Morgunblaðið - 17.02.1977, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRIJAR 1977
Heimdallingar á fundi með þáverandi borgarstjóra, Geir Hallgrímssyni og formanni
Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni végna borgarstjórnarkosninganna I Reykjavlk
i maí 1962.
Félagsdeildir stofnaðar í
Árbœjar- og Breiðholtshverfi
• A AÐALFUNDI Heimdall-
ar 28. október 1971 var sam-
höfum lýðræðisins hverju sinni
og gagnrýna þegar nauðsyn ber.
Gagnrýni þessi hefur aukist hin
síðustu ár, samfara aukinni sjálfs-
gagnrýni félagsins.
Breyttir tímar
Sú starfsemi er einkennt hefur
félagið hin síðustu ár er fjöl-
breytni stjórnmálastarfsins. Með
sérhæfingu nútímans hafa hinir
ýmsu hópar tekið við öðrúm verk-
éfnum en hinum beinu afskiptum
af stjórnmálum þjóðarinnar.
Þannig hefur Heimdallur getað
einbeitt sér betur að stjórnmála-
starfi og seilst til aukinnar áhrifa
innan Sjálfstæðisflokksins. Út-
gáfustarfsemi hefur verið mikil
og 1975 hóf Gjallarhorn, málgagn
Heimdellinga, göngu sína að nýju
en það hafði fyrst komið út 1972.
Siðan hefur blaðið komið út með
nokkuð jöfnu m'illibili en fjárhag-
ur félagsins. hefur staðið því
nokkuð fyrir þrifum. Nú er áætl-
að að blaðið komi út mánaðarlega
yfir vetrartímann. ,
Nýjar deildir
Með hinni öru íbúafjölgun
Reykjavíkur og hinum nýju
hverfum borgarinnar hefur
stjórn Heimdallar þótt nauðsyn á
breyttu skipulagi til eflingar
félagsins í úthverfum. Því hafa
verið stofnaðar deildir í Breið-
holti fyrir jól 76, og í Árbæjar-
hverfi í byrjun þessa árs. Deild í
Langholtshverfi var þegar stofn-
uð. Eflist því starfið í úthverfum
til muna og um leið hafa fleiri
tekið ábyrga afstöðu í stjórnmál-
um, til farsældar þjóð okkar, þótt
enn vanti mikið á að ungt fólk hér
á landi taki nægan þátt í starf-
semi, er vill vernda lýðræðið og
glæða það þrótti til aukinna fram-
fara og réttlætis.
þykkt skipulagsbreyting á lög-
um félagsins sem fól það f sér
að Heimdallur yrði ekki lengur
félag heldur kjördæmissamtök.
1 samræmi við þessi nýju lög
var fyrsta félagsdeildin, Loki f
Langholti, stofnuð árið 1973.
1 vetur hefur ötullega verið
unnið að frekari framkvæmd á
lögum þessum. Tfunda nóvem-
ber 1976 var gengist fyrir stofn-
un Þórs FUS í Breiðholti sem
sfðan hefur starfað af miklum
krafti. Félagar f Þór FUS hafa
gengist fyrir viðtalstfmum
borgarstjórnarmanna og þing-
manna við íbúa hverfisins, fé-
lagsmála- og stjórnmálafræðsla
var haldin f janúar, einnig fjöl-
sóttur fundur um byggingamál
ungs fólks, skemmtikvöld og
bréf var sent öllu ungu fólki f
Breiðholti á aldrinum 16—35
ára til kynningar á félaginu og
baráttumálum þess.
Formaður Þórs FUS er Er-
lendur Kristjánsson; bflstjóri.
1 janúarlok var síðan gengist
fyrir stofnun Dags FUS í Ár-
bæjar- og Seláshverfi og þó að
skammt sé um liðið frá stofnun
þess félags þá hefur þegar ver-
ið dreift í hverfinu bréfi til
auglýsingar á féiaginu og
markmiðum þess. Á döfinni
eru viðtalstímar við kjörna
fulltrúa fólksins í hverfinu
bæði á þingi og f borgarstjórn
og efnt verður til kynningar-
funda um ýms málefni og fé-
lags- og stjórnmálafræðsla
verður haldin f febrúarlok.
Formaður Dags FUS er Gfsli
B:ldvinsson, kennari.
Aðkallandi
málefni ungs
fólks
STJÓRN ÞÓRS í BREIÐHOLTSHVERFI — Neðri röð f.v.: Ragn-
heiður D. Gfsladóttir, Jóna Rún Gunnarsdóttir og Halldóra Björk
Jónsdóttir, varaformaður. Efri röð f.v.: Þorsteinn S. Mckinstry,
Sigurður I. Steinþórsson* Haukur Þ. Hauksson, Erlendur
Kristjánsson, formaður, Bárður Steingrímsson og Atli Þór
Símonarson.
STJÓRN DAGS 1 ÁRBÆJARHVERFI — Fremri röð frá vinstri:
Jóhanna Scheving, Gísli Baldvinsson form., og Ingibjörg R.
