Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976 27 — Reykjavíkur- bréf Framhald af bls.21 Efnahagsbandalagsins nema það sjálft — og það umboð fer ég með,“ sagði Gundelach þegar Morgunblaðið bar undir hann um- mæli James Johnsons. Og Gunde- lach bætti við, kaldhæðnislega: „Því er hér um misskilning að ræða. Crosland gæti farið til íslands, en ekki til að semja.“ Gundelach sagði þó að Crosland gerði sér fulla grein fyrir því, að brezka stjórnin hefur ekki lengur umboð til samninga um fiskveiði- lögsögu, hvorki við íslendinga né aðra. Þá hafa einnig borist hingað fréttir um það, að Gundelach hafi dregið í efa, „að kanadfsk stjórn- völd hafi gert sér að fullu grein fyrir því, að það yrði við banda- lagið sem heild að semja, en ekki einstök ríki innan þess. ..“ Og ennfremur: „Gundelach segir, að Kanadamenn verði að gera sér grein fyrir, að þeir geti ekki einangrað þessa samvinnu við ör- fá áhugasvið sín, heldur verði að vera um allsherjarsamkomulag að ræða, þar sem fiskveiðar séu inni- faldar." Þannig blasir við sú staðreynd, að jafnvel Bretland hefur afsalað sér fullveldi sínu að meira eða minna leyti í hendur Efnahags- bandalaginu, eins og raunar var vitað, en áreiðanlega hafa ekki allir Bretar gert sér grein fyrir því — og eiga vafalaust lengi erfitt með að skilja, hvað þá sætta sig við að utanríkismál Bretlands — og ýmis mál önnur — eru í raun og veru ekki lengur í hönd- um brezkra stjórnvalda, heldur Efnahagsbandalagsins, sem hefur höfuðstöðvar í BrUssel. Bretar eru bónbjargarmenn innan Efnahagsbandalagsins, fá mikla styrki þaðan og verða að lúta ákvörðunum þess án undan- bragða. Þetta er sú staðreynd, sem við blasir og þýzka stórblaðið Die Zeit minnist nýlega á; þ.e. að það séu V-Þjóðverjar, ásamt Bandaríkjamönnum, sem einkum hafa axlað þá byrði að veita Bret- um efnahagsaðstoð, sem þeim er lífsnauðsynleg, eins og á stendur. Þetta er meðal annars skýringin á því, að engum dettur í hug, að Bretar geti krafizt þess, að samningum íslendinga við Þjóð- verja um fiskveiðiheimildir þeirra hér við land verði breytt þann veg, að þeir geti komið Bret- um að einhverju gagni. Efnahags- bandalagið — og þá ekki sízt Vest- ur-Þjóðverjar — ráða ferðinni í þessum málum, en hvorki brezka ríkisstjórnin né fulltrúar sjávarútvegs þar í landi. Það var gæfa íslendinga, að Bjarni Benediktsson skyldi vera í forsvari fyrir þjóðina á örlaga- stund, þegar ýmsir töldu rétt, að við eignuðumst aðild að Efna- hagsbandalaginu. Hann sagði, að fullveldi íslendinga yrði skert, ef þeir ættu aðild að bandalaginu. Faðir hans hefði alla ævi barizt fyrir fullveldi íslands og hann mundi ekki taka neina ákvörðun, sem stuðlaði að því, að við af- söluðum okkur þessu fullveldi, en það mundum við gera með aðild að Efnahagsbandalaginu. Um þetta var m.a. fjallað í grein í Lesbók Mbl. um hann sextugan og skal látið nægja að vísa til hennar (Lesbók Mbl. 28. apríl, 1968). Þessi afstaða Bjarna Benedikts- sonar var mikil framsýni og fáum við hana seint fullþakkað. Margfalt stærri þjóðir en við islendingar hafa afsalað sér fullveldi sínu í hendur Efnahags- bandalaginu og verða nú að sækja mörg mál sín á hendur yfir- stjórnarinnar í BrUssel, m.a. fiskveiðirétt sinn eins og Bretar og Írar, enda þótt málsókn þeirra hljóti lítinn hljómgrunn í BrUssel, a.m.k. enn sem komið er. En af fyrri kynnum við Breta í fiskveiðimálum og þorskastríðum fögnum við islendingar því að sjálfsögðu að þurfa ekki oftar að semja við Breta um fiskveiðimál, svo barnalegar og úreltar aðferðir sem þeir hafa oft og einatt notað, svo að ekki sé nú talað um það anakróníska ofbeldi, sem þeir hafa beitt á miðunum umhverfis landið í undanförnum þorska- stríðum. Þegar Crosland skrifaði undir Óslóarsamningana á sínum tíma, vissi hann og brezka stjórnin, að hverju Bretar gengu. islendingar stóðu við samningana, það hafa Bretar einnig gert. Ef brezkir út- gerðarmenn og sjómenn eru óánægðir með sitt hlutskipti, hafa þeir ekki við neinn að sakast nema eigin stjórnvöld og þá ráða- menn innan Efnahagsbanda- lagsins, sem fara með fisk- veiðimál fyrir þeirra hönd. Við íslendingar getum fagnað þvi, á hverju sem gengur, að svo lítil þjóð sem við erum skyldi ekki týnast i þeirri deiglu Vestur- Evrópu, þar sem nú er i gríð og erg verið að bræða upp þjóðir og