þau tefja ekki umferðina eins og gert var ráð fyrir, enda þótt þetta sé aðalbraut. og einnig að langt væri frá þvi að gangandi vegfarendur misnotuðu Ijósin. [ þessu sambandi vildi Hilmar Ingólfsson einn bæjarfulltrúa. benda á. að það, hversu mikla baráttu það hefði kostað að fá þessi Ijós sett upp, væri gott dæmi um hve oft væri erfitt að fást við rfkisvaldið. Þá lagði hann einnig þunga áherzlu á að þrátt fyrir að umferðarljós yrðu sett upp I bænum væri brýn þörf á að auka löggæzlu til muna. enda væri eitt aðalvandamálið alltof hraður akstur á Vifilsstaðaveginum Að visu hefðu verið sett upp skilti um hámarkshraða. en það væri ekki nóg ef löggæzla yrði ekki aukin. Tóku aðrir bæjarfulltrúar undir þá skoðun. Einnig var rætt um þörf á um- ferðarfræðslu og kom fram I þeim umræðum að stöðug umferðar- fræðsla fer fram i skólunum og m.a. hefði hún staðið yfir undanfarna daga. Eins og fram kom i Mbl. ! gær, hefur bæjarstjórn Garðabæjar marg- sinnis skrifað bæjarfógetanum i Hafnarfirði og dómsmálaráðu- neytinu og óskað eftir meiri lög- gæzlu í bænum. en ekkert hefur verið gert til bóta ivábl. reyndi i gær að ná tali af þessum aðilum, en án árangurs — Kirkjuþing Framhald af bls. 3 hefði honum fundizt þrjú mál bera hæst, endurprentun Biblí- unnar, kirkjuhús í Reykjavík og aukið starf leikmanna innan kirkjunnar. Eitt af síðustu málefnum kirkjuþings var að kjósa f Kirkju- ráð og voru eftirtaldir menn kosn- ir: sr. Pétur Sigurgeirsson vígslu- biskup, sr. Eiríkur J. Eiríksson porfastur, Gunnlaugur Finnsson alþingismaður og Vilhjálmur Hjálmarsson ráðherra. Biskup er sjálfkjörinn forseti kirkjuráðs. Á fundinum lýstu þeir yfir ánægju sinni .með störf kirkju- þings, þar hefði verið mikið unnið og nýir fulltrúar hefðu átt góða samvinnu við þá sem áður hefðu setið kirkjuþing. — Sunnlenzkir bændur Framhald af bls. 21 þeir þyrftu að leita eftir samstöðu við aðra láglaunahópa. Hrafnkell Karlsson Hrauni i Ölfusi sagði bændaforystuna ekki hafa svarað árásum á landbúnaðinn nógu hart. Hann spurði hvort fulltrúar neytenda i Sexmannanefnd teldu það ekki vega þungt á metunum i samningum um búvöruverð að bændur hefðu á siðustu árum ekki fengið nema um 70% af umsömdum launum. Sagði hann rétt að semja beint við ríkisstjórnina um búvöruverð Hrafnkell gagnrýndi rekst- ur Sláturfélagsins og sagði að mikið fé værí bundið i verslunarrekstri félagsins í Reykjavík og sá rekstur væri látinn sitja fyrir greiðslum til bænda Vakti hann athygli á því að ekki mætti ein- blina um of á þær sláturaðferðir. sem nú væri notaðar. Þá sagði Hrafnkell að aðalvandamálið væri baráttan við rikis- stjórnina og nú hefði hún frestað ákvörðun um verðhækkun búvöru. Að síðustu ræddi Hrafnkell um lánamál þeirra. sem eru að hefja búskap og hvatti til skjótra aðgerða á þvi sviði, ætti að tryggja eðliiega endurnýjun bændastéttarinnar i landinu. Hermann Guðmundsson á Blesa- stöðum sagði sunnlenska bændur hafa farið mjög illa út úr óþurrkunum tvö siðustu sumur. Um 1 5000 færri dilk- um væri slátrað á Suðurlandi i haust en I fyrra og það þýddi 100 milljón króna tap fyrir bændur. Eftir væri að greiða um 400 milljónir vegna mjólk- urinnleggsins i ár og það fengju bænd- ur sennilega ekki fyrr en i vor. Ekki mætti gleyma þvi að sá hluti afurða- verðsins sem eftir væri að greiða væri í raun mestur hluti launa bóndans, þvi allan kostnað yrði að greiða