Morgunblaðið - 05.03.1977, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.03.1977, Qupperneq 10
10 MORGÚNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977 ÉG hef líklegast verið á þrettánda ári, þegar ég átti um tíma heima á Sólvallagötu 7. Þar beint á móti er stórt stein- hús, sem á sér dálitla sögu. Þar bjó maður, sem allt frá fyrstu kynnum okkar var þó nokkuð öðruvísi en aðrir nágrannar þarna í götunni. Hann var ætið klæddur að sið erfiðismanna og bar það með sér, að hann stund- að járnsmíðar eða vélaviðgerðir eða réttar sagt, hann bar það með sér, að hann var f nánum tengslum við sót, olíu og þess háttar efni. Hann fór hjólandi til vinnu sinnar á hverjum morgni, og hann kom oft heim í hádeginu gangandi. leiðandi hjólið og var þá hér um bil alltaf málverk á pedala hjóls- ins. Þá kom það og iðulega fyr- ir, að i fylgd með þessum ein- kennilega manni væru kunn- ingjar, sem auðsýnilega voru að ræða við hann um málverkið, og var þá oft numið staðar og listaverkið skoðað bak og fyrir og áreiðanlega margt rætt um það. Ég hef sjálfsagt verið for- vitinn strákur og vafalaust frekur líka, þvi að ekki hafði þessi skrftni maður lengi stund- að iðju sfna, þegar ég eitt sinn áræddi að ávarpa hann og spyrja, hvað hann væri nú með á pedalanum. Svarið var meira en vingjarnlegt, og ég held, að hjólreiðamanninum hafi bara þótt skemmtilegt, að strákling- ur forvitnaðist um, hvað væri á léreftinu. Hann sneri málverk- inu á pedalanum og sýndi okk- ur mikið landslag eftir einn af yngri málurunum, sem þá voru að koma fram á sjónarsviðið. Ég man, að hrifning okkar félaga var mikil, og líklegast höfum við haft orð á því, að þetta væri fallegt. En félagi minn, er með mér var, gellur allt í einu við og segir, að hann Týri sé alltaf að mála og teikna og hann verði sjálfsagt málari. Ég fór hjá mér og fannst vinur minn hafa svikið mig f tryggð- um með því að kjafta frá, og án efa hef ég roðnað, en engu að síður orðið dálftið bubbinn með mig um leið. Hvað um það, nú fór að komast skrið á viðburðarásina. Sá með hjólið brosti hlýlega og spurði, hvort þetta væri satt. Ekki man ég nú neitt úr því samtali, sem þarna átti sér stað, en það skipti eng- um togum, að sá í vinnugallan- um bauð okkur félögum að koma með sér upp á efri hæð- ina í stóra húsinu, og þar feng- um við að sjá mikið af myndum eftir marga listamenn. Þegar upp á hæðina í stóra húsinu kom, þá varð gaman. Þarna voru málverk um alla veggi, undir rúmum, bak við stóla og skápa, alltaf var meira og meira tínt fram. Ætli ég fari enn var breyting á lífsferli mín- Þorvaldur Skúlason: „Kona að lesa*’. Markúsar Ivarssonar getið aft- ur. Gunnlaugur heitinn Scheving, Snorri heitinn Arin- bjarnar og Þorvaldur Skúlason hafa allir sagt mér frá þessum sérstæða manni, sem hafði svo sterka nautn af myndlist, að með fádæmum var á sínum tíma, og af einstæðum sam- skiptum þeirra hjóna, Markús- ar og Kristínar Andrésdóttur við listamenn. Því miður var Markús allur, er ég, sem þetta rita, fór að taka verulegan þátt í myndlist, svo að kunnings- skapur okkar endurnýjaðit ekki. Hann eignaðist aldrei neitt af verkum mínum. Þvi varð það enn meira gleðiefni fyrir mig, þegar dótturdóttir Markúsar eignaðist mynd eftir mig fyrir skömmu, og fannst mér þá eins og endar hefðu náð saman. En enga tilraun hef ég gert með sjálfum mér til að kanna, hver áhrif það hafi haft