Morgunblaðið - 11.01.1977, Síða 30

Morgunblaðið - 11.01.1977, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR 1977 Guðrún Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Húseg - Minningarorð Fríða Sigurbjörns- dóttir—Minning Aðfaranótt mánudagsins 3. jan. lézt á Landsspítalanum Guðrún Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Húsey, eftir langt og erfitt sjúk- dómsstrfð. Við andlátsfrétt náins ættingja og vinar fyúist hugurinn trega og söknuði. En við nánari íhugum, þegar vitað var, að hin jarðnesku starfstæki hinnar látnu voru orð- in lítt starfshæf, er ekki hægt annað en að álykta eins og Einar Ben. skáid gerir í eftirfarandi ljóðlínum: Og því er oss erfitt að dæma þann dóm, að dauðinn sé hryggðarefni, þó ljósin slokkni og blikni blóm. Er ei bjartara land fyrir stefni? Ingibjörg var fædd 22. feb. 1914 á Dratthalastöðum í Hjaltastaða- þinghá. Foreldrar hennar voru Guðrún Sigmundsdóttir frá Gunn- hildargerði og Guðmundur Halldórsson frá Sandbrekku. Hún var þriðja i aldursröð af sex börn- um þeirra hjóna og einnig sú þriðja, sem kveður þennan heim. Ingibjörg ólst upp með foreldrum og systkinum við venjuleg sveita- störf og hefur vinnudagur fjöl- skyldunnar eflaust oft verið lang- ur, því að börnin voru mörg og tímarnir erfiðir. Þar við bættist, að faðir hennar, sem var einstak- ur hagleiksmaður, missti sjónina áður en börnin voru öll uppkom- in. En með sameiginlegu átaki fjölskyldunnar bjargaðist þetta allt vel. Dratthalastaðaheimilið er mér minnistæðara en flest önnum heimili, er ég þekkti á bernskuár- unum fyrir snyrtimennsku og myndarskap i hvíventa, því að það má segja, að öll fjölskyldan hafi hlotið I vöggugjöf næmt auga og haga hönd. Frá þessu heimili, sem var Ingibjargar eini skóli, að frátöldum barnaskóla, tel ég hana vart hafa verið verr undirbúna lifsbaráttunni en mörg ungmenn- in í dag, þó að þau séu á fyrri tíma visu öll langskólagengin. Ingibjörg bar föðurhúsum glæstan vitnisburð æ síðar á lífs- brautinni. I janúar 1937 giftist hún Sigurði Halldórssyni i Húsey í Hróarstungu o bjuggu þau í Húsey nærri 30 ár eða þar til heilsa þeirra hjóna fór að bila. Fluttust þau þá í Egilstaðaþorp og var heimili þeirra þar nokkur ár. En heilsu Ingibjargar hnignaði enn og þurfti hún stöðugt að vera undir læknis hendi. Fluttust þau því búferlum til Reykjavíkur fyr- ir um það bil þremur og háifu ári. Húseyjarheimili stendur mér glöggt fyrir hugskotssjónum sem eitt af höfðingjasetrum sveitar- innar. Þar var tvíbýli og voru bændur á báðum búum gjarnan kosnir til að gegna opinberum störfum fyrir sveit sína. Heimili þeirra Ingibjargar og Sigurðar var þekkt fyrir myndarskap, rausn og gestrisni. Þar var gott að koma, húsbóndinn ræðinn og skemmtilegur, viðmót húsmóður- innar mjög hlýtt og alúðlegt, svo gestir fundu sig ávallt velkomna. Gestagangur var oft mikill, því bæði voru hjónin vinamörg og frændgarðurinn stór. Fáa hefi ég þekkt jafn frændrækna og Ingi- björgu frænku mína. Bar hún hag sinna nánustu og alls síns stóra frændgarðs mjög fyrir brjósti og af fullri einlægni, því að hún var kona sönn og hjartahlý. Þegar ég nú minnist hennar, dettur mér I hug svar þekkts spekings, er hann var spurður hvernig mannleg hegðun ætti að vera. „Elskaðu og gerðu svo hvað, sem þú vilt.