Morgunblaðið - 05.03.1977, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977
Utgefandi
Framkvæmdastjórr
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingasjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haralduj Syeinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
AðalstrætiS, simi 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480
Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasolu 60.00 kr. eintakið.
r--'
Sparifjáreigendur
og vextir
Fyrir nokkru skýrði Jón Skaftason, formaður banka-
ráðs Seðlabankans, frá því í umræðum á Alþingi, hvaða
kjörum sparifjáreigendur, sem staðið hafa undir útlánum banka-
kerfisins, hafa orðið að sæta með ávöxtun sparifjár síns á
undanförnum árum. í ræðu þingmannsins kom fram, að á árinu
1 970 urðu raunvextir þeirra, sem sparifé áttu mínus 8%. Á árinu
1971 reyndust raunvextir af spariinnlánum mínus 5%, á árinu
1972 mínus 9%. Ástandið versnaði enn á árinu 1973, en þá
reyndust raunvextir mínus 19% og á árinu 1974 urðu neikvæðir
vextir sparifjáreigenda hvorki meira né minna en 23%% og á
árinu 1975 urðu raunvextir mínus 18%. Eðlileg afleiðing þessara
slæmu kjara, sem í raun hafa þýtt, að sparifjáreigendur hafa ekki
aðeins lánað bönkunum fé til útlána heldur og borgað með láninu
(!) hefur orðið sú, að sparifé hefur farið minnkandi. Þannig námu
spariinnlán á föstu verðlagi á árinu 1970 27% af vergri
þjóðarframleiðslu og uxu það ár um 5%. Á árinu 1971 jukust
spariinnlán um 10% og hlutfall sparifjáraf þjóðarframleiðslu varð
27% Á árinu 1972 nam vöxtur spariinnlána 1% og hlutfall
sparifjár af þjóðarframleiðslu var 25%. Á árinu 1973 minnkaði
sparifé á föstu verðlagi miðað við árið á undan um 7% og hlutfall
sparíinnlána fór niður í 22%. Á árinu 1 974 minnkaði sparifé enn
um 1 1% og var þaðáraðeins 19% af vergri þjóðarframleiðslu og
á árinu 1975 minnkaði sparifé enn um 8% og var í hlutfalli af
þjóðarframleiðslu aðeins 18%.
Þessar tölulegu staðreyndir um meðferðina á sparifjáreigend-
um er gagnlegt að hafa í huga nú, þegar rætt er um nauðsyn þess
að lækka útlánsvexti til þess að létta útgjöldum af atvinnurekstrin-
um, svo að hann eigi hægar með að greiða hærra kaupgjald.
Sannleikurinn er auðvitað sá, að ekki er hægt að lækka útláns-
vexti nema með því að lækka innlánsvexti. En þrátt fyrir það, að
innlánsvextir hafi verið býsna háir á undanförnum árum hefur
verðbólgan þó haft það i för með sér, :ð í raun hafa sparifjár-
eigendur orðið að þola neikvæða vexti og afleiðingin er auðvitað
sú, að spariinnlán í innlánsstofnunum hafa farið stöðugt minnk-
andi. Sparifjáreigendur hafa í vaxandi mæli sett sparifé sitt í
verðtryggð spariskírteini, sem þýðir aftur á móti, að það er í
auknum mæli ríkisvaldið, sem tekur til sín sparifé landsmanna og
beinir því í opinberar framkvæmdir, en hlutur bankakerfisins og
þar af leiðandi atvinnurekstursins fer minnkandi. Við þessar
aðstæður er erfitt að sjá, að nokkurt skynsamlegt samhengi geti
verið í ráðstöfunum, sem mundu kalla á lækkun innlánsvaxta
enda yrði afleiðangin eingöngu sú, aðennþá stærri hluti af sparifé
landsmanna hyrfi úr bankakerfinu og þar með úr útlánum til
atvinnufyrirtækja i landinu.
Á hinn bóginn er það út af fyrir sig alveg rétt, að vextir hér eru
afar háir og þeir eru orðnir umtalsverð útgjaldabyrði fyrir
atvinnuvegina. En eins og verðbólgan er um þessar mundir er
auðvitað tómt mál að tala um vaxtalækkun, sem efnahagsráðstöf-
un eina sér. Ekkert vit væri í slikri vaxtalækkun nema jafnframt
fylgdu með mjög róttækar og harkalegar ráðstafanir til þess að
ráða bug á verðbólgunni og þær þyrftu að vera mjög harðneskju-
legar til þess að skynsamlegt værí að lækka vexti jafnhliða
Það verður að ætlast til þess, að umræður um viðhorfin i
efnahagsmálum og kjaramálum fari fram á málefnalegri grund-
velli en þeim, að ábyrgir stjórnmálamenn og fjölmenn almanna-
samtök kasti fram kröfu um vaxtalækkun án þess að gera grein
fyrir þvi, hvernig tryggja eigi hag sparifjáreigenda, sem hafa verið
svo hart leiknir á undanförnum árum, sem raun ber vitni um.
