Morgunblaðið - 17.02.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.02.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1977 17 Tékkar átelja gagnrýni Svía 16. febrúar. Stokkhólmi, Reuter. DUSAN Spacil, aðstoðarutan- rlkisráðherra Tékkóslóvakíu, sagði 1 gærkvöldi að rlkisstjórn sfn gæti ekki sætt sig við gagn- rýni Svfa á baráttuna gegn þeim sem undirrituðu mannréttinda- yfirlýsinguna f Tékkóslóvakfu. Spacil er í tveggja daga opin- berri heimsókn í Svíþjóð og sagði þetta á blaðamannafundi að lokn- um viðræðum við sænska utan- ríkisráðherrann, frú Karin Söder. í viðræðunum kvaðst hann hafa lýst furðu og reiði vegna opin- berrar gagnrýni sænsku stjórnar- innar. „Við erum fullfærir um að ráða við vandamál okkar sjálfir og sættum okkur ekki við afskipti af innanlandsmálum okkar. Sænska stjórnin verður að sætta sig við þá staðreynd að þetta fólk (sem undirritaði mannréttindayfirlýs- inguna) er gagnbyltingarmenn." „Satt að segja skiljum við ekki hvers vegna ríkisstjórnir hlusta heldur á þetta fólk en okkur, full- trúa þjóðar Tékkóslóvakiu," sagði ráðherrann. Áður hafði talsmaður sænska utanrikisráðuneytisins sagt að frú Söder hefði sagt á fundinum með dr. Spacil að með því að meina þeim sem undirrituðu yfirlýsing- una að taka þátt í umræðum um ástandið í Tékkóslóvakíu gerði stjórnin í Prag sig seka um órétt- læti og bryti auk þess i bága við mannréttindi. Makaríos vill segja af sér Aþenu, 16. febrúar. AP. MAKARIOS erkibiskup segir að hann ætli að segja af sér embætti forseta Kýpur þegar samkomulag takist um friðsamlega sambúð milli Kýpurbúa af grfskum og tyrkneskum ættum. Hann sagði i viðtali í dag við gríska blaðið Eleftherotypia að slikt samkomulag yrði að tryggja sameinaða og sjálfstæða Kýpur. Blaðið hefur eftir Makariosi að vissir aðilar í Bandarikjunum og Evrópu vilji helzt að hann tak- marki sig við kirkjustörf og hann nefndi í þvi sambandi Helmut Schmidt, kanslara Vestur- Þýzkalands. Makarios sagði að þessir menn teldu að hann væri helzti þrándur í götu samkomulags vegna ein- strengingislegrar afstöðu. Hann sagði að næstu kosningar i Tyrk- landi yrðu lykill samkomulags. Hann kvaðst ekki vilja útiloka að samkomulag tækist fyrir lok þessa árs eða snemma á næsta ári. DANMÖRK — Raðherrar í stjórn Anker Jörgensens eftir að sigur jafnaðarmanna í kosningunum lá fyrir. Talið frá vinstri: Poul Dalsager, Orla Möller, Egon Jensen, Knud Heinsen, Anker Jörgensen, Ivar Nörgaard, Eva Gredal, Svend Jakobsen, Niels Mathiasen, K.B. Andersen og Jörgen Peter Hansen. T*I Símamynd AP. Politiken vill fá meirihlutastj ór n Makarios Sérlegur sendimaður Carters forseta, Clark Clifford, er vænt- anlegur til Nikosíu á morgun til viðræðna við Kýpurmálið, og fer seinna til Ankara. Viðræður eru þegar hafnar milli Makariosar og Rauf Denktash, leiðtoga tyrk- neskumælandi Kýpurbúa. Kaupmannahöfn, 16. febrúar. NTB. POLITIKEN hvetur í dag til mvndunar meirihlutastjórnar með þátttöku hægri- jafnt sem vinstriflokka. Blaðið telur slfka stjórn bezt þjóna þjóðarhagsmun- um eins og nú sé ástatt en gerir ekki tillögu um hvaða flokkar skuli standa að slfkri stjórn. Politiken hvetur til þess að stjórnin verði stækkuð þannig að einstakir ráðherrar fái afmark- aðra starfssvið. Aðalmálgagn sósíaldemókrata er sigri hrósandi og kallar kosn- ingaúrslitin sigur fyrir Anker Jörgensen forsætisráðherra og samstarfsstefnu hans. Aktuelt segir að kosningarnar hafi verið reiðarslag fyrir Vinstri flokkinn. „Hartling vildi kosning- ar og fékk þær. Vinstri flokkur- inn fékk sinn dóm“, segir blaðið. Jyllands-Posten varar borgara- flokkana við því að láta blekkjast af fagurgala Anker Jörgensens um meirihlutastjórn, „Þinginu og lýðræðinu er bezt þjónað með minnihlutastjórn sem verður að bera fram tillögur sinar fyrir opn- um tjöldum," segir