Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976
jKgtniIifaMfe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10100
Aðalstræti 6, sími 22480
Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 60.00 kr. eintakið.
Veigamesta viðfangs-
efni, sem úrlausnar
bíður á vettvangi lands-
mála á næstu mánuðum, er
gerð nýrra kjarasamninga.
Þetta verkefni mun
skyggja á öll önnur úr-
lausnarefni vegna þess, að
niðurstaða nýrra kjara-
samninga mun fela í sér
ákvörðun samfélagsins um
það, hvort áfram skuli
stefnt á þeirri braut, sem
haldið hefur verið eftir síð-
ustu tvö ár, að endurreisa
efnahagslíf íslendinga og
koma atvinnu- og efna-
hagsmálum landsmanna á
heilbrigðan grundvöll —
eða hvort okkur mióar
aftur á bak á ný.
Skiljanlegt er, að al-
menningi finnist lítið þoka
í rétta átt. Það stafar fyrst
og fremst af því, að efna-
hagsbatinn hefur ekki enn
náð það langt að hafa
jákvæð áhrif á pyngju
hvers einstaklings. Að mati
Þjóðhagsstofnunar minnk-
aði kaupmáttur ráð-
stöfunartekna heimilanna
enn á þessu ári en þó að-
eins um 1%. En þótt efna-
hagsbatinn hafi ekki enn
sem komið er náð því
marki að bæta kjör al-
mennings er alveg ljóst, að
í tíð núverandi ríkisstjórn-
ar hefur miðað í rétta átt í
málefnum þjóóarbúsins
sem heildar. Þannig var
verðbólgan um 54% á ár-
inu 1974 en seint á því ári
tók núverandi ríkisstjórn
við völdum en talið er, að
verðbólgan í ár muni nema
um 25—30% , m.ö.o. hún
hefur minnkað um helm-
ing á tveimur árum og er
það umtalsverður árangur,
ekki sízt þegar haft er í
huga , að ríkisstjórnin hef-
ur lagt á það höfuðáherzlu
að halda fullri atvinnu á
sama tíma og fjölmargar
aðrar ríkisstjórnir í
Evrópu hafa einungis náð
verðbólgunni niður með
því að skapa vísvitandi
mikið atvinnuleysi. Þá er
og ljóst, að viðskiptahall-
inn, sem nam um 11% af
þjóðarframleiðslu á árinu
1974 og 1975, mun á þessu
ári fara niður í tæp 4% og
er það einnig verulegur
árangur á svo stuttum
tíma. Ennfremur standa
rökstuddar vonir til
þess.að ríkisstjóður verði
greiðsluhallalaus á þessu
ári, en hann hefur verið
rekinn með verulegum
greiðsluhalla hin síðustu
ár, sem haft hefur veruleg
áhrif í þá átt að magna
verðbólguna og halda
henni við lýði. Um þessar
mundir er Alþingi að af-
greiða fjárlög fyrir næsta
ár, sem einnig byggja á að-
haldssemi og er markvisst
stefnt að því, að þau fjárlög
verði einnig greiðsluhalla-
laus. Loks hefur mikill
árangur náðst á sviði pen-
ingamála í tið núverandi
ríkisstjórnar. Viðskipta-
bankarnir hafa staðið
býsna vel við þau útlána-
takmörk, sem þeir og
Seðlabankinn hafa komið
sér saman um og á þessu
ári hefur nokkuð miðað í
því að ná tökum á útlánum
fjárfestingarsjóðanna.
Á öllum þessum svióum
efnahagslífsins hefur ríkis-
stjórnin náð miklum ár-
angri. Hann hefur hins
vegar enn ekki náð til
pyngju hvers einstaklings
og það veldur að vonum
óánægju og úlfúð vegna
hinnar miklu dýrtíðar, sem
er í landinu. Þaö er skiljan-
legt. Nú hefur Vinnuveit-
endasamband Islands lýst
því yfir, að það sé reiðubú-
ið að hefja nú þegar við-
ræður um nýja kjarasamn-
inga. Snorri Jónsson, vara-
forseti ASÍ, hefuf lýst því
yfir, að það standi aldrei á
verkalýðssamtökunum að
hefja viðræður um kjara-
mál. Úr því að tveir helztu
samningsaðilar virðast
reiðubúnir til þess að hef ja
viðræður nú þegar er
ástæða til að hvetja þá til
að láta af því verða.
