Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976
11
| , WARM ,
TRJAHHINGIR gefa mnna beztar upplýsing
ar um hitastig fyrrí aida. en þaft iná lesa af
breidd þeirra, hversu þétt þeir liggja o s.frv
Hringírnir á teikningunrti eru úr furutré frá
Kaliforníu í Bandarikjunum sem ei mörg
þúsund áia gamalt Þiíir sýna hitastig ailt
aftur til ársins 2000 f Kr. og eiu i samrami
við veðurfar annars staðar í heiminum.
20C0
t880 upphat 60 »r» tímabiis ptiejar
Icliulf«ml«i8slan pifcst samlara meiu
fólksljofda Aukið C02 i aridrúmsloft
1400 — 1800 Kufdatfmahi! «
Kalíforniu A sama twa var wokofíuð
fOOO ,*,,a 1 Pvrópu.
1000 1300 Hlynai i Kaiiforniu
Sama átii sér stað á N
. V.9P Ail»«»t»h»fssvf»ð«»iu Vikimjar so»)»«>»
a8 i Islandí op Graaniandi
A. D.
B. C.
300
Röniv
400 Mfýtt ttg {xiVfl GiiHold
SÖ0 I K< Kaft 09 úrkoma oykst Joklar
, 500 i N Ameiiku va*ð
£0G 860 f.Kr Statkkuð tnyml »1
triáhringiuin sýnir ársveðurfar «‘ K.tli
Ir»rn»u & sania tln><> 09 veriR var að reisa
fyrsta hufift í Jerúsatem oy upphaf
Karþapox'kiit
1626 f K« Orþunnur hrtnyur cftii atai
kalt wmar. betla á« yaus Tftera i £yj»
hatimi «>g kann »8 h»f» ka?ft andivms
ioftið með osku sem endurvarpar ijúsi
sdlarimiar
Eru eldgos orsök breytinga í veðurfari eða afleiðingar?
að færa okkur inn i nýja ísöld,"
segir Murray Mitchell, „þá erum
við um leið að hita upp andrúms-
loftið með kolsýru og vinnum þar
með gegn eðlilegri þróun veður-
fars. Ég vildi gjarnan fá að vita
hvort aflið verður ofan á, þó ekki
væri nema fyrir barnabörnin
mín.“
Annar visindamaður dr. Reid
Bryson við Wisconsin-háskóla,
kallar áhrif allra loftmengunar-
valda mannsins „mannlegt eld-
fjall". „Við erum vissulega farin
að segja til okkar i andrúmsloft-
inu, við gætum jafnvel gert út-
slagið á annan hvorn veginn,"
segir hann. „Mannskepnan getur
raskað jafnvæginu svo, að það
hafi afgerandi áhrif — e.t.v.
valdið hungurdauða mannkyns-
ins.“
Vísindamenn vinna nú að því
að meta hver áhrifin eru nú og
hver þau gætu orðið síðar. Rann-
sóknir eru gerðar á loftinu yfir
stórborgum, í verksmiðjum sem
framleiða mikinn hita við vinnslu
og á öðrum áhrifavöldum, sem til
greina koma. Hér er um að ræða
óviljandi áhrif en maðurinn
hefur líka viljandi áhrif á veður,
t.d. með því að búa til rigningu
yfir þurrkasvæðum, dreifa skýja-
bólstrum yfir flugvöllum o.s.frv.
Slíkar tilraunir eru enn ungar að
árum og enn er lítið vitað um
afleiðingar þeirra. E.t.v. er hægt
að breyta veðurfari landsvæðis,
en sá möguleiki er einnig fyrir
hendi, að þá verði um leið hrund-
ið af stað öæskilegum breytingum
annars staðar um leið. Tilraunir
af þessu tagi krefjast því mikillar
varkárni og þekkingar og þær
gætu haft hrapallegar
afleiðingar.
Enginn veit t.d. hvaða áhrif það
hefur að ryðja niður skógarflæm-
um til að gera landið ræktanlegt.
Hvaða áhrif hefur aukið skýjafar
á helztu flugleiðunum kringum
hnöttinn? Eða breytingar árfar-
vega við stífluframkvæmdir?
Hugsum t.d. um þá staðreynd, að
ferskt vatn flýtur ofan á söltu
vatni og frýs fljótar. Minna fersk-
vatn í Suðurhafi myndi minnka
ísrek, skipaleiðir myndu haldast
opnar lengri tíma ársins, jafnvel
gera Suðurhöf íslaus, þegar
minna magni sólarorku yrði
endurvarpað og höfin því hitna.
