Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 1
72 SIÐUR 280.tbl.63.árg. SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Skattalagafrumvarp lagt fram á Alþingi: Tekjum skipt—afsláttur í stað skattafrádráttar Jólasveinninn — Þessi óumflýjanlegi fylgifiskur jólanna birtist f mörgum myndum, en eftirvænting barnanna er söm vió sig. Eða hver hefur heyrt um krakka, sem lítur ekki við jólasveini? Segjast hafa myrt Oriol Madrid 18. desember Keuter. ÓÞEKKTUR maður hringdi f ritstjórnarskrifstofur Madrid- blaðsins E1 Pais f morgun og sagði: „Við vorum að taka herra Oriol af lffi.“ Ritstjórar blaðsins, sem ræningjar Oriols hafa notað sem millilið f sam- skiptum sfnum við rfkisstjórn landsins, sögðust ekki treysta sér til að staðfesta að maður- inn, sem hringdi, hafi verið einn af mannræningjunum. Sem kunnugt er tilkynntu ræningjarnir í gærkvöldi, að þeir myndu taka Oriol, sem er forseti spánska ríkisráðsins, af lffi kl. 22.00 að ísl. tíma þá um kvöldið ef rfkisstjórnin yrði ekki við kröfum þeirra um að láta alla pólitfska fanga í land- inu lausa. Áður höfðu þeir krafizt þess að 15 tilgreindir fangar yrðu látnir lausir. Rodolfo Martin Villa innan- rfkisráðherra Spánar sagði í sjónvarpsávarpi i gær, að spánska stjórnin hefði reynt allar leiðir til samkomulags en án árangurs en hún myndi ekki láta kúgast af öfgahópum. — Gerbreyting á reglum um söluhagnað og fyrningar — Stóraukin viðurlög við skattsvikum Réðust inn í Mozambique Umtali. 18. desember. Reuter. RHODESlUMENN hafa ráðizt með skriðdrekum og sprengju- flugvélum rétt inn fyrir landa- mæri Mozambique og átt f höggi við hermenn Mozambique- stjórnar samkvæmt áreiðanlegum heimildum f dag. Öryggissveitir Rhódesfu sögðu aðeins f opinberri tilkynningu að aðgerðum hefði verið haldið áfram eftir bardaga sem hófust þegar skæruliðabækistöð fannst skammt frá landamærum Mozam- bique. Tilkynnt var að 51 skæruliði hefði fallið í þessum og öðrum nýlegum aðgerðum og þar að auki einn hvítur Rhódesíuhermaður. Eftir mannfallinu að dæma hafa þetta verið ein hörðustu átökin i skærustríðinu á undanförnum vikum að dómi kunnugra. Heimildir í landamærabænum Umtali herma að árásin inn í Mozambique hafi staðið mestallan daginn í gær og fram á morgun. Hörð stórskotahríð heyrðist greinilega og nokkrir bæjarbúar voru við því búnir að leita hælis í bráðabirgðaskýlum. „Feginn því að vera laus — gleðst yfír frelsun Corevalans” — sagði Vladimir Bukovsky við komuna til Vesturlanda Ztirich 18. desember — Reuter „ÉG er feginn því að vera laus og ég gleðst yfir þvf að vera kominn qi Sviss,“ sagði Vladimir Bukovsky, sovézki rithöfundur- inn og andófsmaðurinn, við kom- una til Ziirich skömmu eftir hádegi á laugardag. „Ég gleðst yfir frelsun Corvalans og vona, að öllum pólitfskum föngum verði sfeppt Það var ekki fyrr en f dag að ég fékk að vita að mér yrði sleppt og þangað til leit ég á sjálfan mig sem fanga.“ Þegar Bukovsky ræddi við fréttamenn talaði hann sambland af ensku og rússnesku. Ilann kvaðst í gær hafa verið fluttur frá Vladimir-fangelsinu f Oefortovo- fangelsið, sem KGB hefur til um- ráða, og hefði hann verið hafður f handjárnum þar til flugvélin hóf sig til flugs frá herflugvelli f nágrenni Moskvu snemma á laugardagsmorgun. Lufthansa- þotan frá Santiago með Corvalan innanborðs og , sovézka þotan lentu nær samtfmis á flugvellin- um f Ziirich. Á herflugvellinum beið móðir Bukovskys hans, ásamt dóttur sinni og syni hennar, og voru þau öll flutt með sömu vél til Zúrich. Luis Corvalan var fluttur til Moskvu með sömu vél sfðdegis, þar sem hann verður heiðursgest- ur á hátfðarsamkomu f tilefni sjötugsafmælis Brezhnevs flokks- leiðtoga á sunnudag. Fangaskiptin á flugvellinum í Zíirich tóku alls um 25 mínútur og fór Corvalan um borð í sovézku Aeroflot-þotuna skömmu eftir að hún var lent á flugvellium. Mennirir tveir hittust ekki. Fulltrúar Amnesty International, sem gegnt hefur ir eru dregnir frá eftir álagningu skatts. Eru það heimilisafsláttur, launa- afsláttur, vaxtaafsláttur, viðhaldsvinnuafsláttur og sjómannaafsláttur. % Meginbreytingin f skattlagningu á at- vinnurekstri er að fyrningareglum er gjör- breytt og söluhagnaðar- reglum. Reglum um yfir- færslu á töpum milli ára er breytt og takmarkast þau ekki lengur við 5 ár, heldur verður hún sam- kvæmt frumvarpinu enda- laus. 1 eigin atvinnurekstri verða menn nú að reikna Framhald á bls. 39 MATTHlAS Á. Mathiesen fjármálaráðherra lagði eftir hádegi í gær fram á Alþingi „Frumvarp til laga um tekjuskatt og einarskatt“ og er þar gert ráð fyrir gjörbreytingu á skattlagningu og skatta- legri framkvæmd og þessi mál sett f mun nútfma- legra horf, þar sem kyngreiningu er algjör- lega útrýmt, en grund- völlur þeirra skattalaga, sem í gildi eru, er frá árinu 1921. Gert er ráð fyrir að frumvarpið komi í heild til framkvæmda 1978, en einstök atriði þess þó fyrr, og er þá búizt við að frumvörp um þau verði lögð fyrir eftir jóla- leyfi Alþingis. Helztu breytingar á skattalöggjöf- innieru: % Meginbreytingin á skattlagningu einstaklinga er, að nú er tekjum skipt milli hjóna við útreikning skatts, en síðan er frádráttarkerfi það, sem gilt hefur, fellt niður, en í þess stað kemur afsláttar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.