Morgunblaðið - 05.03.1977, Page 25

Morgunblaðið - 05.03.1977, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977 25 Breytt viðhorf hjá miðaldra og rosknu fólki 1 Reykjavík Örar breytingar á atvinnuhátt- um og röskun búsetu og sambýlis- hátta á höfuðborgarsvæði hafa örðu fremur sett svip sinn á þró- un Reykjavíkur hin síðustu ár. Þessi þróun hefur einkum þótt bera vott um stórstfgar framfarir og bætt lffskjör fbúanna f heild, en þess hefur síður verið gætt, að hún hefur samtfmis leitt til auk- innar einangrunar þeirra, sem komnir eru af bezta aldri og dreg- ið úr samkeppnishæfni þeirra á vinnumarkaði. Hið opinbera, rfki og sveitarfélög, bera í auknum mæli ábyrgð á velferð einstakl- ingsins í sta9 fjölskyldunnar og hætta á einangrun fer vaxandi, einkum meðal þess fólks, sem ekki á þess kost að taka þátt f atvinnulífinu á þann hátt, sem það sjálft kysi. Lakast virðist það fólk sett, sem þarf að leita ásjár í stað þess að eiga sér vfsan stuðn- ing sinna nánustu, sem tfðum telja sér það ekki lengur skylt í sama mæli og fyrrum, þar eð lög- gjafinn hefur þegar gert ráð fyrir annars konar forsjá. Hér er það ef til vill ekki fyrst og fremst hið margumrædda kynslóðabil, sem skiptir sköpum, heldur fremur hitt, að áhrifa hinna ungu, — þeirra sem eru innan við miðjan aldur — gætir stöðugt meira. Áhrif hinna eldri fara að sama skapi þverrandi svo sem vænta má f þjóðfélagi örra breytinga þar, sem sf-endurnýjaðri þekk- ingu er ætlað að koma í stað reynslu. í sveitarstjórnarlögum (nr. 58 28. marz 1961) er meðal annars kveðið svo á, að hlutverk sveitar- félaga sé að vinna að sameiginleg- um velferðarmálum þegna sinna. Þetta hlutverk rækir Reykja- vikurborg sem önnur sveitarfélög á þann hátt, sem flestir þekkja í framkvæmd að meiru eða minna leyti. Aukin rækt er með ári hverju lögð við allan undirbúning til mats á þeim þörfum, sem reynt er að sinna með ýmis konar þjón- ustu og mannvirkjagerð. Ekki þarf að fara mörgum orðum um vinnubrögð f þessu sambandi en þau eru í grófum dráttum á þá lund, að verði aukinnar þarfar vart á tilteknu sviði, er kannað, hvort bætt skuli úr þeim skorti, sem þörfin gefur til kynna. Verði sú raunin á er ráðist í öflun og úrvinnslu gagna, er skulu gefa til kynna, hversu brýnt er að bæta úr hinni tilteknu þörf í samanburði við aðrar óuppfylltar og hvað það kostar. Að þessu loknu er málið tekið til ákvörðunar, en síðan gerð áætlun um framkvæmd á tilteknum tfma, þykti það tfma- bært, en ella er ákvörðun frestað, eða málið látið niður falla. Þvf fer fjarri, að þessi vinnubrögð leiði menn f allan sannleika um það, hvað beri að gera í hverju tilviki, þrátt fyrir það að með hverju ári sé aukið kapp lagt á öflun gagna um helztu þætti þjóðlffsins til þess að styrkja þann grundvöll, sem mat og ákvarðanir eru byggð- ar á. Hegðan mannanna er ekki lögmálsbundin á sama hátt og ým- is vel kunn náttúrufyrirbrigði, heldur lýtur hún f æði mörgu vilja og gerðum mennskra stjórn- valda og þess eru fjölmörg dæmi, að einstakar ákvarðanir slíkra máttarvalda hafi breytt tiltekinni þróun á skömmum tfma. Hættan er hinsvegar sú, að menn beri ekki ætíð gæfu til þess að draga réttar ályktanir af tiltækum upp- lýsingum, þó svo að þær teljist til staðreynda. Engu að síður þykja ekki önnur vinnubrögð en hér