Morgunblaðið - 05.03.1977, Qupperneq 4
4
MORGÚNBLAÐI0, LaUGÁRDAGUR S MARZ 1977 '
LOFTLEIDIR
SwBÍLALF ^
<g
BÍLALEIGAN
51EYSIR
LAUGAVEGI 66
CAR RENTAL
24460
28810
Kirkjukaffi
í Breiðholti
Aö lokinni guðsþjónustu á
æskulýðsdaginn, h, 6. mars, efnir
Kvenfélag Breiðholts til kaffisölu
í anddyri Breiðholtsskóla.
Þetta er gert til stuðnings við
byggingarsjóð Breiðholtskirkju.
Undirbúningur að kirkjubygg-
ingu hefur staðið nokkurn tima
nú og ekki iátið mikið yfir sér, en
þó hefur verið unnið mikið og
sleitulaust. Húsnæðisskortur er
safnaðarstarfinu fjötur um fót og
markmið okkar þvf, að kirkjan
geti risið sem allra fyrst. Undir
vorið sést væntanlega, hvernig sú
bygging á að verða, og sú er von
okkar, að hægt verði að vinna að
byggingunni þegar á næsta sumri.
Þetta mun takast með Guðs hjálp,
þegar allir eru með einum huga.
Bygging safnaðarkirkju er
mikilvæg. Bygging safnaðar er þó
tilgangurinn, sem húsið á að
þjóna. Þess vegna vil ég þakka
Kvenfélagnu skerf þess — og þó
enn meira hug þeirra kvenna,
sem unna þessu málefni og stuöla
að framgangi þess.
Þess vegna hvet ég lfka Breið-
holtsbúa og aðra velunnara kirkj-
unnar til að leggja þörfu máli lið
með því að kaupa sér og fjölskyld-
unni kaffisopa á sunnudaginn
kemur.
Það hressir, kirkjukaffið. Það
safnast, þegar saman kemur. Það
eykur ánægjuna að leggja góðum
málstað lið.
Kaffisalan heldur áfram fram
undir kvöld. Verið velkomin.
Lárus Halldórsson.
Pólsk mynd-
list í Lista-
r
safni Is-
lands í dag
Um þessar mundir eru að hefj-
ast að nýju sýningar á fræðslu-
myndum um myndlist í Listasafni
íslands. Fyrirhugað er að tvær
sýningar verði f mánuði hverjum
fyrst um sinn, og i dag verða
sýndar tvær myndir frá Póllandi.
Hin fyrri ber titilinn „Um pólskar
tréristur", en hin síðari „Fjórir
pólskir myndlistarmenn á 20.
öld“.
Myndirnar eru fengnar hjá
pólska sendiráðinu.
Að sögn Ólafs Kvarans, starfs-
manns listasafnsins, hafa kvik-
myndasýningar f safninu mælzt
vel fyrir, og hefur aðsókn verið
góð. Flestar þær myndir, sem
safnið hefur fengið til sýningar,
eru hingað komnar fyrir atbeina
sendiráða. Nokkrar eru úr
Fræðslumyndasafni íslands, sem
á ágætt safn fræðslumynda um
myndlist, að þvf er Ólafur sagði.
Kvikmyndasýningin hefst kl. 15
I dag, og er aðgangur ókeypis og
öllum heimill.
Útvarp Reykjavík
L4UG4RD4GUR
5. marz
MORGUNNINN
7.00 Morgunútvarp.
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
8.50.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Guðni Kolbeinsson les
söguna af „Briggskipinu Blá-
lilju" eftir Olle Mattson
(22).
Tilkynningar kl. 9.00. Létt
lög milli atriða.
Óskalög sjúklinga kl. 9.15:
Dóra Ingvadóttir kynnir.
Barnatfmi kl. 11.10: Hilda
Torfadóttir og Haukur
Ágústsson sjá um tfmann.
Spjallað er við Ómar
Bagnarsson, sem einnig
syngur nokkur lög við eigin
Ijóð.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
SÍÐDEGIÐ_____________________
13.10 Á prjónunum.
Bessf Jóhannsdóttir stjórnar
þættinum. Inn f hann verður
felld lýsing Jóns Ásgeirsson-
ar á handknattleikskeppni f
Austurrfki, þar sem Islend-
ingar keppa f annarri umferð
B-hluta heimsmeistara-
keppninnar.
15.00 1 tónsmiðjunni.
Atli Heimir Sveinsson sér
um þáttinn.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
Islenzkt mál.
Ásgeir Blöndal Magnússon
cand. mag. talar.
16.35 Létt tónlist.
17.30 Framhaldsleikrit barna
og unglinga:
„Kötturinn Kolfinnur“ eftir
Barböru Sleigh (áður útv.
