Morgunblaðið - 09.01.1977, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 09.01.1977, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1977 I Eins og alkunna er, töluðu íslendingar og norðmenn upphaflega sama tungumál, því íslenska er norskt inn- flytjendamál: flestir landnáms- menn komu úr Noregi og fluttu með sér til íslands móðurmál sitt, norska tungu. E-n jafn- framt hefur flust með land- námsmönnum úr Noregi margs konar menning, sögur og sagnir, kvæði og ljóð, enda þótt annað hafi borist lengra að, frá írlandi og Skotlandi, sunnan af Frakklandi og sumt enn lengri veg. Meðal þess sem til Islands barst á fyrstu öldum byggðar i landinu voru kvæði, sem seinna voru nefnd eddukvæði, og sagnir um hetjur miðalda, er menn gerðu af nýjar sögur og ný kvæði. Á Islandi geymdust þessar sagnir og kvæði meðan aðrar þjóðir gleymdu þeim og tóku upp nýja siði, eignuðust nýja menningu. Á 13du öld urðu síðan til á Islandi bók- menntir sem meðal annars urðu til þess að tungan gekkst ekki og greindist minna en aðr- ar þjóðtungur, svo enn lesa íslendingar gömul kvæði og gamlar sagnir aftan úr miðöld- um, eins og þetta væru lifandi bókmenntir frá 20ustu öld. Engin önnur germönsk þjóð getur lengur vitnað til spak- mæla Hávamála eins og Islendingar, enda þótt spekin, sem þar er geymd, hafi lifað í þúsund ár bæði á Norðurlönd- um og suður í Evrópu. En tslendingar á síðmiðöldum voru þeir sveitamenn að geyma þessar sagnir og hin gömlu kvæði meðan aðrir gleymdu fornri tungu sinni. II Nú tala Norðmenn og íslendingar ólík tungumál, enda þótt norskar mállýskur — eða nýnorska, — og íslenska séu náskyld mál og íslendingar skilji fljótt mál nýnorsku- mælandi Norðmanna. Samhliða nýnorsku, sem er afsprengi hins gamla móðurmáls norsku Iandnámsmannanna á Islandi, gamalnorskunnar (gamalnorsk eða gammelnorsk, eins og það mál heitir í Noregi) er talað annað mál, norskt bókmál eða ríkismál, eins og það hefur verið kallað. Bókmálið er komið af dönsku, sem ruddi sér til rúms 1 Noregi á tfmum danskra yfirráða (dansketiden 1380—1814), en mál þetta rann siðan saman við málið sem fyrir var og úr varð nýtt og hljóm- fagurt mál. En hvort heldur norðmenn tala mállýskur eða bókmál geta þeir ekki lesið gamalnorsku og fá ekki notið auðlegðar norrænna bókmennta nema þeir læri hið gamla móðurmál sitt, og það tekur langan tíma. Frekar en gera alla læsa á gamalnorsku hafa menn þvl reynt að þýða norrænar forn- bókmenntir á nýnorsku ellegar bókmál til að gera þær aðgengi- legar mönnum. Mikið starf og merkilegt hefur verið unnið á þessu sviði undanfarna áratugi. Má þar nefna hið mikla útgáfu- verk Norröne bokverk sem Det norske samlaget stendur nú að, en hófst fyrir réttum 70 árum undir nafninu Gamalnorske Bokverk. 1 þessu safni hafa komið út nær 50 rit norrænna bókmennta, þar á meðal mikið af íslenskum verkum svo sem Njála, Egilssaga, Laxdæla og Heimskringla, Sverris saga, Völsunga saga og Gunnlaugs saga ormstungu, Gísla saga og Snorra Edda. III Nú er komin út ný þýðing á eddukvæðum á norsku: EDDA- DIKT. Oversatt av Ludvig Holm-Olsen. J.W. Cappelens Forlag A.S. Oslo 1975. Eddukvæði eru varðveitt 1 fslenskum handritum frá 13du og 14du öld. Þetta eru brot af svipmiklum og margbreytileg- um skáldskap, sem um aldir lifði I munnlegri geymd. Elstu kvæðin eiga rætur að rekja aftur á tlma þjóðflutninganna miklu, er germanskar þjóðir fóru um gervalla Vestur Evrópu, frá norðri til suðurs og allt austur að Svartahafi og suður á Spán og jafnvel til Norður Afríku. Yngstu kvæðin hafa hins vegar sennilega verið ung þegar þau voru fest á bókfell. Fimm sinnum áður hafa norskir menn þýtt þessi gömlu kvæði. Jakob Aars, stofnandi skólans að Voss, gaf árið 1864 út þýðingu sfna á sex eddu- kvæðum. Tveimur árum seinna gaf G.A. Gjessing, sem þá var kennari við Kristiansands Katedralskole, út goðakvæði Eddu og árið 1899 gaf hann út þýðingu sína á öllum kvæðum Sæmundar Eddu: Den ældre Edda. Norröne oldkvad fra vikingetiden. Á árunum 1905 til 1908 gaf presturinn og skáld- ið Ivar Mortensson-Egnund út þýðingu sfna á eddukvæðum: Edda-kvæde. Norröne fornsongar. Þessi þýðing hans Ung var jeg engang, og ensom drog jeg, da gikk jeg vill pá vegen, fölte meg rik da jeg fant en annen; mann er manns glede. [Hávamál 47] Alt for tidlig kom jeg ofte pá gjesting og somme tider for seint; ölet var drukket, eller ikke brygget; lei ráker sjelden leddet. [Hávamál 66] Fe dör, frender dör, en sjöl dör pá samme