“ Ingibjörg og Sigurð- ur eignuðust 5 börn. Kristbjörgu Jennýju, Guðrúnu, sem gift 'er Hauki Kjerúlf, Aðalbjörgu gifta Eyþóri Ólafssyni, Halldór, sem kvæntur er Guðrúnu Fredriksen og Katrínu Jónbjörgu, sem er í foreldrahúsum og stundar sjúkra- liðanám. Öll eru börnin mann- vænleg og barnabörnin orðin sex, sem fluttu ávallt sólskinsgeisla inn í sjúkrastofuná til ömmu sinn- ar, er þau komu í heimsókn. Sum þeirra komu langa leið að, frá hinum kæru átthögum Ingibjarg- ar, Fljótsdalshéraði. Þegar ég minnist frænku minnar, þá finnst mér það lýsa henni bezt, hvernig hún bar sína erfiðu sjúkdómsþraut með ein- stakri stillingu og æðruleysi. Það geislaði frá henni hjartahlýja og góðleiki til allra, sem umgengust hana og það var dásamlegt að sjá, hvað hjúkrunarfólk þeirra deilda Landspítalans, sem hún lá á, kunni að meta þessa mannkosti hennar og hjúkraði henni af sér- stakri nákvæmni og mannkær- leika og á allt þetta fólk hjartans þakkir fyrir. Að iokum flyt ég Sigurði, börn- unum, systkinum hinnar látnu og öllum vandamönnum, sem hún unni, innilegar samúðarkveðjur og bið hinni látnu guðsblessunar á æðri stigum tilverunnar. Guðrún I. Jónsdóttir. Væna kona, hver hlýtur hana? Hún er miklu meira virdi en perlur ... Orðs. 31.10. Ein af merkilegurstu konum Is- lands er fallin í valinn. Fríða Sigurbjörnsdóttir var Vestur- Húnvetningur; fædd á Vigdísar- stöðum þar í sýslu 10/11 1893. Flest öll hjúskaparárin bjó Frlða með eiginmanni sínum Þor- birni Teitssyni á Sporði I Vestur- hópi, og andaðist hann fyrir fáum árum. Frlða var ein af fegurstu kon- um sem ég hefi séð á lffsins leið; virðuleg I framkomu og átti hún mikla skapfestu. Hún sýndi I öllu lrfí sínu fórnarlund, dugnað og trúmennsku. 1 fjölda ára var hún ljósmóðir og leysti hún störf sln af hendi með mikilli árvekni og snyrtimennsku. Og það var engin bifreið sem flutti Frfðu langar leiðir til að hjálpa barnshafandi mæðrum. Þarfasti þjónninn, hest- urinn, fór með ljósmóðurina f söðli og oft voru þessar embættis- ferðir hennar farnar í skamm- degismyrkri og f hrfðarveðri. Hún var ósérhlífin og skyldurækni hennar var í hvfvetna til fyrir- myndar. Frfða var svo góðum vitsmun- um gædd að ég veit til þess að sumt fólk leitaði ráða hjá henni. Ég var ekki búinn að þekkja hana lengi er ég fann hversu mikil og kærleiksrfk kona hún var og bar hún mikla umhyggju fyrir þeim sem bágt áttu. Eru mörg dæmi til þess að hún hjálpaði öðrum sem voru f vanda staddir eins og efni hennar leyfðu. Frfða var trúuð kona, og f ljós- móðurstarfi hennar og á öðrum örlagaríkum stundum var hún alltaf viss um hjálp, þvf hennar trúartraust á handleiðslu Drottins var alltaf svo óbifanlega sterkt að henni tókst að leysa vandann af hendi. Hún var viss um að Drott- inn vakti yfir henni og hennar gjörðum, — nótt sem dag. Þótt ég sem þessar línur rita sé ekki fæddur og uppalinn á þessu landi, veit ég það að Fjallkonan hefur oft verið hörð og ströng fóstra og agað síp börn. Frfða Sigurbjörns- dóttir sem ólst upp á allt öðrum tíma en við þekkjum nú, þekkti vcl þennan aga. Hún kynntist þvf eins og elzta fólkið sem nú lifir að fegurð og gróska grænna sumar- daga hrökk ekki alltaf til að jafna hörku vetrarbylja. Ég hefi heyrt gamalt fólk að tala um árvisst útmánaða áhlaup og skort sem minnisstæðustu reynslu æsku sinnar. Það var aldrei skortur á Sporði. Frfða var nægjusöm og stjórnsöm. Hún var sívinnandi, ekki aðeins fyrir sitt heimili held- ur fyrir aðra. Hún var mjög eftir- sótt til að sauma islenzka þjóð- búninginn, og eru þeir orðnir mjög margir sem hún hefur saum- að. Jafnvel þegar hún, fyrir nokkr- um árum, handleggsbrotnaði var hún með umbúðir fram á hendi, þegar