Reynslan í undanfarandi
kjarasamningum hefur
sýnt, að yfirleitt er byrjað
of seint að tala saman. Mik-
ill tími fer í að fara yfir alls
kyns smáatriði i samning-
um og aukakröfur ein-
stakra verkalýðsfélaga en
þegar komið er að aðalat-
riðunum eru mál komin í
eindaga. Núgildandi kjara-
samningar renna ekki út
fyrr en í vor. Nú er tilefni
til þess að læra af fenginni
reynslu og hefjast þegar
handa, þannig að nýir
kjarasamningar geti verið
tilbúnir í tíma.
Hinir nýju kjarasamn-
ingar verða að miðast við
það annars vegar að laun-
þegar hljóti sanngjarna
hlutdeild í auknum af-
rakstri þjóðarbúsins en
hins vegar, að atvinnuveg-
unum verði ekki íþyngt svo
mjög, að til stórfelldrar,
nýrrar verðbólgu komi.
Það er engum til góðs. Þess
vegna er nauðsynlegt, að
þegar í byrjun næsta árs
hef jist viðræður milli aðila
vinnumarkaðar og ríkis-
stjórnar um það með hverj-
um hætti unnt er að
tryggja kjarabætur í öðru
formi en með beinum
kauphækkunum. Slíkar
ráðstafanir hljóta að verða
veigamikill þáttur i gerð í
gerð nýrra kjarasamninga.
Viðræður um
kaup og kjör
Rey kj aví kurbréf
■Laugardagur 18. des.i
Hið íslenzka
bókmenntafélag
Hundraó og fimmtugasti ár-
gangur tímarits Hins íslenzka
bókmenntafélags, Skírnir, er
nýkominn út og er vert að minn-
ast þess nokkrum orðum, svo
merkilegt sem það er að þetta
gamla tímarit skuli hafa lifað við
heldur góða heilsu öll þessi ár. í
ritinu hefur birzt fjöldi merkra
greina og ýmis verk bókmennta-
efnis; það hefur ekki einungis
verið fyrir fáa útvalda, heldur
vakið áhuga almennra lesenda,
eins og hlýtur að vera tilgangur
slíks tímarits. Ólafur Jónsson,
núverandi ritstjóri Skírnis, drep-
ur einmitt á þetta í inngangsgrein
síðasta heftis, sem fjallar um
afmælið og segir^m.a.: „Skírnir
hefur um undanfarin ár og ára-
tugi einkum fjallað um þjóðleg
íslenzk fræði — hina viðteknu,
þrískiptu grein tungu, sögu og
bókmennta. Eins og önnur þau rit
sem um þessi fræði fjalla, á hann
á sínu sviði bókmennta- og
menningarsögu, samtíma-
bókmennta og menningarlífs,
kappnóg verk að vinna. Þar á og
þarf að vera vettvangur fræði-
manna að birta rit og rannsóknir
sinar. En Skírnir á ekki né má
verða fræðirit einvörðungu, vett-
vangur sérfræðinga að skrifa
hver fyrir annan. Eins og fræðin
sjálf á ritið líf sitt undir því kom-
ið að við haldist áhugi lands-
manna á viðfangsefnum þeirra,
þess lesandi almennings sem
hingað til hefur borið uppi bók-
menntirnar í landinu."
