Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976 21 EFTIR ELÍNU PÁLMADÓTTUR Tuttugu ár að vaxa, tuttugu ár í blóma, tuttugu ár í stað og tuttugu ár í hrörnun. Eitthvað á þessa leið er lýst mannsævinni í máltækinu, sem metsölubókin á heimsmarkaðinum, „Twenty Years a Growing" eftir Maurice O’Sullivan, tók nafn sitt af. Mörgum hefur fundizt þessi skipting á mannsævinni nógu örðug við að glima og ærið verkefni að fella líf sitt að þess- um mörkum og sætta sig við umskiptin. En velmeinandi of- skipulagning seinni ára hefur þó leikað sér að þvi að saxa mannsævina enn betur niður, skipta henni í smábúta og á köflum næstum i hakk. Einkum hefur fyrsti fjórðungur ævinn- ar orðið fyrir barðinu á þessu. Að vaxa upp og lifa i svo vel hólfuðu aldursflokkakerfi er orðin hrenasta sálar-akrobatik. Þjálfunin hefst þó snemma. Barnið fer kannski inn um gulu dyrnar á bangsadeildina sina á barnaheimilinu meðan það er þriggja ára, inn um rauðu dyrn- ar í ungadeildina fjögurra ára og grænu deildina fimm ára eða eitthvað þvílikt. Þá tekur við bekkjarskipting i skólanum með tilheyrandi aldursskipt- ingu í öllum athöfnum utan skóla. Hver aldursflokkur á sín- um stað, burt séð frá áhugamál- um og hæfileikum. Skemmt- ana- og tómstundastarf fyrir 12—15 ára sér, fyrir 16—18 ára i annan stað, ungt fólk frá 18 til tvítugs má blanda sér á opin- berum dansstöðum saman við þá eldri og horfa á þá drekka, en blanda sér i drykkjuna eftir tvitugt. Jafnaldrarnir í skóla fara saman í leikhús á þar til valda sýningu og hafa hana næstum út af fyrir sig og þann- ig mætti lengi telja. Þó þjálfunin sé tekin snemma, vill mörgum samt ganga illa að falla inn i aldurs- hólfið, þeim er markað á hverjum tima ævinnar, eins og systrum öskubusku að þvinga sig í skóinn hjá kóngssyninum. Og ráðið? Kannski bara megi höggva af svo passi. Svo lengi er nú búið að þvinga í meðal- mót, að ljóst ætti að fara að verða að engin tilhöggning dug- ir til að hver aldursflokkur falli alfarið í nákvæmlega útmælda hólfið sitt, hvarsu vel sem stað- ið er að sérfræðilegri hönnun og útreikningum á máli meðal- manneskjunnar í hverjum aldurshópi, sem siðan er fallizt á og keyrt út í kerfið. Hönnunin á manneskjunni og athöfnum hennar i nútimaþjóð- félagi tekur stundum á sig skemmtilega mynd. Það þótti gamalli frænku minni, sem var skorin upp á sjúkrahúsi, þegar átti að drífa hana á ákveðinni stundu fram úr rúminu og að vaskinum úti við dyr til að þvo sér. Hún treysti sér ekki til þess og vildi sleppa. Þá sagði stúlk- an: — Jú, þú verður að fara núna. Þetta er hann^ð svona! Og enn kostulegra fannst gömlu konunni, þegar klósett- ferðinn hennar var líka komin í hönnun. Þetta var hliðarspor, sem á raunar ekki sérstaklega við aldursskiptingu. Það er ekki svo lítil akrobatik, sem ein vesalings nútímamanneskja á að fram- kvæma á mannsævinni, ef hún á alltaf að falla í aldursramm- ann sinn. Henni er ætlað að breytast á nokkurra ára fresti, taka sér ný áhugamál við hver skil, nýjar hegður.arvenjur, nýjar þrár og langanir. Hin hressa sveitakona Mar- grét i Dalsmynni lét eftir sér hafa í viðtali