Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976 39 Forn frægðarsetur Níu þættir um forn höfuðból og kirkju- staði eftir síra Agúst Sigurðsson Ný ljóðabók: Leyndarmál steinsins SKAKPRENT hefur sent frá sér ljóðabókina „Leyndarmál steins- ins,“ eftir Hafstein Stefánsson. Hafsteinn Stefánsson er frá Högnastöðum við Eskifjörð, og fluttist ungur til Vestmannaeyja. Hann sat í bæjarstjórn Vest- mannaeyja frá 1970—1974 og tók mikinn þátt i félagsmálum sjómanna I Eyjum. Leyndarmál steinsins er alls 176 bls. að stærð og er I vönduðu skinnbandi. Helgi Sæmundsson sá um útgáfuna og Guðjón Ólafs- son hefur myndskreytt. Bókin er prentuð og sett hjá Skákprenti, en Bókbindarinn hefur bundið bókina. ____ Firmakeppni TR að ljúka FIRMAKEPPNI Taflfélags Reykjavfkur lýkur um helgina. I dag verður teflt ( undanúrslitum í skákheimilinu við Grensásveg og hefst keppnin klukkan 14. Urslit- in fara fram á sama stað n.k. mánudagskvöld klukkan 20. Alls tóku 256 firmu þátt i keppninni, og eru 45 eftir. Meðal keppenda eru Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigurjónsson, og eru þeir að sjálfsögðu enn með i keppninni. Firmakeppnin mun hjálpa TR nokkuð I fjárhagserfið- leikum félagsins. — Skattalaga- frumvarp Framhald af bls. 1. kerfi, þar sem ákveðnir lið- sér laun og tap af slikum rekstri fæst nú ekki lengur til frádráttar launatekjum. 0 Þá er framkvæmd skatt- lagningarinnar öll styrkt. Gert er ráð fyrir að ríkis- skattanefnd verði nú skip- uð mönnum, sem hafa það að aðalstarfi og verður hún sem eins konar dómstóll f skattamálum. Viðurlög við skattsvikum eru verulega þyngd. Aðdragandi að gerð þessa frumvarps er orðinn alllangur — að því er segir í greinargerð með frumvarpinu. Gerð þess hófst upphaflega að til- hlutan Magnúsar Jóns- sonar fjármálaráðherra, en sfðan lét Halldór E. Sigurðsson halda verkinu áfram. Matthías Á. Mathie- sen leggur nú frumvarpið fram. Eins og áður segir er ein megin- breytingin í skattlagningu hjóna sú að framtöldum tekjum er nú skipt niður á milli þeirra til helminga við útreikning á skattin- um. I stað 50% frádráttarins, sem nú er í gildi og kona hefur haft vegna útivinnu sinnar, kemur ákvæði sem segir að vinni þau sameiginlega meira en 12 mánuði á ári, skuli þau fá svokallaðan heimilisafslátt. Skiptir ekki leng- ur máli — samkvæmt frumvarp- inu, hvort hjónanna vinnur úti, kyngreining er ekki lengur fyrir hendi. Auk þess fólks sem vinnur úti meira en 12 mánuði og á börn, fær það sérstakan barnabótaauka vegna kostnaðar við að hafa börn á barnaheimili. Meginhluti frádráttarkerfisins, sem gilt hefur verið, er felldur niður. Er t.d. hætt við að reikna mönnum eigin húsaleigu af íbúðarhúsnæði og gjöld vegna húsnæðisins eru jafnframt felld niður. Viðhaldskostnaður af ibúðarhúsnæði er þó í frumvarp- inu í mynd viðhaldsvinnuafslátt- ar. I stað frádráttarkerfisins kem- ur afsláttarkerfi frá skatti, er hann hefur verið reiknaður út. I 63. gr. frumvarpsins eru þessir afslættir tilgreindir. Launaaf- sláttur er t.d. 2% af tekjum manna. Heimilisafsláttur er 60 þúsund krónur hjá hjónum sam- eiginlega enda hafi þau vinnu sem nemur 24 mánuðum á tekju- ári, en hver mánuður