Verðbólgan
Sjálfsagt eru margir vondaufir um, að takast megi að
vinna bug á verðbólgunni og minnka hana enn frá því sem
nú er. Þó er það svo, að sýnt hefur verið fram á með sterkum
rökum, að verðbólgan mundi fara niður í 16—18% á þessu ári,
ef samningar þeir sem Bandalag háskólamanna hefur nú við
vinnuveitendur sína yrðu látnir gilda yfir allt launakerfið. Þeir
samningar gera ráð fyrir 4% kauphækkun um mitt árið, en síðan
koma fullar visitölubætur 1. júni, 1. september og 1. desember.
Ef þessir samningar yrðu í gildi fyrir alla launþega, mundi draga
mjög verulega úr hraða verðbólgunnar og hún yrði komin niður í
16— 1 8% við lok ársins.
Það fer ekki á milli mála, að þeir sem mundu hafa mestan hag
af því, að verðbólgan minnkaði svo mjög, væru hinir lægst
launuðu og verst settu, en þeir sem hafa mestan hag af því að ný
kollsteypa riði yfir þjóðfélagið eru spekúlantar og verðbólgubrask-
arar Er það hlutverk alþýðusamtakanna að vinna að framgangi
hagsmunamála hinna siðarnefndu?
Afgreiðslu ályktunar um
lánamál frestað öðru sinni
TILLAGA Allsherjarnefndar
um lánamál bændastéttarinnar
kom á fundi Búnaðarþings f
gær aftur til sfðari umræðu, en
þeirri umræðu hafði fyrr f vik-
unni verið frestað eftir að Ijóst
var að þingfulltrúar voru ekki
á eitt sáttir um afgreiðslu til-
lögunnar. Milli umræðnanna
hafði nefndin gert nokkrar
breytingar á orðalagi ályktun-
arinnar en við umræðurnar f
gær var þess enn óskað að af-
greiðslu málsins yrði frestað,
þrátt fyrir að framsögumaður
allsherjarnefndar legði til að
ályktunin yrði samþykkt með
þeim breytingum, sem nefndin
gerði á henni milli umræðna.
Ágreiningur við afgreiðslu til-
lögunnar hefur eiknum risið
vegna verðtryggingar lána til
landbúnaðar.
Jarða- og bú-
stofnskaupalán
verði óverðtryggð
Egill Bjarnason )Bsb. Skag.)
og framsögumaður Allsherjar-
nefndar gerði grein fyrir þeim
breytingum, sem nefndin hafði
gert á tillögu sinni milli um-
ræðna en hún hafði bætt í
ályktunina setningu, sem sagði
að jarða- og bústofnskaupalán
skyldu verða óverðtryggð. Og
lagði Egill til að ályktunin yrði
samþykkt eftir breytingar þess-
ar.
Verðtrygging
lána fer aðeins
að hluta út
í verðlagið
Egill Jónsson Bsb. A.-Skaft.)
kvaddi sér hljóðs og sagði að
nefndin hefði greinilega ætlað
að leika á búnaðarþingsfulltrúa
með þessari afgreiðslu sinni.
Ofurlitlar umbætur hefðu feng-
ist en ekki teljandi. Ályktunin
væri stuðningur við ásetning
nefndarinnar um verðtrygg-
ingu lána. Kvað Egill allsherj-
arnefnd ekki hafa haft neitt
samband við andstöðumenn af-
greiðslu tillögunnar i þessu
formi. Fór Egill fram á að af-
greiðslu málsins yrði enn frest-
að.
Gunnar Guðbjartsson (Bsb.
Snæf.) sagðist hafa skrifað
undir nefndarálit allsherjar-
nefndar með fyrirvara um sam-
þykki sitt. Taldi hann ekki við-
unandi fyrir bærtdur að taka
verðtryggð lán, því að þau færu
ekki út í verðlagið nema að litlu
leyti. Gunnar sagðist vera sam-
þykkur lánajöfnunargjaldinu
BÚNÁÐÁRÞING afgreiddi á
fundi sfnum I gær þrjú mál.
Samþykkt var tillaga um niður-
fellingu á söluskatti á kinda-
kjöti og nautakjöti, samþykkt
var ályktun um sjónvarpsmál
og önnur um innflutning á
grasfræi.
í ályktun um niðurfellingu
söluskatts af kjöti er þeim ein-
dregnu tilmælum beint til land-
búnaðarráðherra að hann beiti
sér fyrir því að söluskattur
verði felldur niður á kindakjöti
og nautakjöti sem fyrst. í grein-
argerð með ályktuninni bendir
búnaðarþing á þrjú atriði, sem
mæli með afnámi söluskatts á
kjöti. Nefnt er að bæði sauð-
fjárkjöt og nautgripakjöt sé
greitt niður í landinu, væntan-
lega til þess að halda niðri að
vissu marki framfærluvísitölu
og draga þar með úr launa-
hækkunum. Söluskattur á þess-
ar sömu vörur gerir hið gagn-
stæða, eykur verðbólguna veru-
svo og hugmyndinni um þátt-
töku Byggðasjóðs í lánveiting-
um til bústofnunar í sveitum.