á mitt eigið sálarlíf að fá að sjá Að vísu kannast fólk við ýmis af þessurn verkum úr -Lista- safni íslands, en nú er safni Markúsar komið fyrir í heild, og gefur það miklu betri hug- mynd um Markús ívarsson sem safnara og unnanda myndlistar en áður var hægt að gera sér ljóst. í þessu safni eru margar af perlum Listasafns Islands, og árátta Markúsar ívarssona verður ekki metin til fjár. Það var sannarlega skemmtilegt að sjá gjöf Markúsar f heild, og von mfn er sú, að fleiri en ég hafi ánægju af þessari sýningu og að sem flestir votti mannin- um með hjólið og málverkið á pedalanum virðingu sfna og þakklæti fyrir eitt þarfasta verk, sem unnið var á kreppu- árunum. Þetta eru nokkrar lfn- ur í tilefni endurfunda við sum þeirra listaverka, sem maður- inn með hjólið flutti heim á pedalanum. Valtýr Pétursson eftir VALTÝ PÉTURSSQN á hjólinu safn Markúsar á sínum tíma, en segja mætti mér, að lengi hafi búið að þeim kynnum. Nú gefur að líta hluta af hinu mikla safni Markúsar ívars- sonar i sölum Listasafns ís- lands, en hann ánafnaði safn- inu hluta af því, er hann náði saman af listaverkum um ævina. Eitt er það, sem hafa má hugfast, er þetta safn er skoð- að. Það er til orðið á þeim erfiða tfma, sem við munum vel, sem náð höfum vissum aldrei, og gengur undir nafninu krepputímabilið. Kreppan var eitt ömurlegasta tímabil, sem núlifandi fólk man, og þegar þess er gætt, að slíku safni var mögulegt að koma saman á þeim tíma, þá jaðrar það við kraftaverk. Ekki veit ég, hve mörg lista- verk Markús ívarsson átti í safni sínu, en þau hljóta að hafa skipt hundruðum. Sumir segja, að hann hafi eignast t /ö hundruó málverk, en Listasafn íslands fékk frá þeim hjónum á sínum tfma hvorki meira é minna en fimmtíu og sex Iista- verk. Þar kennir sannarlega margra grasa, og mér dettur ekki í hug að fara hér út í upptalningu. Sjón er sögu rfk- ari, og varla er hægt að sýna Markúsi ívarssyni þakklæti okkar með betra móti en að heimsækja Listasafn íslands þessa dagana og njóta gjafar hans. Gunnlaugur Scheving: „Hús í Grindavfk". um, og áður en ég vissi af, var með nokkurt fleipur.þótt ég segi hér, að við félagar höfum orðið öldungis orðlausir. Við, þessir gasprarar, göptum af undrun, þegar við sáum öll gullin hans Markúsar Ivars- sonar. Þannig veit maður lítið um, þegar einstök augnablik verða að ógleymanlegum stund- um f lifinu. Ekki man ég, hvað heimsókn- irnar til Markúsar urðu marg- ar, varla meira en tvær eða þrjár. En Markús kom oft með málverk á pedalanum, og þá varð maður forvitinn og fékk að kíkja. Eitt sinn man ég eftir, að Markús kom með málverk eftir Kjarval. Hann lofaði mér að skoða, áður en hann fór upp með myndina. Nú var gaman að lifa, því að nú gat ég breitt svolítið úr mér og sagt manna- lega: „Ég þekki Kjarvál, hann kaupir af mér Vfsi.“ „Jæja, ger- ir hann það?“ varð Markúsi að orði, en bætti svo við: „En þekkir þú Jón Stefánsson? Ef þú ekki þekkir hann, þá skal ég lofa þér að sjá mynd eftir hann, sem ég á uppi hjá mér.“ Svo varð dálftil andagt. Listin var lögð á hilluna, önnur áhuga- efni, breytt búseta. Leiðir okk- ar Markúsar lágu ekki saman lengur, og kunningsskapurinn rann út í endurminningu eina saman. Arið siluðust áfram.og myndlit aftur orðin snar þáttur í lffi mfnu og hefur verið það sfðan. Og nú fór ég að heyra Mynflllst Maðurinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.