Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976 Chaplin 1 M. Verdoux* Hafnarbíó hefur þann háttinn á í myndakaupum sínum, að það bindur sig ekki við eitt ákveðið dreifingarfyrirtæki og gerir því yfirleitt samninga um færri myndir í einu. E i á næstu mánuðum má búast við að eftir- farandi myndir beri fyrir augu: Benji, am. gerð '74 leikstjóri Joe Camp. Mynd þessi er sögð all fyndin, en hún er gerð frá sjónar- hóli hundsins Benji, sem er aðal- persóna myndarinnar. Benji er hálfgerður hippi, sem býr einn í yfirgefnu húsi en vegna kunningsskapar við ýmsa tvifætta nágranna sína lendir hann í vafa- sömum félagsskap og lifshættu- legu ævintýri. Benji hefur verið lýst sem verulegri ógnun við ein- veldi Disneys; Seven Nights in Japan er bresk/frönsk mynd, gerð 1976, leikstjóri Lewis Gilbert. Hún segir frá ferðalagi breska prinsins George, sem kemur til Tokyo í sjö daga heim- sókn Honum leiðast formsatriðin og endalaus boð í breska sendi- ráðinu svo hann stingur af og kynnist japanskri stúlku, sem hann dvelur hjá, uns heimsókn- inni er lokið; Hustruer er norsk mynd, gerð 1975 af Anja Breien. Það er ekki oft, sem við sjáum I kvikmyndahúsum myndir frá frændum vorum Norðmönnum og því fróðlegt að sjá, hvað þeir eru að aðhafast. Hustruer segir frá þremur ungum konum, sem eru komnar undir þrítugt, en þær hittast nú í fyrsta sinn síðan leiðir skildu eftir skólanám. Eftir næturlangt partý ákveða þær að hlaupa frá körlum slnum og skemmta sér ærlega í Ósló — en síðan ætla þær að endurmeta af- stöðu slna til eiginmanna sinna, umhverfisins og lífsins í heild og ákveða síðan, hvaða stefnu þær eigi að taka gagnvart öllu saman. Anja Breien skrifaði handritið að myndinni í samráði við leik- konurnar, en hugmyndin er byggð á leikriti um nútlmakonur, sem hún leikstýrði, svo og á mynd Cassavetes, Husbands, sem þessari mynd hefur verið jafnað við. Sweeney er spánný, bresk leynilögreglumynd um glæpa- þar sem Michael Caine, Donald Sutherland, Robert Duvall, Jenny Agutter, Donald Pleasence, Anthony Quayle, Sven Bertil Taube, Judy Geeson og Larry Hagman fara með aðalhlutverkin, og Cross og Iron, sem er nýjasta mynd Sam Peckinpah. Mynd þessi, sem nú er á lokastigi 1 klippingu, segir frá persónulegu stríði tveggja Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni um æðsta heiðurinn, járnkrossinn. Slagur- inn stendur milli James Coburn og Maximilian Schell, en auk þeirra leika í myndinni James Mason, David Warner og Senta Berger. Auk þessara nýju mynda, sem eru væntanlegar i Hafnarbíó, liggja í geymslum þess nokkrar myndir, sem bíða eftir, að á þær verði varpað Ijósi. Þar ber fyrst frægar að telja 3 myndir eftir Chaplin, en það eru Monsieur Verdoux (1947), Kóngur f New Sjö nætur 1 Japan: Michael York sem bretaprins. Cross of Iron: James Coburn og Maximilian Schell. starfsemi á alþjóðlegum vettvangi, sem mjög hefur verið í tísku undanfarið. Leikstjóri er David Wickes en gagnrýnendur telja, að ef til vill megi vænta einhvers af honum í framtíðinni. Hafnarbíó mun hafa tryggt sér sýningarréttinn á tveimur myndum, sem nú er verið að ganga frá: The Eagle Has Landed, sem er leikstýrt af John Sturges, York (1957) og Sirkusinn (1928) sem hefur sennilega ekki verið sýnd hér síðan hún var sýnd fyrst, 1930. Einnig hefur Hafnarbió undir höndum tvær stuttar myndir með Chaplin, Shoulder Arms (1918) og The Pilgrim (1923). Að Chaplin frátöldum liggja enn á hillunni nokkrar myndir: The Boys in the Band, am. frá 1970, gerð eftir samnefndu leikriti um kynvillinga, leikstjóri er William (Exorcist) Friedkin. Baxter, bresk, gerð 1972 af Lionel Jeffries, um sálarleg vandamál lítils drengs og afskiptalausa, fráskilda móður hans. Voices, bresk, gerð 1973 af Kevin Billing- ton, hálfgerð draugasaga með David Hemmings og Gayle Hunnicutt. The Triple Echo, bresk gerð 1972, en þetta er fyrsta kvikmynd sjónvarpsleikstjórans Michael Apted, Glenda Jackson og Oliver Reed