hér i blaðinu fyrir skömmu: „Ég veit ekkert um unglingavandamál. En meira ætti að gera að því að láta alla aldursflokka skemmta sér ein- hvern veginn saman, ekki svona sitt í hvoru lagi. Krakk- arnir eiga að geta skemmt sér með fullorðna fólkinu". Og ætli ekki mégi bæta við, fullorðna fólkið ætti að geta skemmt sér með krökkunum. Og þá er gengið út frá því að fleira sé skemmtun en fótamennt. Að sjálfsögðu þarf ekki að þvinga fullorðinn með óskadd- aða heyrn, sem ekki þolir há- væra músík, til að hlusta á hana með ungum. Eða ungan til að draga niður í sínum tækjum. Eða þessa aðila fremur en aðra yfirleitt til að vera saman. En þvl að skera með opinberri stýr- ingu allt mannlífð í sneiðar eft- ir aldri fremur en eftir áhuga á viðfangsefnum eða smekk? Að vásu má reikna með að sá, sem er að vaxa, og sá, sem er að hrörna, geti ekki — a.m.k. ekki með sama hraða — uppfyllt og framkvæmt allt það, sem sá ger- ir, er stendur i blóma lífsins. En ætli áhugamál hans og lifs- stíll taki þvílíkt heljarstökk á fárra ára fresti. — Enginn vindur blæs hag- stætt fyrir þann, sem enga höfn hefur, sagði Montagne gamli. Ut af orðum hans lagði dr. Selye, læknir við Montreal- hásköla, og bætti við þau: „Sama er um unga fólkið. Það á ekkert markmið. Ég hugsa að mikill hluti uppreisna, stríða, eiturlyfja, allur þessi flótti af ýmsu tagi, sé örvæntingarfull tilraun unga fólksins okkar, sem á ekkert markmið." Og hvernig á að hafa markmið, þegar ætlazt er til að maður skipti um lífshætti og viðhorf á fárra ára fresti alla ævina? Að hverju er stefnt? Hvert er markmiðið með þessum ákveðnu opinberu uppeldisað- ferðum? Markmiðið virðist ein- hvers staðar i þoku, ef nokkurt markmið hefur þá fundizt, eða verið eftir ieitað. Ja, hvert er stefnt með allri þessari niður- söxun á mannsævinni. Ætli maður sé sveigjanlegur eins og amaba eða rjúpa — skipti bara um form g lit eftir umhverfinu og aðstæðum? Ekki dugar minna, ef áhugamálin og lifnaðarhættirnir eiga að breyt- ast svona ört. Hjá okkur virðist ævin ganga í þrepum. Ungu manneskjunni á að þykja gaman að háværri popp- músik, en snarhætta því svo þegar réttur aldur er kominn. Eftir tvitugt á meðalmaðurinn að þrá það eitt að byggja sér íbúð, svo stærri ibúð og ein- býlishús, en gleyma öðru á með- an. Um fimmtugt þykir þeim hinum sama liklega ekkert skemmtilegra en veiðar, af- mælisveizlur og klúbbalíf og 67 ára á þessi sama manneskja ekki að þrá neitt annað en að gera ekki neitt og komast sem fyrst inn á hressingarhæli eða spitala, stundum að manni heyrist burt séð frá heilsufar- inu. Bara af þvi að hún er göm- ul. En ætli músikalski maður- inn hafi ekki jafn gaman af að flytja tónlist og sækja tónleika alla ævi, allt fram á grafarbakk- ann. Ætli maðurinn, sem frá barnæsku vildi vera við eða vinna á hafinu, hafi eftir sjö- tugt ekki áhuga á öðru en vera ótruflaður í herberginu sínu? Og svo framvegis. Síðasta skeiðið er hrörnunar- aldurinn. Þá er það einmitt að heilsan fer að bila og mikilvæg- ast að hafa eitthver áhugamál, sem heldur manni frá rúminu og sjúkrahúsunum, sem hlýtur þá ennþá fremur