Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977 19 markaður skilningur eða sann- færing fyrir því, hvaða ávinning það hefði í för með sér að skapa og viðhaida síðan jafnvægis- ástandi á fjármagnsmarkaði við nútima efnahagsskilyrði hér á landi. Þetta er að sjálfsögðu nokkuð sem enginn getur metið af eigin reynslu, þar sem misvægi hefur ríkt allar götur siðan þjóðin komst í álnir. Hér er eingöngu við að styðjast viðurkenndar hag- fræðilegar niðurstöður og reynslu erlendra þjóða við svipaðar aðstæður. Vafasamt er að menn verði á eitt sáttir um það hér á landi, að slíku sé að fullu treyst- andi og annað þurfi að koma til. Fjármagnsmiðlun, sparnaður og f járfesting. Nútíma fjármagnsmarkaður er geysilega flókinn í allri uppbygg- ingu með mjög fjölbreytilegum sparnaðar- og lánsformum og mörgum tegundum milliliða og deilimarkaða, þannig að oft er orðið langt á milli upprunalegs sparanda og endanlegs fjár- festingaraðila. í grundvallaratr- iðum er þó um sama einfalda hlutinn að ræða þ.e.a.s. að miðla fé frá þeim annars vegar, sem á hverjum tíma telja sér hag I því að kaupa minna af vöru eða þjónustu en þeir selja, til hinna, sem telja sér hag i því að kaupa meira en þeir selja á sama tíma. Að sjálfsögðu hefur leigan fyrir afnot fjármagns, vextirnir, áhrif á það, hve langt menn telja sér hag í því að ganga í þessum viðskiptum og hlutverk milli- liðanna er fyrst og fremst að auðvelda þau á allan hátt og draga úr áhættu. Starfsemi milli- liðanna kostar að vísu mikið en auðséð er, að ávinningur af henni gerir miklu meira en greiða kostnaðinn. Gagnvart sparendum er það hlutverk milliliðanna að bjóða fram i rikulegum mæli sparnaðar- form sem fullnægja mismunandi þörfum þeirra sem best. Þau þurfa að vera með mismunandi blöndu af arðgjöf, timalengd áhættu og misjafnlega innleysan- leg eða seljanleg. Því betur sem milliliðum tekst til, þeim mun meiri sparnað tekst þeim að laða til sín, enda borgar sig þá siður fyrir fjármagnseigendur að festa fé sitt sjálfir eða nota það til neyzlu. Gagnvart þeim, sem festa fé er það hlutverk milliliðanna að bjóða fram sem mest fjármagn, og þau lánsform, lánstima og aðra þjónustu, sem notendum fjár- magns hentar best. Um leið er nauðsynlegt að bestu fjár- festingarmöguleikarnir veljist úr og rekstur milliliðanna sé sem hagkvæmastur til þess að hægt sé að bjóða sparendum sem besta ávöxtun. Nauðsynlegt er, að vaxtamyndunin sé fullkomin, þannig að allir lántakendur greiði svipaða vexti. Með því móti einu er hægt að velja úr arðvæn- legustu fjárfestinguna á hverjum tíma og hafna hinum lakari þar sem margir aðilar eru á markaðinum. í stuttu máli er hægt að segja að það sé hlutverk fjármagns- markaðarins að laða fram sem mestan sparnað og ráðstafa honum til þess að fjármagna arðsömustu fjárfestingarmögu- leikana. Þess vegna eru sterkar líkur til þess að ástandið á fjár- magnsmarkaðinum á hverjum tima hafi bein áhrif á magn og gæði fjárfestingar og þar með á vöxt þjóðarframleiðslu - og lifs- kjör. Opinber íhlutun í vaxtamyndunina. Fjármagnsmarkaðir eru að sjálfsögðu misjafnlega full- komnir og skiptast yfirleitt i margskonar undirmarkaði með mismunandi verðmyndun og vöxt- um. Misvægi er algengt á þeim eins og öðrum mörkuðum vegna mismunandi fyrirætlana um framboð og eftirspurn og breytast þá vextir á frjálsum mörkuðum, þannig að stefnt getur i jafnvægi að nýju. Opinber ihlutun í vaxta- myndunina er algeng en hún veldur oftast misvægi á mörkuðum, svo að grípa þarf til sérstakrar skömmtunar eða út- hlutunar í einhverju formi. Algengt er, að reynt sé að halda niðri vöxtum um tima frá þvi serci væri á frjálsum markaði. Af- leiðingin verður óhjákvæmilega minni sparnaður til ráðstöfunar fyrir fjárfcstingaaðila, og bæði minni og um leið lélegri fjár- festing