Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 10
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976 Hvernig er veðrið ? ...hvadan kemur það og hvert er það að f ara? Kemur ísöld eða ekki? Leitað svara hjá veðurfræðingum SÍÐASTI milljar5ur ára er aðeins um einn fjórðungur af aldri jarðar. Á þeim árum hafa komið a.m.k. fjögur tímabil svo köld, að jökull hefur hulið mikinn hluta jarðkringlunnar. Því fjórða er enn ekki lokið. Meðalhitastig á okkar tímum er aðeins um 14°C og jökul- bungur hylja norður- og suðurhvel að miklum hluta til allt árið um kring. En á sl. ármilljarði, var meðalhitastigið oft um 22°C. Þegar svo var, spruttu ávaxtatré á Grænlandi, risaeðlurnar voru uppi á síðasta hlýskeiði og þá urðu kola- og olíubirgðir okkar til. En fyrir u.þ.b. 50 milljónum ára tók að kólna verulega og jöklarnir urðu til á nýjan leik. Og fyrir 2 milljónum ára var svokallað Pleistoceniskt tímabil, ísöld. ís hefur ríkt yfir veðurfari jarðar síðan þá. Á u.þ.b. 100.000 ára fresti hafa komið hlýskeið, sem hafa staðið yfir í um 10000 ár — líkt og það sem við nú búum við. VEÐRIÐ OG MANN- KYNSSAGAN Okkar hlýskeið hófst fyrir u.þ.b. 10.000 árum og var heitast i byrjun. Fyrir 8000 árum var meðalhitastiíí 2 gráðum hærra en nú. Þá lærðíst mannskepnunni að lifa í samfélögum, að stunda veiðar og búskap, að ferðast á sjó og landi og að lesa og skrifa. Elztu menningarsamfélög, sem sögur fara af, í Egyptalandi, Indlandi og á fleiri stöðum, urðu til þá. Um 3000—2200 f. Kr. minnkaði úr- koma — gróðursæl landsvæði í Norður-Afríku og Saudi-Arabíu urðu að eyðimörkum. Þurrkar gerðu út um menningu þjóð- flokka eða sendu þá á vergang (gyðingar), íbúar Sahara eyði- merkurinnar dóu út. Eftir 2000 f. Kr. rigndi meira og kólnaði enn á ný þúsund árum síðar. Hittítar gerðu innreið sína í Asíu nær og Doriar settust að í Grikklandi. Siðan hlýnaði og gerði þurrk enn á ný. Gullöld Grikkja og Rómverja upphófst (500—400) f. Kr.). Sums staðar varð þurrkurinn of mikill og upp- skerur brugðust í Afríku og skógar hurfu í Líbanon. Aftur kólnaði á ný og — eins og sumir sagnfræðingar vilja halda fram — ein afleiðingin var hrun Rómaveldis fyrir ágangi barbaranna. Þegar aftur varð hlýrra, fylktu víkingar liði og leituðu búsetu á íslandi, og fundu Ameríku. En um 1200 tók að kólna enn á ný. Jöklar gengu fram hér á íslandi og í Grænlandi, í Græn- landi fórust síðustu nýbyggjendurnir úr hungri og vosbúð. Jöklar Alpafjalla, í Noregi og í Alaska stækkuðu. Hungursneyð vegna uppskeru- bresls var í Evrópu 1315 og 1316. Arín frá 1200 til miðhluta 19. aldar hafa verið kölluð Litla ísöld. Þá var kaldara á norðurhveli jarðar en verið hafði frá ísöld Hungursneyðir, sóttir og upp- reisnir fátækra voru algengir viðburðir. 1816 var kallað „átjánhundruð og frusu í hel“ af dagblöðum. Um miðja 19. öld hiýnaði aftur og öldin 1875 til 1975 er álitin með heitari tímabilum skeiðsins. Iðnaður blómstraði, fólki fjölgaði um meir en helming. Land- búnaðar- og sjávarafurðir jukust til að mæta kröfum vaxandi mannfjölda. Afar okkar og feður álitu þetta eðlilegt veðurfar — en vísindamenn gera því skóna, að undanfarin öld hafi verið óeðli- lega hlý. Hafa þeir á réttu að standa? Er veðurfar komið undir reglubundnum sveiflum og ef svo er, er að upphefjast kuldasveifla? Veðurfræðingum kemur ekki saman um tilvist slíkra sveiflna. Murray Mitehell, sem starfar hjá NOAA (National Öceanie and Atmospherie Administration): „Rannsóknir á jöklum í Alaska og Svíþjóð benda til að stærð þeirra fari eftir sveiflum, að „litlar ísald- ir“ komi á 2500 ára fresti og endist í svona 8—900 ár.