Morgunblaðið - 17.02.1977, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1977
27
Indælt stríd
Menningarfélag Flensborgar:
Ó ÞETTA ER INDÆLT STRlÐ.
Leikstjóri: Árni Ibsen.
Kór og hljómsveitarstjóri:
Eirlkur Árni Sigtryggsson.
Sviðsmynd: Myndlistarklúbbur
Flensborgarskóla.
0 þetta er indælt stríð fjallar
um fyrri heimsstyrjöld og er
samið í leiksmiðju Joans
Littlewoods: Theatre
Workshop. Verkið varð til i
hópvinnu. Það var fyrst sýnt í
Theatre Royal, Stratford.
Segja má að nemendur Flens-
borgarskóla með Árna Ibsen í
broddi fylkingar ætli sér ekki
lítinn hlut. Til þess að 0 þetta
er indælt strið njóti sín fylli-
lega þarf valið lið og gott leik-
svið. En um sýningar áhuga-
fólks gildir annað mat en sýn-
Lelkllst
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
ingar þrautþjálfaðra leikara.
Þess vegna er óhætt að segja að
leikátjóra og leikendum hafi
tekist furðuvel að koma því til
skila sem stefnt var að. Leik-
svið Flensborgarskóla er
afleitt. Áhorfendur sjá varla
nema hluta af því sem gerist á
^viðinu. En flest heyrðist fram í
salinn. Það má eflaust þakka
leikstjóranum sem greinilega
hefur lagt sig fram um að fá
leikarana til að lifa sig inn i
hlutverkin. Salurinn var þétt-
skipaður og undirtektir ein-
staklega góðar. Sýningin var
samboðin félagi sem kennir sig
við menningu.
Það eru til mörg leikrit um
fánýti styrjalda. Eitt þeirra er
Ó þetta er indælt stríð. Það er
samið af Bretum fyrir Breta og
á fyrst og fremst erindi við þá.
Mannfall Bandamanna i fyrri
heimsstyrjöldinni var gifurlegt,
en árangur lítill sem enginn.
Með þvi að fórna þúsundum
manna unnu þeir kannski
nokkra metr: af Þjóðverjum.
Sífelldlega er skopast að þessu í
Ó þetta er indælt stríð jafn-
framt því sem ástandið heima
fyrir er sýnt i spéspegli. Söngv-
ar og létt gaman eru rikur þátt-
ur í leikritinu. Revíustíllinn er
öðru hvoru rofinn af tölum um
mannfall sem brugðið er upp á
Leikendur og leikstjóri
tjald. Einnig eru sýndar mynd-
ir úr striðinu, einkum frá skot-
grafahernaðinum. Þetta sam-
bland óhugnanlegra staðreynda
og fáránlegra skopstælinga
leiðir hugann til tilgangsleysi
stríðs yfirleitt, enda er það ætl-
un höfundanna.
Með skírskotunum sínum til
aðstæðna í Bretlandi er verkið
að vissu leyti takmarkað eins og
fyrr segir. Sýning Menningar-
félags Flensborgarskóla helg-
ast af þvi að verkið er ærsla-
fengið og gamansamt á yfir-
borðinu þótt undir búi alvara.
Það á vel við unga áhugaleikara
að spreyta sig á sliku verkefni.
Skemmtl-
sagan ’76
ÞAÐ ER kækur þeirra sem fást
við „fagrar“ bókmenntir að amast
við alþýðlegum skemmtibók-
menntum — eða látast hvorki
heyra þær né sjá. Bókmennta-
gagnrýnendur leiða þær alla
jafna hjá sér; gera, þegar best
lætur, góðlátlegt grín að þeim.
Þarna er þó um að ræða almenh-
asta lesefnið, bækurnar sem best
seljast og mest eru lánaðar manna
á milli og út úr söfnum. Um hugs-
anleg áhrif þeirra hefur lítið ver-
ið rætt því þær hafa jafnan átt
formælendur fáa en eigi að siður
veriö lesnar ár og síð, jafnvel end-
ursagðar yfir kaffibollum.
