Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976 3 Þjóðsaga gefur út 3 ljóðabækur Kviku Steingerðar Guðmundsdóttur, Haugfé Snæbjarnar Jónssonar og Hrímbogar og Haftórur Einars frá Skammadalshóli BÓKAUTGÁFAN Þjóðsaga hefur sent á markaðinn þrjár nýjar ljóða- bækur Þær eru Kvika eftir Steingerði Guðmundsdóttur. Haugfé eftir Snæbjörn Jónsson og Hrfmbogar og haftórur eftir Einar H. Einarsson. Kvika, ljóðabók Steingerðar Guðmundsdóttur, hefur að geyma 50 ljóð. Bókin er 128 blaðsíður. Höfundurinn hefur áður gefið út þrjár ljóðabækur auk leikrita. Haugfé, eldri kvæði og nýrri, ljóðabók Snæbjarnar Jónssonar, hefur einnig að geyma 50 ljóð. Bókin er tileinkuð síra Þorvaldi Jakobssyni. Höfundur skrifaði formála fyrir bókinni. Áður hafa komið út 6 ljóðabækur eftir Snæbjörn. Haugfé er tæpar 100 blaðsíður að stær£ Hrímborgar og haftórur, ljóða- bók Einars H. Einarssonar frá Skammadalshóli, skiptist í fimm kafla: Undir hvolfi loftsins. Annir dags — dvalir kvölds, I baráttu dags og ára. Látið fjúka og Þá ungur ég var. Hrímbogar og haftórur er fyrsta Ijóðabók Einars H. Einars- sonar. Bókin er 90 blaðsíður. Allar ljóðabækurnar þrjár eru prentaðar í Prentsmiðjunni Odda h.f. og bundnar í Sveinabókband- inu. Útlitsuppdrætti gerði Hafsteinn Guðmundsson. for- stjóri Þjóðsögu. Samdi orðalykil að Gamla testamentinu og afhenti guðfræðideild HÍ að gjöf NVLEGA afhenti Björn Magnússon, fyrrverandi prófessor, guðfræðideild Háskóla tslands að gjöf orðalykil að Gamla testamentinu innbundinn i skinn af honum sjálfum. Að sögn Jóns Sveinbjörnssonar prófessors við guðfræðideild Hl, er þetta geysiverðmæt og kær- komin gjöf fyrir deildina, og sagði hann að deildin væri ákaf- lega þakklát Birni fyrir þessa stórhöfðinglegu gjöf. Björn hefur áður samið orðalykil að Nýja testamentinu og afhenti hann guðfræðideildinni einnig þann lykil að gjöf. Jón Sveinbjörnsson sagði að Björn Magnússon hefði unnið að orðatalningu Gamla testamentis- ins mörg undanfarin ár og lægi geysileg vinna að baki þessu verki. Ritaði hann orðin fyrst niður á laus blöð en siðan útbjó hann handrit að orðalyklinum og batt sjálfur inn i skinnband. Er Björn Magnússon, fyrrv. prófessor orðalykillinn mikið rit að vöxtum eða um 1100 blaðsíður. Jónas Sveinbjörnsson sagði að lokum, að I athugun væri að gefa út orðalykilinn að Gamla testa- mentinu, því hann væri ákaflega gagnleg handbók fyrir þá sem lesa bibliuna. Orðalykillinn að Nýja testamentinu var gefinn út á sinum tima. SABCO teppa- hreinsarar. 5 geróir. cttt Mi iioik SABCO hreinsilögur. Varahiuta- þjónusta. SÉRVERZLUN MEÐ GÓLFTEPPI Grensásvegi 13. 83577 — 83430 ^ símar VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK Þl ACGLÝSIR l'M ALLT LAN’D ÞEGAR Þlv AIG- LYSIR I MORGUNBLAÐINl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.