Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 22
22 MOKti'uNBLAÐIÐ, KIMMTL'DAOLR 24. KEBKÚAK 1977 Hreinsitæki í Straumsvík Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra, átti fyrir nokkrum dögum viðrajður við forráðamenn sviss- neska álfélagsins um uppsetningu hreinsitækja í ál- bræðslunni í Straumsvík og samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá iðnaðarráðuneytinu, sem birt var í gær, hefur svissneska álfélagið nú skuldbundið sig til að setja upp í Straumsvík mjög fullkomin hreinsitæki sem kosta munu um 4700 milljónir króna. Hins vegar liggja ekki fyrir endanlegar upplýsingar um það á hvað löngum tíma þessi hreinsitæki verða sett upp, en þær upplýsingar munu liggja fyrir hjá ríkisstjórninni um næstu mánaða- mót. Sérstök ástæða er til að fagna þessari niðurstöðu. Það hefur verið ljóst um nokkurt skeið, að óhjákvæmilegt væri að komið yrði upp fullkomnum hreinsitækjum í álbræðslunni í Straumsvík. Sveitarstjórnir á höfuð- borgarsvæðinu, bæjarstjórn Hafnarfjarðar og borgar- stjórn Reykjavíkur, hafa gert sérstakar ályktanir um að leggja beri áherzlu á, að slíkum tækjabúnaði yrði komið upp. Það hefur einnig komið fram hjá iðnaöarráðherra, að hann hefur í þeim viðræðum, sem fram hafa farið undanfarna mánuði við forráðamenn svissneska álfélags- ins, lagt áherzlu á aðeins eitt atriði, uppsetningu hreinsitækjanna í Straumsvík. Nú hefur grundvallarákvörðun verið tekin um, að þessi tæki verði sett upp. Hins vegar liggur ekki enn fyrir á hve löngum tíma það verður gert. í Reykjavíkur- bréfi Morgunblaðsins fyrir skömmu var það sjónarmið sett fram, að nauðsynlegt væri að hreinsitækin yrðu sett upp á sem skemmstum tíma. Það er auðvitað ljóst, að hér er um mikla fjárfestingu að ræða. En af hálfu íslenzkra stjórnvalda ber að leggja áherzlu á, að þessu verki verði hraðað eins og kostur er. Ein af þeim auðlindum, sem við íslendingar höfum yfir að ráða umfram margar aðrar þjóðir, er hreint og ómengað andrúmsloft. Við hljótum að leggja ríka áherzlu á að eyðileggja ekki þá auðlind og í sambandi við stóriðjuver, sem hér kunna að rísa í framtíðinni, hlýtur það að verða fyrsta skilyrði að fullkomnum mengunar- vörnum verði fyrir komið. á þetta sjónarmið hefur svissneska álfélagiö nú fallizt í megin efnum og verður það væntanlega til þess að hér eftir sem hingað til verði jafn gott samstarf við þetta erlenda stórfyrirtæki og verið hefur fram að þessu. Áróður kommúnista Undanfarnar vikur hefur kommúnistamálgagnið hvað eftir annað haldið því fram, að Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra, hafi staðið i leynimakki við forsvars- menn svissneska álfélagsins um aðild þess fyrirtækis að orkurannsóknum á Austurlandi og um súrálsframleiðslu á íslandi og hafa stóru oróin ekki verið spöruð í þeim áróðri, sem haldið hefur verið uppi í þessum efnum. í fréttatilkynningu, sem iðnaóarráðuneytið sendi frá sér í fyrradag eftir viðræður iðnaðarráðherra við for- svarsmenn svissneska álfélagsins, kemur fram, aö Gunn- ar Thoroddsen hefur skýrt þeim frá því, að ríkisstjórnin mundi á eigin spýtur halda áfram orkuranpsóknum á Austurlandi og að frekari athuganir á súrálsframleiðslu væru ekki tímabærar fyrr en umhverfisvandamál sam- fara þeirri framleiðslu hefðu verið leyst á viöunandi hátt. Væntanlega tekur þessi yfirlýsing iðnaðarráðherra af öll tvímæli um það, aó hér hefur enn einu sinni af kommúnista hálfu verið þyrlað upp moldviðri, sem