þjóðabrot. Ef fram fer, sem horfir, verður þessi ríkja- samsteypa öflugt stórveldi, en ein þjóð að lokum, á borð við Bandaríkin eða þjóðabrot Sovét- ríkjanna og Kínaveldis. Fullveldi okkar og sjálfstæði er óskert. Við viljum eiga vinsamleg samskipti við Efnahagsbandalag- ið og allar þjóðir þess. En þau viðskipti verða að vera á jafn- réttisgrundvelli. Við látum ekki annað af hendi en það, sem okkur er hagkvæmt, og kaupum ekki annað en það, sem íslenzku þjóðarbúi er nauðsynlegt. Samþykkt ASÍ, hentistefna og glámskyggni Það vakti mikla athygli, þegar á nýafstöðnu ASl-þingi var fagnað „merkum áfanga í sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar“ hinn 1. desem- ber s.l. Í samþykktinni segir enn- fremur: „Ótvíráð yfirráð islendinga yfir 200 sjómílna fisk- veiðilögsögu við strendur lands- ins eru þar með viðurkennd." Stjórnmálaafskipti gera flesta menn einhvern tíma glám- skyggna, en marga oft og einatt bæði glámskyggna og tækifæris- sinnaða. Þegar þetta sama Óslóar- samkomulag var undirritað, boð- aði fjöldi félagasamtaka til úti- fundar á Lækjartorgi, og var Alþýðusamband Íslands þar í broddi fylkingar. í lok fundarins voru samþykkt mótmæli gegn Óslóar-samkomulaginu og þess m.a. krafizt, að Alþingi yrði kallað saman til að móta nýja stefnu, sem fæli m.a. í sér „að samkomu- lagið frá Ósló væri fellt og ákveðið að engir samningar verði gerðir við Breta, nema fyrir liggi skýlaus viðurkenning þeirra um viðurkenningu á 200 mflna fisk- veiðilandhelgi við Island...“ Nokkrum mánuðum síðar lýsir landsþing Alþýðusambands Íslands svo yfir því, að það hafi einmitt verið þetta, sem fólst í samkomulaginu, enda töluðu staðreyndirnar 1. desember, þegar brezku togararnir hurfu af Íslandsmiðum. Á mótmælafund- inum sagði svo sanngjarn maður og raunsær sem Björn Jónsson er m.a.: „Þess vegna komum við hér saman til að mótmæla, mótmæla undanhaldi í unnustríði.mótmæla þeirri aðferð að ríkisstjórnin bindi nú hendur þjóðarinnar í lífshagsmunamáli hennar. ..“ ; og ennfremur, að sigurinn væri að ganga okkur úr greipum, „til óbætanlegs tjóns fyrir land og þjóð, fyrir íslenzka fiskimenn, fyrir íslenzka alþýðu." Þjóð- viljinn kallaði Óslóar- samkomulagið „samningsdrögin frá NATO“ og varaði að sjálf- sögðu kyrfilega við þeim, Farmanna- og fiskimannasam- band lslands krafðist þess, að samningsdrögunum yrði hafnað; miðstjórn Alþýðusambaúds Norðurlands „hefur lýst yfir því að hún muni styðja alla viðleitni verkalýðshreyfingarinnar tii þess að hindra að samningar verði gerðir; Björn Jónsson óttaðist sér- staklega að Efnahagsbandalagið tæki við samningunum, „þarna fáum við sennilega miklu erfiðari viðsemjendur heldur en þó Breta, vegna þess að Efnahagsbanda- lagslöndin öll eru andvíg 200 mílunum og mjög neikvæð í þessari þróun allri. Bretarnir eru Iíklega skástir af þeim“, sagði hann í samtali. Þjóðviljinn varar að venju við yfirlýsingum Morgunblaðsins um stórsigur í Ósló, talar um „varga í véum þjóðareiningarinnar" og varar enn einu sinni við „samnings- drögunum frá NATO“ og „að fórna íslenzkum sigri fyrir orð húsbænda þess hernaðarbanda- lags, sem hefur borið ábyrgð á ægilegum ofbeldisverkum." Afstaða Alþýðuflokksins var með þeim hætti, að ekki er ástæða að tíunda hana svo mjög sem hún ber vitni um hentistefnu og atkvæðaveiðar, enda þótt hún hafi ekki verið í neinu samræmi við almenningsálitið, eins og alkunna er. Sem sagt: þjóðareining gegn einhverjum beztu samningum, sem Íslendingar hafa náð við aðr- ar þjóðir! Og jafnvel Björn Þor- steinsson sagnfræðingur segir í nýútkominni bók sinni Tiu þorskastríð, að Bretar muni ekki hafa talið sig viðurkenna form- lega 200 mílna fiskveiðilögsögu Íslendinga, þótt þeir skrifuðu undir samninginn. Samt vitnar hann í orðalag samningsins, þar sem slík viðurkenning er hverjum manni augljós. Fyrst sagnfræðingurinn og háskólakennarinn sá ekki lengra er ekki furða, þó að pólitíkusum hafi orðið hált á svellinu. En vonandi læra menn af mistökum sinum. Auglýsing um góða islenska tónlist Götuskór er sú hljómplata sem hvað mest á eftir að gleðja alla unnendur ís- lenskrar tónlistar því Götuskór er frumleg en umfram allt einstaklega skemmtileg. itdoðr hf Hljómplötuútgáfan Laugavegi66 Simi 28155 SPILVERK ÞJÓÐANNA GÖTUSKÓR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.