1957 — 1958) Þýðandi:
Hulda Valtýsdóttir. Leik-
stjóri: Helga Valtýsdóttir.
Persónur og leikendur f
fimmta þætti: Rósa Marfa/
Kristfn Anna Þórarinsdóttir,
Kolfinnur/ Helgi Skúlason,
Jonni/ Baldvin Halldórsson,
Frú Elfn/ Guðrún Stephen-
sen, Silfri/ Jóhann Pálsson.
KVÖLDIÐ
18.00 Söngvar f léttum dúr.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Ekki beinlfnis.
Sigrfður Þorvaldsdóttir leik-
kona rabbar við Helga
Sæmundsson ritstjóra, Kar-
vel Pálmason alþingismann
og Þóru Jónsdóttur kennara
um heima og geima, svo og f
sfma við Sigurð Ó. Pálsson
skólastjóra á Eiðum.
20.15 Harmonikulög.
Hubert Deuringer og félagar
leika.
20.30 Skáldsaga fáránleikans.
Þorsteinn Antonsson rithöf-
undur flytur þriðja og sfð-
asta erindi sitt.
21.05 Hljómskálatónlist frá
útvarpinu f Köln.
Guðmundur Gilsson kynnir.
21.35 „Dermuche**, smásaga
eftir Marcel Aymé.
Ásmundur Jónsson þýddi.
Geirlaug Þorvaldsdóttir leik-
kona les.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir.
Lestur Passfusálma (24).
22.25 Danslög.
23.55 Fréttir. Dagskrárlok.
LAUGARDAGUR
5. mars Í977
17.00 Holl er hreyfing
Léttar Ifkamsæfingar
einkum ætiaðar rosknu
fólki.
Þýðandi og þulur Sigrún
Stefánsdóttir.
(Nordvision — Norska sjón-
varpið)
17.15 fþróttir
Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
18.35 Emil C Kattholti
Sænskur myndaflokkur.
Gyltan er Ifka óð
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
Sögumaður Ragnhciður
Steindórsdóttir.
19.00 iþróttir
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Hótel Tindastóll
Brezkur gamanmyndaflokk-
ur.
Þýðandi Stefán Jökulsson.
21.00 Ureinufannað
Umsjónarmenn Berglind
Ásgeirsdóttir og Björn VigM-
ir Sigurpálsson.
Stjórn upptöku Tage
Ammendrup.
22.00 Sumardansinn
(Hon dansade en sommar)
Sænsk bfómynd frá árinu
1951.
Leikstjóri Arne Mattson.
Aðalhlutverk Folke
Sundquist og Ulia Jacobs-
son.
Aðalpersóna myndarinnar
er ungur piltur sem fer til
frænda sfns uppi i sveit til
sumardvalar að ioknu
stúdentsprófi. Þar kynnist
hann 14 ára gamalli stúlku
og hrffst mjög að hcnni.
Fullorðna fólkið er mjög
mótfallið ástarsambandi
unglinganna og rcynir að
stfa þeim sundur.
Þýðandi Dóra llafsteinsdótt-
ir.
Klukkan 22.00:
Sumardansinn, sænsk
bíómynd frá árinu 1951
Á DAGSKRÁ sjónvarps-
ins í kvöld er sænsk
bíómynd frá árinu 1951,
sem heitir á frummálinu
„Hon dansade en
sommar“ eða í íslenzkri
þýðingu Sumardansinn.
Leikstjóri myndar þess-
arar er Arne Mattson. í
aðalhlutverkum eru Ulla
Jacobsson og Folke Sund-
quist.
Aðalpersóna myndar-
innar er ungur piltur
sem fer til frænda síns
uppi i sveit til sumardval-
ar að loknu stúdents-
prófi.
Þar kynnist hann
fjórtán ára gamalli
stúlku og hrífst mjög af
henni. Fullorðna fólkið
er mjög mótfallið ástar-
sambandi unglinganna
Tvö atriði úr Samardans- A
inum eða „Hon dansade A
en sommar“.
og reynir að stía þeim
sundur.
Þýðandi myndarinnar
er Dóra Hafsteinsdóttir.
Leikstjórinn Arne
Mattson er fæddur í
Uppsölum í Svíþjóð árið
1919. Hann hefur oft ver-
ið kallaður Hitchcock
Svíþjóðar og þykir yfir-
leitt hafa gert spennandi
myndir.
Mattson hóf feril sinn
sem aðstoðarmaður hjá
leikstjóranum Per
Lindberg, en varð fyrst
þekktur fyrir myndina
,,Og allar þessar konur“
árið 1944. Hann leik-
stýrði „Sölku Völku“ árið
1954. Ein af hans síðari
myndum er „Anna og
Eva“ gerð árið 1970.