Morgunblaðið - 24.02.1977, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1977
Minning—Hafliði
Jón Hafliðason
Kveðja frá Sveinafélagi
skipasmiða
Hafliði J. Hafliðason fæddist að
Dvergasteini í Hafnarfirði 3. októ-
ber 1891.
Hann hóf smíðanám hjá Sveini
Magnússyni, bátasmiði i Hafnar-
firði, í febrúar 1907, en lauk námi
hjá Otta Guðmundssyni, skipa-
smiði í Reykjavik, árið 1911.
Hann sigldi síðan til Danmerk-
ur, var í iðnskóla i Fredrikshavn
og lauk þaðan námi
Framhaldsnám stundaði hann
við tækniskóla i Helsingör í Dan-
mörku og lauk þar prófi i skipa-
verkfræði i marz 1922.
Hafliði var frá upphafi einn
ágætasti félagi Sveinafélags
skipasmiða. A undirbúningsfundi
að stofnun félags fyrir skipasmiði
sem haldinn var snemma árs
1934, var hann einn af þremur
sem kosnir voru í nefnd til þess
að undirbúa féiagsstofnunina og
gera drög að lögum fyrir væntan-
legt félag.
Hann var I stjórn félagsins frá
stofnun þess fram á árið 1945, er
hann baðst undan endurkosningu
egna breyttra atvinnuaðstæðna. Á
þvi ári var hann kjörinn endur-
skoðandi félagsins og gegndi því
starfi í fjölda ára, en starf hans í
stjórn félagsins hafði einmitt ver-
ið gjaldkerastarfið.
Vegna mannkosta sinna og
hinnar miklu þekkingar sem
hann hafði aflað sér, valdist Haf-
liði til hinna margvíslegu starfa
fyrir félagið, sem of langt mál
yrði hér upp að telja. Sjálfsagt
þótti að hafa Hafliða með i ráðum
og þvi fremur sem viðfangsefnið
var erfiðara eða flóknara og alltaf
reyndist hann hinn trausti og ör-
uggi félagi.
Vandfundnir eru þeir menn
sem vinna störf sin af sömu trú-
mennsku, sömu einurð, sömu
ósérhlifni og af sama heiðarleika
og Hafliði J. Hafliðason gerði.
Á félagsfundi i febrúar 1937 las
formaður bréf til félagsins frá
Hafliða J. Hafliðasyni þar sem
hann skýrir frá peningagjöf tii
félagsins, „sem nota skyldi sem
vísi að sjóðsstofnun, sem geti orð-
ið félagsmönnum til styrktar á
einhvern hátt“.
Fé það, sem Hafliði gaf félag-
inu, var greiðsla sem hann hafði
fengið fyrir teikningu af varðbát
fyrir Skipaútgerð ríkisins.
Þetta atvik lýsir Hafliða vel
sem manni, þannig voru viðbrögð
hans.
Á grundvelli þessarar gjafar
var strax næsta mánuð á eftir
stofnaður Styrktarsjóður Sveina-
félags skipasmiða og samþykkt
reglugerð fyrir hann. Þessi sjóður
hefur það hlutverk að greiða
félagsmönnum styrk I slysa- og
veikindatilfellum. Sveinafélag
skipasmiða stendur ávallt í stórri
þakkarskuld við Hafliða fyrir
störf hans.
Á aðalfundi 23. febrúar 1947
var Hafliði einróma kjörinn
heiðursfélagi Sveinafélags skipa-
smiða, með því vildu félagsmenn
sýna skilning sinn á störfum hans
og örlítinn þakklætisvott.
