Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 197«= 19 FRÁ LEIBBEININGASTÖfl HÚSMÆBRA Innkaup ognýtmg á nautakjöti Á jólunum hafa flestir áhuga á að gera sér dagamun í matar- æði. Matarinnkaupin verða um- fangsmeiri, enda er úrvalið í matvöruverslunum yfirleitt mjög fjölbreytt dagana fyrir jólin. Hér á Islandi kaupum við helst lambakjöt, enda hefur það verið fremur ódýrt miðað við annað kjöt. En nú er svo komið, að nautakjöt er í mörg- um tilvikum ódýrara en lamba- kjöt og þvi hagkvæmt fyrir neytendur að matbúa oftar rétti úr nautakjöti en gert hef- ur verið undanfarna áratugi. Keutakjöt hefur fram að þessu verhi, talinn fremur dýr varn- ingur neytendur einungis hafa keypt þegar eitthvað sér- stakt stendur til. Neytendur hafa yfirleitt litla reynslu i þvi að matbúa nautakjöt, enda hef- ur í matvöruverslunum verið talið að best sé að selja nauta- kjötið sem hakk, skorið i fer- strenda bita í smásteik (gull- asch) eða sem buffsneiðar. En úr nautakjöti er unnt að matreiða margvislega rétti, og verða hér nefnd nokkur dæmi. Nautabóg og bringu mætti t.d. nota i súpu. Best er að sjóða ýmiskonar grænmeti í súpunni, helst þarf að vera i henni selju- rót, hún gefur svo góðan keim. Kjötið mætti bera fram með súpunni ásamt kartöflum og piparrótarsósu. Vonandi verður piparrót á boðstólum fyrir jól- in. Einnig mætti salta nautabóg eða bringu með því að láta það liggja I 5—6 daga í saltlegi sem búinn er til úr 200 g af salti og 25 g af sykri fyrir hvern lítra vatns. Kjötið er þá einungis léttsaltað en þykir herramanns- matur víða erlendis og er borið fram með hvítkáli í jafningi. Hækil og bóglegg mætti skera í 3 sm þykkar sneiðar og mat- búa úr þeim rétt sem erlendis er kallaður „osso buco“. Sneið- unum er velt upp úr hveiti og steiktar á pönnu, siðan soðnar í potti þar til kjötið er meyrt um llÁ — 2 klst. Alls konar græn- meti er látið í soðið eins og t.d. laukur og niðursoðnir tómatar, og það þykir ljúffengt að láta hvítvín eða eplasafa f soðið. Einnig mætti steikja nauta- steik í ofni I stað þess að skera ætið kjötið frá hryggbeinunum og nota það í buff. Nautasteik á ekki að steikja nema 30 — 40 mín. fyrir hvert kg eftir að lok- ið er við að brúna það i ofnin- um, en lambakjöt hins vegar 40—50 min. Nautasteik verður hins vegar ekki ljúffeng nema kjötið hafi hangið um það bil í þrjár vikur eftir að slátrað var. Kjötið þarf að sjálfsögðu að hanga í kæliklefa þar sem er 0—4° C. Ef kjötið fær ekki að hanga í hæfilegan tima verður steikin og buffið seigt. Að sjálfsögðu er þá kjötið ekki lengur með ferskum rauð- um lit, heldur er það dökkt og matt og þvi ekki eins fallegt að sjá, og verða neytendur að gera sér grein fyrir því. Menn hafa að visu vanist því, að kindakjöt- ið sé rautt og fallegt, þegar það er best og hafa menn því til- hneigingu til að álíta, að þannig eigi nautakjöt einnig að líta út, en svo er ekki. Gæði nautakjöts eru undir ýmsum öðrum atriðum komin, meðal annars aldri skepnunnar og kyni hennar. Þótt flestum sé illa við fituna skal ekki kaupa kjöt sem er algjörlega án fitu, þvi það er annaðhvort af göml- um skepnum og þvi seigt eða þá af alltof ungum skepnum og þá er kjötið vatnsmikið og bragð- laust. Hvort kjötið er af ungri eða gamalli skepnu má best sjá með því að skoða liðamótin. A ungri skepnu eru liðamótin að- eins rök, brjóskkennd og blá- leit, en á gamalli skepnu er allt brjóskið horfið og liðamótin þurr og grágul á lit. Hér á landi metur kjötmats- maður allt kjöt eftir að slátrað er og er merkimiði festur við hvern skroklc sem gefur til kynna íegundarheiti kjötsins og gæðaflokksmerki, en þegar kjötið er keypt sundurlimað I verslunum er erfitt að sjá i hvaða gæðaflokki það er. Þegar kjöt er keypt i neyt- endaumbúðum úr kæliborði eða úr frystikistu þyrftu að vera greinilegar upplýsingar um hvers konar kjöt er í pakk- anum. Ennfremur þyrfti neyt- andinn að fá vitneskju um kiló- verð kjötsins, þyngd þess og verð, einnig væri æskilegt að getið væri um pökkunardag ekki sist ef um kjöthakk er að ræða sem liggur i kæliborði. Kjöthakk má t.d. ekki liggja lengur en i 12 klst. í kæliborði, en það er mjög viðkvæmur sölusvarningur, sem skemmist fljótt. S.H. Skór fyrir ungu stúlkuna Frúarskór mjúkt leður D breidd. Verð kr. 4020 - Litur rauð/brúnt. Verð 5730.- Fóðruð stígvél með góðum gúmmisóla. Verð 8290,- Verð 5470. Stærðir 36—40. Laugavegi 60, sími 21270. Það kann að virðast erfitt að velja göða bók í öllu jólaflóðinu, en er það svo? FRIDÞJÓFUR NANSE^ ÍS ISAFOtD Islandsferðin 1907 För Friðriks konungs áttunda og ríkisþingmanna til Færeyja og íslands. Tveir danskir blaða menn, Svenn Poulsen og Holger Rosenberg, fylgdust með kon- ungi og skrifuðu bók þessa sem er um 330 bls og i henni eru um 200 myndir. Harpa minninganna Minningar Árna Thorsteinsson- ar tónskálds sem Ingólfur Kristjánsson færði i letur í ævi- sögu þessa aldna Reykvikings blandast þróun fæðingarborgar hans og afskipti hans af menn- ingarmálum og þá sérstaklega tónlistamálum landsmanna Látleysi og góðlátleg kimni ein- kenna frásögnina. sem iðar af lífi og glaðværð í bókinni eru um 80 myndir af einstaklingum og hópum. en Árni starfaði um ára- bil sem Ijósmyndari I ís og myrkri eftir Friðþjóf Nansen í ferða bók þessari segir frá frækilegasta þætti Fram-leiðangursins norska {1893—96) þegar Friðþjófur Nansen fór við annan'mann frá leiðangursskipinu, og gerði til- raun til að komast á norður- heimskautið en sneri siðan suður á bóginn og komst eftir fimmtán manaða svaðilför og mannraunir til Franz-Jósefslands Bókin er yfir 300 bls með fjölmörgum myndum Þetta eru þrjár bækur sem hafa verið ófáanlegar um langt árabil, en eru nú til í mjög takmörkuðu upplagi. Nú, það er ekki erfitt að velja góða bók, Isafoldarbók er góð bók. »#*#****************$***^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.