Fyrir stríð sulgu ungir og gaml-
ir, konur og karlar í sig Manninn
með stálhnefana og Morðið í bak-
húsinu og aðra viðlíka sálarhress-
ing, hvort heldur var í lúkar,
vegavinnutjaldi eða við eldhús-
borð. Álíti einhver að þess konar
bókmenntir hafi þá verið í háveg-
um hafðar hjá „bókmenntamönn-
um“ þá er það misskilningur. Þeir
hefðu glaðir horft á eftir „reyf-
araruslinu“ út í ystu myrkur. Svo
komu stríðsárin. Þá upplýsti mjög
svo dáður menntamaður að hann
læsi stundum reyfara sér til af-
þreyingar. Vandfýsnir gáfumenn
urðu kindarlegir á svipinn. En
„maðurinn með stálhnefana"
bjargaði þeim reyndar út
úr ógöngunum þvi reyfarar í
gömlum stíl hurfu úr tisku og
fengu sína syndakvittun eins og
allt sem liðið er. Þegar öllu var á
botninn hvolft höfðu þetta aðeins
verið gamlar, saklausar og i raun
og veru klassiskar alþýðubók-
menntir. Nýtt og mun háskalegra
lesefni var komið fram á sjónar-
sviðið: sorpritin; Tímarit fluttu
að erlendri fyrirmynd sannar sög-
ur — true stories — sem skirskot-
uðu þráðbeint til þeirra frum-
hvata mannsins sem aldamóta-
mennirnir nefndu svo hnyttilega
„lægstu hvatir". Fyrirsagni’r eins
og: „ég varð hjákona stjúpa míns“
eða „sönn saga úr kvennafang-
elsi“ voru algengar. Var þess kon-
ar sögum gefið fræðiheitið „lífs-
reynslusögur“. Þær höfðu ekki
runnið skeið sitt á enda þegar
íslenskar skáldkonur hófu innrás
á skemmtibókamarkaðinn með
innlendri framleiðslu sem studd-
ist þó litið eitt við erlendar fyrir-
myndir. Þær höfðu á boðstólnum
islenskan „glamor" og þjóðlega
rómantík í biand við mjög svo
hefðbundin söguefni. Óskaparið
varð „læknirinn og hjúkrunar-
konan“. Kvenmaðurinn gat
reyndar verið hvað sem var, en
draumaprinsinn skyldi allra helst
vera „læknir í leit að hamingju".
Eftir að hafa lesið tvær nýjar
skemmtisögur íslenskra skáld-
kvenna, Tryggðapantinn eftir
Þorbjörgu frá Brekkum og Berg-
ljótu eftir Ingibjörgu Sigurðar-
dóttur (útg. Bókaforl. Odds
Björnssonar, Akureyri) kemur
mér í hug að margt eiga bók-
menntir af þessu tagi enn sameig-
inlegt jafnframt þvi að þær hafa
tekið nokkrum breytingum á ár-
anna rás. Ingibjörg hefur skrifað
tugi skáldsagna, en Þorbjörg frá
Brekkum er mér alls ókunnug. Þó
þarna séu á ferð tvö nöfn er svo
margt líkt með sögum þessum að
þær gætu verið eftir einn og sama
höfundinn.
Saga Þorbjargar er nær í timan-
um þvi í henni er ferðast á bílum.
Einnig gerist hún í sveitaþorpi.
Og elskendurnir eru barnakenn-
ari og iðnaðarmaður. En Ingi-
bjargarsaga dregur slóða aftur í
gamla tímann með farkennara og
Bókmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
baðstofulífi en teygir sig þó loks í
átt til nútímans með einum eða
tveimur bílum, sveitastúlku sem
lýkur stúdentsprófi og stígur í
ræðustól á þjóðhátíð og útsýn til
borgarlífs. Persónur Þorbjargar
skiptast nokkuð i tvö horn eftir
því hversu þeim er treyst af ungri
stúlku, og raunar einnig í sam-
ræmi við hitt hversu þeim er
treystandi fyrir ungri stúlku. En
persónueinkenni bera allir svip-
uð. Allt er þetta brosmilt fólk og
hlær furðu mikið um leið og það
talar: „Maðurinn á götunni hló.“
— „Elsa hló við.“ — „Garðar tók
hlæjandi um axlir hennar.“ (Tek-
ið upp af sömu opnunni). Þor-
björg leggur sýnilega megin-
áherslu á söguefnið, stígandina,
leitast við að gera söguna spenn-
andi en sinnir litt smáatriðum.