Hafliði var fyrsti heiðursfélag-
inn, síðar var Sigurður Þórðarson
kjörinn heiðursfélagi, en þessir
tveir menn voru burðarásar fél-
agsins frá stofnun þess, og alla tíð
meðan þeir störfuðu. Annar er sá
þáttur Hafliða sem sennilega
verður seint kannaður og aldrei
þakkaður að verðleikum, en það
er þáttur hans í menntun skipa-
smiða hér í Reykjavik og Hafnar-
firði. Frá því kennsla í skipa-
teikningu var hafin við Iðnskól-
ann i Reykjavík árið 1928, hafði
Hafliði þessa kennslu með hönd-
um. Hann kenndi ekki einungis
skilateikningu, heldur einnig
margvíslega og flókna útreikn-
inga í sambandi við smíði skips-
ins, stöðugleikaútreikninga og
margt fleira. Hann gerði þetta allt
á svo lifandi og eðlilegan hátt að
þrátt fyrir, að nemendurnir hefðu
því miður alltof litla möguleika á
að vinna við nýsmiði jafnhliða
náminu í skólanum, þá hélst
þekking ótrúlega vel i hugum
þeirra.
Stóran þátt í því ftti auðvitað
það mikla vald sem Hafliði hafði á
viðfangsefninu, og þekking hans
á eðli og eiginleikum efniviðarins
sem unnið var úr, trénu, en það er
eitt af grundvallaratriðum þess
að kennsla komi að réttum notum.
Auk þess að kenna í iðnskólan-
um í Reykjavik og Hafnarfirði,
undirbjó hann og þjálfaði enn
frekar ófáa skipasmiði, sem ann-
aðhvort ætluðu að taka að sér að
sjá um smiði skipa eða fara í
viðbótarnám erlendis, en Hafliði
hvatti menn mjög til þess aó afla
sér frekari menntunar.
Með kennslunni ásamt félags-
störfum hefur Hafliði manna
mest unnið að þróun iðngreinar-
innar áþessu tlmabili.
Fyrir ailt þetta þakkar Sveina-
I dag verður til moldar borinn
frá Fossvogskirkju Þorlákur Guð-
brandsson, einn ágætasti og alúð-
legasti maður, er ég hefi fyrirhitt
á lifsleið minni. „Eitt sinn skal
hverr deyja,“ sagði Þórir Jökull
Steinfinnsson, og það er vissulega
það eina er við getum verið viss
um I þessari tilveru okkar á móð-
ur jörð. Þó er það alltaf svo, að
maðurinn með ljáinn kemur okk-
ur ætíð að óvörum, slær okkur
þungum harmi, er við sjáum ást-
vini okkar hverfa yfir móðuna
miklu, jafnvel þótt við fylgjums
með stríðinu mikla, um langan
eða skamman tíma og vitum hvers
sé að vænta.
Þegar ég hef hlustað á konu
mína segja börnum okkar frá afa,
en svo var Þorlákur oft nefndur
af skyldum sem óskyldum, þá
held ég að ég hafi i hjarta minu
fundið til minnimáttarkenndar
gagnvart honum. Við sem í dag
keppumst um gæði lifsins og fyll-
umst streitu og öðrum fylgikvill-
um nútíma þjóðfélags, hljótum að
öfunda þá menn, er siglt geta, og
hafa gert, I gegnum lífið með ró-
semd, sem engu fær haggað, með
brosi,fölskvalausu brosi sem yljar
hverjum þeim um hjartarætur,
erþví mætir. Hvað skyldum við
heilsa mörgum um ævina?
Hversu mörg handtökin munum
við og hvers vegna? Að sækja
Þorlák heim var eins og að fá
róandi meðal við ys og þys um-
hverfisins. Handtak þétt og hlýtt,
góðlátlegt, innilegt bros, geislandi
augu er sögðu við mann: mikið er
gaman að þú komst. Ekkert fals,
engin hræsni. Þannig tók hann á
móti hverjum og einum og þannig
kvaddi hann hvern og einn. Frá
honum fór maður með frið í huga,
hvíld.
Ég átti þvi miður ekki því láni
að fagna að kynnast Þorláki fyrr
en hann var kominn á efri aldur.
Okkar kynni tel ég samt, að hafi
komið mér og minum að ómetan-
legu gagni. Ef ég ætti að lýsa
honum sem manni, þá mundi ég
sennilega segja: Hann var þeirri
náðargáfu gæddur að geta lesið
skoðanir manna með skilningi,
ljúfmennskan var einstök, aldrei
heyrði ég hann tala illa um nokk-
urn mann, honum veittist auðvelt
að koma hugsunum sinum i góðan
búning og undirbúningslaust.
