Morgunblaðið - 31.03.1977, Page 38

Morgunblaðið - 31.03.1977, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977 38 FRÁ LEIÐBEININGASTOD HÚSM/EBRA Þurrkarar Á þurrum sumardegi þornar þvotturinn úti á snúru fljótt og vel. En hér á landi er ekki ætíö sól og sumar og þar meö kemur víða til álykta hvort tímabært sé að fá sér þurrkara. Að vísu er viða í kjallaraherbergjum og þvottahúsum eitthvert þurrk- pláss fyrir hendi en það er ekki ætíð nægilega stórt fyrir allan þann þvott sem þurrka þarf. Þurrkarar eru í útliti eins og sjálfvirk þvottavél. Blauti þvotturinn er látinn inn í vél- ina gegnum lúgu að framan- verðu. Að innanverðu er tunna sem snýst, þegar vélin er í gangi. Við það hreyfist þvottur- inn og flíkurnar réttast úr brot- unum. Samtímis er heitu lofti biásið í þvottinn. Loftið fer síð- an út úr þurrkaranum gegnum lósíu þar sem ló úr þvottinum safnast fyrir. Sumir álíta að þurrkarar slíti mikið þvottinum þar sem allmikla ló er að finna í lósíunni eftir hvern þvotta- skammt sem þurrkaður er. í „Rád og Resultater" sem Statens Husholdningsrád í Dan- mörku gefur út segir að rann- sóknir hafi leitt í ljós að fatn- aður léttist ekki nema nokkur mg fyrir hvert kg þ.e.a.s. að unnt sé að þurrka fatnaðinn i 24.000—240.000 skipti áður en hann er útslitinn. Slit við notk- un og við þvott er mun meira. Gert er ráð fyrir að venjulega skyrtu megi þvo, þurrka og nota á milli þvotta í um 100 skipti áður en hún er útslitin og að lak megi þvo í allt að 500 skipti. Að sjálfsögðu þarf að hreinsa lósiuna æði oft til að tryggja að loftið komist út með auðveldu móti. í þeim þurrkurun sem taka um 60x60 cm gólfrými er rúm- mál tunnunnar um 100 — 115 1. Slikir þurrkarar geta þurrkað um 3 kg af þvotti í senn eða sama magn og flestar þvottavél- ar taka. Einnig eru á markaðn- um mjög litlir þurrkarar sem taka einungis tæplega 2 kg. af þvotti í senn enda er tunnu- rúmmálið þá ekki nema um 60 1. Tunnan getur verið úr ryð- traustu stáli, glerjuðu stáli eða úr plasti. Það viðist ekki skipta megnimáli úr hvaða efnum hún er gerð. Aðalatriðið er að yfir- borð hennar sé slétt, þá slítur hún þvottinum minnst. 1 sumum tilvikum er unnt að setja þurrkarann ofan á þvotta- vélina og spara gólfplássið en það þykir mörgum mikill kost- ur. Sá sem ætlar að kaupa þurrk- ara verður að vera við því búinn að leysa þurfi vandamál varðandi loftræstingu þar sem þurrkarinn er staðsettur. Yfir- leitt þarf að leiða raka loftið frá þurrkaranum út fyrir íbúðina, enda má setja barka á flesta þurrkara sem leitt getur raka loftið út gegnum glugga eða út gegnum gat í vegg. Það fylgir þvi nbkkur kostnaður að bora slíkt gat og smiða i það pípu sem tengist við barkann. En ef rakt loft er leitt úr i lítið og kalt herbergi þar sem lítil loftræsting er, getur raki safnast fyrir og valdið talsverð- um skemmdum á ibúðinni. Einnig skal á það bent að ef þurrkarinn tekur inn á sig rakt loft frá umhverfinu þá eyðir hann meira rafmagni en ella. Flest allann fatnað má þurrka í þurrkara. Nærfatn- aður og frottéhandklæði verða mjúk og þægileg viðkomu. Prjónaefni hlaupa meir i þurrkara en séu þeu þurrkuð á snúru en þenjast út aftur við notkun. Þeir sem þurrka þvott- inn í þurrkara að staðaldri skulu kaupa nærfatnað i rífara lagi. Ullarfatnað skal ekki láta í þurrkara, þar sem ullin þófnar við að vera á hreyfingu i röku lofti. Borðdúkar úr líni verða linir séu þeir þurrkaðir i þurrk- ara og erfitt er að ganga frá þeim. Hafi líndúkur óvart slæðst i þurrkarann lagast hann aftur ef hann er þveginn og hengdur til þerris á snúru. Á sumum þurrkurum er unnt að stilla hitann á blæstrinum. Þá verður að gæta þess að þurrka akrylefni, pvcefni o.