Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976 HINIR HUNDELTUI 0 NVLEGA ritaði sovézki eðlis- fræðingurinn Andrei Sakharov, sem sæmdur var friðarverðlaun- um Nóbels Jeremy Stone for- manni samtaka bandarískra vís- indamanna bréf og lýsti þar IIARVEY FIRESIDE. ástæðum vinar síns, Sergei Adamovitsj Kovalev. Kova- lev er hálffimmtugur að aldri, líf- fræðingur að mennt. Hann af- plánar nú sjö ára dóm I fangabúð- um í Sovétríkjunum. Það er mál margra, að mál Kovalevs sé próf- steinn á það, hvort Sovétmenn hyggist standa við Helsinkisátt- málann eða ekki. Kovalev er sjúkur maður. Hann þjáist af viðvar ndi sjúkdómi í iðrum og hefur honum æ versnað frá því, að hann var fangelsaður. „Nú orðið fær hann mikla verki og blæðingar daglega, eða nærri þvf“ stendur í bréfi Sakharovs til Jeremy Stone. vEfí 2LD Kovalevs. Að sögn Sukharevs, hafði Kovalev „ásamt öðrum" samið og dreift óhróðri um Sovét- ríkin, og þessum rógi verið smygl- að út til fjandmanna Sovétríkj- anna erlendis. Réttur hefði verið haldinn yfir Kovalev, og réttar- höldin „opin almenningi meðan húsrúm Ieyfði“. Hefði mál Kova- levs verið rannsakað ítarlega, fleiri en 20 vitni kölluð til, og hefðu sannazt á hann glæpir gegn ríkinu. Margir bandarískir vísinda- menn hafa kvatt sér hljóðs Kova- PÍSLARSAGA , ur til sjö ára „betrunarvinnu" f búðum ætluðum „glæpamönnum sérlega hættulegum fíkinu". Eftir það skyldi hann verða þrjú ár í útlegð — í Sovétríkjunum reynd- ar. En dóminn hlaut hann fyrir „andsovézkan áróður". Andrei Sakharov kvað réttar- höldin hafa verið „ólögmæt, þau voru ekki opin almenningi og málið var ekki bæði sótt og varið eins og vera bar. Verjandi var enginn, málið var til lykta leitt að Kovalev fjærverandi og án þess, að hann fengi varið sig“. SERGEIKOVALEVS Lusya eiginkona Kivalevs hefur beðið sovézka innannkisráðherr- ann, N.A Shchekolov að láta flytja hann í fangelsis sjúkrahús f Leningrad; það er hið eina sinnar tegundar í Sovétríkjunum og þar væri hægt að skera Kovalev upp. En þessum umleitunum hefur verið neitað. Sakharov segir á þá leið f bréfi sínu, að Kovalev hafi sýnt mikinn kjark og þolgæði f réttarhöldun- um í desember síðast liðnum, en nú sé nærri honum gengið. í marz var hann tvisvar settur í algera einangrun — í annað skiptið fyrir þá sök að drekka te í öðrum fangaskála en sínum. Það var á afmælisdegi Kovalevs. En í hvort sinni var hann látinn dúsa 17 daga í einangrun. Eftir það efndi hann til fimm daga hungurverk- falls. Og f júní var hann aftur settur í einangrunarklefa. Til frekari refsingar hefur hon- um verið bannað að standa í bréfaskriftum svo, sem hann mátti áður (hann mátti senda tvö bréf á mánuði), og fjölskyldu- heimsóknum hefur verið fækkað. Þær voru þrjár á ári áður, en verða tvær framvegis. Sakharov kveðst og óttast, að yfirvöldin hafi í hyggju að flytja Kovalev i Vladi- mirfangelsið í Moskvu, alræmt tugthús handa föngum, sem „hafa efnt til ófriðar“. í ályktun, sem Matthew F. McHugh þingmaður bar upp í fulltrúadeild Bandarfkjaþings í september siðast liðnum segir, að meðferðin á Kovalev fari i bága við Helsinkisáttmálann frá 1975. Þá hétu Sovétmenn þvf ásamt fulltrúum 34 þjóða annarra, að „viðurkenna almenna þýðingu mannréttinda og frelsis, en virð- ing fyrir þessu er nauðsynleg friði, réttlæti og v,elferð þeirri, sem óhjákvæmileg er ef vinátta og samstarf á að takast með þjóð- unum“. 