Þetta er að sjálfsögðu rétt
stefna og má með nokkrum sanni
segja, að afmælisritið beri henni
vitni, enda þótt meira mætti vera
af bókmenntum í tímaritinu og þá
eitthvað minna efni um bók-
menntir, hvernig sem því yrði við
komið. Ritdómar eru góðra gjalda
verðir, ef þeir eru vel úr garði
gerðir, en á því vill oft vera mis-
brestur, eins og kunnugt er;
meira skrifað af geðþótta með eða
móti höfundum, en minna um
skilgreiningar og tilgang verka
þeirra. Þó eru að minnsta kosti
athyglisverðir ritdómar í þessu
afmælishefti Skírnis, m.a. eftir
Peter Hallberg, um Halldór
Laxness. Hallberg hefur haft þá
ástríðu, að því er virðist lengst af
ævi sinnar, að fjalla um bækur
nóbelsskáldsins og hefur gert það
með þeim hætti, að Islendingar
hljóta að standa í þakkarskuld við
hann fyrir þá ræktarsemi, sem
hann hefur sýnt þessum frægasta
núlifandi rithöfundi okkar.
Tímarit eiga erfitt uppdráttar
hér á landi og sjálfsagt víðar,
enda dreifist það efni, sem áður
þótti sjálfsögð uppistaða í tíma-
riti, bæði í blöð og útvarp, og hafa
tímaritin ekki sízt af þeim sökum
átt erfitt uppdráttar. Ólafur Jóns-
son gerir sér grein fyrir þessu og
segir réttilega í fyrrnefndum
inngangi; „Vafalaust eru það
margar ástæður sem valda þessari
hnignun tímarita almenns efnis
og tímarita um menningarmál.
Ein þeirra kann að vera fjölgun
og stækkun dagblaðanna sem
tímaritum tjóar ekki að keppa við
í umræðu um atburði eða deilu-
mál líðandi stundar, og viðgangur
útvarps og síðan sjónvarps. Ut-
varpið eitt tekur til sín ógrynni
efnis, sem áður hefði átt heima í
tímaritunum. Eftir tilkomu nýrr-
ar og stórvirkari fjölmiðlunar má
e.t.v. segja að úti sé hið fyrra
hlutverk tímarita almenns efnis
— „að fullnægja andlegum þörf-
um og vekja menntafýsn" alþýðu-
manna eins og Árni Pálsson kvað
að orði. Það eru aðrir sem nú
ganga í það verk. En eftir sem
áður eiga tímarit erindum að
gegna á menningarmarkaðnum,
þótt lausnarorð þeirra kunni nú
að vera sérhæfing, einbeiting að
tilteknum, afmörkuðum viðfangs-
efnum, sem vel rekin tímarit geta
rækt með allt öðrum hætti en
unnt er í ys og þys dægurmiðl-
anna.“ Ólafur segir ennfremur að
af 109 blöðum almenns efnis 1974
hafi 91 komið út-sjaldnar enviku-
lega, en 18 vikulega eða oftar;
bendir ennfremur á að Ijóst sé,
„að með hinu háa hlutfalli margs-
konar greinaefnis um þjóðmál og
menningarmál sem i blöðunum
birtist, fyrir utan daglega um-
ræðu þeirra um stjórnmál auk
vikulegra lesbóka og annarra
blaðaauka, seilast þau langt inn á
verksvið hinna fyrri tímarita.
Saga fjölmiðlunar í landinu, blað-
anna og útvarpsins er sorglega
afrækt ekki síður en önnur þró-
unarsaga daglegrar menningar-
starfsemi". Hann bendir svo á, að
það kynni að sýna sig, að tímarit-
unum hafi hrakað í hlutfalli við
vöxt og viðgang blaða og útvarps.
En hvað sem því líður, er þess að
vænta, að Skfrnir lendi ekki í
þeirri sjálfheldu að verða ekki
annað en sérhæft tímarit fag-
manna, sem vel gætu notað síma
til að skýra hver öðrum frá nýj-
ustu niðurstöðum sínum, í stað
þess að skrifa um þær langar
greinar.