jafnóðum. Árni Jónsson svaraði ýmsum spurn- ingum, sem til hans hafði verið beint og kom þar meðal annars fram að afurðalán i haust nema alls 5.7 millj- örðum króna en voru I fyrra á sama tlma 4,1 milljarður Lánin eiga þó eftir að hækka i desember, þvi nú er dregin frá ákveðinn prósentuhluti vegna sölu i nóvembermánuði. Árni minnti á að söluskattur væri nú jafnhár niður- greiðslum en óskum Stéttarsambands- ins um að fella niður niðurgreiðslur og söluskatt hefði ekki verið sinnt. S gði Árni sláturkostnað vera orðinn alltof háan og leita yrði nýrra leiða i sláturað- ferðum. Eggert Ólafsson á Þorvaldseyri sagðist ekki kunna skil á þvi hvers vegna kaupfélögin gætu greitt bænd- um meira af innlegginu fyrir áramót en Sláturfélagið. en hins vegar tæki Kaup- félag Rangæinga við ull af bændum og nú væri eftir að greiða 26% af verði ullarinnar. Sagði Eggert að ekki væri verra að fá þetta inn á reikning fyrst staða kaupfélaganna væri eins góð og Kaupfélagsstjórinn hefði lýst. Visaði Eggert á bug orðum Ólafs kaupfélags- stjóra um stefnu Sláturfélagsins. Hvað það snerti að nota aðeins helming leyfilegra afskrifta, hefði það aðeins haft í för með sér lækkun á mjólkur- verðinu árið eftir. Sagðist Eggert ekki sjá ástæðu til að myndaðar yrðu bak- nefndir hjá sölusamtökunum. þvi þau hefðu sina aðalfundi og fulltrúaráð væri hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Hann lýsti sig ósammála þvi að semja beint við rikisstjórnina. Gisli Andrésson sagði að bygging sláturhúss á Hvolsvelli hefði verið á áætlun 1973 en sú áætlun hefði farið á ýmsan hátt úr skorðum en nú væri búið að gefa grænt Ijós á að haldið yrði áfram viðbótarbyggingu við frystihús fyrir sláturhúsið. en það yrði fyrsti áfangi f byggingu nýs sláturhúss Varð- andi spurningu Jóns i Lambey. sagði hann afurðalán nú á 1 3 kilóa dilk vera 4056 krónur og þegar búið væri að greiða sláturkostnað væru eftir 1885 krónur en bændur hefðu nú fengið 2100 krónur fyrir hvern innlagðan dilk Þá gerði Gisli að umræðuefni tilgang sláturfélagsins og vitnaði til laga þess en þar er tekið fram að félagið skuli reka verslanir á þeim stöðum. sem félagsstjórninni þykir henta Gisli lagði á það áherslu að verlanirnar væru trygging fyrir þvi að framleiðsluvörur félagsmanna seldust enda hefðu borist af þvi fréttir að kaupfélagsstjórar hefðu á nýafstöðnum kaupfélagsstjórafundi haft á orði að Sláturfélagið einokaði kjötmarkaðinn i Reykjavik. Jón Þorgilsson á Hellu spurði hvort aldrei hefði komið til greína og borga hærra verð fyrir mjólkina en aðrar landbúnaðarvörur vegna mikillar vinnu við framleiðslu hennar. Þá gagnrýndi hann stefnuna i uppbyggingu slátur- húsanna. Sigurður Jórsson á Kastalabrekku sagði að 2100 krónur, sem bændur hefðu nú fengið fyrir hvern dilk væri of litið Sagði Sigurður að greinilega þyrfti að leita svara við því hvers vegna misræmi væri á milli afurðalánanna og þess sem bændur fá Talað væri um að afurðasölufélögin ættu að fá 75% af láni. Sláturfélagið greiddi 68% af sögn stjórnarformannsins. en bændur héldu þvi fram að þeir fengju aðeins 63%. Þá mótmælti Sigurður þeim ummæl- um Jóns Bergs, forstjóra Sláturfélags- ins, sem komið höfðu fram i samtali við hann i Morgunblaðinu að — það væri aðeins fámennur hópur bænda. sem ekki vildi að hann væri formaður vinnuveitendasambandsins. Ólafur Ólafsson. kaupfélagsstjóri á Hvolsvelli. itrekaði