þ.h. við lágan hita. 1 þeim þurrk- urun sem engan hitastilli hafa er loftið yfirleitt ekki heitara en um 40 gráður C a.m.k. þegar um nýlegan þurrkara er að ræða. Erfitt er að segja hve lengi þvotturinn þarf að vera í þurrkaranum. Það getur verið misjafnt í hinum ýmsum gerð- um en tíminn fer eftir því hve miklu lofti er blásið í þvottinn og hve heitt það er og að sjálf- sögðu eftir þv hve þvotturinn er blautur. Ef þurrkarinn tekur jafn mikinn þvott og þvotta- vélin má gera ráð fyrir að hann sé yfirleitt búinn að þurrka þvottinn þegar næsti skammtur er tilbúinn úr þvottavélinni. Á flestum þurrkurun má stilla timann sem áætlaður er til að þurrka þvottinn. Þurrkar- inn slekkur á sig þegar sá tími er liðinn. Gera má ráð fyrir um 20 mínútna þurrktíma fyrir hvert kg af þvotti. Á sumum þurrkurun er „rakastillir" þ.e.a.s að þurrkarinn slekkur á sig þegar þvotturinn er hæfi- lega þurr eða eins þurr og ósk- að er eftir. Þá verður helst að þurrka samtímis þvott sem er lengi að þorna eins og t.d. öll frottéhandklæði eða þvott sem er fljótur að þorna eins og t.d. allar skyrtur úr gerviefnum. Að öðrum kosti er ekki mikið gagn af „rakastillinum." 1 öllum þurrkurun er köldu lofti blásið í þvottinn a.m.k. síð- ustu 10 mínútur þurrktímans til þess að kæla þvottinn. Þar með er síður hætt við að hann kruklist þótt hann liggi í þurrk- aranum i dálítinn tima. Góð regla er þó að taka þvottinn úr úr þurrkaranum um leið og hann stansar, ekki síst flíkur úr gervefnum sem ekki þarf að slétta. Þurrkarar eru dýrir í rekstri, þeir eyða um einni KWH fyrir hvert kg af þvotti sem þurrkað er, en hver KWH kostar nú tæplega 14 kr„ þegar söluskatt- ur og verðjöfnunargjald er meðtalið. Þar að auki verður að gera ráð fyrir einhverjum við- gerðarkostnaði. Hann er yfir- leitt smávægilegur fyrstu 5 árin en ef taka þarf þurrkarann al- veg í sundur getur kostnaður- inn verið allmikill. 1 því dæmi sem hér er sett fram er áætlað að viðgerðakostnaðurinn sé að jafnaði 3.000 kr. á ári. Þurrkarar kosta 60.000 — 100.000 kr. 1 dæminu hér hefur verið gert ráð fyrir að þurrkar- inn hafi fengist fyrir 85.000 kr. Innifalið í verðinu er kostnaður við tengingu við rafleiðslu og við loftræstingu (Barki kostar 700 — 800 kr. pr. m) Þurrkarinn í dæminu er af- skrifaður á 10 árum og enn- fremur er gert ráð fyrir vaxta- tapi sem að jafnaði nemur 13% (bankavextir) af helmingi kostnaðarverðs. Árlegur kostnaður nemur: Afskrift (10% af kostnaðarverði) 8.500 kr. Vextir (13% af 42.500 kr.) 5.525 kr. Viðgerðarkostnaður 3.000 kr. Rafmagnskostnaður fyrir 600 kg af þvotti 8.400 kr. samtals 25.425 kr. © 1 Danmörku og víðar hafa verið gerðar skýringarmyndir varðandi þurrkun á þvotti til að festa i fatnað og birtast þær því hér með, ef einhver skyldi sjá sípum. Þurrka má flfkina i þurrkara við háan hita þ.e.a.s. að loftið I þurrkaranum má vera mest 80 gráður C. Þurrka má flfkina f þurrkara við meðalhita þ.e.a.s. að loftið f þurrkaranum má vera mest 60 gráður C. Þurrka má flfkina f þurrkara við fágt hitastig þ.e.a.s að loftið f þurrkaranum má vera mest 40 gráður C. □ Flfkina má hengja tif þerris á snúru eða f þurrkskáp (hitastig mest 60 gráður C. Hengið flfkina rennblauta til þerris. Leggið flfkina til þerris. D3 Útför sonar míns og bróður okkar JÓNS VALS MAGNASONAR, sem lést af slysförum 19 október s I var gerð frá Akraneskirkju 25 marz Innilegar þakkir til Slysavarnarfélags íslands og allra þeirra er sýnt hafa okkur hjálpsemi og samúð Steinunn Jónsdóttir, Inga Birna Magnadóttir, Steinn Bragi Magnason, Magni Már Magnason, Sunna Björk Þórarinsdóttir. t Eigmmaður minn JÓN BJÓRGVIN SIGURÐSSON Njálsgötu 26 lézt þann 26 þ.m Jarðarförin auglýst síðar Fyrir hönd vandamanna Margrét Helgadóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför systur minnar KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR, Leifsgötu 5. Fyrir hönd systkinanna Sigrfður Jónsdóttir. t Þökkum