en nokkru sinni að vera algert neyðar- brauð. Þá er það einmitt sem áhugi og kjarkur verða að bera mann hálfa leið — vega upp á móti óbilandi þrótti. Þá er mestrar uppörvunar og hvatn- ingar þörf til að láta ekki deig- an síga. Gamalt fólk, sem fer að liggja i rúminu, á að jafnaði erfiðara með að komast þaðann aftur. Vatn vill setjast á lungun við legu og iíffæri stirðna og dofna. Auðvitað neyðast margir til að liggja í rúminu, þegar heilsan bilar, hvenær sem er á ævinni, og eiga þá að sjálfsögðu að eiga þess kost. Og langt er frá því að nægilega greiður að- gangur sé að þvi fyrir þá sem þurfa. En það er önnur saga. Rúm á spítala eða heima getur ekki verið óskastaður fyrir eldra fólk, sem með nokkru móti getur verið annars staðar jafnvel ekki um tíma. Það ku vera betra að þreytast en að ryðga. Ágætt sænst sjónvarpsleikrit um gamla lamaða konu, sem lá vel þrifin og mett, en alein í rúmi sinu í húsi úti i skógi, var okkur ágæt hugarvakning ný- lega. Allt var í sómanum með gömlu konuna, og því taldi sig enginn þurfa að skipta sér meira af henni. Það var ágæt ádeila á tilfinningalausa og Framhald á bls. 37 gia held eg ad islendskan brád- eg ad valla mun nockur skilia im lidnum, enn valla nockur í ’rá, ef alt fer eins og híngad tii ur vidreistar, jafnvel hiá bestu í dönsku, hiá almúganum mun !ristjáns Rasks til Bjarna Þor- 1813. (Breve til og fra Rasmus garði gerð. Þau eru félaginu og þeim, sem að þeim standa, ekki sízt Þorsteini Gylfasyni, háskóla- kennara, ritstjóra bókaflokksins til mikils sóma. Höfundar þessara rita eru ýmist þjóðkunnir eða heimsþekktir, og þýðendur hafa yfirleitt unnið störf sin með prýði — og þá ekki síður þeir sérfræð- ingar íslenzkir, sem fengnir hafa verið til að rita innganga og for- mála og aukið þann veg gildi þessa merka ritsafns. Þá eru bókaskrár Einars Sigurðarsonar háskólabókavarðar til mikils gagns. Morgunblaðið óskar Ilinu ís- lenzka bókmenntafélagi alls góðs í framtíðinni og væntir þess, að Skírnir verði fjölbreytt alhliða og vandað tímarit, en þó umfram allt fordómalaust og lesendum sinum til fróðleiks og uppbyggingar. 1 þeim tilgangi var til ritsins stofn- að og á því hlýtur útbreiðsla þess og vinsældir félagsins, a.m.k. öðr- um þræði, að byggjast. Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri Hins íslenzka bókmenntafélags, er ötull maður og áræðinn og átti drjúgan þátt i útgáfu sögu Is- lands. Það er félaginu áreiðan- lega ómetanlegur styrkur að hafa svo útsjónarsaman fjármálamann til að sjá um rekstur félagsins. Þjónn við færiband sitt Í öðrum þeim ritdómi Peters Hallbergs, sem minnzt er á hér að framan og birtist i afmælisriti Skírnis, rekur hann uppgjör Hall- dórs Laxness við sósíalismann og er ástæða til að veita orðum Hall- bergs athygli. Hann segir, að það sé auðvitað alltof einföld skýring að Laxness „hafi af einhverjum persónulegum hvötum gengið af fyrri trú sinni. Ef til vill eru það frekar tímarnir og heimurinn sem hafa breytzt en maðurinn Halldór Laxness. Sú framtíðarvon tengd framkvæmd sósialismans í Sovétríkjunum, sem einu sinni var rík með róttækum mönnum