Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976 29 Cecil Andrus innanríkis- ráðherra Plains — 18. desember — Reut- er. ÁREIÐANLEGAR heimildir herma, að Jimmy Carter muni I dag tilkynna um val Cecils Andrus ríkisstjóra í Idaho I emb- ætti innanrikisráðherra. Undir innanrfkisráðuneytið heyra með- al annars náttúruauðlindir og kynþáttamál. Andrus er 45 ára að aldri. Hann hefur látið mjög að sér kveða i umhverfisverndarmálum og beitti sér fyrir lagasetningu á því sviði í Idaho. Hann átti þar við ramman reip að draga þar sem voru timburframleiðendur og námafélög, en fjölskylda hans rekur timburiðnað. Eftirlætisiðja Andrus er að ala upp broddgelti og skipuleggja kapphlaup þeirra. Kosningar í Alsír í febrúar Alsír, 16. des. AP. FYRSTU kosningar I Alsir í ellefu ár hafa verið boðaðar I febrúar n.k. segir i AP-frétt frá Algeirsborg í dag. Ekki hafa verið haldnar þingkosningar frá því Houari Boumedienne komst til valda með byltingu hersins í júni 1965. Allir frambjóðendur verða úr núverandi stjórnarflokki, sem er eini löglegi flokkurinn í landinu. Sektaður fyrir sölu á „fölsuðum” fiski Los Angeles 15. des. NTB VEITINGAHUSAEIGANDINN David Wong í Los Angeles hefur verið dæmdur til að greiða 750 dollara í sekt vegna falskra aug- lýsinga sem hann hefur haft uppi. Það sem þyngst vó á metunum var að Wong auglýsti, að laxinn, sem hann byði gestum upp á, væri svo glænýr að hann væri lifandi fáeinum mínútum áður en honum væri stungið í pottinn. Við athug- un og umkvartanir gesta, sem þótti laxinn ekki þess legur, var málið rannsakað og kom þá í ljós, að allt fiskmeti Wongs, sem hann hafði stært sig svo mjög af að hann framreiddi jafnan beint upp úr sjó — var djúpfryst i kæli- skápnum. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU \K.IA SING \ SIMINN ER: 22480 Óvaznturbókmenntamfburður Þórbergur Þórðarson Ólíkar PERSÓNUR Bók þessi varpar nýju ljósi á höfund- skap Þórbergs Þórðarsonar. í henni eru birtar ritgerðir, þættir og mann- lýsingar frá árunum 1912-1916. Bók- in sýnir hvort tveggja í senn bráð- þroska Þórbergs og þróun ritlistar hans þessi ár. Á þessum árum starf- aði hann í Ungmennafélagi Reykja- víkur, og voru flestar ritgerðirnar fluttar á fundum félagsins. Helstu þættir bókarinnar eru þessir: Jón Strandfjeld. Lýsing á skuldheimtumanninum. Skáldskapargagnrýnarnir nýju og tvö kvæöi eftir Sigurð Grímsson. Safn til ævisögu Jóns Norðmanns Dúasonar. Draumar Hannesar Péturssonar. Ólíkar persónur. Ársæll Árnason. Auk þess eru birtar í bókinni þýð- ingar Þórbergs á sögum eftir Edgar Allan Poe og A. Conan Doyle. X LJÓÐHÚS Sími 3 57 24 Pósthólf 629 Reykjavík. Uppbyggingin hjá Lego heldur stöðugt áfram. I ”séröskjum” eru kubbar til þess að búa til allt mögulegt svo sem höfn, búgarð eða tunglferju, svo eitthvað sé nefnt. Og nú er Profi það nýjasta í séröskju frá Lego. Profi er eiginlega hvorttveggja í senn líkan og leikfang ætlað hinum vana Lego- byggjanda jafnt stelpum sem strákum. í Profi eru fjölmargar gerðir líkana af þekktum farartækjum, nýjum og gömlum. Þannig er til dæmis hægt að spreyta sig á að setja saman eftirlíkingu af gömlum bíl, leika sér síðan með hann eða láta hann standa uppi á hillu til augnayndis. REYKJALUNDUR Lífió er leikur meö LEGO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.