Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR I9.DESEMBER 1976 35 Umsjón: Rúna Gísladóttir og Þórir S. Guðbergsson. r Barna- og fjölskyldusíða Morgunblaðsins Jólagjafir FLEST er hægt að kaupa í verzlunum, og jólagjafir eru á okkar dögum orðinn stór útgjaldaliður. Okkur þykir skemmtilegt að gefa eitthvað, sem við vitum að viðtakandinn verður ánægður með að fá. Við bíðum oft til jólanna með kaup á fínu leikföngunum, dýra íþróttabúninginum eða fallega kjólnum — og notum það til jólagjafa. En hefur ekki vöruúrvalið, auglýsingin og hræðslan við að gefa minna en hinir áhrif á okkur? Setjum við ekki markið of hátt? Við verðum að taka tillit til fjárhags okkar og nota skynsemina. Kaupum ekki gjafir til þess eins að „gefa“ né heldur dýrari muni en nauðsynlegt er — ef það er gert aðeins til að sínast ekki síðri en aðrir. Ef við hugsum á þennan veg er kominn tími til að sleppa gjafasiðunum. t.jatir ættu eKRi einungis að vera kurteisisleg regla eða gömul venja. Við kunnum oft betur að meta nágrannann, sem kemur með nýbakaðar vöfflur annað veifið en þá, sem senda „fullkomna" blómvendi við „sérstök" tækifæri. Að sjálfsögðu er rétt að gefa hvert öðru gjafir, þegar sú löngun grípur okkur. En gætum þess að viðtakand- inn finni ekki að hann sé í ,,skuld“ við okkur. Reynum að velja vel fyrir ,,litla“ upphæð, að svo miklu leyti, sem það er hægt. Og notum hugmyndaflugið vel — ef til vill getum við sjálf útbúið góða gjöf, og lagt alúð við. Gefum gjafir — ekki til að sýnast heldur til að sýna, að okkur þykir vænt um vini okkar. Nú geta börnin fengið að hnoða: 3/4 dl mjðlk, 75 g smjör, 185 g sigtaður flórsykur, 250 g kókosmjöl, 35 g kakó Sjóðið mjólkina og smjör saman. Takið sfðan pottinn af vélinni og blandið þurrefnunum f. Hnoðið þar til það er jafnt og búið til litlar kúlur og veltið þeim f kókósmjöli. V Barnið í Betlehem MIKIL umferð var af fólki og dýrum um veg- ina. Alls staðar að kom fólkið, sumir sátu á ösnum eða úlföldum, en flestir voru fót- gangandi og báru far- angur sinn á öxlunum eða á höfðinu, eins og algengt var í Gyðinga- landi. Keisarinn hafði fyr- irskipað, að allir lands- menn skyldu koma inn til borgarinnar, sem næst þeim var, og láta skrá nöfn sín. Og í Betlehem kom fjöldi manns, svo að þröngt var á götunum, og allir kepptust við að finna sér gististað. Seint um kvöldið komu maður og kona inn til Betlehems. Kon- an var mjög þreytt, og þess vegha reyndu þau strax að fá rúm á næsta gistihúsi. Mað- urinn sagðist heita Jósef og konan hans María, og svo spurði hann, hvort þau gætu fengið gistingu. — Hér er ekkert rúm fyrir fleiri ferða- menn, var svarað. Jósef og Maria gengu frá einum staðnum til annars, en hvergi fengu þau húsaskjól. María var orðin upp- gefin, og hún var líka kvíðin. — Ef litla barnið, sem ég á von á, fæðist nú í nótt, sagði hún við Jósef. Loks hittu þau vin- gjarnlegan mann, sem bauð þeim að gista í fjárhúsinu sinu. Þau voru glöð og þakklát, og fóru strax að útbúa lítinn svefnstað handa barninu. Maria fæddi barnið skömmu siðar, og Jósef kom því fyrir í notalega fletinu í jöt- unni. Þetta gerðist um nóttina, meðan flestir sváfu. En nokkru fyrir utan borgina voru fjár- hirðar, sem vöktu yfir kindahjörð sinni. Allt i einu birti í kringum þá. Engill frá Guði stóð hjá þeim, og þeir urðu mjög hræddir. En engillinn sagði við þá: — Verið ekki hrædd- ir. Ég flyt ykkur gleði- fréttir, sem allir menn eiga að heyra: Yður er í dag frelsari fæddur í borg Daviðs, og hann á að verða konungur mannanna. Svo sögðu englarnir hirðunum, hvar þeir gætu fundið barnið. í sama bili sáu hirðarnir marga engla og þeir sungu saman: — Dýrð sé Guði á himnum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem Guð hefur vel- þóknun á. Englarnir hurfu aft- ur, og hirðarnir fóru til Betlehems. Þar fundu þeir Jósef og Mariu og barnið i jöt- unni. Hirðarnir sögðu frá þvi, sem þeir höfðu séð og heyrt, og allir, sem heyrðu frásögn- ina, undruðust mjög. En María geymdi í hjarta sínu allt það, sem þeir sögðu um barnið. JÓLASVEINAHÚS má gera úr pappakassa (litl- um) eða bökuðu köku- húsi. Við höfum það á stórri plötu þakinni bóm- ull. Litla jólasveina má gera úr pípuhreinsurum eða garni. Látið suma vera á skíðum úr tungu- spöðum eða íspinna- höldum, sumir renna á ís (spegilbrot), sumir renna sér á þotusleða (dósalok). Grenigreinar verða að trjám oj^&sa- ljós má loks leggja inn í húsið (ekki á bómull) svo að notaleg birta sjáist í gluggum. HÚJ& e Barna- og fjöl- skyldusíða Morg- unblaðsins óskar öllum lesendum sfnum Gleðilegra jóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.