“ En ef styttri tímabil eru skoðuð, koma einnig í ljós óreglulegar veður- farsbreytingar. Mitchell bætir við: „Okkur er ekki unnt að spá fyrir um stökkbreytingar á næsta ári eða á næstu öld. Fyrst verðum við að komast að því, hvers vegna veðurfar er breytilegt, hverjar höfuðorsakirnar eru og hvernig þær hafa árif.“ HVAÐAN KEMUR VEÐRIÐ? Áhrifavaldur á veðurfar er einkum orka, sem kemur og fer. Andrúmsloft jarðar gengur fyrir geislaorku sólarinnar. Þessi orka er talin vera um 230 billjón hest- öfl þegar hún kemur til yfirborðs jarðar. Það er gert ráð fyrir — ekki þó með fullri vissu — að þetta orkumagn sé stöðugt. Jörðin sjálf varpar mikilli orku frá sér. Að hluta er þetta endurvarp utan- aðkomandi orku frá skýjum, snjó og jöklum — að hluta er hér um að ræða innrauðar bylgjur, hita. En móttaka og útsendíng orkunn- ar verður að vera í jafnvægi, ella myndi jörðin hitna eða kólna, og hafið annaðhvort sjóða eða frjósa. En hvað ef sólin „blikkar“ stöðugt, eins og stungið hefur verið upp á — og breytir þar með magni orkunnar, sem hún annars sendir frá sér? Galileo sá bletti á sálinni, sem hreyfðust og því gerði hann sér grein fyrir að sólin snerist um öxul sinn. Vísinda- menn vita nú að þessir blettir eru misjafnir að stærð og að fjöldi þeirra er ekki ávallt sá sami. Breytingar á þeim eiga sér stað í sveiflum, sem eru 11 og 22 ára langar. Þó virðast þeir hafa horfið gjörsamlega á árunum 1645 til Rýrnun jöklanna f Alpafjöilum sýnir greinilega hversu hlýtt var á fyrri hluta þessarar aldar. 1715, en þá ríkti „lítil ísöld." Það heur verið reynt að tengja bletti sólarinnar við veðurfar, en ekki hefur tekizt að sanna að þeir hafi áhrif á orku sólar. Jafnvægi orkusendinga og mót- töku getur raskazt af fleiri orsök- um. — t.d. hreyfingum jarð- kringlunnar. Á þriðja áratug þessarar aldar reiknaði júgóslavneski stjörnufræðingur- inn Milankovitch út áhrifin af breytilegum sporbaug jarðar um sólu. Veðurfræðingar samþykkja nú kenningar Milankoviteh að einhveru leyti, en þær nægja ekki til skýringar á veðursveiflum. Enn einnar skýringar er að leita niðri á jörðinni, i tilurð og eyðingu fjallgarða og landreki. Slíkar breytingar hljóta að hafa mikil áhrif á hringrás sjávar og andrúmslofts, sem einkum miðla sólarhitanum. Fyrir 50 milljón árum, t.d., var meginland Ástralíu áfast Suðurskautinu. Engir hafstraumar fóru þar á milli og vindar blésu á annan hátt. Þá fóru einnig hafstraumar á milli Norður- og Suður- Ameríku, sem nú eru samtengd. Golfstraumurinn hefur verið minni og Norður-Atlantshaf og Norður-Evrópa voru kaldari. Landrek kann því að hafa valdið ísöld. Veðurfræðingar leita einnig or- saka í eldfjöllum. Brezki veður- fræðingurinn Herbert Lamb hefur gert samantekt á eldgosum frá þvi árið 1500 og bar þann lista saman við veðurfarsskýrslur. Fyrsta meiri háttar eldgosið var í Krakatoa, en áhrif þess á veðrið voru óumdeilanleg. Síðan telur Lamb 5 meiri háttar eldgos á öld á síðustu fimm öldum og ber þau upp á sama tíma og t.d. köldustu og votviðrasömustu sumur á Bret- landi, hið síðasta árið 1912 en það ár gaus einmitt Mt. Katmai i Alaska. En aðrir veðurfarsfræðingar stinga upp á að öfugt sé háttað, þ.e. að breytingar á veðurfari stafi ekki af eldgosum, heldur að eldgos eigi sér stað vegna breytts Þessar töflur sýna glöggt tvo eftirtektarverða hluti: 1 fyrsta lagi, að veðurfarssveiflurnar eru ðreglulegar. I öðru lagi, okkar timar eru þeir hlýjustu á sfðustu milijón árum. Hitastigsbreyting sem nemur tveimur gráðum, gæti haft djúp áhrif. Meiri hiti eykur ræktanlegt land, en aðeins ef honum fylgir aukin úrkoma. Lægri hita fylgir vætusamara og óstöðugra veðurfar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.