Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976
31
Jólarós
(Helleborus niger)
1 gamalli franskri helgisögn
segir svo: Þegar vitringarnir
þrír voru á leið til Betlehem,
slóst í för með þeim ung bónda-
stúlka sem hét Madelon og
fylgdist með þeim að jötu jóla-
barnsins. En þegar þeir báru
fram dýrmætar gjafir sínar
varð hún mjög hrygg þvi hún
hafði ekkert fram að færa. Þá
birtast henni engill sem tók í
hönd hennar og leiddi hana út
úr fjárhúsinu — og þar sem
vængir hans snertu jörðina
spruttu upp hin fegurstu blóm,
fannhvít, þó á miðjum vetri
væri, myrkt og kalt. Nú gat
einnig unga stúlkan, Madelon,
fært Jesúbarninu gjöf á þessari
helgu nótt — vetrarbíómið
bjarta: JÓLARÓSINA.
Sú einkennilega náttúra þess-
arar jurtar að blómstra á miðj-
um vetri — um jólaleytið — á
auðvitað sína eðlilegu skýringu.
I heimkynnum hennar — kalk-
steinsfjöllum Suðaustur-
Evrópu — eru sumrin svo heit
og þurr, að jurtin gerir ekki
meira en rétt að tóra og hefur
engan þrótt til þess að
blómstra. Þegar svo haustar að
með regn og svala daga færist
hún öll í aukana og um jól
hefur hún safnað svo miklum
kröftum að blómgunin getur
hafist. Hér á norðurslóðum
verður þó oftast að hjálpa
henni til með því að taka hana í
hús, því öllu má ofbjóða og hér
er heldur mikið af þvi góð(a —
regni og kulda — jafnvel fyrir
jólarósina.
En þessi einkennilegi blóm-
gunartími jurtarinnar hefur
auðvitað ýtt undir hugarflug
mannarTrú og hjátrú hafa ofið
um hana sögur og sagnir í tuga-
tali, öldum saman. Það mun
meira að segja vera hægt að
rekja slóð hennar inn í sálma-
bókina okkar. Gamalt Máriu-
vers frá 14. eða 15 öld. „Es ist
ein Ros’ etsprungen" á sér
þessa sögu: Munkur nokkur var
sendur i erindum fyrir klaustur
sitt til furstahallar i fjallahér-
aði einu. I hallargarðinum
færði ung stúlka honum nýút-
sprungna jólarós og á heimleið
til klaustursins um vetrarkald-
an skóginn með blómið i hendi
sér, samdi munkurinn ljóð og
iag sem í útsetningu hins mikla
kirkjutónskálds M. Prætoriusar
hefur orðið vinsæll jólasálmur
á Norðurlöndum og sem við
þekkjum hér við sálm séra
Matthíasar:
Það aldin út er sprungið
og ilmar sólu mót...
Jólarósin er fræg lækningajurt
og ótal sögur gamlar og nýjar
eru sagðar af krafti hennar.
Hún er t.d. stundum nefnd
„hnerrarót" vegna þess að
þurrkuð og mulin rótin var not-
uð til þess að framkalla hnerra
— en það að hnerra var talið
afskaplega hollt því það hreins-
aði heilann! Jurtin var lika
forðum daga mikið notuð við
geðveiki, samanber hið gamla
latneska orðatiltæki: „Elleboro
indigef' sem má þýða eitthvað
á þessa leið: Honum (henni)
veitti ekki af jólarósarrót eða
með öðrum orðum: Sá (sú) er
nú laglega vitlaus! Þetta kemur
líka vel heim við það að jurtin
var mikið notuð sem „fuga
daemonum" (fjandafæla)
þ.e.a.s. til þess að reka út illa
anda eða til þess að forðast
ásókn slíkra ára.
Þá var jurtin einnig notuð til
að lækna vatnssýka (bjúg) enda
inniheldur hún sterk efni sem
verka á hjartað. Hún getur þvi
haft hættulegar eiturverkanir
sé hún etin eins og raunar nafn-
ið Helleborus bendir til, — en
það er samsett úr grísku orðun-
um: Hellein = að drepa og boro
= matur eða fæða.
Nafnið JÓLARÓS er oft rang-
lega notað um aðra plöntu:
Euphorbia eða Poinsettia sem
ber krans eða stjörnu af rauð-
um háblöðum. Hún heitir hins-
vegar JÓLASTJARNA, alþekkt
stofujurt og hafa henni áður
verið gerð skil í þessum þátt-
um. Ó.B.G.
Góðir lesendur
GLEÐILEG JÓL.
Carter verður sjálfbjarga
og ósnobbaður forseti
New York 18. des. Ntb.
JIMMY Carter hefur ekki hugsað
sér að breyta 1 neinu klæðaburði
sfnum þegar hann tekur við emb-
ætti forseta 1 næsta mánuði og
hann ætlar lfka að bera töskurnar
sfnar sjálfur. Fólk á að fá á til-
finninguna og trúa þvf að það
hafi kosið sér ósnobbaðan og
sjálfbjarga mann til að gegna
æðsta embætti bandarfsku
þjóðarinnar.
Þessar upplýsingar voru gefnar
í viðtali við Carter er „dýrasti
blaðamaður heims“, Barbara
Walters, hafði viðtal við Carter.
Spurði hún Carter ýmissa þeirra
spurninga sem óhugsandi hefði
verið að aðrir hefðu borið fram,
að sögn NTB-fréttastofunnar.
Hún spurði meðal annars hvort
hjónin Rosalynn og Jimmy Carter
svæfu i sama rúmi og fékk játandi
svar við þvi. Töluverð sýndar-
mennska þótti einkenna viðtalið,
en marir hafa gagnrýnt Barböru
Walters upp á sikastið og þótt sem
hún væri farin að ganga feti of
langt í nærgöngulum spurningum
um einkamál fólks.
Auglýsing
um góða islenska tónlist
Lengi hefur verið beð-
ið eftir þessari hljómplötu
Jakobs Magnússonar og
við miklu búist, enda
ástæða til. „Horft í Roð-
ann“ fer fram úr villt-
ustu vonum og er án efa
eitt merkasta framlag
einstaklings til íslenskrar
pop/rokk/jass tónlistar
fyrr og síðar.
sfcsÍAorhf
Hljómplötuútgðfan Laugavegi66