Morgunblaðið - 24.02.1977, Side 41

Morgunblaðið - 24.02.1977, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1977 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ny ujiWnFK'aa'u tf drykkjufólk og er það vel. Það hefði mátt gera það fyrr. Því teljum við rétt að þetta ákvíeði sé sett strax og væri leyfið til fram- leiðslu áfengs bjórs háð þessu skilyrði. Gætum við jafnel trúað að yrði það gert þá færi nú að fara ljóminn af bjórfrumvarpinu og þegar hagnaðarvonin væri ekki eins mikil yrði hreinlega hætt að bera að fram, og þá væri vel. Andmælendur bjórfrumvarps- ins.“ Bjórinn á sér líka nokkra for- mælendur og í næsta bréfi kemur fram sjónarmið þeira gagnvart bjórnum: % Þróaðri vínmenning Haraldur Einarsson, sem bú- settur er í V-Þýzkalandi, hafði samband við blaðið og sagðist vilja mótmæla upplýsingum, sem hefðu komið fram fra Áfengis- varnaráði um bjórneyzlu i V- Þýzkalandi og Finnlandi. Sagði Haraldur að vínmenning í báðum þessum löndum væri mun þró- aðri, en hér á landi og gætum við mikið Iært af þessum þjóðum. — Drykkjuskapur á Islandi eykst hér á landi með hverju ár- inu og ástæðan er einfaldlega sú að bjór er ekki leyfður hér á landi, sagði Haraldur. — Ég stend fyllilega með Jóni Sólnes og s’tyð bjórfrumvarpið hans heils- hugar. P'yrir löngu er tími til kom- inn að stöðva alla þá hræsni og þær lygar, sem eru í kringum áfengismál hér á landi og upplýs- ingar, sem sagðar eru um bjór- og vínmenningu í öðrum löndum. — Sjálfur tala ég af reynslu t.d. um V-Þýzkaland. Þar er fólki á vinnustöðum leyft að drekka einn bjor á dag og bjórinn veldur ekki minnstu erfiðleikum þar í landi, hvorki á vinnustöðum né í um- ferðinni. í Finnlandi er leyft milliöl og ég tel það í rauninni ekki áfengt þar sem það nær ekki 6% að styrkleika. 1 Svíþjóð er mér sagt að neyzla sterkra drykkja hafi minnkað mjög eftir að bjórinn var leyfður og bjórinn hafi verið mjög til bóta. Það er ekki hægt endalaust að bera þessa endemis vitleysu á borð fyrir fólk um skaðsemi bjórsins af hálfu andstæðinga hans. Sízt af öllu fyr- ir fullorðið fólk, sem þekkir þessa hluti, sagði Haraldur Einarsson að lokum. í»essir hringdu . . . • Nýting hrognanna Kona grásleppukarls: — Það var einhver atvinnurek- andi furðu lostinn yfir því um daginn í blaðinu hvað íslendingar notuðu lítið hrogn, gráskleppu- Tirogn í matinn hérlendis. Ég er aftur á móti furðu lostinn yfir því að ekki skuli vera hægt að fá neins staðar leiðbeiningar eða uppskriftir um notkun grásleppu- hrognanna. Það er alls ekki sama hvernig þau eru matreidd og það hlýtur að vera hægt að fá ein- hvers staðar vitneskju um hvern- ig bezt sé að nýta þau. Minn mað- ur er nefnilega grásleppukarl og ég vil endilega nota hrognin eitt- hvað. Ég hef leitað fyrir mér hjá ýmsum aðilum en ekki fengið neitt út úr því og vil ég gjarnan vekja á þessu athygli ef einhver skyldi vita betur. — % óskalaga- þáttur barnanna S.H. 11 ára: — Ég vilendilega fá að vita það hvers vegna óskalagaþáttur barn- anna er á þessum tíma sem hann SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á heimsmeistaramóti unglinga 1976 sem haldið var I Groningen i Hollandi um síðastliðin áramót kom þessi staða upp í skák Rayners frá Wales og Kouatlys frá Líbanon, sem hafði svart og átti leik. 37.. .Hxd5!, 38. Hxd5 — Rf3, (Nú hótar svartur máti á h2 og hvftur verður að fórna hrók til að sleppa). 39. H5d2 — Hxd2, 40. Hxd2 — Rxd2, 41. b5 — Rc4 og svartur gafst upp. Heimsmeistari unglinga 1976 varð Mark Diesen, Bandarfkjunum, en fast á hæla hans fylgdi tékkinn Ftacnik. er núna, það eru mjög margir i skóla á þessum tíma, á eftirmið- dögunum svo maður missir oftast af þessum þætti — ég er i skólan- um á þessum tíma og svo er um marga fleiri sem ég þekki. Það mætti líka lengja hann — þessar mínútur eru fljótar að líða og mér finnst líka að lögin mættu vera betri. — Þessum ábendingum hins unga manns er komið á framfæri en um lagavalið i þáttinn, sem hann seg- ir að sé ekki nógu gott — hlýtur það ekki bara að fara eftir þeim sem biðja um lög? 0 Má aka eftir bjórdrykkju? Þannig spurði einn sem hringdi og vildi fá að vita hvort það væri leyfilegt að aka bifreið eftir að hafa drukkið eina flösku af 8% bjór, eins og hann orðaði það, ef svo færi að leyft yrði að framleiða bjór hérlendis. HÖGNI HREKKVÍSI Hefur hann áhrif á ákvörðunartökur yðar? Erum fluttir með starfsemi okkar í Síðumúla 13, Reykjavík. Löggildingastofan, simi 81122. Afturrúðuhitari Þurrkar móðu, bræðir snjó og hrím Auðveld ísetning NOTIÐ ÞAÐ BESTA 13LOSSI H r Skipholti 35 • Simar 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa SKRIFSTOFUHÚSGÖGN HALLARMÚLA 2 - SÍMI 38402 Þér i&etui §tólad rmuM ao Virðingarsæti I langan tima hafa Eddu stólarnir auðveldað mönnum vinnu sína og gert daginn ánægjulegan. Verð: EDI leður kr. 92.400.00 EDItau kr. 58.080.00 EDIIIeður kr. 84.480.00 EDIItau kr. 50 886.00 Skrifstofuhusg.deild okkar hefur einnig á boð- stólnum úrval skrifborða, stóla, skjalaskápa, vél- ritunarborða, teikniborða, teiknivéla auk rit- og reiknivéla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.