Greind hans var skörp, skilningur
á mönnum og málefnum ljós.
Orðalagið hnittið og augað glöggt
á skringihiðarnar.
Þorlákur Guðbrandsson er
fæddur 16. april 1893 að Birgisvik
á Ströndum. Foreldrar hans voru
Guðbrandur Guðbrandsson, lengi
hreppstjóri i Árneshreppi, og
Kristín Magnúsdóttir frá Reykja-
firði. Var Þorlákur yngstur af 7
systkinum. 9 ára gamall flyst Þor-
lákur svo i Veiðileysu og þar á
hann búsetu alveg fram til 1960,
er hann flyst til Djúpavíkur en
þaðan flyst hann svo aftur 1966 til
Hafnarfjarðar og bjó þar til
dauðadags.
Kvæntur var Þorlákur Ólöfu
Sveinsdóttur frá Kirkjubóli í
Staðardal, Strandasýslu, en hún
lést 7. april 1952.
Þorláki var margt til lista lagt.
Hann var hagleiksmaður á tré,
vann mikið við húsbyggingar svo
og aðrar smiðar og var oft leitað
til hans I þvi skyni. Liðtækur
þótti hann og við ýmiss konar
sjúkrastörf og eru þau ófá börnin
er hann hefur tekið á móti, aleinn
eða með hjálp eiginkonu sinnar.
Frægt varð það fyrir vestan, er
saga varð í sundur mjaðmargrind
konu einnar, er var I barnsnauð,
og var Þorlákur fenginn til að-
stoðar. Smiðaði hann ásamt bróð-
ur sinum í því tilviki boga er
notaður var til að styðja við
mjaðmargrindina eftir barns-
burðinn. Má telja vist, að þarna
hefði illa farið, ef hans hefði ekki
notið við.
félag skipasmiða Hafliða J. Haf-
liðasyni og vottar konu hans og
dætrum samúð sína.
Annars var fjárbúskapur aðal-
atvinna Þorláks. Var hann fjall-
kóngur I sveit sinni svo árum
skipti, enda vel kunnugur öllum
landsháttum á þessum slóðum,
ihugull og áreiðanlegar. Sjóróðra
stundaði hann og til að afla viður-
væris I búið, sem stundum var all
mannmargt. Var algengt að um og
yfir 20 manns væru i heimili i
Veiðileysu hjá Þorláki yfir sum-
artimann, svo margir voru munn-
arnir sem seðja þurfti.
Er börn hans uxu úr grasi, gift-
ust þau og fluttust á burt, þá
þurftu þau aldrei að hafa
áhyggjur út af því, hvað gera
skyldi við hálfstálpuð börn sín
yfir sumartimann. Hann Þorlákur
afi tók við þeim. Þar var þeim vel
borgið og þaðan komu þau sem
hæfari einstaklingar að lokinni
sumardvöl.
Er Djúpavík átti sinn uppgangs-
tíma, tók Þorlákur þátt í þvi sfld-
arævintýri er þar átti sér stað.
Lagði hann þar gjörva hönd á
margt, alls staðar umsetinn varð-
andi vinnu, enda reglusamur með
afbrigðum, neytti hvorki vins né
tóbaks og gerði aldrei. Eftir að
hann fluttist á Djúpuvfk 1960 þá
hélt hann áfram búskap sínum í
smáum stil en stundaði grá-
sleppuveiðar af miklum dugnaði,
er vertíðin stóð yfir.
„Allar leiðir liggja til Rómar,"
var sagt hér áður fyrr og við segj-
um að allar Ieiðir liggi til Reykja-
vikur. Strandamaðurinn, er sá
börn sin fljúga á braut, leita nýrri
miða og flestra á Reykjavikur-
svæðinu, varð að lokum að taka
sig upp og flytjast I ys borgar-
svæðisins, til að vera nærri börn-
um sínum og barnabörnum. Og
eins og áður er sagt, þá fluttist
hann til Hafnarfjarðar 1966. Mað-
ur skyldi nú ætla að hann hefði
sest í helgan stein og notað ávaxta
sins erfiðis. Það var öðru nær. Við
sem höfum kynnst kjörum Is-
lenskra athafnamanna, eigum
ekki svo erfitt með að skilja þetta.