að kaupfélögin væru búin að lána bændum út mest af innlegginu áður en það kæmi til greiðslu og sagði kaupfélagið á Hvols- velli nú eiga útistandandi um 100 milljónir hjá bændum Þá vakti hann athygli á þvi að bændur ættu ekki að þurfa að borga söluskatt af gripum. sem þeir láta lóga fyrir sig til heimilis- nota. Að siðustu tóku þeir aftur til máls Halldór Gunnarsson i Holti, Árni Jóns- son. Sigurjón á Galtalæk og að lokum tók Magnús á Lágafelli til máls og þakkaði mönnum komuna og góða fundarsetu, enda hafði fundurinn þá staðið i nær 7 klukkustundir og alltaf fyrir fullu húsi. — Úrsögn úr NATO . . . Framhald af bls. 40 Flutningsmenn viðaukatil- lagnanna voru sex þeirra, sem sæti áttu f stefnuskrárnefnd, en munu tilheyra þeim hópi, sem kallaður er „órólega deild- in“ á ASÍ-þinginu. Drög þau að stefnuskrá ASt, sem lágu fyrir þinginu, voru samþykkt óbreytt. Hefur ASI því f fyrsta skipti í 36 ár eign- ast stefnuskrá, en frá þvf er nánar skýrt á bls. 18 f blaðinu í dag. — Fjárhags- áætlun Framhald af bls. 40 þau muni nema á næsta ári 5,1 milljarði króna, sem er 27,3% hækkun frá fjárhagsáætlun þessa árs. Borgarstjóri sagði í ræðu sinni að gert væri ráð fyrir að hagnýta heimild til 10% álags á útsvör eins og venja hefur verið og verður þvf fylgt sömu álagningarreglum og undanfarin ár. Verður þvf ekki um hlutfalls- lega hækkun útsvara f Reykjavfk að ræða. Áætlun þessi um tekjur af út- svörum er byggð á spá um, að hækkun á brúttótekjum gjald- enda f Reykjavfk milli ára muni nema 27% og gjaldendum muni fjölga um 1%. Áætlað er, að fasteignagjöld muni nema 1,3 milljörðum króna og hækki um 36,5%. Borgarstjóri sagði, að þessi áætlunartala væri við það miðuð, að aðalmat fast- eigna frá áramótum 1969/1970 verði framreiknað um 336% i stað 273% eins og var á þessu ári en það jafngildir 23,1 % hækkun. Þá gerir fjárhagsáætlun ráð fyrir, að notuð verði heimild til 40% álags f stað 30% á þessu ári og 50% á árunum 1972—1975. Með þvf að nota fullt álag eins og þá var gert hefðu fasteignagjöld orðið um 96 milljónum króna hærri. Borgar- stjóri sagði að áfram yrði fylgt þeirri stefnu að veita tekju- eða efnalitlum elli- og örorkulffeyris- þegum undanþágu að verulegu eða öllu leyti frá greiðslu fast- eignagjalda. Borgarstjóri sagði í ræðu sinni, að á sfðustu dögum liöins mánaðar hefði verið upplýst, að yfirfasteignamatsnefnd mundi ákveða framreikningsstuðul fyrir skráð matsverð fasteigna f Reykjavfk sem að meðaltali mundi þýða hækkun, sem nemi 5.9 földun frá matsgrunninum 1970. Þetta nýja matsverð mundi að öðru óbreyttu þýða 55—57% hækkun fasteignagjalda á næsta ári. Sagði borgarstjóri, að enginn léti sér til hugar koma að standa að slfkri hækkun fasteignagjalda. Nauðsynlegt væri þvf að gera lagabreytingar á næstu einni til tveimur vikum f þessu sambandi og hefði félagsmálaráðuheytinu verið bent á nauðsyn þess. Áætlað er að aðstöðugjöld muni gefa borgarsjóði f tekjur nær 1500 milljónir króna sem er 31% hækkun. I ræðu borgarstjóra kom fram að hlutfallsleg nýting aðstöðugjalda er meiri f Reykja- vfk en í öðrum sveitarfélögum og væri þetta athyglisvert f ljósi þeirra ásakana, sem minnihluta- flokkarnir hefðu sett fram, að borgarstjórnarmeirihlutann viidi hygla atvinnurekendum sérstak- lega. IIELZTU (JTGJÖLD Af helztu útgjaldaliðum borgar- sjóðs má nefna að varið verður til fræðslumála tæpum 1500 milljónum