En. . ., íslaust hafið myndi þýða
meiri uþpgufun líka, og þar með
aukna úrkomu, sem aftur myndi
valda vaxandi stærð jökla. Hvað
þá?
Eða ef fyllt væri upp í Bering-
sundið? Þá myndu hafstraumar
sem nú fara þar í gegn, leggja leið
sína niður til Kyrrahafsins og
gjörbreyta veðtinu í Norður-
Ameríku. Þannig mætti halda
lengi áfram, rasa um ráð fram í
tilraunum til að bæta hag okkar á
jörðinni.
Eins og fram kom hér að ofan,
var öldin frá 1875 til 1975 einhver
sú hlýjasta sem um getur. Hér er
að sjálfsögðu um að ræða hita-
stigstölur. Síðan 1940 hefur orðið
greinileg lækkun á þeim tölum.
Enski veðurfræðingurinn Hubert
Lamb sýnir í skýrslum síflum, að
vaxtatímabil gróðurs á Englandi
hefur stytzt um 9—10 daga á
árunum 1950 til 1966. I
miðvesturhluta Bandaríkjanna
hafa sumarfrost hvað eftir annað
eyðiiagt uppskeru á þessu sama
timabili. Hafís situr um strendur
Kenning Milankovitch: Breyting-
ar á sporbaug jarðar um sólu
breyta orkumagninu, sem nær til
okkar.
Á fsöldum eru jöklar stærri og
kæla jörðina. þar eð um meira
endurskin er að ræða. Jökull
norðurskauts náði niður til mið-
hluta N-Ameriku fyrir 18.000
árum siðan.
Kalt loft frá norðurpðl. Straumar
þess breytast og þá um leið veður-
far innan markanna.
tslands eftir 40 ára fjarveru. Jökl-
ar á Alaska og á Norðurlöndum
standa nú i stað en minnkuðu
áður, í Sviss hafa sumir jöklar
jafnvel byrjað að vaxa. En —
samtsem áður voru sumurin 1973
og 1975 þau hlýjustu um áratuga-
bil í vesturhluta Rússlands og i
Evrópu. Og skemmst er að
minnast hitanna þar nú í sumar.
Nýlegar rannsóknir gefa til
kynna, að suðurhluti jarðar sé að
hlýna að svipuðu marki og
norðurhluti virðist kólna.
„Það er mögulegt, að nú sé að
hefjast nokkurra áratuga timabil
hlýskeiðs," segir dr. Broecker,
veðurfræðingur við Colombia-
háskóla. Hann bendir á aukningu
kolefnis í andrúmsloftinu, sem átt
hefur sér stað frá því að iðn-
bylting hófst. Slík aukning veldur
upphitun og hún heldur áfram;
gert er ráð fyrir 20% aukningu
kolefnis árið 2000 frá 1850, en
sem stendur nemur hún um 10%.
Aðrir veðurfræðingar neita
þessari kenningu og halda fram
að aukin úrgangsefni frá mannin-
um í andrúmsloftinu valdí endur-
varpi orku frá sólinni og þar með
kælingu.
Þannig halda veðurfræðingar
áfram að deila um kenningar og
engum þeirra er unnt að svara
brennandi spurningu leikmanna
— hvernig verður veðrið?
Þýtt:
The National Geographic.
veðurs. Meðal þessara eru dr.
Matthews sem starfar við Brown-
háskólann í Bandaríkjunum.
„Breytingar íss yfir í vatn og
aftur i ís vegna kólnandi veðurs,
kunna vel að hafa áhrif á jarð-
skorpuna undir niðri, sem valda
jarðhræringum og gosum.“
SlÐAST EN
EKKI SÍZT,..
Þannig heldur listinn yfir
mögulegar orsakir veðursins
áfram, án þess að vísindamenn
geti komizt að neinni niðurstöðu
um réttmæti kenninga sinna. En
þeim kemur saman Um eitt, ný öfl
hafa skorizt í leikinn og það erum
við sjálf, mannskepnan. 1 fyrsta
sinn í sögunni virðast aðgerðir
mannsins vera farnar að hafa
áhrif á veðrið i 'álíka ríkum mæli
og náttúruöflin.
„Ef náttúran er i raun og veru
6T’ Fahrer.heit
DOWNTREND Ceístus 16"