Sagt hefur verið að Skírnir sé
elzta tímarit á Norðurlöndum. sem
enn er gefið út. En i
Hufvudstadsblaðinu finnska var
því haldið fram fyrir skemmstu,
að eitthvert finnskt tímarit væri
nú hið elzta á Norðurlöndum.
Ekki vitum við frekari deili á því,
en væntanlega eiga forráðamenn
Hins íslenzka bókmenntafélags
eftir að kynna sér málið rækilega,
svo að við glötum ekki, af tilefnis-
lausu, þeim uppörvandi
bakhjarli, að íslendingar eigi
elzta tímarit, sem enn kemur út á
Norðurlöndum. En ef svo skyldi
fara, að við fengjum nánari upp-
lýsingar um annað norrænt rit
eldra, er ekki ástæða til annars en
taka því karlmannlega, þó ekki
fyrr en allar staðreyndir málsins
liggja fyrir .
Hugleiðingar um Hið íslenzka
bókmenntafélag og timarit þess,
Skírni, beina ósjálfrátt athyglinni
að öðru stórmerku tímariti. Það
er tímarit Hins íslenzka
Lærdómslistafélags, sem gefið
var út um nokkurt skeið á átjándu
öld og var áreiðanlega eitt glæsi-
legasta tímarit, sem þá kom á
markað í Evrópu. Rít Lærdóms-
listafélagsins var svo frábærlega
vel úr garði gert, að það væri út í
bláinn að bera það saman við
nokkurt það rit, sem út kemur á
íslandi nú um stundir. Það ber
höfundum sínum fagurt vitni og
er menningu þjóðarinnar — eða
öllu heldur menningarviðleitni —
óbrotgjarn minnisvarði, sem vel
mætti leiða hugann að oftar en
gert hefur verið. Verksvið þess
var í raun hið sama og tilgangur
Hins íslenzka bókmenntafélags,
þ.e. að „geyma og varðveita
norræna tungu sem eitt fagurt
aðalmál, sem langa ævi hefir talað
verið á Norðurlöndum".
Starfsemi Hins íslenzka bók-
menntafélags er og hefur verið
hin merkasta, eins og kunnugt er.
Samstarf bókmenntafélagsins og
Þjóðhátiðarnefndar 1974 um út-
gáfu íslandssögunnar hefur
þegar borið árangur, sem alþjóð
er kunnur, og Alþingi á áreiðan-
Iega eftir að sjá þá frómu ósk sína
uppfyllta, að íslandssagan verði
fullgerð, áður en langt um líður.
Það er fagnaðarefni^, Þess má
minnast að bæði Bjarni
Annars þér einlægliga ad se
um mun útaf deyia, reikna i
hana i Reykiavík ad 100 áru
landinu ad ödrum 200 þaruppl
og ccki verda rammar skord
mönnum er annadhvört ord i
hún haldast vid leingst.
Úr bréfi Rasmusar K
steinssonar 30. ágúst ;
Raskl (1941) bls. 164).
Benediktsson og Einar Olgeirsson
lögðu á það höfuðáherzlu, þegar
umræður urðu fyrst á Alþingi
islendinga um þjóðhátíðarhald,
að slík saga yrði rituð þjóðinni til
glöggvunar á arfi sínum og stöðu i
nútímaheimi. Prófessor Sigurður
Líndal, forseti Hins íslenska
bókmenntafélags, hefur haft
yfirumsjón með ritun og útgáfu
sögunnar og á þakkir skildar fyrir
það starf sitt, svo vel sem það
hefur farið úr hendi. Forstaða
hans fyrir Hinu islenzka bók-
menntafélagi hefur verið honum
og félaginu til sóma.
Margt fleira mætti tíunda í sam-
bandi viö hundrað og fimmtíu ára
afmæli tímarits Hins íslenzka
bókmenntafélags, en að lokum
skal einungis staðnæmzt við einn
merkasta bókaflokk, sem út hefur
komið hér á landi um langt árabil,
þ.e. Lærdómsrit Bókmennta-
félagsins, sem njóta mikilla vin-
sælda, enda frábærlega vel úr