Væri henni meiri alvara hlyti
maður að spyrja: Hvers vegna
lætur hún fólkið hlæja svona mik-
ið, af hverju á það alltaf að vera
að hlæja? Því hlátur er vissulega
margræður og boðar ekki alltaf
gott.
Annars vikur Þorbjörg lítt frá
hefðbundnum skemmtisagna-
venjum. En hver eru þá hin hefð-
bundnu skemmtisögumarkmið?
Dæmigerð islensk afþreyingar-
saga er í fyrsta lagi ástarsaga.
Elskendurnir eru meira en meðal-
fólk að friðleik og gervileik. Þeir
eru skapmiklir og staðfastir and-
spænis öllu nema — ástinni! Þeir
eru bindindisfólk, skáldkonur
sýnast samdóma um að ást og
brennivín fari ekki saman. Sögu-
þráðurinn í flestum sögum af
þessu tagi er sem hér segir og frá
því víkur Þorbjörg litt: Alls fyrst
kynni sem leiða til að pilturinn og
stúlkan verða fljótt skotin og síð-
an ástfangin. Siðan flækja sem
skapast af misskilningi með þeim
afleiðingum að allt fer út um þúf-
ur um sinn svo taugahrollur von-
brigða og eftirvæntingar hrislast
um lesandann. Loks greiðist úr
flækjunum jafnframt því sem
elskendurnir greiða úr eigin geð-
flækjum sem skapast hafa af
vandræðunum og allt endar i
lukkunnar velstandi. Sagan endar
sem sé með því að parið ákveður
að verða hjón. Lengra er ekki
haldið ef öll lögmál eru í heiðri
höfð. Framtiðina verður lesand-
inn sjálfur að eiga, „fagra og
heillandi“, eða með öðrum orðum
ósnortna. En hvað verður þá um
,,vonda“ fólkið sem nauðsynlegt
er í svona sögu? Það fær sína
umbun með þvi að verða nýjar og
betri manneskjur. Drykkjusvol-
arnir hætta að drekka. Og hinir,
sem borið hafa róg á milli fólks,
heita því að verða þaðan i frá
orðvarari. Fjöllyndu mennirnir
hverfa til sinnar einu réttu.
Af þessum nýju sögum Ingi-
bjargar og Þorbjargar má ráða að
læknirinn og hjúkrunarkonan séu
þegar fullnýtt, hvorug sagan
snýst um þess konar persónur.
Söguhetjurnar eru að þessu sinni
snöggtum alþýðlegri og má vera
að það séu áhrif frá lýðhyggju
síðustu ára.
Og í sögu Ingibjargar gerast
þau undur og stórmerki að elsk-
endurnir ná aldrei saman! Raun-
ar ber fleira til nýlundu því skáld-
konan færir efni sitt út á breióari
vettvang en i fyrri sögum sínum
og leitast við að lýsa fleiri hliðum
mannlegs lífs. Nestar lesandann
ennfremur með upplýsingum um
hvað komið geti í staðinn fyrir
„ástina" ef svo fer að hún hittir
ekki fyrir viðnám sitt. Persónurn-
ar eru og litrikari en i fyrri sögum
Ingibjargar, ekki aðeins i hvítu og
svörtu og taka ekki þeim algerðu
eðlisbreytingum sem svo algengt
er í skemmtisögum — úr svörtu i
hvitt. Hins vegar gengur Ingi-
björg ekki á hólm við hina fín-
gerðari drætti sálarlífsins. Sögu-
hetjur hennar tala allar áþekkt
hver annarri, málfar þeirra er
„vandað" og hátiðlegt og settlegt,
hver sem mælir; ungu stúlkurnar
í sveitinni tala eins og presturinn
þeirra og ungu piltarnir eins og
hreppstjórinn. Ingibjörg er ekki
ein á báti i þessu efni. Þvi hér er
það ekki persónusköpunin sem
máli skiptir héldur söguefnið,
spennan, stígandin. Sé það sjónar-
mið haft í huga, og það eitt, og
reynt að líta á málin frá sjónar-
horni höfundarins og lesenda
hans hygg ég Ingibjörgu hafi tek-
ist hér upp með besta móti. Saga
hennar skírskotar til iifnaðar-
hátta og hugsunarháttar sem nú
telst til liðins tima, og að þvi
leytinu nálgast Ingibjörg t.d.