hefur verið lýst líklegri til þess að bera árangur, þegar ákvarðanir skulu teknar. Gögn, sem snerta fjölda fbúa, aldur þeirra og kyn hafa löngum þótt einna aðgengilegust þeirra upplýsinga, sem unnið er úr á vegum sveitarfélaganna. Ur- vinnsla þeirra þykir að mörgu leyti auðveld, en vandinn vex þá fyst, er mat skal lagt á þarfir hins skilgreinda hóps. Misjafnlega gengur að slá nokkru föstu um þarfirnar, auk þess sem oft er örðugt að ganga úr skugga um það, hvernig tekizt hefur að full- nægja tileknum þörfum löngu eft- ir að mannvirki hafa verið tekin f notkun, eða tiltekinni þjónustu hefur verið komið á. Tölur um nemendafjölda f skólum, barna- fjölda á dagvistunarstofnunum, legudaga á sjúkrahúsum, eða fjölda aldraðra á elliheimilum veita engan veginn fullngæjandi upplýsingar í þessu efni, hversu vel unnar, sem þær kunna að vera. Þarfirnar breytast furðu skjótt og tíðum er erfitt að sjá breytingarnar fyrir, eða átta sig á því, hvenær þær hljóta viður- kenningu, en um það ríkir mikill ágreiningur sem kunnugt er. Hlutfall aldraðra hækkar Hlutfallsleg fjölgun fbúa hefur um langt skeið verið örari á höfuðborgarsvæði en nemur landsmeðaltali, en svo virðist sem þetta sé nú að breytast, þar sem bráðabirgðatölur um mannfjöld- ann gefa til kynna að fjölgun á svæðinu hefi ekki náð lands- meðaltali á sfðasta ári, þar er að segja frá 1. desember 1975 til jafnlengdar 1976. Fjölgun á höfurborgarávæði var lengi mest f Reykjavík, en á síðari árum hafa grannsveitarfélög Reykjavíkur tekið við fjölguninni í auknum mæli og hefur fólksfjöldinn í Reykjavík þvf sem næst staðið f stað hin síðustu ár. Borgaryfir- völd hafa auknar áhyggjur af þessari þróun ekki sfzt með hlið- sjón af þeirri röskun, sem hefur orðið á aldursdreifingu Reykvfk- inga í kjölfar hennar, en slfk rösk- un kynni að hafa mjög víðtækar afleiðingar er frá liði, ef ekkert væri að gert. Reykvfkingar eru nú rétt um 85.000 en á höfuðborgarsvæði öllu búa nú um 118.500 manns. Hlutur Reykjavíkur f íbúafjölda lands- manna varð mestur tæplega 41% á árunum kringum 1960, en er um þessar mundir rétt innan við 38.5%. Hlutur höfuðborgarsvæðis f íbúafjölda landsmanna hefur far- ið jafnt og þétt vaxandi til þessa og var f fyrra 53.75%, en nýjustu tölur benda til þess, að þetta hlut- fall fari nú lækkandi og sé sem næst 53.6% um þessar mundir. Landsmönnum fjölgaði í fyrra um innan við 1%. Fjölgun f grann- sveitarfélögum Reykjavíkur er enn miklu meiri en nemur lands- meðaltali, en hlutur Höfuðborgar- svæðis lækkar engu að sfður, þar sem íbúafjöldi Reykjavikur stendur f stað. Hlutfall 67-ára og eldri Reykvfkinga hefur hækkað úr 7.4% f tæplega 10% síðan 1963 og á síðasta áratug fjölgaði fólki yfir fimmtugu f borginni um liðlega 4.000 á sama tfma og fjöldi fólks undir fimmtugu stóð því sem næst í stað. Athuganir hafa leitt í ljós, að frá Reykjavík hefur einkum flutt fólk á aldrinum 30 til 45 ára ásamt börnum og leitar þetta fólk mest til grannsveitarfélaganna, sem nær öll eiga öran vöxt sinn að þakka þessum borttflutningi. Aldursskipting verður því önnur í grannsveitarfélögum en í Reykja- vfk, meðalaldur lægri, börn hlut- fallslega fleiri og f heild minna húsrými á hvern einstakan en í Reykjavík. Tiltölulega yngra fólk flyzt í nýtt húsnæði íReykjavíkk en að jafnaði á