Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976 Kapella Fella- og Hólasóknar vígd BISKUP íslands, herra Sigur- björn Einarsson, vígði síðastl. sunnudag nýja kapellu í safnaðarheimili Fella- og Hóla- sóknar og Keilufelii 1 í Breið- holti III. Meðal vígsluvotta voru séra Ölafur Skúlason dóm- prófastur og séra Lárus Hall- dórsson Söfnuðurinn festi kaup á hús- inu Keilufelli 1, Viðlagasjóðs- húsi, fyrir rúmu ári. Þar hefur sóknarpresturinn, séra Hreinn Hjartarson, haft skrifstofu og sóknarnefndin aðstöðu til fundarhalda. Sér Hreinn hefur hinsvegar messað i Fellaskóla. Þar hafa verið barnaguðþjón- ustur á sunnudagsmorgnum og messur siðdegis. Söfnuðurinn sem er hinn yngsti og jafnframt sá fjöl- mennasti á landinu, hefur nú fengið loforð um lóð fyrir kirkju i nýju hverfi, sem er ætlunin að risi austast i Breið- holti III, þar sem hallar til norðausturs niður að Elliðaám. Við vígslu kapellunnar s.l. sunnudag var tekið í notkun nýtt orgel, og annað hefur verið keypt til notkunar í Fellaskóla. Þá var tekið í notkun nýtt altari og skirnarfontur. Stefan Snæ- björnsson arkitekt teiknaði all- ar innréttingar, en Benedikt Björnsson húsgagnasmíða- meistari sá um smiðavinnu. Skirnarfonturinn er úr íslenzku grágrýti, smíðaður i Steinsmiðju Sigurðar Helga- sonar hf., Björgvin Sigurðsson smiðaði skinarskálina, sem er úr kopar. Kvenfélagið Fjallkon- urnar gáfu tvo blómavasa úr kristal. Kapellan getur tekið um fjörutíu manns í sæti og mun vera sú fyrsta sem söfn- uður í Reykjavík tekur i notk- un. Séra Hreinn Hjartarson mun nota hana fyrir allar minniháttar kirkjulegar at- hafnir, svo sem giftingar og skirnir. Kapella Fella- og Hólasóknar, sem vigð var s.l. sunnudag. FERÐASEGULBOND 10 gerðir. heimilistæki sf Sætúni 8 -15655 Hafnarstræti 3 - 20455 PHI Ll PS kann tökin á tækninni Siglufjarðar- prentsmiðja: Lassy og Gustur fyrir börnin SIGLUFJARÐARPRENT- SMIÐJA hefur að vanda sent frá sér margar bækur fyrir jólin og þar á meðal eru nokkrar barna- bækur í gömlum og nýjum útgáf- um. Sumar bókanna eru I bóka- flokkum sem Siglufjarðarprent- smiðja er með útgáfu á svo sem Skippý, Bonanza, Lassy og Tirzanbækurnar. Gustur heitir ein bókin með undirtitlinum Hættur steðja að Myllubæ. Þessi saga er ein af þeim sem gerðar hafa verið fyrir sjónvarp og sýndar I íslenzka sjónvarpinu og sama er að segja um Lassy og gamla veiðikofann. Giérún Guðjónsdátlir DPNIR GLUGGAR GUÐRUN Guðjónsdóttir hefur sent frá sér sína fyrstu ljóðabók en hún hefur áður skrifað sögur fyrir börn. Ljóðabókin heitir Opn- ir gluggar og er henni skipt i þrjá hluta. 1 fyrsta hluta eru frumsamin ljóð, I öðrum leikdans- ar fyrir börn með sk^ringarmynd- um ög í siðasta hlutanum eru þýdd ljóð eftir skáld af ýmsum þjóðernum, þ.á m. þýzk, ensk og kfnversk. Bókin er myndskreytt af Guðrúnu Hreggviðsdóttur og Hafdisi Óskarsdóttur. Opnir gluggar eru 117 bls. og er fjölrit- uð í Letri h.f. U (,1.VSIN(.\SIMINN KK: 22480 JRotcnnblobií) R:©

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.