eng-. inn fótur hefur verið fyrir. fellur um sjálfan sig Jóhann Hjálmarsson VETUR I STOKKHOLMI Kettir, tré, börn og ný kynslóð Eftir stjórnarskiptin í Sviþjóð er m a spurt um afstöðu nýju stjórnar- innar til menningarmála Rithöfund- urinn Bernt Rosengren sagði að það myndi koma i Ijós bráðlega að stjórnin væri ekki hlynnt fjárveiting- um til menningarmála, ástæða væri til að vera á verði gegn hvers kyns menningarfjandsamlegum öflum Bernt Rosengren er jafnaðarmaður, ef til vill i hópi þeirra róttækustu, og skrifar í Aftonbladet sem hann sagði mér að væri helsta blað stjórnarand- stöðunnar Ýmsir frjálslyndir rithöf- undar sem ég hitti í Stokkhólmi sögðu að Aftonbladet væri það blað þar sem best væri fjallað um menn- ingarmál, ekki sist bókmenntir. En fáir tóku undir orð Bernt Rosen- grens um breytta stefnu í menning- armálum Per Olof Sundman sagði að stjórnin gerði sér grein fyrir mikil- vægi menningar Formaður Rithöf- undasambandsins sænska, Jan Gehlin, sagði að það væri fráleitt að menningin yrði látin gjalda þess að breytt hefði verið um stjórn Hann kvaðst vænta sér góðs af stjórninni í framtíðinni og taldi að rithöfundar mættu vel við una Jan Gehlin hefur unnið mikið og árangursrikt starf fyrir sænska og norræna rithöfunda Hann sagði að sumir vildu losna við sig úr formannssætinu og líklega væri hann búinn að vera of lengi i því Hann hefur áður starfað sem dómari og hefur nú i hyggju að hefja dómarastörf aftur Það er merkilegt hvað Jan Gehlin getur talað mikið Það er alltaf eins og hann sé að halda ræðu Fyrsta bók Bernts Rosengrens var skáldsaga og kom út 1963. Siðan hafa korhið frá honum skáld- sögur og Ijóðabækur, barnabækur, ritgerðasöfn og útvarps- og sjón- varpsleikrit Viðfangsefni hans er sá hluti Stokkhólms sem nefnist Söder, en þar er hann alinn upp. í Ijóðabók- inni Bevápningar (1970) yrkir Bernt Rosengren um bernsku sína og æsku, um það hvernig strákana dreymdi um að taka Brigitte Bardot (þá var hún fegurst) aftan frá í stiga- gangi á Söder og hvernig fátæktin gerði hann róttækan i skoðunum. Þetta er beinn og. opmskár skáld- skapur, eiginlega stefnuskrá þar sem skáldið hvetur til samstöðu og stéttabaráttu Þetta kemur enn betur í Ijós í skáldsögunni Jobbarkompis- ar (1975) pólitiskri skáldsögu með mottóinu: Þú ert ekki hættulaus, hvernig þú lifir lífi þinu er vopn þitt. Skoðunum Bernts Rosengrens kynnist lesandinn best með þvi að lesa ritgerðasafnið Jámlikhet ár fri- het (1976) Þar er meðal annars bent á dapurleik. þess að uppgötva ekki hið ævintýralega í hversdags- leikanam Bernt Rosengren fer ekki i felur með skoðanir sínar, en hann er ekki einstrengingslegur Hann á auðvelt með að gagnrýna sjálfan sig og bendir hiklaust á hinar veiku hliðar hugsjónamennskunnar Hon- um er mikið í mun að boða samein- ingu manna, en ef til vill tekst hon- um hvað best að segja það sem honum býr í brjósti i stuttu Ijóði eins og Kötturinn tréð og barnið: Það er ekki hægt að eiga kött (Þeir eru til sem halda það) Það er ekki hægt að eiga tré (Þeir eru til sem halda það) Það er ekki hægt að eiga ba rn (Þeir eru til sem halda það) Það skiptir miklu að vita þetta um ketti, tré og börn! Christer Eriksson Wu . " ■ Bernt Rosengren Til er lag við þetta Ijóð eftir Thor Bergner Eg yrki um það sem er eilíft og um rykkorn á augabrún hennar, stendur í þriðju Ijóðabók Gunnars Lundin Ögonblick. dagar (1976) Um þessa bók má segja að hún er ólik bókum