víða um heim, hefur farið heldur rénandi jafnvel með ákveðnum marxistum. Það er eitt tímans tákn að foringi ítalska komm- únistaflokksins, Enrico Berlinguer, skuli nýlega (júni, 1976) hafa sagt í blaðaviðtali, að hann kysi heldur að Italía væri kyrr í Atlantshafsbandalaginu en að hún gengi í Varsjárbandalagið. Og vonbrigðin rista dýpra. „Sósíaliskt” þjóðskipulag virðist ekki lengur nein trygging fyrir mannsæmandi og betra lifi frekar en „borgaralegt”. Enda leggja sósíalísku ríkin, eldri og yngri, mest kapp á að ná sem fljótast iðnþróun hins kapítalíska vest- ræna heims. Þar sem eitt æðsta takmark skipulags og tækni er að geta framleitt eigin kjarnorku- vopn, verða sérfræðingavald og hin ýtrasta verkaskipting sameig- inlegt böl manna. Hvort sjálft stjórnkerfið telst „borgaralegt” eða „sósíaliskt” skiptir litlu máli. Maðurinn verður hvort sem er fangi hins volduga framleiðslu- kerfis, „framandgerður” þjónn þess við færiband sitt. En í grein- inni „Upphaf mannúðarstefnu” (1964) óttast Halldór Laxness að þar sem borgarastéttinni sé út- rýmt komi í staðinn sá kapítal- ismi, ríkiskapítalisminn, sem býð- ur heim einræði og ógnaræði og einn er miskunnarlausari en hið marghöfðaða auðkerfi borgara- stéttarinnar. „Þjóðfélagið góða”, þar sem maðurinn er æðsta tak- mark, virðist fjær en nokkru sinni fyrr." Hallberg minnir á þau ummæli Halldórs Laxness í Skeggræðum gegnum tíðina, sem skáldið við- hefur, þegar hann lítur um öxl og segir við viðmælanda sinn: „Það sem var heilagur sannleikur í gær eru svik og hræsni í dag. Og þjóð- félagið góða sem við ætluðum að skapa er hætt að vera skurðgoð eða guðsmynd”. Hallberg minnir einnig á fyrir- litningu skáldsins, þegar hann talar í Guðsgjafaþulu um þjóð- félagið, nefnir það „samfunnet”, og líkir því við óskiljanlegt kvikindi. Þessi fyrirlitning á ríki og ríkisvaldi kemur einnig greini- lega fram í ritgerð Halldórs Laxness um Hallgrím Pétursson, þar sem hann bendir á hvernig yfirstéttin og þá ekki sízt hin klerklega valdastétt rétttrúnaðar- ins hræddi alþýðu manna viðstöðulaust með djöflinum og því miskunnarleysi og hræðilegu kvölum, sem beið hinna útskúf- uðu og fordæmdu í helvíti, samkvæmt guðsorðabókum þess tíma. Því miður kemur misnotkun valdasjúkrar yfirstéttar á fyrstu öldunum eftir Siðaskipti niður á þeim fagra kærleiksboðskap, sem er kjarni og inntak kristinnar trúar — og virðist skáldið ekki alltaf gera glöggvan greinarmun á þessu tvennu (til fróðleiks má geta þess að þegar skáldið nálgast nútímann í ritgerð sinni segir hann „að Chaplin sé hinn týpiski J esús vorra tíma“ (!)). Hallberg tíundar, hvernig Laxness getur ekki fellt sig við nein kerfi, allra sízt það kerfi, sem veitir ríkisvaldinu tækifæri til að ná tökum á góðu fólki. 1 lok ritdómsins segir Peter Hallberg: „Andúð á öllum „kerfum”, „heilbrigð skynsemi”, „mannúð- arstefna”, „taoismi” og fullkomnun listarinnar verða við- brögð skáldsins við okkar heimi, eins og hann er.