innilega öllum þeim fjölmörgu sem vottuðu okkur hluttekn- ingu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa ÞORLÁKS GUÐBRANDSSONAR frá Veiðileysu Guðlaug Þorláksdóttir Bjarni Þorláksson Annes Þorláksson Gréta Böðvarsdóttir Guðbrandur Þorláksson Ásta Jónasdóttir Marteinn Þorláksson Halldóra Jónsdóttir Borghildur Þorláksdóttir Sveinbjörn Ólafsson Þórir Þorláksson Þórunn Þorgeirsdóttir Þórdfs Þorláksdóttir. Steindór Arason Kristján Þorláksson Guðrún Grfmsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Júlíana Rannveig Magnúsdóttir Hinn 17. desember á liðnu ári kvaddi þennan heim í Landakots- spítala í Reykjavík, tengdamóðir min kær, Júliana Rannveig Magnúsdóttir, sem fædd var 14. júlí 1894, að Geitagili í Örlygs- höfn, Rauðasandshreppi. Foreldrar hennar voru Magnús Einarsson bóndi og kona hans Bergljót Gunnlaugsdóttir, sem þar bjuggu. Var Júlíana yngst barna þeirra fimm og lifði hún þau öll. Barn að árum missti hún föður sinn og kornung stúlka móður sína, sem lést aðeins 52 ára gömul úr sama sjúkdómi og Júlíana, inn- vortis krabbameini. Barnaskóm sinum sleit Júliana á heimili Jóhönnu og Ólafs Thorlacius, sem bjuggu á höfuð- bólinu Saurbæ, ætíð nefndur Bær á Rauðasandi, og minntist hún jafnan með miklum hlýhug þeirra merku hjóna. Stutt eftir lát móður sinnar lá leið Júlíönu til Reykjavíkur, þar sem heimili hennar stóð meðan aldur entist. Árið 1921 giftist hún Guðmundi Axel Björnssyni vélsmið, vel látn- um og kunnum manni í sinni grein, — persónuleiki, sem ekki gleymist þeim er kynntust. Hann lést 20. janúar 1963. Börn þeirra eru Bergljót, Þórunn, Björn, Gunnlaug og Einar, öll búsett í Reykjavík og Kópavogi nema Gunnlaug, kona mín, búsett í Canada. Barnabörn þeirra urðu 16 og barnabarnabörn 14. Hag alls síns fólks, og ekki síst tengdabarna bar hún mjög fyrir brjósti svo lengi sem kraftur og hugur orkaði, og naut nærgætni og kærleika á móti í hvívetna. Bað hún þeim öllum Guðsblessunar. Júlíana var innilega trúuð kona — gekk ætið í Guðshús með lotn- ingu. Það var á dögum stríðs og hörmunga úti í heimi, sem fundum okkar bar fyrst saman hér á Islandi. Tungumál okkar voru ólík og á þann veg skildum við ekki hvort annað án aðstoðar. En til er mál augnanna — og þar fann ég engan vafa um skiln- ing. Ekki leyndi sér heldur hlýjan í handtaki hennar. — Af þessu tvennu vissi ég að hún hafði gefið samþykki sitt og treyst mér fyrir yngstu dóttur sinni að fara með til f jarlægs lands. Árin liðu — við heimsóttum hana og hún okkur, — fyrst til Englands er við bjuggum þar og síðar til Canada, þá orðin roskin knna. Með trega fann ég enn til þess að geta ekki átt orðaskifti við hana og tjáð minni góðu tengda- móður hug minn, en hlýjan í fallegu brosi hennar og augum var enn sú sama og áður var og sagði mér e.t.v. meira en mörg orð hefðu gert. t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir INGÓLFURJÓNSSON fyrrverandi verzlunarstjóri Akranesi andaðist þann 29 marz Svava Finsen Inga Svava Ingólfsdóttir Jón Ólafsson Nú er hún horfin á fund Drott- ins síns, hvíldinni fegin eftir langa vegferð, og þegar við hitt- umst aftur handan allra landa- mæra er ég þess fullviss að öllum hindrunum hefir verið rutt frá og mér fært að votta henni ást mína og þökk á tungumáli, sem við bæði skiljum. Það er trúa mín, að grund- völluðust samskipti þjóða með ólika tungu og siði, á sama skiln- ingi og tengdamóðir mín sýndi I samskiptum við mig, þyrfti heimurinn ekki að óttast stríð. Er ég nú blessa minningu Júli- önu Magnúsdóttur, skal efni þess- arar visu vera hinsta kveðja min. Þú réttir mér ilmvönd af íslenskum reyr, ég atburðinn geymi. Því lengra sem Ifður ég ann honum meir, þó öðru ég gleymi. (ók. höf.) Winnipeg 5. marz 1977. Ernest Reginald Baldwin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.