sér stað í grann- sveítarfélögunum. Á liðnum ár- um hafa stjórnvöld reynt méð meðal annars vegna hægari að- drátta og betri tækifæra til al- mennrar afþreyingar og félags- lffs. Tækifærum til starfskipta fækkar Enn hefur það gerzt f Reykjavík á síðustu árum, að nær öll aukn- ing atvinnutækifæra þar varð f svonefndum þjónustu- og við- skiptagreinúm, en vinnuaflsnotk- un í framleiðslu- og úrvinnslu- greinum stóð yfirleitt í stað eða dróst saman. Vinnuaflsnotkun jókst alls um 6.600 mannár í borg- inni frá 1965 til 1974 og svarar þessi tala nokkurn veginn til þeirrar vinnu, sem gera má ráð fyrir að fbúar grannsveitarfélag- anna skili nú árlega i Reykjavík. Vafalaust má rekja hluta þessarar aukningar í þjónustu- og við- skiptagreinum til aukinna afkasta beinum og óbeinum aðgerðum að hafa áhrif á það, hve mikið rými skuli ætla hverjum einstaklingi f nýju húsnæði. Þessar aðgerðir hafa mikil áhrif á gerð húsnæðis i nýjum hverfum og þar með á upp- haflegan fjölda íbúa, en þegar fram f sækir verður áhrifanna tæpast vart. íbuarnir eldast, börn- um fækkar, fjölskyldurnar minnka og íbúðirnar ganga kaup- um og sölum án nokkurra ákvæða um hámarksrými ætlað þeim, sem kaupa. Þannig hefur bein og hlut- fallsleg fækkun orðið í gömlum borgarhverfum á sama tíma og ný hafa risið. Hagkvæmara hefur reynzt að byggja en kaupa sam- bærilegt húsnæði fullgert, hvort heldur tekið er tillit til verðs eða lánsfjármöguleika. Ungt fólk flyzt því að heiman úr gömlu hverfunum og kemur sér upp húsnæði f nýjum hverfum. Hús- rými á hvern einstakling vex því yfirleitt eftir þvf sem hverfin eld- ast og þykir nýtast ver. Oft er Eggert Jðnsson, borgarhagfræð- ingur Úrdráttur úr erindi, sem Eggert Jónsson, borgarhagfræðingur, flutti á fundi Hverfafélags sjálfstæðLsmanna í Langholti í framleiðslugreinum. Sú þróun á sér þó takmörk svo sem meðal annars má ráða af lestri skýrslna Rannsóknaráðs rfkissins um ástand helztu framleiðsluatvinnu- vega þjóðarinnar. Þar við bætist, að atvinnulff á höfuðborgarsvæði, og þá sérstaklega i Reykjavík, hefur að þessu leyti orðið einhæf- ara og umleið kröfuharðara en áður var. Þesi þróun hefur leitt til aukinnar sérhæfingar og slík sér- hæfing dregur að jafnaði úr tæki- færum til starfsskipta þeirra, sem komnir eru yfir miðjan aldur, og gerir þeim erfiðara fyrir, sem þurfa á þessum aldri að skipta um störf af einhverjum sökum. Eftir þvi sem sá hópur stækkar í til- teknu sveitarfélagi, er ekki telst af einhverjum sökum saman- burðarhæfur við ungt fullfriskt vinnuafl má gera ráð fyrir, að aðeins einn eftir í húsnæði, sem upphaflega var ætlað stórri fjöl- skyldu og meðalaldur f einstökum borgarhvefum leikur á bilinu frá innan við 20 upp í rösklega 46 ár. Samtímis þvf, sem þessi þróun hefur átt sér stað hefur afstaða fólks til sambýlis breyzt mjög. Sambýli foreldra og uppkominna barna verður sjaldgæfara með ári hverju og einhleypt fólk, sem áð- ur hefði látið sér nægja herbergi, sækist í auknum mæli eftir fbúð. Athugun hefur leitt i ljós, að sennilega búa 40—50% ein- hleypra einstaklinga yfir þrítugu i Reykjavík einir í ibúð og fer þetta hlutfall hækkandi með aldri. Leiða má getum að þvf, að fólk úr þessum hópi sækist ásamt barnlausum hjónum að jafnaði fremur en aðrir eftir húsnæði nálægt bæjar- eða borgarmiðju