Guðrúnu frá Lundi. Sú kyrrð, sem
ríkti í sveitinni i ganila daga,
helst órofin í sögunni, að minnsta
kosti nokkurn veginn, og þá einn-
ig sú formfesta sem lífið þar laut í
gömlu sveitasögunum.
Það er umhugsunarvert, þegar
svo er komið að einungis tíundi
hluti þjóðarinnar á heima í sveit-
um, að þá skuli sveitalíf fyrri
tima enn vera höfuðvettvangur
islenskra skemmtisagnahöfunda.
Að vísu eru langtum fleiri núlif-
andi íslendingar fæddir og aldir
upp i sveit en þeir sem eiga þar
heima nú og kann það að valda
nokkru um lifseiglu þessarar
hefðar. Hitt hygg ég þó megi sín
meira að islensk skemmtisagna-
Framhald á bls. 32
Leikbrúðuland
LEIKBRÚÐULANDIÐ frum-
sýndi þrjá leikþætti að
Frfkirkjuvegi 11 á sunnu-
daginn. Fyrsti þátturinn
fjallaði um ævi holtasóleyjar,
annar um tlu litla negrastráka
og sá þriðji um Meistara Jakob.
Fyrsti þátturinn var að mínu
mati best heppnaður. Með mjög
einföldum hætti var rakin ævi
holtasóleyjar eins og um
kennslustund væri að ræða. En
þetta var lifandi kennsla og
hafði án efa áhrif á áhorfendur.
Brúðuleikhús hefur ýmsa
möguleika fram yfir önnur leik-
hús þótt hindranir séu á
veginum. í holtasóleyjarþætt-
inum kom vel í ljós hvað unnt
er að gera í brúðuleikhúsi ef
hugkvæmni ræður. Hana
virðist ekki aðstandendur Leik-
Lelkllst
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
brúðulands skorta. í þessum
þætti eins og i hinum var höfð-
að beint til áhorfenda, þeir
gerðir að þátttakendum í
sýningunni. Börnin kunnu að
meta þetta, voru ófeimin að tjá
sig.
Tíu litlir negrastrákar var
skemmtileg uppfærsla. Meist-
ari Jakob kom fram í nýjum
þætti. Hann hafði unnið i
happdrætti og hugðist gera sér
glaðan dag. En þá kom húsráð-
andinn og heimtaði að hann
borgaði húsaleiguna. Þetta
kostaði að sjálfsögðu heilabrot,
en með hjálp Kaspers, bróður
síns, og Rósamundu, konu
sinnar, tókst Meistara Jakob að
ráða fram úr vandanum.
Kasper er vel gerð brúða, sömu-
leiðis pósturinn síreykjandi.
Miður hefur tekist að gæða hús-
ráðandann lifi en vofan var
ágæt.
Meistari Jakob er orðinn
góðkunningi islenskra barna.
Hann sannar að Leikbrúðuland
hefur náð umtalsverðum
árangri með sýningum sínum.
Þátturínn um Meistara Jakob
var kannski einum of lang-
dreginn að þessu sinni.
Húsnæði Leikbrúðulands að
Fríkirkjuvegi 11 er lika til
baga.
Frá sýningu Leikbrúðulands: Vofan og Kasper
Leikstjóri tveggja fyrstu
þáttanna var Arnhildur Jóns-
dóttir. Hólmfríður Pálsdóttir
leikstýrði Meistara Jakob. Leik-
tjöld gerði Þorbjörg Höskulds-
dóttir. Aðrir sem fram komu i
sýningunni voru Br.vndís
Gunnarsdóttir, Erna Guðmars-
dóttir, Hallveig Thorlacius og
Helga Steffensen. Einn af
höfuðkostum Leikbrúðu lands
er skýr framsögn.
J
I
LJí (