hún var að vinna. Þeir sem hafa einhverntíma verið f sveit vita að sveitavinnan er ekki létt, sérstaklega áður en vélaöldin hófst. Hjónin á Sporði eignuðust eina dóttur, Birnu, og einnig son sem andaðist stuttu eftir fæðingu, og kom það snemma f hlut dótturinn- ar að annast heimilisverkin í fjar- veru móður sinnar. Fríða og Þor- björn ólu upp þrjá drengi, Þráin, Sigurbjart og Magnús og allir reyndust þeim sem beztu synir, enda aldrei litið á þá öðruvísa en þeirra syni. Eftirfarandi saga sýnir hvern hug Frfða bar til fóstursona sinn. Það var einu sinni fyrir jóla- hátfðina að Fríða hafði verið óvenjulega mikið að heiman, og kom hún ekki aftur að Sporði fyrr en þrem dögum fyrir aðfangadag. Hún átti þá að sjálfsögðu eftir að annast allan jólaundirbúning fyr- ir sitt heimili. En samt voru tvenn ný föt á drengina tilbúin -á að- fangadagskveld. Frfða sá um sig sjálf fram undir það sfðasta, en naut hún hlýju og aðhlynningar Þorbjarnar dóttur- sonar síns og Oddnýjar konu hans á Sporði. Enn fremur naut hún ánægju af langömmubörnum. Þótt hún ætti ekki nema tvö barnabörn er það góður hópur sem kallaði hana ömmu á Sporði. Væna kona, hver hlýtur hana? Hún er miklu meira virði en perl- ur. Fríða Sigurbjörnsdóttir vildi enga lfkræðu í venjulegum skiln- ingi. Allt Iff hennar var ein mikil predikun. öll þau sem ég hefi nefnt ásamt tengdasyni og fjölda manna og kvenna þakka Frfðu ljósmóður fyrir allar sólskinsstundir. Þú gafsl þitl hjarta, það var gæfa þfn. 1 þvf er fólgin beita huggun mfn. A meóan góós manns hjarta f heimi er til, 4 hús hins veika bróður yl. Robert Jack, Tjörn, Vatnsnesi, V.-Hún. Eiginmaður minn SÆMUNDUR SIGUROSSON. Gnoðarvogi 72, lést í Landspítalanum 8 janúar. Fyrir hönd aðstandenda. Sigrfður Kristjánsdóttir. + Faðir okkar EINAR A SCHEVING húsasmiður. Hrlsateigi 1 7, lést að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 8. janúar s I Fyrir hönd aðstandenda. Sigurlln Scheving. Birgir Scheving, Árni Scheving, Orn Svheving Ingibjörg Björnsdótt- ir — Minningarorð Fædd 4. ágúst 1915. Dáin 27. nóvember 1976. Er dauðans klukka kallar: komið, komið hér, enginn, enginn getur undan vikið sér. Lögmál lffs og dauða lykur um hvert hljóm, ailt, sem anda dregur, á sinn skapadóm. Þann 4. desember s.l. var Ingi- björg Björnsdóttir, Skógargötu 13, Sauðárkróki, til moldar borin frá Víðimýrarkirkju. Hún varð bráðkvödd á heimili sfnu að kveldi þess 27. nóvember. Ingibjörg var fædd á Krithóli á Neðribyggð 4. dag ágústmánaðar 1915. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Árnason, bóndi á Krithóli, og Jóhanna Sæmundsdóttir. Árni, faðir Björns, var sonur Jóns Árnasonar, skálds, á Viðimýri og konu hans Ástríðar Sigurðardótt- ur. Móðir Björns og kona Árna var Ingibjörg Björnsdóttir, bónda í Mælifellsárseli, Finnbogasonar, bónda á Sjöundastöðum í Flóka- dal, Jónssonar. Foreldrar Jóhönnu voru Sæmundur Jóhannsson, bóndi á Krithóli, og 1. kona Sæmundar, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Guðmundssonar í Áshildarholti, Jónssonar sterka á Hryggjum, Þorsteinssonar. Þetta eru kunnar bændaættir f Skagafirði. Ingibjörg dvaldist hjá foreldr- um sinum, fyrst á Krithóli og síð- ar á Krithólsgerði- nýbýli, sem foreldrar hennar reistu í landi Krithóls á rústum gamals eyðibýl- is. Árið 1938, þann 16. maí, gekk hún í hjóríaband með Hrólfi Jóhannessyni, bóna í Kolgröf á Efribyggð. Ingibjörg og Hrólfur bjuggu f Kolgröf, fyrst í tvíbýli á móti Birni bróður Hrólfs, og konu