‘‘ Enginn vafi er á því, að Peter Hallberg hittir þarna naglann á höfuðið, þó að vel hefði mátt sleppa „taoismanum“, en leggja fremur áherzlu á fjallræðufólkið í skáldverkum Laxness og trúmennsku þess, sem var enginn „taoismi”, heldur alislenzkt fyrir- brigði, a.m.k. fyrr á tímum. EBE og fullveldi Rasmus Kristján Rask var stofnandi Hins íslenzka bók- menntafélags (1816) og vildi með því sporna við þeirri þróun að íslenzk tunga yrði danskri tungu að bráð. Við stöndum í óbætan- legri þakkarskuld við hann. Jón Sigurðsson tók svo upp merkið og var forseti Hins íslenzka bókmenntafélags í marga áratugi: útvörður sjálfstæðis og fullveldis þjóðarinnar. Það leiðir hugann að öðru máli. Það vakti mikla athygli, þegar talsmenn útgerðarmanna í Bret- landi með James Johnson þing- mann fyrir Hull i broddi fylking- ar gerðu þvf skóna, að Crosland, utanríkisráðherra Breta, mundi óska eftir sérstökum viðræðum milli íslendinga og Breta, eftir að Gundelach kom úr fyrri könnunarferðinni til Islands, án þess Efnahagsbandalagið hefði upp á nein samningsdrög að bjóða. Hér verður hvorki rætt um Óslóar-samkomulagið, sem var e.k. punktur yfir i-inu í sjálf- stæðisbaráttu íslénzku þjóðar- innar, né það hvort einhverjir samningar takist á milli Is- lendinga og Efnahagsbandalags- ins í framtiðinni. En á hitt er ástæða til að benda, að for- ráðamönnum brezkrar togaraút- gerðar varð ekki að ósk sinni. Crosland stóð ekki upp í brezka þinginu og engin rödd hefur heyrzt um það, að Bretar óski eftir sérstökum viðræðum við Íslendinga um málið. Gundelach hefur sagt, að Efna- hagsbandalagið vilji ná algjörlega nýju heildarsamkomulagi við íslenzk stjórnvöld, f.h. bandalags- ins alls. Efnahagsbandalagsmenn halda ekki fast í það, að nýtt samkomulag byggist á gagn- kvæmum veiðiréttindum, heldur feli það einnig í sér sameiginlega skilgreiningu á verndunaraðgerð- um vegna fiskstofna „og byggir Gundelach þessa röksemd á því að stærð og viðkomumöguleíkar vissra fiskstofna við Island, svo sem þorsks og ýsu, séu að veru- legu leyti komnir undir viðleitni Efnahagsbandalagsrikjanna innan lögsögu sinnar á þessu sviði og á hann þar vafalaust við uppeldisstöðvar ýmissa nytjafiska við Grænland,” eins og komizt var að orði i fréttum. Fyrir þessa við- leitni sina i verndunarmálum telur Gundelach að Efnahags- bandalagsrikin eigi að fá að stunda einhverjar veiðar hér við land, en síðar skuli reglan um gagnkvæmni vera lögð til grund- vallar. Þetta hefur allt komið flatt upp á Breta — og þá ekki sízt brezka togaramenn sem telja margir hverjir, að Efnahagsbandalagið sitji á svikráðum við þá og hags- muni þeirra. Það hlýtur að vekja mikla at- hygli hér, hvernig .Efnahags- bandalagið hugsar um heildina, en ekki einstök ríki. Þegar Gundelach heyrði að svo kynni að fara, að Bretar óskuðu eftir sér- samningum eða sérstökum við- ræðum við íslenzk stjórnvöld, lýsti hann blákalt yfir því, að brezka stjórnin hefði ekkert að gera með slík mál lengur og sagði, að Bretar hefðu ekkert umboð til samninga; orðrétt sagði hann: „Bretar hafa þegar afhent Efna- hagsbandalaginu umboð sitt til samninga um fiskveiðimál og það er enginn, sem hefur umboð til samninga við íslendinga á vegum Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.