Ólafsdóttir. Aftari röð f.v.: Ólafur H. Bergsson, Reynir Karlsson,
varaformaður, Kristjón Örn Kristjónsson og Einar Atlason.
Af skiljanlegum ástæðum hefur
•imdallur látið sér annt um mál-
ni skóla og menntunar. Eins og
ur segir setti félagið sér
nemrna markmið um jafnan rétt
1 náms og því nauðsyn námslána
g styrkja, svo og atvinnuaðstöðu
kólafólks. _ , . ....
Ennfremur beitti
leimdallur sér gegn hækkun
kyldusparnaðar. Þá hefur fé'
igið beitt sér fyrir húsnæðis-
íálum ungs fólks og má þar
efna Byggung, byggingarfélag
r stofnað var á vegum Heim-
allar 1974 en hefur nú hafið
jálfstæða starfsemi. Þá má ekki
leyma þeim þætti sem nauðsyn-
egur er í öllum stjórnmálum, þ.e.
ð hafa vakandi auga fyrir hand-
Ranða
bókin
Þegar Morgunblaðið hóf
birtingu á leyniskýrslum SÍA
(Sósialistafélags Islendinga
austantjalds) í lok april 1962,
vissu kommúnistar ekkert,
hvaðan á þá stóð veðrið. 1 fyrstu
var aðeins birt ein skýrsla,
skýrsla SÍA-manna til Einars
Olgeirssonar um ástand mála i
Austur-Þýzkalandi, og ekkert um
það getið, að blaðið hefði fleiri
skýrslur undir höndum. Það olli
því kommúnistum méstu hugar-
angrinu í byrjun, að þeir höfðu
ekki hugmynd um, hverjar eða
hversu mikið af þessum skýrslum
Morgunblaðið hafði fengið.
Einari Olgeirssyni varð svo mikið
um birtingu skýrslnanna að hann
krafðist þess af SlA-mönnum að
þeir eyðileggðu þau eintök af
skýrslunum, sem til voru.
Þetta kom fram í samtali blaðs-
ins við Hörð Einarsson hrl., en
hann starfaði sem blaðamaður á
Morgunblaðinu á þessum tíma og
sá síðan árið eftir um útgáfu SÍA-
skýrslnanna í bókarformi á veg-
um Heimdallar, Rauðu bókar-
innar sem svo.var kölluð.
Svo vildi til, heldur Hörður
Einarsson áfram, að sveitar-
stjórnarkosningar voru á næsta
leiti, þegar skýrslurnar voru
birtar. Kommúnistar voru þvi að
vonum dauðhræddir um, að
birting þeirra hefði áhrif á kjör-
fylgið. Þó að alltaf sé að sjálf-
sögðu erfitt að segja um það, hvað
ræður kosningaúrslitum hverju
sinni, er ég ekki í neinum vafa um
það, aó ótti kommúnista reyndist
á rökum reistur og að birting SÍA-
skýrslnanna hafi spillt fyrir
kommúnistum i kosningunum
1962, a.m.k. töpuðu þeir verulega
frá næstu kosningum á undan.
SÍA-skýrslurnar voru á sínum
tíma náma af upplýsingum um
starfsemi kommúnista og eru enn
i dag mikilsverð heimild um
málefni þeirra. Þær voru skrif-
aðar af mönnum, sem Sósíalista-
flokkurinn hafði komið til náms í
kommúnistaríkjunum, — og var i
skýrslunum fjallað mjög opin-
skátt um ástandið í þessum
löndum og afstöðu hinna ungu,
íslenzku kommúnista til þeirra.
Sumar lýsingarnar voru næsta
óhugnanlegar, sérstaklega lýs-
ingar Skúla Magnússonar á
ástandinu i Rauða-Kína, en hann
dvaldist í Kína á miklum um-
brotatíma. Frásagnir Skúla af
framkvæmd kommúnismans í
Rauða-Kína eru meðal átakan-
legustu lýsinga af kommúnisman-
um i framkvæmd, sem ég hefi
nokkurn tíma lesið, og mjög vel
skrifaðar.
Þá veittu sumar skýrslnanna
mjög góða innsýn í innanflokks-
málefni kommúnista hér á landi, í
þeim voru svo miklar upplýsingar
um innri mál þeirra að það var
eins og íslenzkir kommúnistar
stæðu hálfnaktir eftir. Nákvæm
grein var gerð fyrir skiptingu
kommúnista í fjölmargar klíkur,
skoðanaágreiningi meðal þeirra
og valdabaráttu.