Bernts Rosengrens og þeirra skálda sem hvað mest fást við félagsleg efni í verkum sinum Ögonblick, dagar er eins konar aft- urhvarf til klasssisks módernisma Gunnar Lundin hefur verið kallaður lærisveinn finnska skáldsins Gunn- ars Björlings Það er Ijóst að hann hefur ýmislegt lært af Björling, eink um stílbrögð. en ósanngjarnt væri að halda þvi fram að hann hefði lítið að segja frá eigin brjósti Gunnar Lundin sagði mér að forn íslenskur skáldskapur hefði haft gildi fyrir sig sem skáld í háskóla hefði hann lært norrænu og hann gæti án mikilla ertiðleika lesið fornan norrænar skáldskap Hann dáðist aðformfestu og hnitmiðun islenskra Ijóða. G unnar Lundin býr í Upplands Vásby. Smedsbygget nefnist húsið sem hann býr i og það stendur við Edsjön. Annað sænskt skáld bjó forðum við Edsjön: Carl Jonas Love Almqvist. Hann var eitt af höfuð- skáldum sænskrar tungu í einu Ijóða sinna spyr hann: Var finns en sjö. dár man í frid och lugn kan drukna. Finni hann hreint vatn vill hann fá að drukkna i því Sennilega er Edsjön ekki nógu hreinn, en um- hverfið er einstaklega fagurt svo að auðvelt er að skilja dálæti Gunnar Lundins á þvi Sjálfur er hann uppla- inn í Bromma í Stokkhólmi, en kýs friðsæld sveitarinnar Á gönguferð um nágrennið fræddi hann okkur Christer Eriksson, sem er einn af nánustu vinum hans, um tré og gróður, fugla og fólk Þekking Gunnars Lundins á náttúrunni kem- ur fram i Ijóðum hans Næmt auga fyrir hinu smágerða lífi i kringum okkur er leiðarljós þessa fágaða skáldskapar Hann getur eflaust tek- ið undir þau orð Almqvists að þeir sem ekki vilji skilja hið smáa í heim- inum skilji áreiðanlega ekki mikið af hinu stóra H já skáldum eins og Gunnar Lundin og Christer Eriksson verður maður ekki var við hinn félagslega tón sem er svo áberandi í sænskum skáldskap. Þeir eru báðir ungir menn og Ijóð þeirra ef til vill vis- bending um nýjan tima i bókmennt- um Fyrsta bók Erikssons Observa- törens dagbok kemur út i vor, en hann hefur vakið athygli fyrir bók menntagagnrýni í Bonniers Litterára Magasin og þýðingar sínar á Ijóðum norska skáldsins Roberts Jacobsens C hrister Eriksson er sonur hins kunna myndhöggvara og tilrauna- manns i myndlist, Elis Erikssons, og hefur líklega lært sitthvað af föður sinum. Hann vinnur nú að löngum Ijóðaflokki og styðst við gamlar Ijós- myndir Vinnubrögð hans eru sér- stæð. Fyrst málar hann smámynd af þeim áhrifum sem Ijósmyndin vek- ur, siðan yrkir hann út frá þvi sem hann hefur málað Ljóðið er til í mörgum útgáfum áður en það er fullnumið Christer Eriksson sagði að sumir vinir sínir og skáldbræður beindu skáldskap sinum inn á ákveðnar pólitískar brautir, til dæm- is Per Helge En hann kvaðst ekki hafa neina pólitíska sannfærmgu og gæti þess vegna ekki ort pólitísk Ijóð Hann sagði að bókmennta- mönnunum í Svíþjóð hætti til að hugsa of kerfisbundið Persónulég reynsla, persónulegt mat yrði þess vegna oft hornreka S skáld eins og Gunnar Lundin og Christer Eriksson eru fulltrúar nýrrar kynslóðar í sænskum bókmenntum. Áhugi þeirra á gömlum skáldskap gæti m.a bent til þess að einhverra breytinga sé að vænta í sænskri Ijóðlist. |lliH30pintir(ftfeifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjorn Guðmundsson. Bjorn Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, simi 22480 Askriftargjald 1 1 00 00 kr á mánuði innanlands. j lausasolu 60 00 kr. eintakið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.