1 einni grein sáttmálans er um það rætt, að aðildarríkin skuli skiptast á sendimönnum í mennta- og menningarefnum — einkum -þó vísindamönnum og fræðimönnum ýmiss konar. Sam- kvæmt þessari grein hafa forráða- menn Cornellháskóla í Bandaríkj- unum nú boðið Sergei Kovalev að gista háskólann, „þegar honum henti“ og starfa þar áfram að rannsóknum sínum í frumulífeðl- isfræði. Hefur háskólanum ekk- ert svar borizt, hvorki frá Kovalev né Sovétstjórninni eða Moskvuhá- skóla. En þar starfaði Kovalev áður og reit einar 60 ritgerðir um rannsóknir sfnar í líffræði. McHugh þingmaður, sem fyrr var getið, fékk reyndar stutta orð- sendingu frá sovézka sendiráð- inu. Þar var honum bent á frá- sögn Sukharevs, varadómsmála- ráðherra Sovétrfkjanna, af máli lev til stuðnings. Edward Wilson prófessor f Harvard og Thomas Eisner prófessor í Cornell rituðu tímaritinu Science bréf þar, sem þeir sögðu, að Kovalev hefði verið dæmdur fyrir það eitt, að spyrja spurninga, sem ekki mátti spyrja. Hann hefði t.d. spurt, hvers vegna Leonid Plyusch hefði verið dæmdur fyrir pólitískar sakir og honum varpað í geðsjúkrabúðir ásamt með hættulegum glæpa- mönnum, hvers vegna Alexander Solsjenitsin hefði verið rekinn úr landi og hvers vegna andófsmenn i trúarsökum og stjórnmála væru lokaðir þúsundum saman inni f fangabúðum og geðsjúkrahúsum fyrir það eitt að reyna á réttindi, sem mönnum væru tryggð í stjórnarskrá Sovétríkjanna. En aðrir glæpir Kovalevs voru þeir, að hann reit undir bænarskrár vegna nokkurra andófsmanna, gekk í Moskvudeild Amnesty International og önnur samtök um mannréttindi í Sovétrfkjun- um. Hann hafði Hka játað að hafa lagt hönd á plóginn við samningu Samtímaviðburða, fréttablaðs þar, sem sagt var frá handtökum og réttarhöldum og einnig lagt lið sitt blaði kaþólikka í Litháeh. En f þvf blaði var sagt frá trúarofsókn- um og kúgun í Litháen. Yfirvöldin gripu tækifærið og héldu rétt yfir Kovalev f Vilnius í Litháen. Þangað komust ekki er- lendir fréttaritarar og ekki held- ur vinir Kovalevs f Moskvu. Kovalev var neitað um þann verj- anda, sem hann vildi og varði sig því sjálfur. En þegar dómarinn varnaði vitnum Kovalevs máls í réttinum lýsti Kovalev yfir því, að hann væri farinn f hungurverk- fall, og bætti við; „Rétturinn kemst svo vel af án verjanda, að hann hlýtur líka að geta leitt mál- ið til lykta án sakbornings." Hann gat rétt til, og var hann svo dæmd- Og það varð réttlætinu austur þar ekki frekar til frægðar, þegar ýmsir, sem nefndir höfðu verið í „róggreinum“ Kovalevs fóru að segja sínar sögur opinberlega. Leonid Plyusch lýsti t.d. yfir því, að lýsing Kovalevs á fangavist hans væri rétt, en lýsingar lækn- anna, sem saksóknari kvaddi til vitnis væru ósannar. Victor Kras- in, sem fyrrum bjó f Moskvu en nú býr í New York, kvaðst harma, að frásögn, sem sovézka leyni- þjónustan píndi upp.