Morgunblaðið - 19.12.1976, Síða 22

Morgunblaðið - 19.12.1976, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976 atvinna ■— atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Hveragerði Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Uppl. hjá umboðsmanni Helgu Eiríksdótt- ur eða afgreiðslunni í Reykjavík, sími 10100. Garðabær Útburðarfólk vantar i Arnarnes strax. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 52252. Atvinnurekendur Vanur skrifstofumaður og bókari með verzlunarskólamenntun, óskar eftir starfi. Getur hafið vinnu strax. Meðmæli fyrir hendi, ef óskað er. Þeir sem vildu sinna auglýsingu þessari. vinsam- legast leggi nöfn sín inn á augld. Mbl. fyrir 23. des. merkt ..Skrifstofumaður: 4703". IVijólkursamsalan Brauðgerð Óskar að ráða bakara og aðstoðarmann í brauðgerð vora Mjólkursamsaan Sími 10-700 Kennarar Vegna veikindaforfalla vantar kennara við barnaskólann í Hveragerði frá næstu ára- mótum. Nánari uppl. gefur skólastjórinn Pálína Snorradóttir i síma 99-4436 Hjúkrunar- fræðingur og Ijósmóðir óskast að Sjúkrahúsinu að Blönduósi, sem fyrst. Upplýsingar gefur yfirlæknir eða yfir- hjúkrunarkona i sima 95-4207. Tölvuþjónustan h.f. á Akureyri óskar að ráða framkvæmdastjóra Um er að ræða rekstur á nýrri tölvu- samstæðu af gerðinni IBM S/32. Til greina kemur: 1. Starfskraftur með góða reynslu á sviði tölvumála. Ráðningartími áætlaður frá 1. maí n.k. 2. Starfskraftur með áhuga á tölvumál- um. og góða enskukunnáttu þarf að vera tilbúinn til að sækja allt að 2ja — 3ja mánaða þjálfunarnámskeið í Reykjavík. Ráningartími áætlaður frá febrúar/marz n.k. Nánari upplýsingar gefur Hermann Árna- son, Akureyri, í síma (96) 21 838, milli kl 1 4 og 15 virka daga. Skriflegar umsóknir berist fyrir 10. janúar n k TÖLVUÞJÓNUSTAN H/F, c/o Hermann Árnason, Olís-húsinu, við Tryggvabraut, Akureyri. Iðnfyrirtæki óskar eftir starfskrafti til skrifstofu- og sendistarfa allan daginn. Verður að hafa bíl. Tilboð sendist Mbl. merkt „Starfskraftur: 4807". Utvegsmenn skipstjórar Frystihús á Suðurnesjum óskar eftir neta- bátum í viðskipti á komandi vetrarvertíð. Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 23. des. 1976 merkt: „Vertíð '77 — 1275". Starf organista við ísafjarðarkirkju er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1 977. Nánari upplýsingar gefur Gunnlaugur Jónasson, sími 3123, ísafirði. Sóknarnefnd ísafjarðar Oska eftir kvöld og/eða helgarvinnu. Upplýsingar í síma 72335. Laus staða Staða einkaritara við lögreglustjóra- embættið er laus til umsóknar. Umsækjandi þarf að hafa góða æfingu í vélritun og gott vald á íslensku. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist embættinu fyrir 5. janúar n.k. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 16. desember 1976. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Kleppsspítalinn HJÚKRUNA RFRÆ ÐING UR óskast til starfa á deild I á spítalanum nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir for- stöðukonan, sími 381 60. Landspítalinn DEILDARSJÚKRAÞJÁLFARI óskast á Endurhæfingardeild spítalans nú þegar eða eftir samkomulagi. Umsóknum ber að skila til yfirsjúkraþjálfarans, sem veitir nánari upplýsingar. AÐSTOÐARMAÐUR iðjuþjálfa óskast til starfa á endurhæfingardeild spítalans frá 1 febrúar n.k. í hálft starf. Æskilegast er að umsækjendur hafi reynslu í handíð, og er starfið hentugt þeim, sem hyggja á nám í iðjuþjálfun. Umsóknum ber að skila til iðjuþjálfa á spítalanum, sem veita nánari upplýsingar. Reykjavík 17. desember 19 76 Skrifstofa ríkisspítalanna, Eiríksgötu 5. Ritari óskast Opinber stofnun óskar að ráða ritara til starfa allan daginn. Upplýsingar um menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu ! blaðsins fyrir áramót merkt: Ritari 6464. Reykjavík, 15. des. 1976. Viðskiptaráðuneytið Laus staða Staða deildarstjóra i Tryggingastofnun ríkisins er laus til umsóknar. Umsóknir stílaðar á heilbirgðis- og tryggingamála- ráðuneytið, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Tryggingastofnun ríkisins fyrir 1 7. janúar n.k. Staðan er laus frá 1. marz n.k. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Forstjóri gefur nánari upplýsingar. 17. desember 1976 TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Einkaritari Stórt innflutningsfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir einkaritara. Starfssvið: 1. Enskar bréfaskriftir. 2. Hraðritun. 3. Telexvinna. 4. Skjalavarzla og fleira. Umsækjendur sendi eiginhandar upp- lýsingar um aldur, menntun og fyrri störf fyrir þann 22/12 n.k. til Morgunbiaðs- ins, merkt: Trúnarðarstarf 4809. Lausar stöður Á Verðlagsskrifstofunni eru eftirtalin störf laus frá 1 5. janúar 1977. 1. Starf skrifstofumanns, sem annist simavörslu og fleira. 2. Staða fulltrúa í Verðreikningsdeild. 3. Staða eftirlitsmanns í Verðgæsludeild. Laun samk. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Verðlagsskrifstofunni fyrir 1 5. janúar 1 977. Upplýsingar um störfin veitir skrifstofustjóri. Verðlagsstjórinn. Ungur reglusamur maður með góð vélstjórnarréttindi óskar eftir komast á samning í rafvélavirkjun. Upplýsingar ísíma 96-71487. Verzlunarstarf Viljum ráða deildarstjóra í stóra sölubúð. Þarf að hafa reynslu og þekkingu á mat- vöruverzlun og fleiri algengum verzlunar- greinum. Getum skaffað íbúð til leigu eða einbýlishús tilbúið undir tréverk til sölu. Upplýsingar gefur kaupfélagsstjórinn. Kaupfélag Rangæinga. Hvolsvelli. Þjónustustjóri Stórt bifreiðaumboð óskar eftir að ráða þjónustustjóra. Starfssvið hans er að hafa yfirstjórn á kaupum og sölu varahluta og einnig að hafa eftirlit með rekstri á stóru bifreiða- verkstæði. Þá þarf hann að vera tengiliður við fram- leiðanda bæði á viðskipta- og þjónustu- sviði er varðar varahluti og viðgerðir. Góð enskukunnátta nauðsynleg og reynsla á þessu starfssviði æskileg. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 30. þ. mán. merkt: Þjónustustjóri — 4702.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.