í þjóðfélaginu, þannig að dregur úr vexti þjóðarfram- leiðslu. Það er sannarlega at- hyglisverð niðurstaða ef hún er rétt, að lágir vestir geti dregið úr fjárfestingu og haldið niðri lífs- kjörum almennings. Því hefur verið haldið fram, að vextir af fjármagni séu langmikil- vægasta verðið í öllu verðmyndunarkerfinu. íhlutun í vaxtamyndunina sé því viðsjár- verðari en nokkur önnur íhlutun i efnahagsmálum. Hér á landi er gengið sjálfsagt ekki síður mikil- vægt en vextirnir, en á báðum þessum sviðum er vafalaust þörf sérstakrar aðgátar, ef ekki á að hljótast stórtjón af. Niðurstaðan er þvi sú, að þegar til lengdar lætur sé það að öðru jöfnu ein af leiðunum til að örva vöxt þjóðarframleiðslunnar að stefna að jafnvægi á fjármagns- markaði með svipuðum grund- vallarvöxtum alls staðar á mark- aðunum. Rétt er að undirstrika það jafnframt í þessu sambandi, að stofnanir fjármagnsmarkaðar- ins þurfa að vera sem best starfi- sinu vaxnar, bæði að því er varðar framboð á sparnaðarformum og við ráðstöfun á fé til fjárfest- ingaraðila. Þetta er sú stefna sem nágrannaþjóðir okkar hafa valið. Þar eru fjármagnsmarkaðir nokk- urn veginn í jafnvægi án veru- legrar skömmtunar umfram það sem eðlilegt er vegna mismun- andi lánstrausts aðila. I hátekjuþjóðfélögum nútímans hafa stofnanir fjármagnsmarkað- arins gífurlega möguleika á því að laða til sin sparnað, enda veitir sparnaður öryggi og öryggi er nokkurs konar munaðarvara, sem fólk kaupir hlutfallslega meira af við hærri tekjur. Um leið eiga milliliðirnir að geta boðið upp á fjölbreytt sparnaðarform með góðri ávöxtun við eðlileg skilyrði, en hvort tveggja gerir sparnað ennþá eftirsóknarverðari fyrir al- menning. Mér finnst ýmislegt benda til þess að á þessu sviði séu miklir möguleikar ónotaðir hér á landi, og kem ég betur að því síðar. Algengt er i nágrannalönd- unum, að peningar og innstæðufé i innlánsstofnunum nemi um 60% þjóðarframleiðslu á móti um 30% hér á landi nú. Fyrir nokkrum árum voru peningar og innstæðu- fé hér talsvert hærra eða allt að 45% þjóðarframleiðslu. Jafn- framt er i umferð i nágrannalönd- unum mikið af alls kyns vaxta- bréfum og hlutabréfum, sérstak- lega þar sem markaðir eru full- komnastir eins og í Bretlandi og Bandaríkjunum. Raunveruleg ávöxtun sparnaðar erlendis hefur yfirleitt verið miklu betri en hér á landi um langt skeið þótt komið hafi fyrir að hún hafi verið nei- kvæð um tima, þegar skyndilegar verðhækkanir hafa orðið. Verðbólga, vextir og verðtrygging. Ég vík þá að áhrifum verðbólgu á fjármagnsmarkaðinn. Vandinn er ekki fyrst og fremst verðbólga sem slik, ef hún væri jöfn timabil eftir tímabil eða svo nefnd hrein verðbólga. Eftir jafnari verðbólgu gæti markaðurinn lagað sig og einfaldlega tekið verðbólguna inn í vextina. Þessi tegund verðbólgu er að sjálfsögðu aðeins fræðilegur möguleiki, sem ekki þarf að ræða frekar. Meginvandamálið við verð- Framhald á bls. 32 Reiðhjólakeppni skólabarna á Akureyri FYRRI riðill I keppni í akstri á reiðhjólum fór fram við Austurbæjarskólann f Reykjavfk á laugardaginn. Þátttakendur voru 66 börn og unglingar frá 12 sveitarfélögum. Var keppnin hin skemmtilegasta að sögn þeirra, sem með fylgdust. Annar riðill keppninnar fer fram við Oddeyrarskólann á Akureyri fimmtudag- inn 31. marz klukkan 13.30.' Þegar þeirri keppni lýkur, verða valdir 4 nemendur til að taka þátt í alþjóðarreiðhjólakeppni skólabarna, sem fram fer í Briissel dagana 24. — 26. maf n.k. Meðfylgjandi mynd var tekin f keppninni við Austurbæjarskólann á laugardaginn. núsinu Nú er komið að DAS- húsinu Hraunbergsvegi 9 Garðabæ. Söluverðmæti í dag um 25 milljónir. Dregið verður í 12. flokki 5. apríl. Nú má enginn gleyma að endurnýja. Verð á lausum miðum er kr: 4.800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.