króna, til heilbrigðis- og hreinlætismála nær 780 milljónum, til félagsmála nær 2 milljörðum. Nánar verður skýrt frá ýmsum þáttum fjárhags- áætlunar sfðar svo og umræðum f borgarstjórn um hana. — Líbanon Framhald af bls. 1. hann bera ábyrgð á fhlutun Sýrlendinga. Pierre Gemayel, leiðtogi falangistaflokksins, sagði að tilræðið sannaði að erlendir aðilar vildu viðhalda öngþveiti f Lfbanon og öðrum Araba- löndum. Camille Chamoun, leiðtogi annars stærsta flokks kristinna manna, kvað tilræðið ögrun til þess ætlaða að koma til leiðar nýrri árás Sýrlendinga á Palestínumenn f Lfbanon og aðstoð annarra Arabarfkja við Palestínu- menn. Árásin á Khaddam kann að hafa verið gerð til að mótmæla fhlutun Sýrlendinga en talið er að hún verði til þess að Sýrlendingar verði ennþá ákveðnari f að halda áfram friðararaðgerðum. Næsta skrefið verður að fá deiluaðila til að láta vopn af hendi. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimild- um hafa Sýrlendingar veitt þeim frest til sunnudags og hótað að beita valdi ef vopnun- um verður ekki skilað. Bashir Gemayel, yfirmaður herráðs falangista, sagði f dag að menn sfnir mundu ekki sila vopnum sfnum fyrr en þeir væri vissir um að vopnahléð yrði varanlegt og um þetta yrði að semja. Talið er að tilræðið við Khaddam hafi bundið enda á hik Sýrlendinga f þessu máli. — Úr hugskoti Framhald af bls. 13. um og þykja mér þeir þættirnir að sfnu leyti minnisstæðastir eins og t.d. Gleðskapur f Mikley — þar sem sögð er saga af augnabliks mikilmennskukasti fátæks bónda endur fyrir löngu og sfðan lfkt við ástand það sem nú rfki með þjóð- inni: „Við erum aldagamall sveitamaður í mjög lfflegri kaup- staðarferð...“ Eins og fyrr segir eru allir þætt- ir þessarar bókar stuttir og minn- ir hún þvf að sumu leyti á bókina Ljóðabréf (1973). Lengri ritgerð- ir eða erindi, sem Hannes hefur birt eða flutt við ólfkustu tæki- færi og af ýmiss konar tilefni, hefur hann ekki kosið að hafa með að þessu sinni, ef til vill samræmisins vegna. Vonandi safnar hann því efni í aðra bók þó síðar verði. tTr hugskoti er ekki stór bók, en eigi að siður mikilla sanda og sæva. Það, sem i henni stendur, hefur að vfsu mátt lesa áður — í kvæðum skáldsins. En hér birtist það allt í skæru ljósi og milliliða- laust. Erlendur Jónsson — Eignarráð Framhald af bls. 23 um það, að hann gangi ekki slyppur og snauður frá henni. Akvæðið um veiðirétt er á þann veg hugsaö, að bóndi, sem hefur keypt jörð vegna veiðiréttar m.a., verði gefinn kostur á að eiga og nýta veiðiréttinn f allt að 20 ár. Eftir það verði veiðirétturinn rfkiseign. Um bótareglur verði haft hliðsjón af framtölum viðkomenda, þegar um hann er að ræða. I frumvarpi Alþýðu- bandalagsins er gert ráð fyir því sem heildartakmarki að allt land verði rfkiseign, en hins vegar vilja þeir halda veiðirétti hjá bændum (bújörðum), þótt hann sé ótvfrætt braskvaldur og geti reynzt hættulegur á ýmsa lund i þróun eða tilfærslu eignar á jörðum. — Við erum til viðtals um hugsanlegar lagfæringar á frumvarpinu, sagði Bragi að lokum en ég undirstrika þá sann- færingu okkar, að landið allt og miðin umhverfis það eigi að vera alþjóðareign (ríkiseign) með gögnum og gæðum. (Rétt er að árétta að hér er aðeins stiklað á stöku efnis- atriðum úr ræðum þingmanna, mörgu sleppt og ekki um beina endursögn að ræða).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.