úr honum árið 1973, hefði verið notuð gegn Kovalev og fleirum. Ekki horfir vel fyrir Kovalev um þessar mundir. Nefnd, sem f eru níu Nóbelsverðlaunahafar meðal annarra, hefur ritað þús- undum líffræðinga og beðið þá að skrifa yfirvöldum í Sovétríkjun- um og fara fram á það, að Kovalev verði látinn laus. Ennfremur von- ast menn til þess, að nefnd er Bandaríkjaþing skipaði til að fylgjast með því hversu farið væri eftir Helsinkisáttmálanum, fái einhverju áorkað í málinu. Andrei Sakharov segir, að af- drif Kovalevs séu komin undir þvf, að sem allra flestir fari fram á náðun hans og baðji honum þeirrar læknishjálpar, sem hon- um sé lífsnauðsynleg. Hefur Sakharov beðið menn skrifa heil- brigðismáladeild sovézka innan- ríkisráðuneytisins í þessu skyni. Mun þá á það reyna, hvort Helsinkisáttmálinn er að ein- hverju hafandi eða ekki. Snoppu- fríð kona með glæ- nýtt nef 0 Hér er dálftill fróðleikur handa þeim, sem eru óánægðir með landslagið framan f sér: Um daginn átti ég leið inn i Lagunahótelið f Zagreb f Júgó- sfavfu. Þar rakst ég á tvær enskar stúlkur; þær sátu saman við borð og nörtuðu ólundarlega f matinn sinn. Þær voru daufar f dálkinn og virtust hafa sætt harðrétti upp á síðkastið. önnur, sú minni þeirra, var með glóðaraugu á báð- um og nábleikt nef. Hin var ákaf- lega rauð f framan, hreistruð og virtist afar aum, Ifkt og hún hefði sofnað úti f sterku sólskini. Sú með glóðaraugun var óð og upp- væg, þegar ég fór að spyrja þær, hversu áverkarnir sættu. „Mér finnst ég Ifta út eins og snobb- kerling", sagði hún reiðilega. „Ég vildi fá nef eins og nefið hennar Susan Hampshire (sem menn minnast úr Sögu Forsyteættar- innar). Og svo varð það svona“. Þetta var reyndar alls ekki afleitt nef. Það var lftið og lagað f sfgild- um stfl eins og gerist á forngrfsk- um myndastyttum. Og ég var viss um, að það þætti bráðfallegt f Júgóslavíu. Stúlkan sagðist þvf miður ekki treysta þvf, að það þætti jafnfallegt heima f sveit- inni f Englandi. „Þeim er illa við snobba þar“, sagði hún þungbúin og hellti aftur f glasið sitt. Þær stöllur höfðu kynnzt þarna f Zagreb. Þær voru báðar f svipuð- um erindagerðum. Þær höfðu far- ið til Júgóslavfu á vegum enskrar ferðaskrifstofu, sem efnir til hálfsmánaðar sumarleyfisferða. Innifaldar eru flugferðir fram og til baka, dvölin — og fegrunarað- gerð. Kostar 1200 dollara (225 þús. kr.). „Kærastinn minn heldur, að ég skemmti mér konunglega hérna“, sagði sú hreistraða. Hún hafði ætlað að láta Iffga upp litaraftið f andlitanu. Hún var skröpuð f framan með einhvers konar vir- hanzka og þrjú húðlög numhr burt. „Þegar þetta grær á húðin að verða eins og húðin á stelpun- um f sápuauglýsingunum", sagði aumingja stúlkan. Báðar voru þær allkvaldar, og höfðu þeim verið gefnar svefntöflur til að festa blund. Skurðlæknirinn, sem sér um aðgerðir þessar, hefur lag- að andlitin á einum 200 Breta. Hann hefur lfka frfkkað marga ' Vesturþjóðverja, Frakka