blaðið. Um ósigur Venstre segir Jyll- ands-Posten: „Illur fengur illa forgengur." Komúnistamálgangið Land og Folk varar einnig sósíaldemó- krata við meirihlutastjórn og seg- ir að verkamenn muni líta for- sætisráðherra slíkrar stjórnar sömu augum og hvern annan for- sætisráðherra borgaralegrar stjórnar. Sósíaldemókratablaðið Born- holmeren segir aó ósigur Venstre sé mikilvægari en sigur sósial- demókrata. „Dómurinn yfir Venstre er heilbrigðismerki sem gefur ástæðu til að vona að sigrast megi á hættunni sem lýðræðinu er búin,“ segir blaðið. Fv. CIA-manni aftur synjað um landvist Hnífjöfn barátta um þingsæti Færeyinga Frá Jogvan Arge, Þórshöfn í Færeyjum í gær. HÖRÐ barátta verður háð um þingsætin 1 kosningunum 1 Fær- eyjum sem fara ekki fram fyrr en 1. marz. 1 kvöld var samið um framboð sameiginlegs lista Fólka- flokksins og lista Zacharias Wangs. Þar með mun fyrst og fremst þingsæti Erlendar Paturssonar komast í hættu. Lýðveldisflokkur- inn stendur einn að sínum lista, en brot úr flokknum býður fram með Fólkaflokknum og kunnugir telja að ekki sé útilokað að Sambandsflokkurinn hafi mögu- leika í kosningunum. Listaframboðin hafa þróazt þannig að verið getur að þingsæti sósíaldemókrata sé í nokkurri hættu svo að ef á heildina er litið er óhætt að segja að um verði að ræða hnífjafna keppni en að listi sósíaldemókrata annars vegar og listi Fólkaflokksins og Zacharias Wangs hins vegar standi bezt að vígi. Núverandi þingmenn eru Erlendur Patursson úr Lýðveldis- flokknum og Johan Nielsen úr flokki sósíaldemókrata. Á lista Fólkaflokksins er talið að Jögvan Sundstein lögþings- maóur geti fengið flest atkvæði og á hinum sameiginlega lista Zacharias Wang. Efstur á lista Sambandsflokksins er Pauli Ellefsen lögþingsmaður og efstir á lista sósialdemókrata eru Atli Dam lögmaður og Johan Nielsen. Sjálfstjórnarflokkurinn og Framfaraflokkurinn hafa venju- lega svo litið fyigi að þeir koma ekki til greina í kosningum til danska þingsins, jafnvel þótt þeir semji við aðra um sameiginlegan framboðslista. Kosningabaráttan er þegar hafin. I gærkvöldi voru frambjóð- endurnir á kosningafundi í Sörvaag og í kvöld eru þeir í Vestmannahavn. London, 16. febrúar. Reuter. TVEIR bandarfskir rithöfundar, Philip Agee og Mark Hosenball, hafa beðið ósigur f baráttu sinni fyrir því að fá að vera um kyrrt í Bretlandi og fengið skipun um að fara úr landi að þvf er Merlyn Rees innanrfkisráðherra til- kynnti á þingi f dag. Hróp voru gerð að Rees þegar hann sagði að hann stæði við fyrri ákvörðun sína um að vísa mönn- unum úr landi af öryggisástæð- um. Agee er fyrrverandi starfsmað- ur bandarfsku leyniþjónustunnar CIA og Hosenball er blaðamaður við Lundúnablaðið Evening Standard. Þeir fengu að vera áfram í Bretlandi þegar þeim hafði verið visað úr landi meðan fram færu leynileg réttarhöld til að fjalla um áfrýjun þeirra gegn brottvisuninni. Rees sagði að undir venjulegum kringumstæðum yrðu mennirnir sendir til heimalands þeirra Bandarikjanna, en hann kvaðst fús að taka til greina beiðni sem kynni að koma frá þeim um að þeir yrðu sendir til einhvers ann- ars lands ef þeir gætu sýnt fram á fyrir marzbyrjun að það land vildi taka við þeim. Aðalásökunin gegn Agee var sú að hann hefði haldið við sam- bandi sínu við erlenda leyniþjón- ustustarfsmenn og dreift upp- lýsingum sem væru skaðlegar brezku öryggi. Innanrikisráðu- neytið sagði að Hosenball hefði aflað til birtingar upplýsinga sem væru skaðlegar brezku öryggi. Os takynning, Ostak) í dag og á morgun frá kl. 14—18. rnning Guðrún Hjaltadóttir, húsmæðrakennari kynnir Osta-pizzu með nýrri kryddsósu (Pizza-Pronto) o.fl. ostarétti. ( Eigum til Nýjar úrvals uppskriftir góóa riqta- nn Qmii irbúðin Pizzuskera UOlll UU Ollijl Snorrabraut Jl UUUII1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.