Gunnar sagðist af þeim ástæð-
um, sem hann hefði nefnt, ætla
að sitja hjá við atkvæðagreiðslu
um ályktunina.
Neikvætt að taka
undir verðtrygg-
ingarsjónarmið
Sigurður J. Lfndal (Bsb. V-
Hún.) áréttaði ummæli sín frá
fyrri umræðu og sagði að úti-
lokað væri fyrir bændur að
taka verðtryggð lán og þvi væri
neikvætt að taka undir verð-
tryggingarsjónarmið eins og
gert væri i tillögu allsherjar-
nefndar.
Egill Bjarnason (Bsb. Skag.)
tók aftur til máls og kvað af-
stöðu nefndarinnar markast af
því að stuðningur við tekju-
stofna Stofnlánadeildarinnar
væri nauðsynlegur, og að sú
leið, sem Iagt væri til að farin
yrði væri, með innheimtu lána-
jöfrtunargjalds, væri aðgengi-
lega og dregur úr sölu vörunn-
ar á innlendum markaði. Þá
segir að réttlát innheimta söiu-
skatts af misdýrum hlutum
kjötsins hljóti að vera miklum
erfiðleikum bundið. Að sfðustu
er bent á að söluskattur sé á
sumum neyzluvörum s.s. kjöti,
en ekki á öðrum vörum s.s.
mjólk og fiski, og geti þetta
skapað óheppilegar neysluvenj-
ur, landbúnainum til óþurftar.
Um sjónvarpsmál ályktaði
þingið á þann veg, að það tók
undir þær megintillögur, sem
stjórnskipuð nefnd samdi áætl-
un um dreifingu sjónvarps, en í
þeirri tillögu er lagt til að á
næstu fjórum árum verði lokið
við gerð dreifistöðva, sem nái
til allra þeirra landsmanna, er
nú geta ekki notið sjónvarps.
Þá samþykkti búnaðarþing
áskorun á innflytjendur og
söluaðila sáðvöru að gæta þess
að hafa einungis á boðstólnum
þær frætegundir, er Rann-
legust til að komast hjá frekari
verðtryggingu en orðin væri.
Þá benti Egill á þann lið álykt-
unarinnar þar sem lagt er til að
Byggðasjóður taki upp fyrir-
greiðslu til bústofnunar í sveit-
um og minnti á að sjóðurinn
hefði tekið við hlutverki At-
vinnuleysissjóðs og því væri
engin goðgá að leita eftir fjár-
magni þaðan.
Hjalti Gestsson (Bsb.
Suðurl.) sagðist hafa áhyggjur
af framgangi þessa máls og
vissulega væri aðalatriði máls-
ins að koma í veg fyrir gjald-
þrot Stofnlánadeildar og kvaðst
hann virða viðleitni allsherjar-
nefndar til að svo yrði ekki.
Jafnframt legði nefndin til að
deildinni yrði tryggður tekju-
stofn og þess vegna hefði hann
ákveðið að aka þann kost að
greiða ályktuninni atkvæði sitt
eins og hún lægi fyrir, en hann
væri einnig samþykkur þvi að
ályktunin yrði sniðin í þann
búning að sem flestir gætu við
unað.
ölvir Karlsson (Bsb. Suðurl.)
sagði að með tilliti til ástands i
málefnum Stofnlánadeildar
gæty hann fylgt málinu í því
formi, sem nefndin legði það
fram en vissir þættir væru sér
ekki að skapi. En Ölvir óskaði
eftir þvf að málinu yrði aftur
vísað til nefndar.
Fé Stofnlána-
deildar að mestu
vfsitölubundið
Ásgeir Bjarnason (Bsb. Dal.)
sagði að um þrjár leiðir væri að
veija i þessu máli. Taka mætti
upp það háa vexti á lán Stofn-
lánadeildar að þeir hrykkju til
að mæta verðrýrnun, í öðru lagi
hærra búvörugjald og i þriðja
lagi hærri verðtryggingu. Ás-
geir sagði að mest af þvi fjár-
magni, sem Stofnlánadeildin
hefði nú til umráða væri vfsi-
tölubundið, og nauðsynlegt að
mæta þvf, ef dýrtfðin héldi
áfram að vaxa, sem sennilega
væri eins og allt horfði og þess
vegna væri óhjakvæmilegt að
taka afstöðu til málsins á þeim
grundvelli. Kvaðst Ásgeir vera
fús til að fresta afgreiðslu máls-
ins til næsta fundar.
sóknastofnun landbúnaðanns
og ráðunautar Búnaðarfélags
íslands mæla sérstaklega með
til notkunar. Þá kanni Rann-
sóknastofnunin spfrunarhæfni
þeirra fræbrigða er liggja hjá
innflytjendum milli ára. Þá
komi ráðunautar Búnaðarfél-
agsins á framfæri við bændur
upplýsingum um þá fræstofna,
er álitslegastir eru taldir
hverju sinni.
Söluskatturinn verði
felldur niður á kjöti