og Itali. Nú hyggst hann hætta að gera við FEGRUNARSMIÐJANI Breta um sinn vegna þess, að hann er að drepa sig á vinnu, maðurinn. „Eg held hann sé ekk- ert sérlega hrifinn af Bretum“, sagði hreistraða stúlkan. „Hann segir, að við séum svo umkvört- unarsamir“. Hún hafði leitað til hans tvisvar. I fyrra sinnið lét hún sauma eyrun á sér að höfð- inu. Þau voru vfst dálítið útstæð. Það kostaði 700 dollara (130 þús. kr.) og þótti mér þvf fé illa varið vegna þess, að það sást alls ekki f eyrun á stúlkunni fyrir hári. En hún var sem sé orðin reynd f þessum efnum, og var hún að leitast við að hugga vinkonu sfna, sem var nýbyrjuð og leizt ekki á blikuna. „Þetta er indælt nef, elskan", sagði sú hreistraða við þá bleiknefjuðu. En hin sfðar- nefnda var óhuggandi. Hún var gift og þriggja barna móðir. Eiginmaður hennar hafði þrælað mánuðum saman f olfustöðvum f Saudiarabfu til að standa straum af nefbreytingunni, og svo mis- tókst hún. Þetta var alvarlegt mál, og framtfðarhorfur ekki góð- ar. Það var Howard nokkur Kent, fyrrum blaðamaður f Bretlandi, sem fékk hugmyndina að fegrunarferðunum til Júgóslavfu. Hann kynntist skurðlækninum góða, sem aflagaði kunningjakon- ur mfnar, og kom þá þetta snjall- ræði f hug. Kent segir, að „sjúklingar" læknisins séu á ýmsum aldri og úr ýmsum starfsstéttum. Ein 30% þeirra séu karlmenn, og meðal þeirra margir miðaldra kaup- sýslumenn, sem vilja sýnast yngri en þeir eru og „jákvæðari". En svo er aðsóknin mikil, að Kent er búinn að stofna útibú f New York. Ætlar hann nú að bjóða Banda- rfkjamönnum að koma tal Bret- lands — skilja gamla, ljóta nefið sitt eftir þar en snúa heim með Framhald á bls. 24. Ekkja Maos aldrei vinsæl 0 Michael Rank er nýkominn heim til Bretlands eftir tveggja ára námsdvöl í Kina. Í þessu greinarkorni ræðir hann örlög Chiang Ching, ekkju Maos formanns. Chiang Chmg, ekkja Maós formanns i Kína, er nú fallin í ónáð og hefur það varla farið fram hjá neinum En meðan hún mátti sín lét hún menningarmál mjög til sin taka Hefur henni oft verið legið á hálsi fyrir þá ráðsmennsku Hún vildi ráða allri menningu í Kína og þoldi engin andmæli Allar listir drap hún i dróma, áttu þær ekki að vera til annars en lofa ..marxismann- lenínismann og hugsun Maó Tse- tungs" Arið 1966 var hún skipaður menn- ingarráðgjafi frelsishers alþýðunnar i Kína Hún hélt þá skorinorða ræðu og réðst af mikilli heift gegn ýmislegri ómenningu. ..rokki, jazz. nektardansi, impressjónisma, afstraktlist. fauvisma. módernisma" og fleira ófönguði í list- um og kvað allt þettá einungis til þess fallið að „eitra og lama hugi alþýð- unnar" Hefur þessi ræða löngum verið höfð til dæmis um ofstæki og heiftar- hug Chiang Það kom fljótlega kyrking- ur í menningarlífið í Kína eftir, að Chiang fór að stjórna því og varð það ekki ósvipað því, sem gerðist í Sovét- ríkjunum i stjórnartíð Stalins En Stalin er nú hvergi jafnhátt metinn og í Kína — nema ef vera skyldi í Albaníu Chiang og róttækum fylgismönnum Framhald á bls. 24. KINAI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.