Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976 Loftleiðasaumaklúbbur í 31 þúsund fetum: SAUMAKLtJBBAR eru eins og ailir vita alíslenzkt fyrirbæri, sem starfa jarðbundnir yfir vetrar- tímann, en fremur mun sjaldgæft að þeir séu haldnir f 31 þúsund feta hæð og þátttakendur séu 4 Loftleiðaflugstjðrar, tveir hátt yfir svörturstu Afríku og tveir yfir Atiantshafi. Þetta kom fyrir á fimmu- dag er 4 Loftleiðavélar LL 801 undir stjórn Haralds Snæhólms yfir Skotlandi, LL 203 undir stjórn Árna Fals Ólafssonar, milla ts- lands og Skotlands, FLA yfir Port Sudan undir stjórn Dagfinns Stefáns- sonar og FLB milli Chad og Karthum undir stjórn Guðlaugs Helgasonar, náðu samhandi sfn á milli og gátu miðlað hver öðrum af fréttum í 20 mfnútur áður en samband rofnaði. Harald Snæhólm sagði í samtali við Mbl. að Loftleiðaflugmennirn- ir reyndu oft að kalla hver annan upp á ákveðnum bylgjum á heila tímanum og í fyrradag hefði stað- ið svo skemmtilega á að þeir hefðu náð saman fjórir. Hefðu menn haft hraðan á að skiptast á fréttum, Afrikufararnir hefðu haft mestan áhuga á að fá fréttir af landhelgismálinu og hinum t Útför THEÓDÓRU KRISTMUNDSDÓTTUR. Lambastekk 5. fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 20 desember kl 1 30 e h Ulrich Richter. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vmáttu við andlát og jarðarför eigmmanns míns, föður, tengdaföður og afa,, FRIOFINNS ÁRNASONAR. Miklubraut 62. Þökkum einnig starfsfólki taugadeildar Landspítalans fyrir góða hjúkr- un og umönnun Sigurlaug Albertsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Faðir minn JÓNJÓNSSON frá Kaldbak, Suður Þingeyjarsýslu verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 22 desember kl 1 30 Fyrir hönd systkma minna Egill Jónsson. t Móðir mín, ANTONIE LUKESOVA, frá Prag, sem andaðist 14: desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þnðjudaginn 21 des kl 3 e h Jarmila Ólafsson, /Egir Olafsson og fjölskylda. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andlát og útför HARALDAR HLÍÐAR HERMANNSSONAR, Strandgötu 11. Patreksfirði. Þórunn Haraldsóttir og fjólskylda. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við fráfall og útför eiginmanns, föður, tengdaföður, sonar og bróður okkar BORGÞÓRS GUÐMUNDSSONAR vélvirkja, Unufelli 46, • Karen írene Jónsdóttir Guðmundur Bergmann Borgþórsson Birgir Þór Borgþórsson Kristin M. Hallsdóttir Baldur Borgþórsson Ragnar Borgþórsson Gislína Þórðardóttir Guðmundur Jóhannsson. og systkini hins látna. 4 áhafnir yfír Afríku og Atlantshafí náðu sam- bandi á sömu bylgjunni aðskiljanlegu sakamálum sem I gangi eru, veðri, jólaundir- búningi o.s.frv. Hefði verið leyst greiðalega úr spurningum þeirra. Guðlaugur Helgason á FLB var ásamt áhöfn sinni að ljúka 22. ferð Loftleiða i þessum áfanga Pilagrfmaflugsins og hafði viðdvöl þeirra i Jadda aðeins ver- ið 3 klukkustundir, sem var algert met, því að biðin hefur farið upp í 40 klst. Hafði flugið að sögn Guð- laugs gengið mjög vel og voru áhafnirúar vongóðar um að komast heim fyrir jól. Leiðinda- verður hafði þá verið í Kano í heila viku, sandstormur og kalt, og fór hitinn niður I 14 gráður á nótunni. Allir voru þar frfskir og nokkur spenningur um hvort þeim tækist að ná jólunum heima. Alls urðu þátttakendur í þessum saumaklúbb 10, þvf að aðstoðar- flugmennirnir náðu líka að leggja orð f belg og Jófrfður Björnsdóttir yfirflugfreyja á LL 801, fékk að tala við Lindu Ríkharðsdóttur á FLB. Að sjálfsögðu var svo mikið að gera hjá flugfólkinu á 203 og 801 er til Islands kom við að hringja í fjölskyldur Afríkufar- anna og segja þeim fréttir. Sagði Harald að þetta hefði verið einkar ánægjulegar og sérstæðar 20 mínútur, sem Loftleiðafólkið hefði átt þarna í háloftunum, sannkallaður saumaklúbbur mið- að við hraðann, sem menn urðu að hafa á f samtölunum. Lagleg gjöf frá Líbanon Já - Staccato stóllinn er frá Líbanon. COVIO Klæddur geitaskinni. Ein höíiiðprýði jólaúrvalsins í DÚNA núna. Staccato kostar þó ekki nema 64 þúsund krónur. Komdu í Dúna núna og kynnstu húsgögnum sem gefa stemmningu í stofúna þína. DUNA Síðumúla 23 - Sími 84200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.