Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976
37
— Gárur
Framhald af bls. 21
ómannlega velferöarþjóðfélag-
ið, þar sem kerfið á að sjá oper-
sónulega um manneskjurnar.
Aldursmörkin eru sifellt að
færast aftar. Við á íslandi mun-
um vera komin með einn hæsta
meðalaldur í veröldinni, rúm 76
ár fyrir konur og yfir 70 fyrir
karla. Við teljum eftirsóknar-
vert að lifa lengi. En jafnframt
er i samfélaginu gert ráð fyrir
þvi að eftir vissan aldur eigi
manneskjan ekki að taka þátt í
lifinu i kring um sig nema i
þykjustunni, eins og krakkarn-
ir segja í leik. Þetta aldurstak-
mark er alltaf verið að færa
niður (Nýlega sá ég i skýrslu
sálfræðings að hann hóf könn-
un á öldruðu fólki um fimmt-
ugt). I sívaxandi mæli er gert
ráð fyrir að eftir vissan aldur
eigi fólk bara að hafa það gott
einhvers staðar afsíðis. Eftir 67
ára aldur eða sjötugt er reiknað
með að áhuginn á öllu því, sem
gert var fram að þeim tíma,
slökkni snarlega. Nú þráir at-
hafnasami gamli maðurinn það
eitt að fá að gera ekki neitt, og
gamla konan með lifsþróttinn
og kjarkinn vilji ekki lengur
sinna daglegu amstri. Báðum
finnist bezt að fá að drepa tím-
ann. Lifum við þá til að drepa
timann?
Það sýnist gárunganum, sem
lagfærði svo meinlega gamla
Irska máltækið um mannkæv-
ina, sem vitnað var í hér í upp-
hafi og hafði það svona:
Tuttugu ár að vaxa, 20 ár i
hvíldarstöðu, 20 ár í afturför og
20 ár, þegar engu máli skiptir
hvort maður er hér eða ekki.
— Dómkirkjan
Framhald af bls. Í7.
styrk til þessarar viðgerðar a
Dómkirkjunni.
Saga Dómkirkjunnar er nán-
ast samofin sögu Islands s.l. 180
ár. Flestir stærri atburðir sög-
unnar hafa komið það við með
einhverju móti, hvort heldur
hefur verið I gleði eða sorg.
Sérstaklega hefur Dómkirkjan
þó átt sterk ítök í Reykvíking-
um. Það hafa þeir oft sýnt, og
við treystum því, að svo verði
enn.
Þess vegna leitum við
óhræddir til þeirra eftir hjálp.
Þeam, sem heimilisfang eiga
innan sóknarmarkanna sendum
við því bréf þetta og giróseðil
óútfylltan, hvað snertir fjár-
upphæð og sendanda. Við hon-
um mun tekið útfylltum ásamt
framlagi þeirra, er þetta vilja
styðja, í hvaða banka eða póst-
afgreiðslu sem er.
Þeir, sem kynnu að vilja
leggja hér lið, en vildu siður
nota giróseðilinn, geta komið
framlögum sínum til dóm-
kirkjuprestanna, sr. Hjalta
Guðmundssonar og sr. Þóris
Stephensen eða dómkirkju-
varðarins, Jóhannesar B.
Magnússonar.
Við minnum á, að allar gjafir
til Dómkirkjunnar er heimilt
að telja til frádráttar á skatt-
framtali.
Reykvíkingar, sameinumst
um að gera okkar gömlu, ást-
sælu Dómkirkju sem vegleg-
asta.
Undir bréfið skrifa Dóm-
kirkjuprestarnir sr. Hjalti Guð-
mundsson og sr. Þórir Stephen-
sen. — Form. sóknarnefndar,
Þór Magnússon, og form. fram-
kvn. söfnunarinnar Erling
Aspelund.
MS MS MS
MS SVf MY Adnlst AUGL V^J/TEIKr ISIDAM ræti 6 simi MS ÝSINGA- SIISTOFA ÓTA 25810
Kínverskar
3 stærðir.
Verð frá
kr. 1.350.—
.... .j........
UF og
UFSVIDHORF
JÓN AUÐUNS
Fjórtán þættir um fiskimenn
og farmenn, skráðir af börnum
þeirra. Þeir voru kjarnakarlar,
þessirskipstjórar,allir þjóðkunnir
menn, virtir og dáðir fyrir kraft og
dugnað, farsælir í störfum og
urðu flestir þjóðsagnapersónur
þegar í lifanda lífi. - Ósvikin og
saltmenguð sjómannabók.
Séra Jón Auðuns, frjálshyggju-
maður í trúmálum, orðsnjall í
ræðu sem riti, rekur hér æviþráð
sinn.Hann segir frá uppvaxtar- og
námsárum, afstöðu til guðfræði-
kenninga, kynnum af skáldumog
menntamönnum og öðru stór-
brotnu fólki og hversdagsmann-
eskjum, sem mótuðu lífsviðhorf
hans og skoðanir.
WmSrnmmim.
1 WmmíBm
f h, til - * - '
: ' " ..■■■■:
E4ÐIR/MINN
SKIPSTJÓRSNN
l>ÓKOni)LK
HÚSFREYJAN
A SANDI
Fagur óður um móðurást og
makalausa umhyggju, gagnmerk
saga stórbrotinnar og andlega
sterkrar og mikilhæfrar alþýðu-
konu, saga mikilla andstæðna og
harðrar en heillandi lífsbaráttu,
þar sem togaðist á skáldskapurog
veruleiki, því Guðrún Oddsdóttir
var eiginkona skáldbóndans Guð-
mundar á Sandi.
GLITRAR
GULLIÐ
hwMiIom uoiritkórfr iaqui or liio
*v*nry»«oíM!Hn» «8
Iniúni l«rn »kr-ln«) InunionA.
Opinskáar og tæpitungulausar
sögur úrfórumævintýramannsins
og frásagnarsnillingsins Sigurðar
Haralz, mannsins sem skrifaði
Emigranta og Lassaróna. Fjöldi
landskunnra manna kemur við
sögu, m.a. Brandur í Ríkinu,
Sigurður í Tóbakinu, Þorgrímur í
Laugarnesi og þúsundþjalasmið-
urinn lngvar fsdal.
Jóhannes fer hér höndum um
sjóferðaminningar Ólafs Tómas-
sonar stýrimanns frá þeirri kvöld-
stund að hann fer barn að aldri í
sína fyrstu sjóferð á Mótor Hans
og til þeirrar morgunstundar að
þýzkur kafbátur sökkti Dettifossi
undir honum í lok síðari heims-
styrjaldar. - Hér er listileg frásögn
og skráð af snilld.
Einn allra mesti fjallagarpur og
ævintýramaður heims segir frá
mannraunum og hættum. Bók
hans er skrifuð af geislandi fjöri
og leiftrandi lífsgleði og um alla
frásögnina leikur hugljúfur og
heillandi ævintýrablær, tær og
ferskur eins og fjallaloftið. - Þetta
er kjörbók allra, sem unna tjall-
göngum og ferðalögum.