er þar met- inn á 5 þúsund krónur. Sama heimilisafslátt hefur einstætt for- eldri með barn undir 16 ára aldri. Vaxtaafsláttur kemur í stað vaxtafrádráttar og eru vaxtagjöld framteljanda þá umreiknuð í þennan afslátt, þannig að 25% eða fjórðungur vaxtaútgjalda. Þetta veldur því að vextir lenda því ávallt I sama skattþrepi og vega því jafnmikið hjá hátekju- mönnum sem lágtekjumönnum. Viðhaldsvinnuafsláttur er einnig fjórðungur útlagðs viðhaldskostn- aðar ibúðarhúsnæðis, en þar er sett hámark 5 þúsund fyrir ein- stakling, en 10 þúsund krónur fyrir hjón. Um söluhagnað íbúðarhúsnæðis gilda þær reglur að hver einstaklingur má eiga 3 íbúðir og er söluhagnaður þeirra ekki skattiagður, hafi viðkomandi átt eignirnar lengur en 5 ár. Ibúðarhúsnæði, sem er umfram 3 ibúðir, eða söluhagnaður af því verða skattlögð sem söluhagnaður í atvinnurekstri. 1 eigin atvinnurekstri verða menn samkvæmt frumvarpinu að reikna sér tekjur og færa laun til gjalda i atvinnurekstrinum og til tekna sem launatekjur. Tap á atvinnurekstri fæst ekki til frá- dráttar launatekjum og þvi þurfa menn að reikna sér laun og sé tap á atvinnurekstrinum fæst það ekki til frádráttar öðrum launum. Menn koma þvf til með að greiða skatt samkvæmt frumvarpinu, þrátt fyrir taprekstur. Tapið fæst hins vegar yfirfært til næsta árs eða þar til það er uppurið á móti atvinnurekstrartekjum. Reglur um meðferð fyrninga breytast verulega og er það kerfi, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, mun einfaldara en það kerfi, sem í gildi er. Meginbreytingin er að fyrningar af lausafé manna eru reiknaðar í einu lagi af bókfærðu verði, þ.e.a.s á nettóverði, upphaf- legu kostnaðarverði af frádregn- um áðurfengnum fyrningum. Áður voru fyrningar ávallt reikn- aðar af kostnaðarverði. Fyrn- ingarreglurnar eru mjög tengdar söluhagnaðarreglum og með öðrum hætti en i núgildandi lögum. I raun er gert ráð fyrir meiri skattlagningu söluhagnaðar I atvinnurekstri. Margar breytingar og miklar eru I frumvarpinu, er kannski varða ekki svo mjög hinn al- menna skattborgara, en þar er verið að umsemja ýmis atriði er varða framkvæmd, svo sem áður er getið. Eru þar atriði er varða framkvæmd, innheimtu og ábyrgð á skattgreiðslum. Um skattstiga manna segir í frumvarpinu að af fyrsta 900.000 króna skattstofni skuli reiknast 20% tekjuskattur, en af þvi sem er umfram það mark 40% tekju- skattur. Persónuafsláttur ein- staklings er 163.000 krónur en fyrir hvort hjóna 115.000 krónur. Siðan er fjallað um skattaafslætti þá, sem hér hafa áður verið gerðir að umræðuefni, en síðan er fjall- að um barnabætur. Með fyrsta barni eru barnabætur 47.700 krónur, en 71.100 með hverju barni umfram eitt. I ákvæðum frumvarpsins um eignaskatt segir að af fyrstu 6 milljónum króna greiðist enginn eignaskattur sé um einstakling að ræða, en 0.8% af þvi sem umfram er 6 milljónir. Sé um hjón að ræða er upphæðin, sem ekki greiðist af, 4,5 milljónir, en umfram hana er eignaskattur 0.8%. Lögaðilar, þ.e. skattskyld fyrirtæki, greiða 1,4% í eignaskatt af eignaskattsstofni. I lokagrein frumvarpsins, sem er númer 121 segir að lög þessi öðlist gildi þegar í stað og komi til framkvæmda við