hans, Þorbjörgu Bjarnadóttur- Björn og Hrólfur áttu sinn helm- ing jarðarinnar hvor- til ársins 1944, en kaupa þá hlut Björns, og síðan á allri jörðinni til 1962, er þau bregða búi og flytja til Sauðárkróks. Fljótt byrjuðu þau hjónin að gera jörð sinni til góða, eftir þvi sem efni og aðstæður framast leyfðu. Landið var girt, skurðir skornir, túnrækt og byggingar- framkvæmdár og rafvæðing „bar- in í gegn“ þrátt fyrir þær aðstæð- ur, að Kolgröf var á því svæði, sem samþykktir um raflagnir um byggðir landsins náðu þá ekki til. Árin milli 1940 og 1950 voru skagfirskum bændum, vestan Vatna, að mörgu Ieyti þung f skauti, þá herjaði mæðiveikin fjárstofn þeirra og gerði ómældan ursla, sem endaði með alsherjar niðurskurði. Þá varð hver og einn að neyta allra ráða til að sjá sér og sínum farborða. Þessi plága kom ekki síður hart niður á þeim Kolgrafarhjónum en öðrum. Margar vonir tengd bresta — í bili —. Hrólfur í Kolgröf brá á það ráð — eins og fleiri — að gerast varð- maður á heiðum frammi. Þá kom það í hlut konunnar að sjá um bú og börn, og stóðst hún þá þolraun af mikilli prýði, þrátt fyrir veila heislu, enda mjög sýnt um bústörf og auk þess skepnuvinur mikill. Ingibjörg frá Kolgröf var kona vel gerð, hljóðlát og íhugul með góða dómgreind og siðferðisvit- und. Hún kunni af eðlislagni að ala ,börn sfn þannig upp, að kringum hana var hvorki ys né þys, flausturslæti né flumbruháttur, heldur kyrrð og spekt, samtilling í háttum og framkomu. Börnum sinum var hún hin leið- andi og kærleiksríka móðir, sem sá og skildi að traustasti horn- steinn undir uppeldi þeirra er umönnun og mótunarhæfni móðurinnar, og dýrmætasti arfur hvers einstaklings eru góðar minningar bernskunnar. Ingibjörg var manni sfnum ástrík eiginkona og traustur föru- nautur, hún bjó honum og börn- um þeirra aðlaðandi og hamingju- ríkt heimili, þar sem rfkti friður og gagnkvæmur hlýhugur. Þar var gott að koma. Börn þeirra Ingibjargar og Hrólfs verða talin hér f aldursröð: María gift Stefáni Bergþórssyni, eiga tvö börn, búa á Akureyri. Jóhanna Birna húsfreyja í Felli í Sléttuhlíð, býr með Eggert Jóhannssyni, eiga tvö börn. Áður hafði Jóhanna eignast dreng. Bragi Stefán var kvæntur Sigur- björgu Óskarsdóttur, en missti hana eftir stutta sambúð, eign- uðust tvo syni. Nú býr Bragi með Ingu Lfnberg Runólfsdóttur, búa á Sauðárkróki. Sæmundur kvænt- ur Guðlaugu Jóhannsdóttur, eiga tvö börn, búa á Akureyri. Sigrfð- ur Björg býr með Skaphéðni Jóhannessyni, eiga tvær dætur, búa í Hveragerði. Öll eru börn þeirra hjóna myndar- og mannkostafólk, enda hlotið í vöggugjöf og heimilisarf f uppeldi og mótun þær eigindir og áhrif, sem lengi vara og drýgstar verða til heilla og velfarnaðar fyr- ir einstakling og þjóðarheild. Ingibjörg var túuð kona og átti þá sannfæringu, að eftir dauðann tækju við hærri svið og æðri okk- ar heimi, þar sem hroði og gróm heimsins fyrirfyndust ekki og hamingja og mildi lýstu veginn. Nú, þegar þáttatjaldið á mörk- um lffs og dauða byrgir sýn, en hið óræða tekur við, er mér ljúft og skylt að þakka Ingibjörgu vin- konu minni og frænku fyrir marg- ar ánægjustundir, vinsemd, hlý- hug og fyrirgreiðslu veita mér og mínu heimili í ríkum mæli frá fyrstu kynnum til síðasta dags. Þá vil ég og óska þess, að henni verði að trú sinni. Gengin er góð kona, gott er hennar að minnast. Vini mínum Hrólfi, börnum hans og öðru skylduliði óska ég allrar blessunar Hjalti J6nsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.