Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 19?6 , ,Sóknarstíllinn megmeinkennid” Rætt vid Friðrik Ólafsson um bókina „Við skákborðið í aldarfjórðung” „í BÓKINNI eru fimmtíu skákir, fyrst og fremst sóknarskákir eða þá f sóknarstfl. Þær spanna yfir tímabilið frá 1950 til 1976 eða ár meira en aldarfjórðung," sagði Friðrik Ólafsson stórmeistari í samtali við Morgunblaðið í gær um nýútkomna bók, sem hann hefur skrifað, „Við skákborðið í aldarfjórð- ung“, en í bókinni getur að finna 50 valdar sókn- arskákir Friðriks og út- gefandi bókarinnar er Tímaritið Skák. Að sögn Friðriks hefur hann lengi haft það bak við eyrað að semja bók sem þessa, en ekki gefizt tími til fyrr en nú er hann fékk tveggja mánaða hlé milli móta. „Þessa tvo mánuði hef ég legið yfir skákunum dag og nótt, fyrst og fremst til að koma bókinni út fyrir jól og svo er bezt að vinna að þessum mál- um f skorpu.“ „Skákirnar sem ég valdi i bókina eru ekki endilega beztu skákir, sem ég hef teflt, en margar þeirra eru a.m.k. með þeim betri. Hins vegar er sókn- arstíllin fremur mitt megin- einkenni, þótt ég telji mig geta teflt skák á fleiri vegu en með sókn.“ Aðspurður sagði Friðrik, að hann hefði endurnýjað allar Ljósm. Mbl.: RAX Friðrik með nýju bókina. skýringar með skákunum m.a. með tilliti til nýrrar „teorfu" og annarra þátta, sem komið hafa fram á þessum tima. A þessu ári eru liðin 26 ár sfðan Friðrik lét verulega að sér kveða á skákmóti þar sem þátttakendur voru frá fleiri löndum en Islandi. 1 formála að bókinni segir Guðmundur Arn- laugsson m.a.: „Árið 1950 er Norðurlanda- mót í skák haldið í fyrsta sinn á fslandi, í Þjóðminjasafnshús- inu, sém þá var i smíðum. Þar teflir Friðrik i meistaraflokki og nær fyrstu verðlaunum þótt aðeins sé hann fimmtán ára að aldri, yngstur þátttakenda. Þessum sigri fylgdu landsliðs- réttindi og árið eftir keppti Friðrik i landsliði og náði öðru sæti. Árið 1952 varð hann efst- ur á Skákþingi Islands ásamt Lárusi Johnsen, vann hann f einvigi og var þar með orðinn skákmeistari Islands sautján ára gamall. ... Sá atburður er kynnti Friðrik bezt f víðri veröld skák- manna var jólamótið f Hastings 1955—56, en þar tókst honum að ná efsta sæti ásamt Kortsnoj, fyrir ofan Tajmariov, Darga, Ivkov, Penrose og fleiri. Fáir höfðu þorað að spá honum sigri fyrir mótið, en nú var ljóst að tsland hafði eignazt skákmann er gat orðið skeinuhættur hverjum sem var.“ Morgunblaðið spurði Friðrik hvort skákstfll hans hefði breytzt mikið á þessum árum. „Stfllinn hlýtur að hafa breytzt og ég er að mörgu leyti traust- ari skákmaður. Maður stekkur Ljðsm. Mbl: Ol.K.M. Þessi mynd er úr myndasafni Morgunblaðsins og var tekin þegar Friðrik kom heim eftir sigurinn á Hastingsmótinu 1955—56. ekki eins mikið af augum út f hreina tvísýnu, jafnvel þótt ým- islegt gefi til kynna að maður geti það. Þannig virðist maður spekjast með árunum f skák og það á eflaust með flest svið mannlífsins. Þegar ég hóf minn skákferil, var stfllinn takmarkaður við visst svið, en eftir því sem á hefur liðið, hefur maður viðað að sér meiri þekkingu og um leið hefur maður orðið að að- laga sig þeim kröfum, sem skákin krefst. Það er ekki nóg að geta teflt skákina, heldur þarf maður ennfremur að geta varizt og teflt allar tegundir af skák. Maður getur ekki unnið allar skákir á sama hátt, það þarf að aðlagast hverri stöðu hverju sinni, hvort sem verið er f vörn eða flókin stöðubarátta er háð. Þessi atriði öll útheimta einfaldlega þroska, sem kemur að einhverju leyti niður á ferks- leikanum.“ „Næst var Friðrik spurður að hvort miklar breytingar hefðu orðið á skák frá því að hann byrjaði að tefla á alþjóðamót- um. „Breytingarnar hafa orðið töluverðar frá því ég fór að taka þátt í stórmótum 1957—58. Ég er ekki að segja að menn séu endilega betri skákmenn nú, heldur er orðið erfiðara að ná árangri gegn hverjum sem er. Það hafa orðið miklar framfar- ir I útgáfu skákbókmennta og um þessar mundir getur hver einasti skákmaður í heiminum fylgzt með því sem fram kemur i blöðum, tfmaritum og bókum. Þetta er semsagt allt orðið há- þróaðra." Að lokum var Friðrik spurð- ur hvort hann ætti sér einhverj- ar uppáhaldsskákir. Hann sagði, að nokkrar af sfnum uppáhaldsskákum væri að finna í bókinni. T.d. skákin við Wade f Hastings frá mótinu 1954, skák úr einvfginu við dr., Pilnik, og ennfremur skák sem hann tefldi við Najdorf i Moskvu 1956 og við Fischer I Portoros 1958. „Við skákborðið í aldarfjórð- ung“ er alls 240 bls. að stærð og í henni eru fjölmargar myndir, sem teknar eru á hinum ýmsu mótum, sem Friðrik hefur tekið þátt i. Bókin er sett og prentuð hjá Skákprent, Bókbindarinn annaðist bókband og kápu- teikningu gerði Ólöf Árnadótt- ir. Guðmundur Jónsson vekur víða SKUTTOGARINN og nóta- skipið Guðmundur Jónsson frá Sandgerði, sem smíðað- ur var í Slippstöðinni á Akureyri, hefur auðsjáan- lega vakið jafn mikla athygli erlendis og hér heima, enda er skipið allt hið glæsilegasta að sögn kunnugra. í nýútkomnu hefti brezka tímaritsins Fishing News er heilsíðuauglýsing frá brezka risafyrirtækinu Decca, og fylgja henni tvær myndir af Guðmundi Jónssyni og úr brú skips- ins. Að sjálfsögðu er sagt frá þeim Decca-tækjum í auglýsingunni, sem eru um lenzka fiskskipaflotans og borð í Guðmundi Jónssyni, nýtízkulegasta skip, sem en ennfremur segir, að 'nokkru sinni hafi verið skipið sé nú flaggskip ís- smíðað á íslandi. athygli GUOMUNDORJONSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.