álagningu skatta á árinu 1978 vegna tekna á árinu 1977 og eigna í lok þess árs. Nú þegar alþingismenn fara í jólaleyfi, er gert ráð fyrir því ‘að fjárhagsnefndir beggja deilda fái frumvarpið til skoðunar og er jafnvel búizt við því að nefndirn- ar muni skila I frumvarpsformi er þing kemur úr jólaleyfi frum- vörpum um þau atriðí frumvarps- ins, sem hugsanlega gætu tekið gildi við álagningu skatta á gjaldaárinu, sem i hönd fer. BÓKAMIÐSTÖÐIN hefur gefið út bókina Forn frægðarsetur eftir sfra Ágúst Sigurðsson á Mælifelli. 1 bókinni eru nfu þættir um sögu fornra höfuðbóla og kirkjustaði. Saga kirkjustaðanna er rakin, Hyggst reisa mótel í R.vík Á FUNDI borgarráðs Reykjavíkurborgar nú i vikunni var lagt fram erindi Jóns Ragnarssonar varðandi umsókn um lóð undir mótel. Erindinu var vísað til meðferðar löðarnefndar og skipulagsnefndar. STJÓRNSKIPAÐRI nefnd, sem fjallar um málefni Islands og Kanada, hefur verið falið að ráða ritstjóra að blaði V-Islendinga, „Lögbergi-Heimskringlu". Að sögn Heimis Hannessonar, for- manns nefndarinnar, hafa 13 sýnt presta þeirra, sem mest kvaó að, svo og ábúenda og kirkjuhaldara fyrr á öldum og fram til vorra daga. Fjöldi teikninga eftir kunna listamenn prýðir bókina, svo og um tvö hundruð ljósmyndir og uppdrættir. Höfundurinn, sfra Ágúst Sigurðsson á Mælifelli I Skaga- firði, hefur ritað mikið um sögu og þjóðlegan fróðleik í blöð og tlmarit og er kunnur fyrir útvarpsþætti um viðfangsefni bókarinnar. I bókinni fjallar hann um Möðrudal á Efra-Fjalli, Vallanes á Völlum, Klyppstað i Loðmundar- firði, Breiðavíkurþing á Snæfells- nesi, Breiðabólsstað á Skógar- strönd, Breiðabólsstað i Vestur- áhuga á starfinu, en nefndin mun hafa fullt samráð við stjórn Blaða- mannafélags tslands við ráðingu í starfið. Sagði Heimir, að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um ráðningu ritstjóra, en þess yrði ekki langt að bíða. hópi, Mælafell í Skagafirði, Kvía- bekk í Ólafsfirði og Svalbarð aí Þistilsfirði. Eldur í vélarrúmi Flosa SU Skipverjum tókst að slökkva eldinn I GÆRMORGUN kom upp eldur i vélarrúmi Flosa SU, þar sem báturinn var staddur skammt suð- ur af Hvltingum. Skipverjum tókst að slökkva eldinn og ræsa aðalvél á ný og komst báturinn hjálparlaust til heimahafnar, Fáskrúðsfjarðar, um hádegisbilið í gær. Hafnarradió I Hornafirði til- kynnti um eldinn i Flosa kl. 4.42,i gærmorgun og hafði tilkynningar- skyldan þá samband við öll skip á svipuðum slóðum, en þau reynd- ust öll vera nokkuð langt undan. Hvanney frá Höfn i Hornafirði lagði af stað með slökkvidælur og menn rétt rúmlega fimm og hélt í átt til Flosa og stuttu siðar náði Nes-radíó sambandi við varðskip á Norðfjarðarflóa og lagða það þegar af stað. Klukkan 5.15 tilkynnti Flosi að búið væri að slökkva eldinn og klukkustundu síðar lagði Flosi af stað til Fáskrúðsfjarðar. Elsupptök voru ekki kunn, þegar Mbl. fór i prent- un nS Jólagjöf tí/ gagns og ánægju er REIKNIVÉL frá Aöeins 7 m.m. þykkt. Hleöslutæki fylgir. Engar rafhlööur. Hljómdeild (lljí) KARNABÆR ' LAUGAVEG 66 Simi *rá skiptiborði 28155 „Lögberg-Heimskringla”: 13 sýna áhuga á ritstjórastarfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.