sveitarféagið þurfi að leita dýrari lausna við að skapa íbúunum við- unandi aðstöðu. Jafnframt er-lfk- legt, að tekjur þess til þess að standa straum af slíkum kostnaði minnki í hlutfalli við íbúafjölda. þá fer fjarri, að allir séu á eitt sáttir um það, hver skuli vera ábyrgð á lausn þess vanda sem kynni að verða vart af þessum sökum, til dæmis ef samdráttar gætti að nokkru marki í atvinnu- lífinu. Sé litið á samsetningu byggðar á höfurðborgarsvæði í heild mætti ætla, að þar væri ekki við meiri vanda að etja en annars staðar f landinu, þar sem aldurs- skipting er mjög áþekk innan og utan svæðis. Þess er hinsvegar að gæta, hve mikill hluti þeirra, sem komnir eru á miðjan aldur og þar yfir á höfurðborgarsvæði, býr í Reykjavfk og þess er ekki aó vænta, að önnur sveitarfélög á svæðinu telji sér að óbreyttu skylt að taka þátt f vanda þess hóps. Þéttbýlið á höfuðborgarsvæði laó- ar sjálfkrafa til sín fólk vegna yfirburðaaðstöðu á ýmsum svið- um og roskið fólk nýtur þar marg- falds öryggis á við það, sem ann- ars staðar gerist hérlendis. Af þessum sökum lfta fjölmargir ut- an höfuóborgarsvæðis á það sem sjálfsagða líftryggingu að eiga fbúð þar, og þess er að vænta, að á næstu árum fjölgi þeim, sem taka þarf sérstakt tillit til, hlutfalls- lega hraðar en annars staðar í landinu svo sem raun hefur á orðið um all-langt skeið. Erfitt er að gera grein fyrir vanda af þvf tagi, sem hér um ræðir, nema að því marki, sem hans verður áþreifanlega vart, svo sem f breytingum á atvinnu- háttum, tekjum, búsetu, sambýlis- háttum og vaxandi þörf fyrir ein- hvers konar aðstoð. A hinn bóg- inn eiga þær breytingar, sem hér hefur verið lýst, sér víða hliðstæð- ur á Vesturlöndum. Þar hafa for- ystumenn borga og bæja vfóa sett sér markmið í því skyni aó vinna gegn fækkun atvinnutækifæra, atvinnuleysi, úreldingu vinnuafls og aukinni einangrun roskins' fólks, auk þess sem víða er nú reynt að vinna gegn þróun at- vinnulffs í einhæfari átt. í þess- um borgum eru fyrir löngu komin fram þau einkenni, sem hér hefur verið drepið á og eru af ýmsum talin hafa verið fyrirboði stöðnun- ar eða hnignunar atvinnulffs á ýmsum sviðum og þeirra erfið- leika, er fylgt hafa í kjölfar slíkr- ar þróunar. Sjálfshjálp og fjölskvldulausnir Lykillinh að lausn þess vanda, sem hér er við að etja, er ófund- inn, en margt bendir til þess, að hæpið sé að halda fram forsjá hins opinbera í meira mæli en þegar er gert og fremur beri að örva viðleitni til sjálfshjálpar og fjölskyldulausna þar, sem því verður við komið. Fullfrísku fólki ætti að skapa skilyrði til vinnu án tillits til aldurs og koma þarf til móts við óskir hinna með þvf hugarfari, að þeirra sé þörf í stað þess, að klifað sé sínkt og heilagt á því, að þeim séu fundin fánýt verkefni í gustukaskyni. Fólk á miðjum aldri og þaðan af eldra er sundurleitur hópur. Sumt af þvf þarfnast aðstoðar en sumt getur veitt aðstoð. Roskið fólk er oft tekjulitið, en á oft talsverðar eignir. Ungt fólk aflar oft mikilla tekna en er eignalitið. Hvernig væri að örfa til þess, að kynslóðirnar rugluðu saman reit- um sfnum á ný þar, sem þess væri kostur og jafnframt yrði séð til þess, að rausnarlegar yrði gert við þá, sem þyrftu, svo sem þeir eiga heimtingu á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.