Eftir að Heimdallur gaf út
Rauðu bókina hófu svo nokkrir
SlA-mannanna málaferli á
hendur félaginu og kröfðust
höfundarlauna og bóta fyrir
birtinguna á ritverkum þeirra. Að
sjálfsögðu voru þeim á endanum
tildæmdar einhverjar fjárhæðir,
eins og sanngjarnt var, því að hafi
einhverjir íslendingar átt skilið
fjárgreiðslur fyrir skrif sin um
kommúnismann, voru sumir SÍA-
mannanna vissulega vel að þeim
komnir.
dagur í stjórnmálasögu okkar Is-
lendinga. Fullveldisviðurkenning
Íslands miðast við gerð sambands-
lagasamningsins við Dani frá
1918, er gildi tók hinn 1.
desember. Þá var haldin hátið við
Stjórnarráðshúsið, þegar íslenzki
fullveldisfáninn var í fyrsta sinni
dreginn að hún. Síðan hefur 1.
desember jafnan verið sérstæður
minningardagur, en það féll þó
einkum i hlut stúdenta að gera
daginn hátíðlegan, og var þá jafn-
an m.a. leitazt við að minnast
merkra viðburða úr sögu sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar og
sigra á þeim vettvangi. Eftir
lýðveldisstofnunina 17. júni 1944
verður hlutskipti dagsins nokkuð
annað, en hans er að sjálfsögðu
jafnan virðulega minnzt. Þó
verður að segja, að á þessu hafi
orðið veruleg breyting hin siðustu
ár, eftir að kommúnistar fóru að
hafa forgöngu um hátíðahald
dagsins í Háskóla Islands. Skal
ekki frekar að því vikið, en þó vil
ég minna á að er íslendingar »
höfðu náð hinum glæsilega loka-
sigri i baráttu fyrir útfærslu land-
helginnar í 200 milur, þótti eigi
ástæða til að minnast þess sigurs
einu orði í Háskóla íslands 1.
desember, og má það furðu gegna.
En á þessu sviði hafa Islendingar
haft hina merkustu forgöngu og
mikil áhrif á hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna, svo að nú
má vænta þess, að skammt sé að
bíða, þar til 200 milna fiskveiði-
lögsaga verði almennt viður-
kenndur þjóðarréttur.
En vegna hvers minnist ég sér-
staklega á 1. desember 1939? Þá
felldu íslehdingar almennt niður
öll hátíðahöld, — og hvers vegna?
Rauði her kommúnista i Sovét-
ríkjunum hafði þá hafið innrás í
Finnland, eitt Norðurlandanna,
smáríki fimmtiu sinnum
mannfærra en Sovétríkin, og
árásin var gerð í blekkingarskyni
algjörlega að tilefnislausu. Sovét-
stjórnin lét á sér skilja, að hún
kynni að vilja taka upp samninga
við Finr.a, ef þáverandi stjórn í
Finnlandi færi frá völdum.
Finnar voru snöggir að forða því
að þetta gæti orðið að haldi. Þeir
kölluðu saman þing sitt. Þar fékk
stjórn Cajanders traustsyfir-
lýsingu og sagði síðan af sér. Ný
stjórn var mynduð í skyndi en
ekki eftir neinni útnefningu
Sovétmanna. Þegar Sovétmenn
sáu að hér var ekki lengur um
neina átyllu að ræða mynduðu
þeir sjálfir finnska stjórn.
Finnskir kommúnistar voru
kallaðir saman í þorpi einu við
landamærin og þeir látnir kalla
sig stjórn Finnlands, bráðabirgða-
stjórn, sem ákallaði síðan Moskva-
valdið um hjálp til þess að eyði-
leggja finnska herinn.
Allir íslendingar, að
kommúnistum undanskildum
voru fullir samúðar i garð
þessarar litlu vinaþjóðar, en
samúðin með henni birtist alls
staðar í hinum vestræna heimi.
Forsetar Alþingis fluttu ávörp i
ríkisútvarpið í tilefni af
fullveldisafmælinu. í upphafi
ávarps sins mælti Pétur Ottesen,
fyrri varaforseti sameinaðs þings,
á þessa leið:
„Áður en ég vik að máli mínu,
vil ég fyrir hönd forseta Alþingis
og lýðræðisflokkanna á Alþingi,
út af fregnum þeim, sem hingað
hafa borizt nú um þá hörmulegu
atburði, sem eru að gerast með
bræðraþjóð vorri í einu Norður-
landarikjanna, Finnlandi, lýsa
hryggð okkar og láta í ljós inni-
lega samúð með finnsku þjóðinni.
Við biðjum þess af heilum hug, að
þessari kjarkmiklu menningar-
þjóð megi auðnast að komast sem
fyrst út úr þessari eldraun með
óskertu frelsi sínu og manntaki.
Við vonum i lengstu lög, og
stingum þar hendinni í barm
okkar eigin fámennu þjóðar, að
réttlæti en ekki aflsmunur fari
lies.1939
1. desember hefur um langan
aldur verið merkur minningar-
sigri hrósandi að lokum.“
Stúdentar sýndu finnsku
þjóðinni sérstakan samúðarvott
þennan dag. Hópganga stúdenta
stefndi til finnska aðalræðis-
mannsins, þar sem finnsku
þjóðinni var vottuð innileg samúð