fara með aðalhlut- verk auk Brian Deacon, en myndin gerist á stríðsárunum 1 Bretlandi (1942).Mynd þessi hefur hlotið mjög þokkalega dóma, og ekki veit ég hvað hindr- ar það, að henni sé rennt í gegn- um sýningarvélarnar. Og að lokum The People Next Door, am., gerð 1970 um eiturlyfja- neyslu unglinga og vandamál for- eldranna við að ná sambandi við börnin. Leikstjóri er David Greene, en með aðalhlutverk fara Eli Wallach, Julie Harris og Cloris Leachman. Hætt er við að efni þessarar myndar standist ekki tímans tönn, ef þessi dráttur á sýningu hennar hefur ekki þá þegar gert efnið úrelt. SSP Hitt og þetta • Kvikmyndafyrirtækið Twentieth Century-Fox er búið að eyða 3 milljónum dollara 1 að auglýsa myndina The Omen — en það er 200.000. dollurum (u.þ.b. 38 milljónum Isl. kr.) meira en kostaði að gera mynd- ina! £ Bernardo Bertolucci (leik- stjóri II Conformista, Last Tango in Paris) sem komst í mikið uppnám, þegar 1. hluta kvikmyndar hans, 1900, var stolið um stundarsakir á ltallu, hefur talað um að bregða á ráð Bergmans — yfirgefa heima- landið og flytja til Amerfku. 0 Ingmar Bergman, sem hefur keypt sér hús 1 Miinichen var fyrsti umsækjandinn um styrk úr sjóði, sem þýska rfkið ætlar ungum kvikmyndagerðarmönn- um. Að sjálfsögðu fékk hann styrkinn. • Svo er sagt, að I sfðustu mynd Werner Herzog, Heart of Glass, hafi allir leikararnir leikið 1 dáleiðslu. Herzog (leik- stj. mánudagsmyndarinnar Kaspar Hauser) hefur orðið að klippa og endurklippa mynd- ina aftur og aftur vegna þess að sfðasti hluti myndarinnar á að dáleiða áhorfendur. • Eftir að sú einhliða ákvörð- un var tekin af forráðamönnum kvikmyndahátfðarinnar f Berlfn að færa hátfðina til f árinu (frá júlf fram f marz, og þar með er hún haldin á undan hátfðinni f Cannes f aprfl) hef- ur hringur hinna alþjóðlegu kvikmyndahátfða ruglast veru- lega. Um það hefur verið rætt, að Berlfn yrði sparkað út úr alþjóðasamtökum kvikmynda- hátfða og framkvæmdastjóri Cannes-hátfðarinnar, Maurice Bessy, hefur hótað að taka ekki á móta þýzkum myndum eða sendinefndum. • Sá hinn sami Maurice Bessy var svartsýnn, er hann var spurður um framtfð kvik- mynda: „Sfðustu 30—40 ár hef ég heyrt, að það væri kreppa í kvikmyndum. En núna er eng- in kreppa. Kvikmyndaiðnaður- inn er að deyja. Eins og önnur listform f sögunni, mun þetta hreinlega deyja út. Núna eru færri og færri myndir gerðar. 1 Frakklandi höfum við misst helminginn af kvikmynda- áhorfendum okkar ... og f Bret- landi, Þýzkalandi og á Italfu er sömu sögu að segja.“ • Robert Bresson, sem er þekktur fyrir að láta óþekkta leikara leika í myndum sfnum, lenti f fjárhagsvandræðum með nýjustu mynd sfna, LE DIABLE PROBABLEMENT; þegar starfsliðið fór að vinna f yfirvinnu vegna reynsluleysis, tæmdist sjóður Bressons á augabragði. Þar sem framleið- endur myndarinnar eru ekki sérlega fúsir til að færa honum á silfurfati þá 60.000 dollara, sem upp á vantar (þeim finnst efni myndarinnar of dapur- legt), er óvfst, hvort lokið verð- ur við myndina. 0 Nýlega var frumsýnd f Amerfku myndin NETWORK; leikstjóriiSidney Lumet (Serpico, Dog Day Afternoon). Myndin er byggð á handriti eft- ir Paddy Chayefsky og fjallar um þekktan sjónvarpsfrétta- mann, sem á að reka úr starfi, vegna þess að vinsældir hans hafa dalað. Hann grfpur hins vegar til örþrifaráða til að halda starfinu og myndin lýsir sfðan ótrúlegu valdatafli og peningalegu baktjaldamakki f sjónvarpsstöð, sem er algjör- lega háð hylli almennings. Ymsir gagnrýnendur hafa hall- mælt myndinni og telja, að hún komi óorði á sjónvarpsfréttir. En það sem veldur yfirmanni fréttadeildar CBS, Richard Salant, mestu hugarangri er það, að dóttir Walter Cronkite (sem er frægur fréttamaður) leikur byltingarsinna f mynd- inni. 0 Sidney Lumet virðist óstöðvandi, þvf hann er nú þeg- ar byrjaður kvikmyndatöku á Framhald á bls. 24. V æntanlegar kvikmyndir í Hafnarbíó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.