vis; jeg vet ett som aldri dör, dom over hver en död. [Hávamál 77] Möyer flöy sörfra, mörkskog lá under, unge valkyrjer varslende ufred; de satte seg ned pá sjöens bredd, sudröne kvinner, spant kostelig lin. [ Völundarkviða 1] V Lengi hefur það verið mönnum undrunarefni og mikil ráðgáta hvers vegna norðmenn varðveittu ekki eddukvæði. Hefur þess jafnvel verið getið að þeir hafi ekki þekkt kvæðin sem öll hafi þá verið ort í nýbyggðum norðmanna: vestan hafs, á tslandi eða á Grænlandi. I formála að þýðingu sinni gerir Tryggvi Gíslason: Fyrsta heildarþýðing Eddu kvæða á norskt bókmál — Þýðandi Ludvig Holm-Olsen, prófessor í Björgvin Tryggvi Gfslason hefur nú komið út sjö sinnum og mikið verið notuð. Fredrik Paasche, prófessor f evrópskum bókmenntum við háskólann í Ósló, þýddi allmikið af eddu- kvæðum, sem út komu í Norsk litteraturhistorie 1 (1924) og Anne Holtsmark prófessor þýddi átta eddukvæði og gaf út f Eddadikt, skaldekvad, folke- viser (1924). Hin nýja þýðing Ludvigs Holm-Olsens, prófessors í norrænu við Björgvinjar- háskóla, er í raun og veru önnur heildarþýðing á kvæðum Konungsbókar Eddu og hin fyrsta heildarþýðing sem gerð er á norskt bókmál. Þrjú hetju- kvæði hafa þó ekki verið tekin með: Grfpisspá, Oddrúnar- grátur og Atlamál. Tvö goða- kvæði, sem varðveitt eru annars staðar, Baldurs draumar og Rfgsþula, eru hins vegar f þessu nýja safni. Fyrir margra hluta sakir er auðveldara að þýða norrænar bókmenntir á nýnorsku. Það mál er skyldast hinni fornu tungu, ef undan er skilin nútfma-islenska. Bókmálið hefur hins vegar glatað ýmsum einkennum hins forna beyg- ingarmáls, orðaforðinn er annar og orðaröð bundnari, eins og að líkum lætur. Ludvig Holm-Olsen prófessor er meðal fremstu fræðimanna f norrænum fræðum. Hann kom ungur til starfa, hefur lært Islensku ágæta vel og er því betur fær um það að þýða eddu- kvæði á norsku en flestir menn aðrir. Vandasamt er að þýða af einu máli á annað. Ekki sfst á það við um bundið mál með sviphrein- um heitum og kenningum og fastri hrynjandi. Og þegar kvæðin eru ævagömul og lýsa fornri menningu, viðhorfi og siðum, þar sem sumt er vand- skilið og torrætt, verður viðfangsefnið enn erfiðara. Þýðandinn verður þá að taka sjálfur afstöðu til mismunandi skilnings og skýringa. Það hefur Ludvig Holm-Olsen gert af lærdómi sfnum svo nú geta menn leitað til þessarar þýðingar hans til að fá skýring- ar og leita eftir skilningi þessara stórbrotnu kvæða. Er það ekki sist mikill fengur í skýringum og athugasemdum þýðarans aftan við kvæðin, sem reistar eru á fyrirlestrum hans um eddukvæði. IV Ekki er það auðvelt verk fyrir útlending að dæma um þessa norsku þýðingu. Það er einnig erfitt að losa sig undan hrynjandi og orðfæri uppruna- lega textans þvi sumt hljómar með ólíkum hætti. En f heild sýnist þessi mikla þýðing hafa tekist vel og sumt ágætlega, enda hefur Ludvig Holm-Olsen lagt alúð sína við verkið og kostað til þess mörgum árum. Jeg mis jotner urtidsbárne, f jernt i fortid fostret de meg; mins ni heimer, ni i treet, visdomstreet 1 som tein i mold. [Völuspá 2] Ludvig Holm-Olsen í stuttu máli grein fyrir upphafi og varðveislu eddukvæða. Bendir hann þar meðal annars á nýja vitneskju sem fengist hefur eftir brunann á Bryggjunni f Björgvin 1955, þar sem fundist hafa yfir 500 rúnaáletranir, sumar með vísum undir eddu- kvæðaháttum, aðrar undir dróttkvæðum háttum. I ljósi þessarar nýju vitneskju verður nú að endurskoða hugmyndir fyrri manna um uppruna og aldur eddukvæða svo og um notkun rúna á miðöldum. Ljóst er að tslendingar einir hafa varðveitt eddukvæðin, hina fornu menningararfleifð germanskra þjóða, þótt saga Konungsbókar Sæmundar Eddu sýni að oft hefur verií mjótt á munum milli varðveislu þessara dýru kvæða og algerrar gleymsku og glötunar. Hitt er lfka ljóst að íslendingar hafa ekki einir ort þessi kvæði. Mikils virði er að hinar gömlu bókmenntir lifa enn meðal þjóðarinnar og veldur þvf sam- hengið i fslensku máli. Hitt er líka fagnaðarefni að útlendir menn, sérfróðir í trúarbrögð- um, siðum, tungu og menningu annarra þjóða, skuli áfram leggja rækt við hina fornu arf- leifð. Þvf er það mikið fagn- aðarefni er Ludvig Holm-Olsen gefur út nýja þýðingu eddu- kvæða á norsku. Veit ég að Norðmenn og Islendingar eiga eftir að njóta góðs af vandaðri þýðingu hans, og með henni hefur hann enn einu sinni lagt fram skerf sinn til að kynna norrænar bókmenntir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.