Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976 Frá aðalfundi Samtaka sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi: Skorar á Alþingi að lagf æra mismun á kosningarétti Ný leiðabók SVR STRÆTISVAGNAR Reykjavíkur hafa nýlega gefið út nýja leiðabók, en þar er að finna allar nauð- synlegar upplýsingar um tímaáætlanir, akstursleiðir strætisvagnanna o.fl. Með tilkomu þessarar leiðabók- ar eru úr gildi fallnar allar fyrri bækur og upplýsingar um sama efni. Bók þessi verður til sölu á Hlemmi, Lækjartorgi og í skrif- stofu SVR að Hverfisgötu 115. AÐALFUNDUR Samtaka sveitar- félaga I Reykjanesumdæmi, S.A.S.t.R., var haldinn fyrir nokkru I Munaðarnesi. Flutt var skýrsla stjórnar samtakanna og reikningar skýrðir. Á árinu komu út skýrslur um stöðu sjávarútvegsins á Reykja- nesi og Reykjavíkursvæðinu sem Reykjavík og S.A.S.I.R. standa að. Þá kom það fram að á næsta ári muni koma út skýrsla um könnun á málefnum aldraðra í kjördæm- inu, sem unnað hefur verið að s.l. þrjú ár. Er þess vænst, að þar sé að finna gagnlegar upplýsingar varðandi aldraða í kjördæminu. Helgi Jónasson fræðslustjóri flutti skýrslu um störf fræðslu- ráðs og fræðsluskrifstofunnar sem tók til starfa á árinu. Einnig flutti Halldór E. Sigurðsson sam- gönguráðherra erindi um sam- göngu-, hafna- og símamál kjör- dæmisins. Meðal ályktana sem samþykkt- ar voru á fundinum eru: 1) Aðalfundur S.A.S.I.R. telur að ekki sé lengur hægt að una þeirri mismunun á kosningarétti sem íbúar Reykjaneskjördæmis eiga við að búa. Aðalfundurinn skorar því á Alþingi að hraða nauðsyn- legum aðgerðum, sem tryggi ibú- um Reykjaneskjördæmis sam- bærilegan rétt til kosninga til Al- þingis og aðrir kjósendur njóta. 2) Aðalfundur S.A.S.Í.R. fagnar stofnun fræðsluskrifstofu Reykjanesumdæmis og samþykk- ir að skora á Alþingi að tryggja fræðsluskrifstofunum I landinu starfsgrundvöll svo sem til er ætl- ast í grunnskólalögunum með því að tryggja tekjustofna til þeirra. 1 stjórn samtakanna voru kjörn- ir: Eiríkur Alexandersson, bæjar- stjóri i Grindavik, formaður, Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri i Keflavík, varaformaður, Björn Ólafsson, bæjarfulltrúi í Kópa- vogi, Salóme Þorkelsdóttir og Magnús Erlendsson, bæjarfull- trúi á Seltjarnarnesi. Kveikt á jólatré í Kópavogi Við bjóðum yður velkomin í Rosenthal verzlunina, Laugavegi 85. Við sýnum og seijum hinar heimsfrægu postulínsvörur frá Rosenthal, — gullfallegar vörur og gulltryggðar. Verógildi Rosenthal, sem felst m.a. í því aó Rosenthal postulín er aóeins til í fyrsta gæóaflokki, lækkar ekki meó árunum. Þess vegna eru margir, sem fjárfesta í Rosenthal. Enda eru vörurnar listaverk, sem halda alltaf fullu verógildi. Safnarar um allan heim, safna hinum víðfrægu jólaplöttum frá Rosenthal, en færri fá en vilja. Safnaraverð jólaplatta frá árinu 1971 er í dag áætlaó kr. 200.000.— væri hægt að fá hann keyptan. Komið og skoðið Rosenthal. Það kostar ekkert að kynna sér möguieikana^ioserithal safni. Rosenthal — gullfallegar vj^fV — gulltryggðar. A. EINARSSON & FUNK Sunnudaginn 19. desember kl. 16.00 verður kveikt á jólatrénu I Kópavogi, en tré þetta er gjöf frá vinabæ Kópavogs I Sviþjóð, Norrköping. Við athöfn við jóla- tréð mun sænski sendiherrann, Olav Kaiser, afhenda tréð og kveikja á því, og forseti bæjar- stjórnar Kópavogs, Axel Jónsson, mun flytja ávarp. Loks mun svo skólahljómsveit Kópavogs leika við framangreinda athöfn. „Nætur- frost” UNGT skáld hefur nú kvatt sér hljóðs með sinni fyrstu ljóðabók, sem ber nafnið Næturfrost. Höf- undurinn er Pétur önundur Andrésson og er hann 24 ára gam- all kennari í Reykjavik. Hann gerði sjálfur kápumyrjd bókarinn- ar, sem er 44 blaðsiður og fjölrit- uð í Letri h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.