Þeir geta bókstaflega ekki hætt
sinu starfi. Einhvers staðar stend-
ur: „Verið ekki sneykir við að
nálgast upptekna manninn, því
hann er upptekinn, vegna þess að
hann vill vera það.“ Þannig var
um Þorlák. Hann setti á stofn
hænsnabú I Hafnarfirði sem hann
annaðist allt til dauðadags ásamt
Guðlaugu og Bjarna, sem lenst
hafa búið með föður sinum, að
ógleymdum Þóri, sem var tiltölu-
lega nýfluttur að heiman. Þar að
auki var Þorlákur maðurinn er
fjölskyldan sótti til I vandræðum
sinum, enda vænlegasti maðurinn
til að gef a holl og velmeint ráð.
Síðustu 2 árin hafði Þorlákur
átt við allmikla vanheilsu að
striða, en þó lét hann aldrei bil-
bug á sér finna og gekk að vinnu
sinni, hvað sem á gekk. Er hann
að lokum var lagður inn á spítala
og hann sjálfur vissi að hverju
dró, þá brá hann ekki venju sinni.
Einlægnin skein út úr honum og
maður fann hlýjuna er streymdi
frá honum. Orð voru óþörf, augun
t Útför eiginmanns míns og föður okkar KRISTINS HLÍÐAR Suðurgötu 110 Akranesi Verður gerð frá Akraneskirkju laugardaginn 26 febrúar kl. 1 3.30 Þeir sem vildu minnast hans eru beðnir að láta Sjálfsbjörg njóta þess Eiginkona og börn
t Eiginmaður minn, faðir okkar. tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR EIRÍKSSON gullsmíðameistari, verður jarðsunginn frá Hallgrimskirkju föstudagmn 25 febrúar kl 1 5 Amalía Þorleifsdóttir Ingveldur og Birgir Berndsen Elin og Robert Staneck *■ og barnabörn
t Útför fósturföður mins SIGURÐAR SIGURÐSSONAR. frá Helgafelli í Svarvaðardal, fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardagmn 26 2. kl 2. e.h. Jarðsett verður að Tjörn Fyrir hönd dætra, tengdasona, syskina og barnabarna, Ingunn Klemenzdóttir.
t Faðir okkar og fósturfaðir SIGUROUR SIGBJÖRNSSON frá Ekkjufelli, lést 1 8 febrúar í Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað Jarðarförin fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju föstudaginn 25 febrúar kl. 2 Sölvi Sigurðsson, Guðný Sigurðardóttir, Margrét Sigurðardóttir, Erlingur Sigurðsson, Sigrfður Ósk Beck, Sigurður Ármannsson.
t Jarðarför VILHJÁLMS HANNESSONAR, frá Tandraseli, Borgarnesi, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 25 þessa mánaðar kl 3 Fyrir hönd vandamanna, Ragna Ólafsdóttir.
t GUÐLAUGUR M. EINARSSON. hæstaréttarlögmaður, sem (ést 17 þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. febrúarkl 13 30 Jafnframt fer fram minningarathöfn um bróður hans, KRISTJÁN INGA EINARSSON. húsasmíðameistara, sem lést í Californlu 3. þ m. Aðstandendur.
t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför JAKOBÍNU INGIBJARGAR FLÓVENZ. Laugarnesvegi 86. Fyrir hönd vandamanna Gunnar Flóvenz.
t Flugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför MAGNÚSAR RICHARDSONAR Eirfksgötu 1 5, Reykjavík. Hrafnhildur og Gunnar Richardson Jóhanna og Benedikt Gunnlaugsson María og Þór Magnússon Erla og Þórir S. Gröndal börn og barnabörn.
Helgi Arnlaugsson, formaður.
Þorlákur Guöbrands-
son — Minningarorð