Morgunblaðið - 19.12.1976, Síða 7

Morgunblaðið - 19.12.1976, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976 7 í fangabúðum SÍÐASTA sunnudag skild- umst við við Jóhannes skír- ara þar sem hann er fangi Heródesar konungs í Makkeruskastalanum. Nú skulum við vitja hans á þeim skuggalega stað og rifja upp ömurlega sögu, sem guðspjallið segir. Þargengur yfir hann ógurleg raun. Sonur eyðimerkurinnar, barn hins ferska fjallalofts og frelsis, þjáist í daunillum, loftlausum fangaklefa i fjötr- um. Þar brotnar þrek hins sterka manns um stund. Þá sorgarsögu kunnum við af mörgum öðrum sannleiks- vottum að segja, sem fjötrað- ir þjáðust i fangaklefum harð- stjóranna. Af öllum mætti sinnar máttugu sálar hafði Jóhannes trúað því að hinar gömlu en sívakandi messíasarvonir þjóðarinnar væru að rætast, frelsari mannanna stæði nú þegar mitt á meðal þeirra. Af heilögum eldmóði hafði hann lýst yfir þvi, að það væri sitt hrós, sinn heiður að vera auðmjúkur fyrirrennari hans, ekki verðugur þess að leysa skóþveng hans en trúað þó fyrir því vegsamlega hlut- verki að greiða honum veg og nema burt hvassasta grjótið úr götu hans. En nú eru orðin ömurleg veðrabirgði. í fúlum fanga- klefa Heródesar virðist viðnámsþróttur hins þrek- mikla manns hafa brotnað og nistandi efi um það, sem hann hafði trúað á sem sitt stóra hlutverk, hafði læðzt að sálu hans. Hann sendir nokkra lærisveina sína, sem hann náði til, á fund Jesú með spurn, sem brann i sálu hans: „Ert þú sál, sem koma á, eða eigum vér að vænta annars?" Sú eldraun hefur yfir marga aðra sannleiksvotta gengið i myrkrastofum harðstjóranna, að þrekið brotnaði, þeir fóru að efa sjálft köllunarverkið og afneita því, sem þeir voru sannfærðir um meðan þeim var að öllu sjálfrátt. Sú sorgarsaga er gömul og við þekkjum hana enn á síðustu árum. í eldraun fangaklefans fóru menn að játa það, sem þeir hefðu aldrei goldið jákvæði áður, og jafnvel að játa á sig sakir, sem þeir höfðu aldrei verið sekir um. Píslartólin geta lamað hinn sterkasta vilja. Glæpsamlega notuð deyfilyf og innilokun heilbirgðra manna i geð- veikrahælum geta brjálað dómgreindina. Dæmin eru bæði gömul og ný. Galdra- brennurnar geyma margar skuggalegar sögur. Pólitískir valdhafar hefa drýgt og drýgja margan slíkan dökkan glæp. Og i nafni kristni og kirkju hafa mörg slík voða- verk verið unnin. Þegar ein af furðulegustu persónum mannkynssögunn- ar, mærin frá Orleans, ennþá barn að aldri, kannaði djúp mannlegra þjáninga, ein á valdi ruddalegra fjandmanna i skuggalega kastalanum í Bretagne, bugaðist þrek hennar um sinn og hún fór að efa köllunarverk sitt og raunveruleik hinna himnesku radda, sem hún hafði heyrt. Raunar náði hún aftur valdi á sjálfri sér, dó eins og hetja og hrópaði hárri röddu: JESÚS! meðan hún hneigði deyjandi höfði í eldslogunum. En í kvölum fangaklefans hafði þrek hennar brostið um sinn. „Ert þú sá, sem koma á, eða eigum vér að vænta annars?" Þessa sáru spurn bera nokkrir lærisveina JóhannesarJesú, og hann sendir þá til Skírarans aftur með svar, sem hann vonar að lækni efasemdir hans, svo að stormasálin finni frið. En þá átti Jóhannes skammt eftir ólifað. Þá lauk þessi stórbrotni maður lifi sínu, fyrir böðulshendi eins og fjölmargir sannleiksvottar fyrr og siðar. Þessa manns lætur kirkjan okkur minnast þegar líður að jólum. Hann var fyrirrennar- inn, einn þeirra mörgu i ald- anna rás sem sáu á undan öðrum bjarmann af nýjum degi. Allir dóu þeir áður en dagurinn reis í fullum Ijóma Við minnumst Jóhannesar, en við hugsum þó fyrst og fremst um hann, sem aðventan boðar að nú sé i 'nánd. Hann er sólin, sem allar stjörnur lýsir. En á þess- um sunnudegi erum við einnig minnt á Jóhannes og marga aðra, sem trúir allt til dauða greiddu sannleikanum veg. Blessaður sé morgunroð- inn, sem boðar að brátt sé sólarvon. Morgunroðinn er ekki sólin sjálf en hann er blik af hennar blessaða Ijósi. LAPPONIA skartgripir frá Finnlandi KJARTAN ÁSMUNDSSON gullsmiður — Aðalstræti 8. B3 Z 325 Electrolux ryksugan hefur ir 850 watta mótor, if Snúruvindu, if Rykstillir o.fl. o.fl. kosti VERÐ AÐEINS KR 55.400 — V Vorumarkaðurinn hí. Ármúla 1A, húsg.deild s. 86-112. Matvörudeild s. 86-111, vefnaúarvörud. s. 86-113, heimilistækjadejld s. 81680. / Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: Verðtryggð spariskirteini rikissjóðs 1966 1 flokkur Kaupgengi pr. kr. 100.— 1544 76 1966 2 flokkur 1450 67 1 967 1 flokkur 1363 74 1967 2 flokkur 1355 16 1968 1 flokkur 1 187 68 1968 2 flokkur 1117 57 1969 1. flokkur 835 72 1970 1 flokkur 768 76 19 70 2. flokkur 567 61 1971 1. flokkur 538 1 7 1972 1 flokkur 471 96 1972 2 flokkur 408 70 1973 1 flokkurA 31 7 70 1973 2 flokkur 293 70 1974 1. flokkur 203 96 1975 1. flokkur 163 59 1 975 2 flokkur 1 24 85 Happdrættisskuldabréf rikissjóðs 1972 A Kaupgengi pr. kr. 100.— 369 72 (10% afföll) 1974 E 169 74 (10% afföll) Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: Verðtryggð spariskírteini rikissjóðs: Sólugengi pr. kr. 100.— 1965 1 flokkur 1928 44 1976 2 flokkur 100 00 Happdrættisskuldabréf rikissjóðs: Sólugengi pr. kr. 100.— 1974 D 244.14 (8.4% afföll) Verðskuldabréf: 3ja ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum (36% afföll) 5 ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum (45% afföll) PJÁnPEfTinCARPÉIflC ÍflAflÐS Hft Verðbréfamarkaður Lækjargötu 12, R (Iðnaðarbankahúsinu) Sími20580 Opið frá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga. KONICA Áfast leifturljós Sjálfvirk á hraða Sjálfvirk á Ijósop Sjálfvirk á flash Öll þægindi í einni lítilli vél

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.