Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976 I x<%. Gamli tíminn í myndum ALMENNA bókafélagið gaf nýlega út veglega bók með Ijósmyndum Sigfúsar Eymundssonar. Er hér um að ræða heillandi fróðleik í myndum, með glöggum sk 'ringartextum. í bókinni eru 97 myndir, 65 frá Reykjavik og 32 af landsbyggðinni. Skal ekki orðlengja frekar um bókina að þessu sinni, enda segja myndirnar sjálfar meira en mörg orð. Nr. 1 (nr. 61 í bók, bls. 90—91) Úr Sundlaugunum, nemendur úr Lærða skólanum læra sund. — Hér eru laugarnar aðeins hiaðnar upp úr grjóti og sundskýlið stendur úti í þeim miðjum. Nr. 2 (Nr. 33 í bók, bls. 55) Útskipun á saltfiski um aldamótin. — Uppskipunarbátarnir eru venjulegir fiskibátar með Engeyjarlagi og er fiskurinn fluttur um borð I eitthvert gufuskipanna í höfninni. Af þeim þekkjast Ceres, stóra skipið lengst til vinstri, Hólar fjærst fyrir miðju, varðskipið Heimdal og Botnía til hægri. Nr. 3 (nr. 18 í bók, bls. 37). Austurstræti og Vesturbærinn 1875. Hús Sigfúsar Eyi. jndssonar er handan lækjarins til vinstri og hefur enn ekki verið byggt ofan á norðurendann. Glasgow gnæfir yfir i Grjótaþorpinu og hægra megin við það sjást húsin við Hlíðarhúsastíg, síðar Vesturgotu Nr. 4 (nr. 30 i bókinni, bls 51) Þau voru mörg falleg húsin i gamla daga. Þetta er Vesturgata 18, hús Árna Eiríkssonar kaupmanns og leikara, sem stendur hér á troppunum Nr. 5 (nr. 77 í bók, bls. 107) Akureyri, verzlunarhús Gudmannsverzlunar niður undan Búðagili. Verzlunarhúsið sjálft til vinstri, tvilyft með áletruninni Gudmanns Efterfölgers verzlun. Danski fáninn og fáni Sameinaða gufuskipafélagsins við hún á húsinu en fálkafáninn sést á bak við. Nr. 6 (nr. 93 í bók) Keflavík nokkru fyrir aldamótin, hús Duusverzlunar. Stóra húsið á miðri myndinni stendur enn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.